Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfir 200 Airbus-þotur með viðkomu í Keflavík Endurskoðun ríkisreiknings 1997 Athugasemdir vegna landbún- aðarráðuneytis YFIR 200 nýjai- Airbus-þotur munu hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og því næsta þegar ferja á þær til kaupenda í Bandaríkjunum. Þoturnar hafa hér viðkomu til elds- neytistöku og til að fá nýjar flug- áætlanir. Flugleiðir munu annast afgreiðslu Airbus-þotnanna á þessu ári og Suð- urflug taka við á næsta ári en félagið annast ýmsa fyrirgreiðslu flugvéla sem hafa hér viðkomu. Suðui’flug hefur ekki íyrr en í byrjun næsta árs Flugleiðir og Suðurflug annast afgreiðsluna leyfí til að afgreiða vélai1 sem eni allt að 90 tonnum á þyngd. Kristbjöm Albertsson, framkvæmdastjóri Suð- urflugs, sagði hafa verið sótt um undanþágu vegna þessarar þjónustu en hún ekki fengist og því myndu Flugleiðir annast afgi-eiðslu vélanna á þessu áiá. Suðurflug hefur samning við World Fuel Service, alþjóðlegt félag um útvegun eldsneytis, og ann- að félag sem sér um flug þotnanna frá Airbus. Alls verður um 220 þotur að ræða. Flestar þeirra hafa viðkomu í Keflavík á þessu ári og hafa þær fyrstu þegar millilent hérlendis. Air- bus-þoturnar eru ferjaðar frá verk- smiðjunum í Toulouse í Frakklandi til Bandaríkjanna þar sem þær dreifast til hinna ýmsu kaupenda. RÍKISENDURSKOÐUN gerir fjölda athugasemda við reikninga landbúnaðarráðuneytisins fyrir ár- ið 1997 og telur stofnunin óviðun- andi að ráðuneytið hafí ekki tekið til greina fjölmargar aðfinnslur sem gerðar voru við endurskoðun reikninga árið 1995. í endurskoðun ríkisreiknings 1997 koma fram ýmsar athuga- semdir við ráðuneytin en áberandi flestar eru gerðar við reikninga landbúnaðan-áðuneytis. Meðal ann- ars eru fylgiskjöl ekki talin nægi- lega sundurliðuð þannig að ekki kemur fram hvað keypt var hverju sinni, hluti reikninga fyrir sérfræði- þjónustu er ekki lögformlegur og inniheldur ekki virðisaukaskatt og dæmi eru um rangfærslur í bók- haldi. Tilefni fyrir risnu eru oft ógreinileg og vantar stundum alveg. Skil á ferðareikningum Skil og uppgjör á ferðareikning- um starfsmanna ráðuneytisins tel- ur stofnunin vera óviðunandi. Upp- gjörum sé skilað of seint, jafnvel níu mánuðum eftir lok ferðar, og ýmis gögn vanti oft. Ríkisendur- skoðun telur að bæta þurfí áritanir og skýringar vegna aukagreiðslna til starfsmanna og sjá til þess að gögn séu fullnægjandi. Umsjón með viðskiptareikning- um í landbúnaðarráðuneytinu er einnig óviðunandi að mati stofnun- arinnar. Enn eru óinnheimtar kröf- ur vegna ofgreiddra launa frá ár- inu 1994 og nokkuð er af mjög gömlum inneignum á viðskipta- reikningum. Stofnunin telur að ráðuneytið ætti að nýta sér bókhald með skipulegri hætti en nú er gert til stjórnunar og eftirlits. Innheimtuárangur mjög mismunandi Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því í skýrslu sinni að árangur innheimtumanna ríkis- sjóðs á þinggjöldum einstakhnga og félaga árið 1997 hafí verið mjög mismunandi. Heildarinnheimtuár- angur á þinggjöldum einstaklinga og eftirstöðvum eftir embættum er allt frá 40-50% og upp í 90-100% og samsvarandi tölur við innheimtu þinggjalda félaga eru frá 0-10% upp í 90-100%. Ríkisendurskoðun telur að kanna þurfi ástæður þessa mismunar. Nettóálagning þinggjalda ein- staklinga árið 1997 nam 8,5 millj- örðum króna og eldri eftirstöðvar voi-u 5,5 milljarðar króna. Álagning á félög nam 7,7 milljörðum króna og eldri eftirstöðvar voi-u 2,4 millj- arðar króna. Eldspreng- ing í trillu á Seyðisfirði Seyðisfírði. Morgunblaðið. ENGIN slys urðu á mönnum þegar eldsprenging varð í trillu á Seyðisfirði. Báturinn, Stebbi P., var bundinn við bryggju SR- mjöls þegar óhappið varð. Tveir menn, eigandi bátsins og félagi hans, voru búnir að gera klárt til þess að fara á svart- fuglsveiðar. Þeir skutust í land til þess að sækja kaffíbrúsana sína áður en haldið yrði af stað. Þegar eigandinn kom að bátn- um aftur og bjóst til að stíga um borð varð skyndilega rnikil eldsprenging í stýrishúsi báts- ins sem varð alelda um leið. Til- kynnt var um eldinn til Slökkvi- liðs Seyðisljarðar. Félagi mannsins náði í vatnsslöngu í löndunarhúsi SR-mjöls og hafði tekist að slökkva þegar slökkvi- liðið kom á staðinn skömmu seinna. Báturinn er mikið skemmdur. Ekki er ljóst hvað olli branan- um, en margt bendir til að gasleki hafi orðið. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur stofnað séreignadeild Samið við Kaupþing um rekstur deildarinnar LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna ríkisins hefur sett á laggirnar séreignadeild til að taka við frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði ríkisstarfs- manna og samið við Kaupþing um rekstur deild- arinnar, sem verður rekin sjálfstætt og aðskilin frá rekstri sameignardeilda sjóðsins. Um áramótin gekk í gildi heimild til frjáls við- bótariífeyrissparnaðar, en samkvæmt henni geta launþegar lagt 2% launa í viðbótarlífeyrissparn- að við þau 4% sem fyrir eru án þess að til skatt- greiðslu komi fyn- en lífeyristaka hefst. Lífeyiissjóður starfsmanna ríkisins er næst- stærsti lífeyrissjóður landsins með um 24 þús- und virka félaga, en að auki eiga um 20 þúsund manns geymd réttindi hjá sjóðnum og hafa þeir einnig rétt til þess að greiða til séreignadeildar- innar. Hægt að greiða af yfirvinnu í séreignadeild Reglugerð sjóðsins var nýverið breytt og starfar sjóðurinn síðan í tveimur deildum. Af launum þeirra sem eru í A-deild sjóðsins eru greidd 15,5% af heildarlaunum í lífeyrissjóð, þar sem vinnuveitandinn greiðir 11,5% og launþeg- inn 4% og geta þessir aðilar nú bætt við tveimur prósentum í séreignasjóðinn vilji þeir það. I B- deild sjóðsins eru greidd 10% af dagvinnulaun- um og greiðir launþegi 4% og vinnuveitandi 6%. Fólk í þessari deild, sem er um 14 þúsund tals- ins, og einnig félagar í Lífeyrissjóði hjúkrunar- fræðinga geta lagt fyrrgreind 2% af öllum laun- um í séreignasjóð og einnig 4% af launum vegna yfirvinnu, þar sem það greiðir einungis af dag- vinnu í sameignardeild sjóðsins og segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, að mikill áhugi sé meðal félaga í sjóðnum að nýta sér þennan möguleika. Haukur sagði að ákveðið hefði verið að reka séreignadeild sjóðsins aðskilið fi’á sameignar- deildunum og að undangengnu útboði meðal verðbréfafyrirtækja hefði verið gengið til samn- inga við Kaupþing um reksturinn, sem þeir teldu afar hagstæðan enda nytu þeir þar stærðar sjóðsins. „Þetta er svona samstarfsverkefni þar sem við byggjum á því besta frá báðum, lífeyris- sjóður með langa sögu og traustan grunn og Kaupþing, framsækið fyi-irtæki á fjánnálamark- aði, sem hefur reynslu af rekstri séreignasjóða," sagði Haukur. Hann sagði að sjóðfélagar nytu þess að kostn- aði við rekstur séreignadeildarinnar væri haldið í lágmarki í betri ávöxtun en ella. Fram hefur komið að upp undir 30% ríkis- starfsmanna hafa ákveðið að taka þátt í þessum viðbótarlífeyrissparnaði í kjölfar upplýsinga þar að lútandi sem sendar voru út um miðjan desem- ber. Haukur sagðist eiga von á því að stærstur hluti þessa hóps kæmi inn í séreignadeildina. „Eg reikna með að mjög margir af sjóðfélögum okkar muni taka þann kostinn að láta lífeyrissjóð sinn sjá um ávöxtun á séreigninni," sagði Hauk- ur. Hann sagði að lífeyrissjóðurinn liti á það sem skyldu sína og hlutverk að bregðast við breytt- um lögum um lífeyrissjóði og breyttum skatta- lögum með því að bjóða félögum sínum upp á þessa þjónustu og án alls vafa væri þetta hag- stæðasta lausnin sem sjóðfélögum stæði til boða. A FOSTUDOGUM Hugsjón um hálendi íslands Mannlega hliðin gleymdist Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.