Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 71
FRÉTTIR
Þjónusta við fatlaða
FULLTRUAFUNDUR Landssam-
takanna Þroskahjálpar verður hald-
inn að Flúðum dagana 13.-15. nóv-
ember nk. Efni fundarins verður:
Þjónusta við fatlaða í upphafi nýirar
aidar. Við setningu fundarins mun
Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður
og Ingunn Guðmundsdóttir, forseti
bæjarstjórnar Árborgar, flytja er-
indi um framtíðarsýn stjórnmála-
manna í málefnum fatlaðra.
Á laugardeginum 14. nóvember
hefst málþingið fyrir hádegi undir
yfirski-iftinni: Breyttir tímar - ný
lög. Þar munu þær Gerður Stein-
þórsdóttir úr stjóm Þroskahjálpar
og Ólöf Thorarensen, félagsmála-
stjóri Árborgar, fjalla um frumvarp
til laga um félagsþjónustu sveitarfé-
laga, John Doak, varaformaður
Átaks, Hrefna Haraldsdóttir, for-
eldraráðgjafi og trúnaðarmaður
fatlaðra í Reykjavík og Soffía Sig-
urðardóttir, Neistastöðum, fjalla
um Réttindagæslu með tilliti til
nýrra laga. Steingerður Sigur-
björnsdóttir, læknir, Ástrós Sverr-
isdóttir, formaður Umsjónarfélags
einhverfra og Steinunn Rasmus,
foreldri, fjalla um Greiningu, ráð-
gjöf og faglega þjónustu á lands-
vísu.
Eftir hádegi verða erindi flutt
undir heitinu Breyttir tímar - nýtt
innihald? Þar mun Þórgnýr Dýr-
fjörð, forstöðumaður búsetudeildar
á Akureyri, Ellen Anderson, for-
eldri og þroskaþjálfi og Soffía Lár-
usdóttir, framkvæmdastjóri svæðis-
skrifstofu Austurlands, fjalla um
Nýjar áherslu í þjónustunni, hver
eru tækifærin? Hvað ber að varast?
Á eftir umræðum verða pall-
borðsumræður þar sem fyrirlesarar
sitja fyrir svörum.
Skráning þátttakenda á þetta
málþing fer fram á skrifstofu
Þroskahjálpar.
Félagsfundur Samtaka
lungnasjúklínga
Reykvískum
konum boðið á
Netkynningu
BORGARBÓKASAFN Reykjavík-
ur býður reykvískum konum upp á
stutta kynningu á Internetinu í til-
efni 75 ára afmælis safnsins fyrr á
þessu ári.
Almenningur hefur haft aðgang
að Netinu í safninu síðan 1995 en í
ljós hefur komið að fullorðnir karl-
menn nota tölvumar töluvert meira
en konur á sama aldri. Því hefur
verið ákveðið að hafa sérstaká
kynningartíma fyrir konur fæddar
1965 og fyrr.
Kynningarnar verða á lestrarsal
safnsins í Þingholtsstræti 27 og í
Foldasafni í Grafarvogskirkju. Þær
eru sérstaklega ætlaðar þeim sem
aldrei hafa leitað á Netinu en langar
að sjá hvað þetta fyrirbæri er sem
svo mikið hefur verið rætt og ritað
um undanfarið, segir í fréttatil-
kynningu.
Skráning og nánari upplýsingar á
söfnum Borgarbókasafns.
Fyrirlestur Líf-
fræðistofnunar
Á FÖSTUDAGSFYRIRLESTRI
Líffræðistofnunar, 13. nóvember,
flytur Jóhanna B.F. Weisshappel
sjávarlíffræðingur erindi um fjöl-
breytileika og útbreiðslu marflóa
innan Eusiridae-ættarinnar
(Crustacea, Amphipoda) við Island.
Erindið verður haldið á Grensás-
vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan
12.20. Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Morgunblaðið/Golli
EINAR Páll Kjærnested fram-
kvæmdastjóri og Sigurjón
Gunnlaugsson, verslunarstjóri
BASIC-verslunarinnar.
Ný fataverslun
í Mosfellsbæ
VERSLUNIN BASIC, tísku- og
sportverslun, var opnuð á efri hæð
verslunarmiðstöðvarinnar Kjama,
Þverholti 2, Mosfellsbæ, fimmtu-
daginn 5. nóvember.
I versluninni er boðið upp á fjöl-
breytt vöruval í tísku- og sportfatn-
aði fyrir aldurshópana 13^40 ára.
Lögð er áhersla á að hafa á boðstól-
um fjölbreytta fatalfnu fyrir þessa
aldurshópa og fylgja tískusveiflum
á markaði. Helstu vörumerkin eru:
Diesel, Sparkz, Fila, Gap, Kani,
Tommy Hilfiger, Everlast, PCB,
Tark, Ádidas, Nike og 4You.
Verslunari'ýminu er skipt upp í
þrjú svæði sem höfða til mismun-
andi markhópa. Sparifatnaður á
17-40 ára, sportfatnaður íyrir 15-30
ára og tískufatnaður fyrir 13-18 ára.
SAMTÖK lungnasjúklinga halda
annan félagsfund vetrarins í kvöld,
fimmtudaginn 12. nóvember í Safn-
aðarheimili Hallgrímskirkju í
Reykjavfk og hefst fundurinn kl. 20.
Þetta er fyrsti félagsfundurinn
sem er haldinn eftir að Samtökin
vom tekin inn í SÍBS, en það var
gert á þingi SÍBS, sem haldið var á
Reykjalundi í Mosfellsbæ helgina
24. og 25. október sl. Undirbúning-
ur er þegar hafin að opnun skrif-
stofu félagsins og er gert ráð fyrir
hún verða opin fyrir hádegi alla
virka daga.
Á félagsfundinn í kvöld kemur að
þessu sinni Hans Jakob Beck, lyf-
læknir, sem auk þeimar menntunar
hefur sérhæft sig í heiibrigðisfræð-
um. Hann hóf störf á Reykjalundi á
síðasta ári eftir að hann kom heim
frá sérnámi og hefur síðan starfað
við lungnaendurhæfingu. Fyrirlest-
ur hans mun fjalla um mikilvægi
þjálfunar og sjálfshjálpar fyrir
lungnasjúklinga.
Stjórn félagsins vill vekja athygli
á því að fundurinn er öllum opinn
hvort sem þeir eru félagsmenn eða
ekki.
Zancaster
kynning
í dag og föstudag
kl. 13-18.
amfr
S5Í|c0 Vrtaie
tfgxygéne
10% afsláttur.
Spennandi
iukkupottur.
Snyrtístofa
Sígrtðar Guðjónsdóttur,
Eíðístorgi 13—15,
sími 561 1161.
Skulagata 59 • Sími 540 5400 • www.raesir.is
Mazda Demio - ávallt viðbúinn!
Mazda Demio er fjölnota bíll sem er kjörinn
fyrir þá sem hafa í mörgu að snúast. Hann
er þeim fráþæru eiginleikum þúinn að á
svipstundu er hægt að breyta honum úr
fjölskyldubíl í vinnubíl sem rúmar vörur
og kassa eða tómstundabíl fyrir
skíðabúnaðinn, útilegudótið eða
hnakkinn á hestinn. Hann er
fallegur og einstaklega hentugur.
Mazda Demio er alltaf til í allt!
Verð: Demio l_X 1.315.000 kr.
Demio GLX 1.295.000 kr.