Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 12

Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 12
12 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vestfírskir trillukarlar berjast gegn áformuðum breytingum á fískveiðistjórnunarkerfinu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FIMM stútfull ker voru hífð upp úr Norðurljósum IS á Isafirði í gær. Ágætur árangur eftir einn dag hjá tveimur mönnum, bræðrunum Jónasi og Gunnlaugi Finnbogasonum. Myndin var tekin þegar Jónas var að þrífa eftir uppskipun. „Dauðadómur yfír smá- bátaútgerð á Vestfjörðum“ Trillukarlar á norðanverðum Vestfjörðum eru komnir í herferð gegn frumvarpi til breytinga á lögum um fískveiðistjórnun vegna afleiðinga þeirra fyrir margar smá- bátaútgerðir. Sumir fullyrða að breyting- arnar marki endalok smábátaútgerðar á Vestfjörðum, jafnvel byggðar. Helgi Bjarnason blaðamaður og Halldor Svein- björnsson ljósmyndari fóru um svæðið og heyrðu hljóðið í sjómönnum. SMÁBÁTASJÓMÖNNUM á norðanverðum Vestfjörðum er heitt í hamsi vegna áforma um breytingar á fískveiðistjórnun- inni sem fram koma í margum- ræddu frumvarpi sjávarútvegsráð- herra. Þeir kalla á þingmenn kjör- dæmisins einn af öðrum til fundar við sig til að knýja á um afstöðu þeirra til frumvarpsins og hefur orðið vel ágengt, að minnsta kosti hvað varðar Einar Odd Kristjáns- son. Gunnlaugur M. Sigmundsson var varkár í yfirlýsingum á fundi sem framsóknarmenn héldu í Bol- ungarvík. Bolvíkingurinn Kristinn H. Gunnarsson, sem nýlega gekk til liðs við þingflokk framsóknar- manna, var ekki á þeim fundi. Það virðast einkum vera tvö at- riði sem valda áhyggjum trillu- karla. Annars vegar er það kvóta- setning ýsu og steinbíts en útgerð margra báta hefur byggst á frjálsri veiði þeirra en þorskurinn verið nokkurs konar meðafli. Hins vegar er afnám sóknardagakerfisins og útdeilding á heildaraflanum á mik- inn fjölda báta sem trillukarlar fullyrða að þýði að hver bátur fái aðeins 9-10 tonna þorskkvóta sem eigi að koma í stað möguleika til frjálsra veiða í 40 daga á ári. Þetta segja margir að kippi gersamlega rekstrargrundvellinum undan út- gerð bátanna. Vöxtur hefur verið í útgerð smá- báta á Vestfjörðum, ekki síst í Bol- ungarvík. Þeir sem hafa verið að kaupa báta, eldri báta eða nýsmíði, hafa enn ekki öðlast veiðireynslu í ýsu og steinbít og eiga því ekki von á kvóta í þessum tegundum. Sumir segja að með þessu séu rekstrar- forsendur fallnar. Sjónarmið eru reyndar aðeins mismunandi eftir stöðum. Þannig er áberandi minni ótti við breytingarnar á Suðureyri en í Bolungarvík. Helgast það væntanlega af því að Súgfirðingar ÁGÆTT fiskirí hefur verið hjá smábátum fyrir vestan að undan- fórnu. Myndin var tekin þegar Gísli Hermannsson var að landa úr báti sínum Fundvís ÍS í smábátahöfninni á Isafirði í gær. hafa mikið veitt af ýsu og steinbít og hafa því öðlast allgóða veiði- reynslu þegar til úthlutunar kem- ur. Mikill vöxtur hefur aftur á móti orðið í smábátaútgerð í Bolungar- vík á þessu ári og þeir bátar hafa enga eða litla veiðireynslu og fá því lítinn ýsu- og steinbítskvóta ef að líkum lætur. Einn útgerðarmaður, sem blaða- maður ræddi við á ferð um Isa- fjörð, Suðureyri og Bolungarvík, hefur nýlega keypt úreldingarrétt fyrir tæpar 11 milljónir. Sú fjár- festing verður væntanlega verð- laus með breytingum á lögunum. Sá sagði slæmt að þurfa að lifa í ei- lífðar lottói vegna breytinga á regluumhverfinu. Margir viðmælendur óttuðust af- leiðingar margumræddra breyt- inga á þróun byggðar á Vestfjörð- um og notuðu stór orð. Dæmi: „Dauðadómur yfir byggðunum." „Aðför að landsbyggðinni.“ „Ætla þeir fyrir sunnan að leggja byggð- ina í rúst og fá okkur alla suður?“ „Það blasir við mér núna að setja dótið aftur í gáminn og það verður ekki tekið úr honum hérlendis." „Aðför að landsbyggðinni" „Þetta er dauðadómur yfir þeim byggðum sem byggja mikið á smá- bátaútgerð," segir Falur Þorkels- son, formaður Hörpu, sem er félag smábátaeigenda í Bolungai-vík. Falur var í gær ásamt 25-30 félög- um sínum á fundi smábátasjó- manna með Gunnlaugi M. Sig- mundssyni, þingmanni Framsókn- arflokksins, þegar blaðamaður tók hann tali. „Það er búið að taka frá okkur togarana og kvótann og útgerð smábáta hefur verið eini vaxtar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.