Morgunblaðið - 12.12.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.12.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vestfírskir trillukarlar berjast gegn áformuðum breytingum á fískveiðistjórnunarkerfinu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FIMM stútfull ker voru hífð upp úr Norðurljósum IS á Isafirði í gær. Ágætur árangur eftir einn dag hjá tveimur mönnum, bræðrunum Jónasi og Gunnlaugi Finnbogasonum. Myndin var tekin þegar Jónas var að þrífa eftir uppskipun. „Dauðadómur yfír smá- bátaútgerð á Vestfjörðum“ Trillukarlar á norðanverðum Vestfjörðum eru komnir í herferð gegn frumvarpi til breytinga á lögum um fískveiðistjórnun vegna afleiðinga þeirra fyrir margar smá- bátaútgerðir. Sumir fullyrða að breyting- arnar marki endalok smábátaútgerðar á Vestfjörðum, jafnvel byggðar. Helgi Bjarnason blaðamaður og Halldor Svein- björnsson ljósmyndari fóru um svæðið og heyrðu hljóðið í sjómönnum. SMÁBÁTASJÓMÖNNUM á norðanverðum Vestfjörðum er heitt í hamsi vegna áforma um breytingar á fískveiðistjórnun- inni sem fram koma í margum- ræddu frumvarpi sjávarútvegsráð- herra. Þeir kalla á þingmenn kjör- dæmisins einn af öðrum til fundar við sig til að knýja á um afstöðu þeirra til frumvarpsins og hefur orðið vel ágengt, að minnsta kosti hvað varðar Einar Odd Kristjáns- son. Gunnlaugur M. Sigmundsson var varkár í yfirlýsingum á fundi sem framsóknarmenn héldu í Bol- ungarvík. Bolvíkingurinn Kristinn H. Gunnarsson, sem nýlega gekk til liðs við þingflokk framsóknar- manna, var ekki á þeim fundi. Það virðast einkum vera tvö at- riði sem valda áhyggjum trillu- karla. Annars vegar er það kvóta- setning ýsu og steinbíts en útgerð margra báta hefur byggst á frjálsri veiði þeirra en þorskurinn verið nokkurs konar meðafli. Hins vegar er afnám sóknardagakerfisins og útdeilding á heildaraflanum á mik- inn fjölda báta sem trillukarlar fullyrða að þýði að hver bátur fái aðeins 9-10 tonna þorskkvóta sem eigi að koma í stað möguleika til frjálsra veiða í 40 daga á ári. Þetta segja margir að kippi gersamlega rekstrargrundvellinum undan út- gerð bátanna. Vöxtur hefur verið í útgerð smá- báta á Vestfjörðum, ekki síst í Bol- ungarvík. Þeir sem hafa verið að kaupa báta, eldri báta eða nýsmíði, hafa enn ekki öðlast veiðireynslu í ýsu og steinbít og eiga því ekki von á kvóta í þessum tegundum. Sumir segja að með þessu séu rekstrar- forsendur fallnar. Sjónarmið eru reyndar aðeins mismunandi eftir stöðum. Þannig er áberandi minni ótti við breytingarnar á Suðureyri en í Bolungarvík. Helgast það væntanlega af því að Súgfirðingar ÁGÆTT fiskirí hefur verið hjá smábátum fyrir vestan að undan- fórnu. Myndin var tekin þegar Gísli Hermannsson var að landa úr báti sínum Fundvís ÍS í smábátahöfninni á Isafirði í gær. hafa mikið veitt af ýsu og steinbít og hafa því öðlast allgóða veiði- reynslu þegar til úthlutunar kem- ur. Mikill vöxtur hefur aftur á móti orðið í smábátaútgerð í Bolungar- vík á þessu ári og þeir bátar hafa enga eða litla veiðireynslu og fá því lítinn ýsu- og steinbítskvóta ef að líkum lætur. Einn útgerðarmaður, sem blaða- maður ræddi við á ferð um Isa- fjörð, Suðureyri og Bolungarvík, hefur nýlega keypt úreldingarrétt fyrir tæpar 11 milljónir. Sú fjár- festing verður væntanlega verð- laus með breytingum á lögunum. Sá sagði slæmt að þurfa að lifa í ei- lífðar lottói vegna breytinga á regluumhverfinu. Margir viðmælendur óttuðust af- leiðingar margumræddra breyt- inga á þróun byggðar á Vestfjörð- um og notuðu stór orð. Dæmi: „Dauðadómur yfir byggðunum." „Aðför að landsbyggðinni.“ „Ætla þeir fyrir sunnan að leggja byggð- ina í rúst og fá okkur alla suður?“ „Það blasir við mér núna að setja dótið aftur í gáminn og það verður ekki tekið úr honum hérlendis." „Aðför að landsbyggðinni" „Þetta er dauðadómur yfir þeim byggðum sem byggja mikið á smá- bátaútgerð," segir Falur Þorkels- son, formaður Hörpu, sem er félag smábátaeigenda í Bolungai-vík. Falur var í gær ásamt 25-30 félög- um sínum á fundi smábátasjó- manna með Gunnlaugi M. Sig- mundssyni, þingmanni Framsókn- arflokksins, þegar blaðamaður tók hann tali. „Það er búið að taka frá okkur togarana og kvótann og útgerð smábáta hefur verið eini vaxtar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.