Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fullyrt að Bandaríkjamenn hafi haft aðgang að upplýsingum frá UNSCOM Færir Irökum í hendur vopn í áróðursstríði Reuters Friðarviðræður í Kólumbíu VINSTRISINNAÐIR skæruliðar standa vörð við leiðtogar þeirra áttu að eiga fund með Andres kirkju í bænum San Vicente del Caguan í Kól- Pastrana, forseta landsins, til að hefja formlegar umbíu í gær, nokkrum klukkustundum áður en friðarviðræður. Danska ríkisstjórnin kynnir nýjar áherslur í velferðarmálum Lengja þarf vinmitím- ann en ekki orlofíð Sydney, Washington, Bagdad, Dubai. Reuters. SCOTT Ritter, fyn-verandi starfs- maður vopnaeftirlitsnefndar Sa- meinuðu þjóðanna (UNSCOM) í írak, sagðist í gær ekki vera í nein- um vafa um að Bandaríkjamenn hefðu haft aðgang að upplýsingum sem UNSCOM safnaði um vopna- eign Iraka og Saddam Hussein íraksforseta. Þessar upplýsingar hefðu síðan verið notaðar í desem- ber þegai- Bretar og Bandaríkja- menn skutu flugskeytum á skot- mörk í írak. „Ég held að það sé augljóst, ef horft er á þær byggingar sem Bandaríkjamenn gerðu að skot- mörkum í árásum sínum að þær voru valdar í samræmi við upplýs- ingar sem UNSCOM hafði safnað saman,“ sagði Ritter í viðtali við út- varpsstöð í Ástralíu. „Þetta tel ég ámælisvert." Ritter var einn af næstráðendum Richards Butlers, yfirmanns UNSCOM í írak, en sagði af sér í ágúst á síðasta ári vegna þess að hann var ósáttur við háttalag vopna- eftirlitsins. Staðhæfíngar hans í gær og fyrradag eru í samræmi við full- yrðingar bandarísku stórblaðanna The Washington Post og The Boston Globe á miðvikudag en þau héldu því fram að UNSCOM hefði í raun stundað njósnir í þágu Banda- ríkjanna. Njósnir eða óhjákvæmilegt upplýsingaflæði? Butler ítrekaði í gær að þessar staðhæfingar væru ósannar en bandarískir embættismenn viður- kenndu hins vegar í fyirakvöld að Bandaríkin hefðu notið takmarkaðs aðgangs að upplýsingum UNSCOM þótt þeir vildu ekki gangast við því að um njósnir hefði verið að ræða. Sögðu embættismennirnir að UNSCOM hefði leitast við að brjóta sér leið að aðstöðu innstu öryggis- sveita íraks, þar sem þær réðu yfir og leyndu ýmsum óleyfilegum vopnabúnaði, og leyniþjónusta Bandaiíkjanna hefði af og til veitt þeim liðsinni. Upplýsingaflæði milli UNSCOM og Bandaríkjanna hefði einungis verið hliðarverkun þessa samstarfs. Hvað svo sem er satt í þessu máli er ljóst að írökum hafa verið færð upp í hendurnar beitt vopn í áróðursstríðinu sem nú geisar um framhald vopnaeftirlits í Irak. Hefur sú kenning komið fram að uppljóstranirnar væru komnar til vegna þess að einhver háttsettra yf- irmanna SÞ vildi losa sig við Ric- hard Butler en þrátt fyrir að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hafi á síðasta ári gagmýnt Butler ítrek- aði hann í gær að hann hefði fulla trú á Butler og að hann hefði ekki þrýst á hann að segja af sér. Sjálfur gaf Butler í gær í skyn að óvíst væri að hann sæktist eftir að starfa áfram sem yfirmaður UNSCOM þegar tveggja ára ráðningarsamn- ingur hans rennur út í lok júní. Kaupniannahöfn. Morgunblaðið. „ÞAÐ er ekki hægt að fá allt,“ sagði Mogens Lykketoft fjármálaráðhen’a er hann kynnti í vikunni nýjar hug- myndir dönsku stjórnarinnar. Fyna tal um lengri frí og skemmri vinnu- viku hefur vikið fyrir ábendingum um að óski Danir eftir að vinna skemur hljóti það að leiða til skatta- hækkunar, því ekki sé samhliða hægt að fara fram á meiri velferðar- þjónustu. Einhver róttækasta tillaga Lykketofts er að vinnandi fólk eigi að taka yfirvinnu út í peningagreiðsl- um en ekki í fríum, eins og algengt er í Danmörku. Forsvarsmenn opin- bena starfsmanna segja þetta vera kaldar kveðjur frá ráðhenanumm en næstu viku hefjast kjaraviðræður við opinbera starfsmenn. Ymsir hag- fræðingar álíta hins vegar að stjórn- in bregðist með þessu rétt við fyrir- sjáanlegum vanda í framtíðinni. Vandinn, sem stjórnin reynir nú að leysa, er að þó atvinnuþátttaka í Danmörku sé með því mesta sem gerist þá er árlegur vinnutími hlut- fallslega stuttur. Lögskipuð vinnu- vika í Danmörku er 37 klukkustund- ir, þó nýleg rannsókn sýni reyndar að meðaltalið sé 39 klukkustundir. Danskir námsmenn eru hlutfallslega eldri en gengur og gerist þegar þeir koma til starfa og Danir fara fyrr á eftirlaun en nágrannaþjóðirnar. Ef svo fer sem horfir mun hreinlega verða skortur á vinnuafli eftir áratug eða svo. Eftir að hafa lagt áherslu á skemmri vinnutíma, lengri frí og lægri eftirlaunaaldur snýr danska stjórnin nú við blaðinu. Einna mesta athygli vekur tillaga um að fólk taki yfirvinnugreiðslur út í launum í stað orlofs, því það þykir mörgum borga sig illa sökum hán’a skatta. Fyrir hverjar þúsund krónur unnar í yfir- vinnu þarf að borga allt að 620 krón- ur í skatt. Frí í stað yfirvinnu hefur því verið regla fremur en undan- tekning, bæði í opinbera geiranum sem einkageiranum. Jafndjörf er sú hugmynd stjórnarinnar að fólk geti unnið af sér frí, sem ekki hefur verið hægt í Danmörku til þessa vegna gildandi laga um orlof. Hugmyndir stjórnarinnar eiu mjög í anda hugmyda sem margir danskir hagfræðingar og forsvars- menn hægriflokkanna hafa haldið á lofti. Formælendur Ihaldsflokksins hafa strax látið á sér skilja að þeir væru tilbúnir að breyta frílögunum og styðja hugmyndirnar að öðru leyti. Af þeirra hálfu er bent á að ef Danir taki sig ekki á og vinni meira í framtíðinni þui’fi að flytja inn vinnu- afl, sem er heldur ekki vinsæl hug- mynd. Opinberir starfsmenn hóta verkfalli Þessi stefnubreyting dönsku stjórnarinnar kemur fram aðeins viku áður en samningaviðræður við opinbera starfsmenn hefjast. Samn- ingamenn þeirra hafa beitt sér íyrir auknu fríi, hliðstætt því sem var í kjarasamningum við Alþýðusam- bandið danska í fyrra og þá var helsta orsök langvinns verkfalls. Ni- els Juul formaður samtaka opin- berra starfsmanna sagði í viðtali við danska útvarpið í gær að hann áliti ' orð Lykketofts vera brot á því sam- komulagi, sem hingað til hefur verið í gildi um að starfsmenn í opinbera geiranum nytu sömu kjara og þeir sem ynnu í einkageiranum. Nœstu 20 daga veitum við 1% afslátt aföllum spilum, gestaþrautum og leikspilum fyrir hvert ár sem verslunin hejur starfað... alls 20%! I tilefni 20 ára afmœlis verslunarinnar bjóðum við afslátt á öllum spilum, gestaþrautum og leikspilum í versluninni nœstu 20 daga (eða meðan birgðir endast). 4.490 Sérverslun með spil og leiki Hættuspil! Spilið sem sló í gegn Ludo fyrir 2 til 6 leikmenn Mini Rider Tarot spil VERÐ AÐUR VERÐ ÁÐUR Sendum í póstkröfu um land allt • Laugavegi 15 • 101 Reykjavík • Sími: 552-3011 • Fax: 551-3011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.