Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 71

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 71 FRÉTTIR Þjónusta við fatlaða FULLTRUAFUNDUR Landssam- takanna Þroskahjálpar verður hald- inn að Flúðum dagana 13.-15. nóv- ember nk. Efni fundarins verður: Þjónusta við fatlaða í upphafi nýirar aidar. Við setningu fundarins mun Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, flytja er- indi um framtíðarsýn stjórnmála- manna í málefnum fatlaðra. Á laugardeginum 14. nóvember hefst málþingið fyrir hádegi undir yfirski-iftinni: Breyttir tímar - ný lög. Þar munu þær Gerður Stein- þórsdóttir úr stjóm Þroskahjálpar og Ólöf Thorarensen, félagsmála- stjóri Árborgar, fjalla um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfé- laga, John Doak, varaformaður Átaks, Hrefna Haraldsdóttir, for- eldraráðgjafi og trúnaðarmaður fatlaðra í Reykjavík og Soffía Sig- urðardóttir, Neistastöðum, fjalla um Réttindagæslu með tilliti til nýrra laga. Steingerður Sigur- björnsdóttir, læknir, Ástrós Sverr- isdóttir, formaður Umsjónarfélags einhverfra og Steinunn Rasmus, foreldri, fjalla um Greiningu, ráð- gjöf og faglega þjónustu á lands- vísu. Eftir hádegi verða erindi flutt undir heitinu Breyttir tímar - nýtt innihald? Þar mun Þórgnýr Dýr- fjörð, forstöðumaður búsetudeildar á Akureyri, Ellen Anderson, for- eldri og þroskaþjálfi og Soffía Lár- usdóttir, framkvæmdastjóri svæðis- skrifstofu Austurlands, fjalla um Nýjar áherslu í þjónustunni, hver eru tækifærin? Hvað ber að varast? Á eftir umræðum verða pall- borðsumræður þar sem fyrirlesarar sitja fyrir svörum. Skráning þátttakenda á þetta málþing fer fram á skrifstofu Þroskahjálpar. Félagsfundur Samtaka lungnasjúklínga Reykvískum konum boðið á Netkynningu BORGARBÓKASAFN Reykjavík- ur býður reykvískum konum upp á stutta kynningu á Internetinu í til- efni 75 ára afmælis safnsins fyrr á þessu ári. Almenningur hefur haft aðgang að Netinu í safninu síðan 1995 en í ljós hefur komið að fullorðnir karl- menn nota tölvumar töluvert meira en konur á sama aldri. Því hefur verið ákveðið að hafa sérstaká kynningartíma fyrir konur fæddar 1965 og fyrr. Kynningarnar verða á lestrarsal safnsins í Þingholtsstræti 27 og í Foldasafni í Grafarvogskirkju. Þær eru sérstaklega ætlaðar þeim sem aldrei hafa leitað á Netinu en langar að sjá hvað þetta fyrirbæri er sem svo mikið hefur verið rætt og ritað um undanfarið, segir í fréttatil- kynningu. Skráning og nánari upplýsingar á söfnum Borgarbókasafns. Fyrirlestur Líf- fræðistofnunar Á FÖSTUDAGSFYRIRLESTRI Líffræðistofnunar, 13. nóvember, flytur Jóhanna B.F. Weisshappel sjávarlíffræðingur erindi um fjöl- breytileika og útbreiðslu marflóa innan Eusiridae-ættarinnar (Crustacea, Amphipoda) við Island. Erindið verður haldið á Grensás- vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Golli EINAR Páll Kjærnested fram- kvæmdastjóri og Sigurjón Gunnlaugsson, verslunarstjóri BASIC-verslunarinnar. Ný fataverslun í Mosfellsbæ VERSLUNIN BASIC, tísku- og sportverslun, var opnuð á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar Kjama, Þverholti 2, Mosfellsbæ, fimmtu- daginn 5. nóvember. I versluninni er boðið upp á fjöl- breytt vöruval í tísku- og sportfatn- aði fyrir aldurshópana 13^40 ára. Lögð er áhersla á að hafa á boðstól- um fjölbreytta fatalfnu fyrir þessa aldurshópa og fylgja tískusveiflum á markaði. Helstu vörumerkin eru: Diesel, Sparkz, Fila, Gap, Kani, Tommy Hilfiger, Everlast, PCB, Tark, Ádidas, Nike og 4You. Verslunari'ýminu er skipt upp í þrjú svæði sem höfða til mismun- andi markhópa. Sparifatnaður á 17-40 ára, sportfatnaður íyrir 15-30 ára og tískufatnaður fyrir 13-18 ára. SAMTÖK lungnasjúklinga halda annan félagsfund vetrarins í kvöld, fimmtudaginn 12. nóvember í Safn- aðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavfk og hefst fundurinn kl. 20. Þetta er fyrsti félagsfundurinn sem er haldinn eftir að Samtökin vom tekin inn í SÍBS, en það var gert á þingi SÍBS, sem haldið var á Reykjalundi í Mosfellsbæ helgina 24. og 25. október sl. Undirbúning- ur er þegar hafin að opnun skrif- stofu félagsins og er gert ráð fyrir hún verða opin fyrir hádegi alla virka daga. Á félagsfundinn í kvöld kemur að þessu sinni Hans Jakob Beck, lyf- læknir, sem auk þeimar menntunar hefur sérhæft sig í heiibrigðisfræð- um. Hann hóf störf á Reykjalundi á síðasta ári eftir að hann kom heim frá sérnámi og hefur síðan starfað við lungnaendurhæfingu. Fyrirlest- ur hans mun fjalla um mikilvægi þjálfunar og sjálfshjálpar fyrir lungnasjúklinga. Stjórn félagsins vill vekja athygli á því að fundurinn er öllum opinn hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Zancaster kynning í dag og föstudag kl. 13-18. amfr S5Í|c0 Vrtaie tfgxygéne 10% afsláttur. Spennandi iukkupottur. Snyrtístofa Sígrtðar Guðjónsdóttur, Eíðístorgi 13—15, sími 561 1161. Skulagata 59 • Sími 540 5400 • www.raesir.is Mazda Demio - ávallt viðbúinn! Mazda Demio er fjölnota bíll sem er kjörinn fyrir þá sem hafa í mörgu að snúast. Hann er þeim fráþæru eiginleikum þúinn að á svipstundu er hægt að breyta honum úr fjölskyldubíl í vinnubíl sem rúmar vörur og kassa eða tómstundabíl fyrir skíðabúnaðinn, útilegudótið eða hnakkinn á hestinn. Hann er fallegur og einstaklega hentugur. Mazda Demio er alltaf til í allt! Verð: Demio l_X 1.315.000 kr. Demio GLX 1.295.000 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.