Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Hert eftirlit með kaupskipunum ÍSLAND verður fullgildur aðili að samkomulagi um hafnaríkiseftirlit á næsta ári. Sautján Evrópuríki, auk Kanada, hafa frá árinu 1982 undirritað samkomulagið, sem kennt er við París, og setur strang- ar reglur um aðbúnað og öryggis- mál í flutningaskipum, auk þess að skuldbinda aðildarríki til eftirlits með því að reglunum sé framfylgt. Síðastliðin þrjú ár hefur íslenska n'kið verið aukaaðili að samkomu- laginu og tíminn verið notaður til þess að uppfylla kröfur um fulla að- ild. Ný lög um hafnaríkiseftirlit voru sett á þessu ári, en að sögn Hálfdáns Henrýssonar, deildar- stjóra eftirlitsdeildar Siglingastofn- unar, á Alþingi enn eftir að fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar númer 147 um aðbúnað og hollustuhætti skipverja en hún er m.a. skilyrði fullrar aðildar að Parísarsamkomulaginu. Ber að skoða Ijórðung erlendra kaupskipa Samkvæmt Parísarsamkomulag- inu ber Siglingastofnun að skoða 25% erlendra flutningaskipa sem leggja að í íslenskum höfnum með íilliti til þess hvort þau uppfylli al- þjóðlegar kröfur, svokallaðar ISM- reglur, um aðbúnað áhafnar, hrein- læti, öi-yggi og ástand skips og vél- búnaðar. „Sérstakt átak var gert á vegum aðildarríkjanna í sumar í eftirliti með erlendum kaupskipum. Hér heima voru 100 skip, af þeim 7- 800 sem komu til landsins, skoðuð, en þegar við verðum fullgildir aðil- ar að samkomulaginu þurfum við að skoða fjórðung allra flutninga- skipa sem hingað koma,“ segir Hálfdán. „Þess vegna mun Sigl- ingastofnun bæta við einu stöðu- gildi í ársbyrjun til þess að geta uppfyllt kröfur um eftirlit." Hálfdán telur nýjar og strangari reglur hafa reynst mjög vel og eft- irlit með skipum er stunda vöru- og fólksflutninga batnað til muna. Fjöldi skipa hafi verið stöðvaður vegna þess að aðbúnaður eða ör- yggismál voru í ólagi. Eftir- litsátakið sem gert var aðildar- löndunum í sumar leiddi til þess að 5% skoðaðra skipa voru kyrrsett þar sem þau uppfylltu ekki ISM- kröfurnar, en ástandið var verst í svokölluðum búlkurum, 8% þeirra hafi verið stöðvuð vegna reglu- brota. Gert er ráð fyrir að Evrópusam- bandið muni á næsta ári gefa út til- skipun þess efnis að sömu reglur gildi um fiskiskip innan hins evr- ópska efnahagssvæðis. FISKAFLINN í nóvembermánuði síðastliðnu varð alls um 120.000 tonn, sem er þúsund tonnum minna en í fyrra. Þorskafli nú varð um 23.400 tonn tonn, sem er ríflega 6.000 tonnum eða þriðjungi meira en í nóvember í fyrra. Loðnuafli varð 55.000 tonn, sem er 10.000 tonnum minna en í fyrra. Síldarafli varð um 18.300 tonn, sem er 5.000 tonnum minna en í fyrra. Úthafs- rælguafli varð aðeins 2.300 tonn, sem er nærri 2.000 tonnum minna en í fyrra. Sé litið til aflans á almanaksárinu, er hann alls um 1.341.000 tonn, en það er miklum mun minna en á sama tíma í fyrra. þá var aflinn 1.808.000 tonn, en fiskaflinn á öllu árinu í fyrra fór alls vel yfir tvær milljónir tonna og hefur aldrei verið meiri. Langmestu munar um loðnu- afla. Á þessum tíma í fyrra varð loðnuafli alls 1.263.000 tonn, en er nú aðeins 731.000 tonn. Þorskafli þessa 11 fyrstu mánuði ársins er um 220.000 tonn, sem er nærri 40.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Litlu minna hefur nú veiðst af ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, en í fyrra. Úthafsrækjuaflinn er nú um 47.000 tonn, sem er 10.000 tonnum minna en í fyrra. Mestu landað á Austfjörðum Langmestum afla var í nóvember landað á Austfjörðum, 43.200 tonn- um eða rúmum þriðjungi alls aflans. Uppistaðan í því er loðna, um 27.000 tonn og 8.600 tonn af síld. Næst kemur Norðurland eystra með um 25.000 tonn og í þriðja sætinu er Vesturland með um 14.800 tonn, en ríflega helmingur þess er loðna og á árinu síld. Mestum þorski var landað á Norðurlandi Eystra, tæpum 6.000 tonnum, en Reykjanes kom næst með 4.300 tonn og í þriðja sæti eru svo Vestfirðir með 3.500 tonn. Mest af þorski á Iand á Reykjanesi Sé litið á almanaksárið bera Austfirðir höfuð og herðar yfir önn- ur kjördæmi með 482.000 tonn og þar ráða loðna og síld úrslitum. Alls var 340.000 tonnum af loðnu landað á Austurlandi þetta tímabil. Næst- mestum afla var landað á Reykja- nesi, 202.000 tonnum og í þriðja sæti er Suðurland með 169.000 tonn. Mestum þorski var landað á Reykjanesi, 51.000 tonnum, næstir koma Vestfirðir með með 33.250 tonn og Norðurland eystra er með 31.500 tonn. Kristján Ragnarsson Fagnaðarefni vilji Norðmenn veiða sel KRISTJÁN Ragnarsson, for- maður LÍÚ, segir að ekkert mæli gegn því, að Norðmenn fái leyfi til veiða á blöðrusel á rekísnum innan lögsögu okkar. Samtök út- gerðarmanna í Noregi hafa farið þess á leit við norsk stjómvöld að þau leiti eftir leyfi fyrir selveiði- menn, að þeir fái að stunda veið- ar á blöðrusel innan íslenzku lög- sögunnar. Norsku selveiðimennimir vilja eiga þennan kost ef ísinn rekur inn í lögsögu okkar áður en þeir hafa náð leyfilegum selkvóta. Er- indið hefur enn ekki borist ís- lenzkum stjórnvöldum. „Ef við viljum gera vinum okkar, Norðmönnum, eitthvað til geðs sé ég ekkert á móti því að þeir fái að drepa hér sel,“ segir Kristján Ragnarsson. „Við höfum aldrei drepið sel á ís og ekki nýtt okkur blöðruselinn á neinn hátt. Skaðinn sem hann veldur okkur hér er sá, að hann hefur komið í umtalsverðu magni upp að Norðurlandi og étur ókjör af fiski og skemmir veiðarfæri báta fyrir Norður- landi. Mér fyndist það sérstakt fagnaðarefni ef Norðmenn vildu taka það að sér að minnka þenn- an stofn og minnka hættuna á því að hann vaxi okkur yfir höf- uð og komi í hópum til íslands. Sem betur fer hefur það ekki gerzt hér eins og víða annars staðar. Eg sé ekkert í vegi fyrir því að leyfa þeim að gera þetta innan Iögsögu okkar,“ segir Kri- stján Ragnarsson. Ljósmynd/Snorri Snorrason Örfirisey breytt í Póllandi ÖRFIRISEY RE, frystitogari Granda hf„ hefur undanfarna þijá mánuði verið í umfangsmikl- um breytingum í Nauta skipa- smíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Þar var skipið lengt um 9,9 metra og er nú 64,55 metra langt. Auk þess var skipt um klæðningar á vinnsludekki og unnin ýmiss konar stál- og við- haldsvinna. Að sögn Sigurbjöms Svavarssonar, útgerðarstjóra Granda hf„ verða sett niður tæki og lausfrystir á millidekk á næstu vikum og gert ráð fyrir að skipið komist á veiðar um miðjan janú- ar. Skipstjóri á Örfirisey RE er Trausti Egilsson. Þorskafli hefur aukizt um 40.000 tonn Mikið úrval af hornsófum með leðri og áklæði NatUvsd Vandað sófasett 3+1+1 frá Natuzzi með áklæði Við bjóðum nú ótrúlegt úrval af vönduðum borðstofuhúsgögnum á góðu verði frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Skovby Armúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Mikið úrval af sófasettum með leðri og áklæði Mmiehmí sólasfítt ■+1+1 mnð vönduðu ieðri nða áklæðí Nplu//t idoð hornsófiwtt, irn+2 með áklæði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.