Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 15

Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 15 eru tengdar bömum. Stundum týnast böm og útlit er fyrir að illa gangi að fínna þau. Ef leit við slíkar aðstæður endar vel þá er það mikið gleðiefni. Ég man eftir leit að unglingum sem farið höfðu fram af snjódyngju í Skálafelli á vélsleða og fest sig. Skoll- ið var á leiðindaveður. Við reyndum að halda aðstandendum frá okkur en einn faðirinn var eigi að síður kominn til okkar. Það gerði leitina enn spennuþrangnari. Svo fundust ungl- ingamir heilir á húfi stuttu á eftir og þá rfkti mikil gleði. Stundum em menn vonlitlir f byrjun leitar eða björgunarstarfa en svo kemur í ljós að matið var rangt. Það kennir manni að ________Við þurfum______________ að standa vörð gegn atvinnuleysi. miða öll vinnubrögð við að það sé von. Sem dæmi um þetta má nefna að síðastliðinn vetur kom upp atvik sem menn töldu í upphafi litlar lfkur á að myndi enda vel. Það var þegar bfll með fólki frá Raunvísindastofnun fór fram af Grímsfjalli f Vatnajökli. Blindhríð var og aðstæður hrikalegar. Við vissum að fallið var mjög hátt og þverhnípt niður við gerðum okkur ekki miklar vonir. En svo komu fréttir um að fólkið væri á lífi og ekki lífshættulega slasað. Þá var maður í senn afar glaður og mjög undrandi. Strax og við hjónin fluttumst suður á ný fór konan mín, eins og fyrr sagði, að vinna við fyrirtæki sem móðir mín átti. Við það hefur hún starfað síðan. f fyrstu var móðir mín með henni en skömmu fyrir lát hennar árið 1988 kom systir mín, Unnur Helga, inn í rekstur fyrirtækisins með okkur. Þetta er heildsölufyrirtæki sem heitir Rún mér kenndur munur góðs og ills og kennt að fara með bænir. Sem bam og unglingur var ég einnig í KFUM. Á bernskuárum fór ég stundum í sumar- búðir á vegum Þjóðkirkjunnar og líka í Vatnaskóg. Þetta hafði góð áhrif á mig. Þessi þáttur í uppeldi mínu er ábyggilega rót þess að ég er trúaður maður. Ég fer samt ekki í kirkju að staðaldri, miklu fremur á ég traust í trúnni innra með mér. Mér kom þetta til góða þegar ég kom að björgunar- málum vegna snjóflóðanna á Vest- fjörðum. Ég var reyndar staddur í Danmörku þegar snjóflóðin féllu í Súðavík. Ég þurfti að hringja upp í Landsbjörgu þennan morgun en hafði þá enn ekki frétt af slysinu. Þar ríkti mikill drungi og sorg. Ég fór heim daginn eftir um leið og ég gat komist í flugvél og fór að vinna með félögum mínum við skipulagsmál vegna björgunarstarfanna. Þegar snjóflóðin féllu á Flateyri var ég hér heima. Það var pípt á mig um nóttina og ég ætlaði ekki að trúa því þegar vaktþjónustan sagði mér að annað snjóflóð væri fallið á Flateyri og útlit væri fyrir að það væri mjög stórt. Þetta var með ólíkindum. Við vorum reynslunni ríkari frá Súðavík og viðbrögð okkar hjá björgunarsveitunum vom þjálfaðri en í fyrra tilvikinu. „Baklandið“ er gott í lífi Jóns Að undanskildu fyrsta búskapar- árinu og vemnni á Barkarstöðum hafa þau Jón og Halla alltaf búið í Kópa- vogi. „Eftir að við komuni suður á ný keyptum við íbúð í Lundarbrekku. Þaðan fluttum við í Álfatún og frá 1992 höfum við verið hér að Fífu- hjalla 21," segir Jón. Ekki verður annað sagt en að þau hjón hafi búið vel um sig og fjölskyldu sína. Hús þeirra, vandað og traust, stendur á góðum stað í Suðurhlíðum Kópavogs. og flytur inn ýmiskonar fatnað. Einnig starfrækjum við tvær verslanir, Kello og Blu di blu á Laugaveginum. Ég sneri mér alveg að starfi við fyrirtæk- ið árið 1994 og hef haft það sem aðal- starf síðan. Þó að ég hafí auðvitað verið mjög nátengdur þessum rekstri frá því hann hófst árið 1985 þá var það mikil ákvörðun að gegna sínu aðalstarfi hjá þessu fyrirtæki. Það gerði þær kröfur að þetta gengi vel og við gætum framfleytt okkur vel á þessu. Þetta hefur gengið eftir og nú starfa tólf manns hjá fyrirtækinu, ég og ellefu konur. Við höfum fengið á okkur áföll eins og gerist í svona rekstri en okkur hefur tekist að kom- ast yfír það. Við erum búin að eiga viðskipti við Kello síðan 1983. Þá var það nánast nýtt fyrirtæki og smátt í sniðum. Við hittum forsvarsmenn þess á sýningu rétt eftir stofnun þess og nú er Kello orðið stórfyrirtæki á norræn- an mælikvarða." Á traust í trúnni Eins og sést á fyrrgreindu hefur Jón Gunnarsson unnið fjölbreytt störf til sjós og lands og jafnframt sinnt kröfu- hörðu tómstundastarfi með björgunar- sveitum. Slík reynsla hlýtur að kalla á afstöðu til ýmissa mála sem þýðingar- mikil eru fyrir innra líf manneskjunn- ar. Hver er til dæmis afstaða Jóns til trúmála? „Ég tel mig trúaðan. Móðir mín var ákaflega trúuð og faðir minn er það líka. Ekki það að fjölskyldan væri sérleea kirkjurækin heldur var „Héðan sést vel yfir svæðið sem var óbyggt land með trönum og hjöllum í æskutíð minni," segir Jón. Innan stokks hefur verið vandað til vals á húsmunum og annari hýbýlaprýði. Stofan er stór og björt og skrifstofan, þar sem Jón segir undan og ofan af högum sínum, ber eiganda sínum gott vitni. Lítill sonur Jóns, hinn sex ára gamli Arnar Bogi, kemur úr skólanum og er heimilisbragnum ennfremur góður vitnisburður, kurteis drengur og skýr í tali. Það fer ekki á milli mála að „baklandið" er gott í lífi Jóns Gunnarssonar. „Ég er ákaflega hepp- inn maður, á góða Ijölskyldu og er heilsuhraustur," segir hann þegar þessi mál ber á góma. En hvers vegna skyldi hann hafa ákveðið að bjóða sig fram til Alþingis. „Menn úr hópi vina og samstarfsmanna hafa hvatt mig til að gefa kost á mér til þessara starfa, ekki síst menn sem starfað hafa með mér í samtökum sem ég hef enn ekki nefnt til sögunnar en ég gegni for- mennsku fyrir. Sjávarnytjar heita þau og eru samtök áhugamanna um skyn- samlega nýtingu auðlinda hafsins. Við leggjum áherslu á, teljum það raunar grunnforsendu, að þessi þjóð hafi sjálfsákvörðunarrétt um nýtingu þess- ara auðlinda og nýti þær á sjálfbæran hátt samkvæmt ráðleggingum vfsinda- manna sem við treystum. Við teljum til dærnis að rétt sé að nýta hvala- siofninn í samhengi við nýtingu ann- arra sjávardýra og fiska. Sjávarnytjar snúast að bessu levti talsvert um sjálf- AUGLÝSING ■ stæði þjóðarinnar. Á Bandaríkjaþingi er komin fram tillaga um að afnema þennan rétt strandríkja og stofna ein- hvers konar alþjóðafiskveiðiráð. Við gætum rétt séð stöðu okkar ef mál myndu skipast þannig.” Kvótamál og gagnagrunnur Jón kveðst hafa fastmótaða skoðun í hinu umdeilda kvótamáli. „Gagnvart fiskistofnunum er ekki uppi á borðinu neitt kerfi sem stýrt getur betur skyn- samlegri nýtingu fiskistofnanna," segir hann. „Hitt er annað mál að þetta kerfi hefur fleti sem almenning- ur er mjög óánægður með. Þegar fólk er að ræða um kvótamálið er það í raun ekki að ræða um stýringu veið- anna, flestir em held ég sáttir við það. Fólk er að tala um að taka gjald fyrir veiðileyfið. Ekki síst er fólk ósátt við að menn geti selt fyrirtæki sín fyrir óraunverulega hátt verð; þetta sættir fólk sig ekki við. Kvótakerfið var enda ekki hugsað með það fyrir aug- um að menn sem vildu hætta í starfs- greininni gætu makað krókinn og hætt sem vellauðugir menn. Á þessum vanda þarf að taka að nn'nu mati og ég er raunar hissa á að útvegsmenn og stjórnvöld skuli ekki taka höndum saman og sníða þessa vankanta af kerfinu. Ekki er það f hag útvegs- manna að hafa þetta svona áfram." Jón segist í stómm dráttum vera hlynntur gerð miðlægs gagnagmnns sem svo mikið hefur verið rætt um að undanfömu. „Að því tilskildu þó að hægt sé að tryggja dulkóðun á upplýs- ingum sem þar koma fram, svo að alls ekki sé hægt að rekja upplýsingamar til tiltekinna einstaklinga," segir hann. „Séu þau skilyrði uppfyllt held ég að þama sé um gott mál að ræða. Hvað einkaleyfið snertir þá verða menn að fá að njóta þess að koma fyrstir fram með eitthvert mál. Hversu lengi einka- leyfið skal vara er hins vegar um- deilanlegra. Eina hugmynd má nefna í þessu sambandi: Menn hafa komið með hugmynd um að allir þeir sem leggja fram upplýsingar eignist um leið hlut í fyrirtækinu. Þetta þarf að _______Kvótakerfið var... ekki hugsað með það fyrir augum að þeir, sem vildu hætta í starfsgreininni, gætu makað krókinn og hætt sem vell- auðugir menn. skoða. Menn rnega ekki horfa framhjá því að þarna getur verið um að ræða eitt stærsta skref sem við stöndum frammi fyrir gagnvart sjúkdómum og lækningu þeirra." Jón hefur lengi starfað mikið að félagsmálum. „Þó að ég liafi ekki verið í forystu í stjómmálastarfi þá var ég nokkuð virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins og var í stjórn kjör- dæmisráðs fyrir norðan og flokksins þar á ákveðnu tímabili. Ég hef og sótt langflesta landsfundi flokksins frá árinu 1983, ekki þó alla. Ég hef verið flokksbundinn sjálfstæðismaður frá tvítugsaldri," segir hann. „Ég hef mik- inn áhuga á að starfa að stjórnmálum. í samtökum sem ég hef starfað fyrir hef ég starfað mikið með opinbemm aðilum, svo sem alþingismönnum og fulltrúum ráðuneyta. Þetta að við- bættri þeirri hvatningu, sem ég hef áður getið um, hefur ráðið þeirri ákvörðun minni að bjóða mig fram til starfa á Alþingi íslendinga ef ég fæ til þess umboð kjósenda. Atvinnumál og heilbrigðismál Þau málefni sem ég hef mestan áhuga á að sinna á þessum vettvangi em atvinnumál. Það þarf ekki að líta langt aftur f tímann til þess að sjá tímabil þar sem mikið atvinnuleysi var viðvarandi. Þó að atvinnuleysi hafi minnkað og meiri stöðugleiki ríki þá er nauðsynlegt að halda áfram á þeirri braut. Ég hugsa einnig mikið um heilbrigðismál ekki sfst í ljós þess ástands sem ríkir í heilbrigðisstofnun- um okkar. Mér finnst óþolandi að ár eftir ár skuli þessar stofnanir okkar vera í upplausn vegna þess að fólk er að segja þar upp störfum og svo er verið að bjarga málunum á sfðustu stundu með tilheyrandi kostnaði. Við þetta ástand er illt að búa bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfs- menn. Ég vil hafa heilbrigðisþjónust- una okkar í góðu lagi, almenningur treystir henni vel ennþá. Við emm ekki langt frá meðaltali OECD ríkj- anna hvað kostnað snertir á hvern ein- stakling og ekki væri rétt að auka á þá byrði. Ég held hins vegar að auka ætti ábyrgð starfsfólks á rekstri stofnan- anna og láta það um leið njóta þess ef afköst aukast og rekstur batnar. Með þessu móti gæti raunkostnaður lækkað. Öryggismál og forvarnarstarf gegn vímuefnum Ég hef einnig mikinn áhuga á almannavömum og öryggismálum enda hef ég starfað mikið að slíkum málum og þekki talsvert til þeirra. Við vitum að ákveðnir atburðir eru náttúmlögmál í þessu landi og munu halda áfram að gerast. Það sem við getum gert er að undirbúa okkur sem best til að taka á móti áföllum. Við þurfum að gera vísindamönnum okkar kleift að stunda sem best sínar rann- sóknir á þeim svæðum sem hættuleg eru og þar sem búast má við náttúru- hamförum. Þannig gætu þeir haft aukið svigrúm til að vara okkur við og gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Þama er talsvert verk óunnið; á þessu sviði er hægt að gera betur þótt ýmis- legt hafi þegar verið gert. Vímuvanda- mál em líka málefni sem ég vildi sinna betur. Við hækkun sjálfræðis- aldurs fer biðtími ungra fíkniefnaneyt- enda eftir meðferð úr 30 dögum upp í átta mánuði að meðaltali. Þetta er óþolandi ástand. Flestir ættu að geta sett sig inn í hvemig það er að vera foreldri með barn sem hefur villst af réttri leið og hafa engin ráð til að koma því til hjálpar á skipulagðan hátt. Á endanum lendir þetta á fjöl- skyldunni með þeim hörmulegu afleiðingum sem slíkt getur haft í för með sér. Þama þurfum við að standa okkur betur. En fyrst og fremst þurf- um við að auka forvamarstarfið. Ég er Það er grunnforsenda að íslendingar hafi siálfsákvörðunarrétt um nýtingu á auðlindum hafsins og nýti þær á sjálfbæran hátt. á því að það ætti að vera hluti af skólastarfinu; það er það ekki í dag. Ég held að forvamarstarf standi á brauðfótum og hafi ekki hlotið þá athygli sem það þarf að njóta. Það em til samtök í þessu landi sem hægt væri að gera samning við þannig að þessi mál væm í góðum farvegi; að því þarf að vinna. Það þarf að koma á fræðslu um þessi mál í þremur efstu bekkjum gmnnskólans og að námi, tengdu þessum málum, Ijúki svo með ritgerð um efnið. Það mætti gera kennslu um fíkniefnavandann lifandi og áhrifaríka. Þetta er leið sem myndi skila okkur árangri. Um tíma var talsvert um það rætt að það vantaði konur í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjör- dæmi. Ég átti tal við einn ágætan þingmann um þessi mál og var í því sambandi rætt um ýmsar konur sem til greina gætu komið. Þingmaðurinn hafði við orð að hann væri dálítið „svekktur" yfir að tiltekin kona hefði ekki farið fram. „Hún hefur hlotið rétta uppeldið til þess að fara inn á þing. Hún hefur starfað mikið í opin- bera geiranum, verið í forystu í pólitískum samtökum og hefur þannig réttan grunn," sagði hann. Ég hef hugsað um þetta og get ekki séð að til sé neinn „réttur" grannur fyrir störf á Alþingi. Ég held miklu frekar að nauðsynlegt sé að inni á Alþingi sé fólk með sem víðtæktasta reynslu úr hinum ýmsu greinum samfélagsins. Ég held að gott sé að hafa þar fólk sem hefur reynt ýmislegt sjálft, hefur staðið á eigin fótum, fólk sem hefur sjálft leitað úrræða og fundið þau og er tilbúið til að leita á sama hátt leiða og úrræða í hinum samfélagslegu málum sem koma til kasta Alþingis." Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.