Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 65

Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 65 skattafslætti. Nú eru uppi hug- myndir um að ríkið styðji sérstak- lega fólk sem kaupir hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum. Ríkið beitir margvíslegum aðgerðum í gegnum skatta- og velferðarkerfí til að ná fram þjóðfélagslegum markmiðum. Hvers vegna skyldi ríkið ekki styðja við búsetu á jaðar- svæðum, til dæmis með skattafslætti vegna hærri fram- færslukostnaðar á slíkum svæðum, eða vegna sérstakra þjóðfélags- legra vandamála þar? Eða einfald- lega vegna þess að það er efna- hagslega skynsamlegt? Tökum til dæmis sjómannaaf- sláttinn. Hann nemur nálægt ein- um og hálfum milljarði króna. Það er engin knýjandi þörf á skattafslætti fyrir hálaunafólk í sjómannastétt, frekar en fyrir sterkefnaða hlutabréfakaupendur á höfuðborgarsvæðinu. Ef skatt- afslátturinn væri tekinn af sjó- mönnum og færður fískvinnslufólki myndi nást í einni svipan umtals- verð styrking búsetunnar í sjávar- byggðunum. Flestir sjómenn myndu tapa litlum hluta heildar- kjara sinna, en hagur fískvinnslu- fólks myndi batna um nálægt 20.000 krónur á mánuði. Fólk sem er í láglaunastörfum munar um- talsvert um slíka kjarabót. Anægja þeiiTa yrði mun þyngri á vogar- skálum hamir.gjunnar en sorg sjó- mannanna sem missa af kjörum sínum. Kjaramunur karla og kvenna á landsbyggðinni myndi einnig minnka í einni svipan. Þar sem eiginkomn- sjómanna starfa við fiskvinnslu myndi sjómannaaf- slátturinn þó ekki fara út úr fjöl- skyldunni við þessi umskipti. Ójafnvægið sem skapast hefur milli veiða og vinnslu á síðastliðn- um árum myndi minnka og físk- vinnslan yrði mun fýsilegri vinnu- markaður fyrir Islendinga. Þá hefði landsbyggðarfólk færri ástæður til að flýja störf í fisk- vinnslu. Enn betra væri þó að skatt- afslátturinn yrði útvíkkaður í sér- stakan jaðarbyggðaafslátt (eða ,,landnemaafslátt“), sem næði til íbúa þeirra svæða sem sannanlega búa við lakari kjör en aðrir lands- hlutar. Þannig yrði jöfnun lífskjara milli landshluta markvissari. Auk þessa mætti hugsa sér að fjármagna jaðarbyggðastuðning að einhverju leyti með veiði- leyfagjaldi, sem myndi í leiðinni geta aftrað því að ofsagróði mynd- ist í garði útgerðarmanna og braskara fyrir tilstilli kvótakerfis- ins. Þessar hugmyndir eru einungis nefndar hér til að hreyfa við um- ræðu. Bestu útfærslurnar má svo finna með útreikningum á kostum og göllum, ef pólitískur vilji er til þess að snúa búsetuþróuninni við með einhvers konar jöfnunarað- gerðum. Aðgerðir til Iengri tíma Sú viðleitni sem ég hef hér gerst talsmaður fyrir, að spyrnt sé við róttæki’i hnignun búsetu á lands- byggðinni, má þó ekki ganga of langt. Við megum ekki líta á lands- byggðina sem eitt allsherjar byggðasafn, þar sem við engu má hrófla. Lífvænlegar byggðir þurfa í senn að bera arðbært atvinnulíf, menningarleg verðmæti og veita íbúum sambærileg kjör og almennt tíðkast í landinu. Kjör geta þó aldrei verið algerlega eins eða jöfn milli landshluta í öllu tilliti. Sumt er og verður betra á landsbyggð- inni, annað á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin á búsetuskilyrðum, sem ég hef í greinum mínum vitnað til, sýndi að allir íbúar landsins gera kröfur um að njóta helstu lífs- gæðanna sem nútíminn býður upp á. Sumt af því er þó aðeins hægt að bjóða upp á í stærri þéttbýliskjörn- um. Óánægjan með lífskjörin og búsetuskilyrðin er mest í minnstu þéttbýlisstöðunum á landsbyggð- inni, þ.e. stöðum sem eru með frá 200 til 1.000 íbúa. Þetta dregur athyglina að mikil- vægi þróttmikilla byggðakjarna í hverjum landshluta, sem geta bor- ið uppi þjónustu, menningarlíf og verslun fyrir stór landsvæði, þegar samgöngur eru fullnægjandi. Þetta er gömul hugmynd, en hún hefur ekki náð fram að ganga, að heitið geti. Hún er samt skynsamleg. Ein leið til að ná því marki að byggja upp nægilega stóra byggðakjarna í öllum helstu landshlutunum er sú, að stýra búferlaflutningunum með virkri vinnumarkaðspólitík, eins og t.d. Svíar gerðu um langt árabil. Þá var fólki veittur stuðningur frá hinu opinbera til endui-menntunar og flutnings frá hnignunarsvæðum, sem ekki áttu sér viðreisnar von í atvinnutilliti, til blómlegri þróunar- svæða á landsbyggðinni. Ef menn gefast upp gagnvart því verkefni að viðhalda búsetu í um- talsverðum hluta sjávarbyggðanna við íslandsstrendur, eða ef tilraun- ir til þess mistakast, þá væri væn- leg leið að rétta fórnarlömbum markaðsvæðingarinnar í sjávarút- vegi hjálparhönd og freista þess í leiðinni að efla þróttmeiri svæði á landsbyggðinni með búferlaflutn- ingastyrkjum í anda virkrar vinnu- mai’kaðsstefnu. Við gætum sitt- hvað lært af reynslu Norðurlanda- þjóðanna og Evrópusambandsins í þeim efnum. 1 Peter N. Stearns (1975), European Society in Upheaval: Social History Since 1750 (New York: Macmillan) bls. 69 og 71. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands og forstöðumaður Félagsvís- indastofnunar Háskólans. VINTERSPORT Bíldshöfði 20 • 112 Reykjavík S: 510 8020 • www.interspQrt.is msm ^asiG puníi^ SALOMDN COnVERSE* Rccbtík SPORTS FllA PRO 7UCH C3* Léttir kuldaskór Stærðir 28-40 Nýtt kortatímabil Skódeild Intersport er einstök þvi þar er að finna mesta úrval landsins af íþrótta- og útivistarskóm. FOkSyts/lK/fr Á au/laa/ kl. ? Fyrsta tækifæri til að sjá nýjustu stórmyndina frá Disney (með ísl. tali). Ókeypis á Guffagrín kl. 3 og 5 f Opið: Man fim: 318 - Fös: 313 - Lau: 1016

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.