Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 43 að tala um hann af sönnum bróður- kærleik. Hann hafði líka haldið uppi minningu þessa bróður síns, er hann ungur maður gaf út kveðskap hans („Ljóð og laust mál“ 1940), og fékk þá fomvin höfundarins, þáver- andi kennara sinn í Háskólanum, Arna Pálsson, prófessor, til að rita inngang um skáldið. Ég sé Andrés enn fyrir mér á góðri stund lyftast örlítið í sæti sínu og flytja okkur kvæði bróður síns með sinni þýðu og heillandi rödd: „Sértu raust, ég bergmál skal þér bjóða, bið eg þig að taka í mjúka hönd. Sendu hingað sönginn þinna ljóða. Sértu bára, skal eg vera strönd." Til alls þess, sem hér hefur verið nefnt, til að rifja þessa hluti upp og brydda upp á öðrum nýjum, höfð- um við Hannes hlakkað, er okkur barst sú fregn, að vinur okkar hefði fengið alvarlegt áfall. Pó að við vissum, að heilsa hans hefði all- langa hríð hangið á veikum þræði, vonuðum við í lengstu lög, að hann mætti öðlast hana að nýju. Pess var þó ekki að vænta, stríðið stóð í nær hálfan annan mánuð, þar til yfir lauk að kvöldi 29. desember s.l. Hér voru leiðarlok ekki umflúin, og end- urminningin ein til að ylja sér við um góðan og göfugan mann. Andrés sagði mér frá því á há- skólaárum mínum, hvernig fundum okkar hafði fyrst borið saman, en þá bjuggum við báðir í Þingholtun- um,- hann ungur stúdent að læra ís- lenzk fræði í Háskólanum, undirrit- aður lítill drengur á heimaslóðum við Laufásveg að leik á sleða á snjóasömum vetri, eins og þeir gerðust í þann tíð. Áhugasamur um mannlífið í kringum sig vék Andrés orðum að drengnum, og þekkti mig upp frá því, þótt eigi yrðu ný og varanleg kynni fyrr en við hittumst á samkomum í Háskólanum, er frægar rannsóknaræfmgar „nor- rænustúdenta" höfðu verið endur- reistar fyiir tilstilli Sigurðar Nor- dals haustið 1957. Áratug síðar átt- um við um nokkurra ára skeið sam- starf í Úthlutunamefnd lista- mannalauna, þar sem mér fannst öðru fremur ráða ferð hjá honum sanngirni og réttsýni gagnvart störfum listamanna. Þegar Andrés virtist á þessum árum kominn í farsæla höfn sem háskólakennari í bókmenntum, og hann gæti þess vegna farið að snúa sér alfarið að fræðistörfum, m.a. halda áfram rannsóknum sínum á lífi og skáldskap Gríms Thomsens, sem hann var kominn á góðan rek- spöl með, þá höguðu forlögin því svo, að hann var í raun dæmdur til að hverfa af hinum nýja vettvangi, hvort sem honum líkaði betur eða veiT. Staða útvarpsstjóra var laus og í þann sess komst hann ekki hjá að setjast, eftir langt og gott starf hjá Ríkisútvarpinu allar götur frá árinu 1944. Með þeirri ráðstöfun var vel fyrir stofnuninni séð, er þar valdist sem merkisberi óumdeildur menningarmaður, traustur varð- veizlumaður hins bezta úr íslenzk- um menningararfi, góðviljaður og skeleggur í senn. Hann varð ótrauður forystumaður þessarar miklu menningarstofnunar almenn- ings í landinu sem Ríkisútvarpið er og á að vera. Eitt af því sem Andrési fórst svo dæmalaust vel, var upplestur hans í útvarpinu, lestur kvæða, skáld- sagna og sagnaþátta. Yfir lestri hans var sérstakur blær, einhver seiðmagnaður tónn, sem gaf efninu aukið gildi, og eigin frásagnir hans voru settar saman af gamalli frá- sagnarlist, á ómenguðu íslenzku máli þess manns, sem numið hafði tunguna frá unga aldri, af vörum skagfirzkra feðra sinna og mæðra. Lestur hans mun lengi í minni, og góðu heilli margt af honum varð- veitt hjá útvarpinu, og á s.l. ári var gefið út gott sýnishom þess á geisladiski, þar sem er að finna flutning hans um hálfrar aldar skeið á ljóðum nú látinna góðskálda. Þar fyrir utan er mér og sérlega minnistætt, þegar hann flutti okkur með kankvísum hætti eitt af uppá- haldskvæðum sínum eftir Halldór Laxness, „Holmens Havn“, þar sem slegið er á- spaugsama strengi, sem mér fannst Andrés kunna svo vel að meta. Þegar Andrés Björnsson hvarf frá Ríkisútvarpinu í árslok 1984 var þess að vænta, að nokkurt starfsþrek væri enn fyrir hendi. Hann gaf út hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs merkar áramótahugleið- ingar sínar úr útvarpi og sjónvarpi („Töluð orð“, 1985). í framhaldi af því tók hann að sér ýmis verkefni hjá útgáfunni næstu árin, og styrktust þá góð kynni okkar frá fyrri tíð. Ég fagnaði því sem for- stöðumaður útgáfunnar að eiga þess kost að leita til Andrésar um ráð og dáð að því útgáfustörf varð- aði, enda tengdist hann útgáfunni traustum böndum á síðasta skeiði hennar. Það var gott að vita af lið- sinni hans og nærveru hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs í „Næpunni" við Skálholtsstíg. Þar áttum við þá einnig góða samvinnu við vin okkar Helga Sæmundsson. Ég vænti þess jafnframt, að Andrési yrði unnt að ljúka verki um Grím Thomsen, endurskoða fyrri ritgerðir og bæta við nokkrum, ekki sízt um dvöl skáldsins erlendis í þrjá áratugi, þannig að út mætti gefa sæmilega heildstætt rit um þennan skáldjöfur 19. aldar, - „sem af mestri gaumgæfni kafaði djúp fortíðarinnar til að leita sérkenna þjóðar sinnar", eins og Andrés komst að orði. Hann ritaði nokkrar greinar um Grím, sem birtust í tímaritinu „Andvara“. Því miður reyndist starfsþrek hans fara þverrandi, svo að það var borin von, að honum tækist að ljúka þessu verki, þrátt fyrir uppörvun og hvatningu okkar Hannesar á þeim árum, sem við höfum átt við hann sálufélag eftir lok Bókaútgáfu Menningarsjóðs. En félagsskapur- inn við Andrés á liðnum árum verð- ur okkur ógleymanlegur, ekki sízt, þegar við hittumst á glæsilegu heimili þeirra Margrétar, sem tók okkur af mikilli vináttu. Þar nutum við hlýju og gestrisni húsbænd- anna, hvenær sem okkur bar að garði. Fyrir það vil ég tjá þeim hjónum einlægar þakkir okkar Hannesar Péturssonar. Andrés Björnsson sagði margt spaklegt í áramótahugleiðingum sínum í útvarpinu, svo sem hans var von, bæði með skírskotun til hins andlega arfs íslendinga frá liðnum öldum, svo og tímabæran boðskap með tilvisun í algild sið- ferðileg sannindi sem leiðarvísi fyr- ir manneskjuna á öld sundurþykkju og sérgæzku. Ég leyfl mér að vitna í þessi orð: „Hvað sem hver segir þá eiga menn að gæta bræðra sinna af fremsta megni hvort sem í hlut eiga einstaklingar, hópar eða þjóðfélags- heildin. Þessi krafa er þeim mun harðari sem menn eiga meira undir sér í þjóðfélaginu svo ekki sé á þá minnst sem almenningur hefur sér- staklega valið til að gegna þessum skyldum og eiga síðan „að hafa vit fyrir almenningi" eins og slíkt er nú stundum orðað með nokkuiri fyrir- litningu af þeim sem enga ábyrgð vilja sjálfír taka. Hverjir eru það annars sem horfa aðgerðalausir á förunauta sína fara sér að voða á lífsleiðinni? Vonandi engir þegar á reynir." Að leiðarlokum kveðjum við vin okkar, Andrés Bjömsson, með miklum söknuði, um leið og við fær- um hugheilar þakkir iyrir að hafa átt hann að samfylgdarmanni. Með innilegum samúðarkveðjum til Margrétar og fjölskyldu. Einar Laxness. Þriðjungur aldar er drjúgur hluti hverrar mannsævi, sem nær meðal- aldri eða meir. Þetta verður mér deginum ljósara, þegar ég minnist góðvinar míns, Ándrésai’ Björns- sonar. Við kynntumst hjá Ríkisút- varpinu árið 1947 og urðum þar samstarfsmenn um rámlega 33 ára skeið. Svo nánir vorum við á fyrsta áratugnum í Landssímahúsinu við Austurvöll, að við sátum andspænis hvor öðrum við tvíbreitt skiáfborð og fengumst við að banga saman talsmálsdagskrá útvarpsins fram í tímann.. Þótt stundum væri erfítt um aðfóng, varð okkur aldrei neitt að misklíðarefni, svo eg muni til. Líklega hefur það auðveldað okkur samskiptin, að við vorum báðir að norðan, áttum báðir skagfirzkar rætur. Eg minnist þess tímabils með sérstakri ánægju. Við flutninginn á Skúlagötu seint á sjötta áratugnum breyttust aðstæður nokkuð, þótt viðfangs- efnin væru áþekk. Um það leyti var Andrés skipaður dagskrár- stjóri, fyrstur manna með þann embættistitil, og þá bættust nýir liðsmenn við í dagskrárskrifstofu. Leið svo fram næsti áratugur, unz Andrés var skipaður útvarpsstjóri við starfslok Vilhjálms Þ. Gíslason- ar. Því embætti gegndi hann í 17 ár, til ársloka 1984, virtur og vinsæll. Þá hafði Ríkisútvarpið flutt frá Skúlagötu 4 í eigið hús við Efsta- leiti. Urðu þar með öflug þáttaskil í sögu stofnunarinnar. Þá sögu er nú farið að skrifa. Gunnar Stefánsson, bókmenntafræðingur og starfsmað- ur Ríkisútvarpsins, hefur sent frá sér fróðlega samantekt um árin frá stofnun 1930 til 1960, og verður því ritverki sjálfsagt haldið áfram fljót- lega. Ætla má að komið sé meira en nægilegt efni í annað bindi, ekki sízt með tilliti til sjónvarpsins, sem reis 1966. Aðra bók er vert um að geta, og átti Andrés útvarpsstjóri þar einn hlut að máli. Þessi bók kom út að loknum embættisferli hans og hef- ur að geyma allar áramótahugleið- ingar sem hann flutti í útvarp og sjónvarp í útvarpsstjóratíð sinni. Bókin heitir Töluð orð og er hin markverðasta. Hún sýnir, svo ekki verður um villzt, hver mannkosta- maður Andrés Björnsson var, þjóð- hollur og vandaður fram í fingur- góma og hafði kristileg sjónaiTnið í hávegum. Þar að auki ber bókin þess glöggan vott, hve ritsnjall höf- undurinn var. Þar hefur hann líka á hraðbergi viðeigandi brot úr ís- lenzkum kvæðum og staðfestir þar með kunnáttu sína í þeirri bók- menntagrein. Eg hef engum manni kynnzt, sem var jafn vel að sér á því sviði, og fannst mér mikið til um minni hans. Svipað gilti um önnur íslenzk skáldverk, og raunar hafði hann góða yfirsýn yfir klassískai’ heimsbókmenntir. Sjálfur var Andrés skáldmæltur, þótt lítt flík- aði hann því og iðkaði víst ekki skáldskap síðan á menntaskóla- og háskólaárum sínum. íslenzk tunga var Andrési ósvik- ið áhugamál, og því til áréttingar tek eg hér upp brot úr einu ára- mótaávai’pi hans (frá 1970): „íslensk tunga fellur vel að rök- réttri hugsun og er í eðli sínu ljós og skiljanleg. I henni er fólginn sá dýri sjóður, arfurinn, sem gengnar kynslóðir hafa látið oss eftir til varðveislu. íslensk tunga á um þessar mundir í mikilli þolraun bæði fyrir beinum erlendum áhrif- um og ekki síður vegna breytinga á lífsvenjum og hugsunarhætti fólksins, sem mælir á þessa tungu... geigvænleg hætta er í því fólgin ef framandi tunga nær yfír- tökum, svo að íslendingar glati þjóðtungu sinni og ásamt henni öllu því helsta sem veitir þeim þjóðarréttindi, - sögu sinni, skáld- skap, fornum og nýjum, og þeim þjóðerniseinkennum sem þessu eru nátengd... Um hríð hafa er- lendu áhrifin verið allsterk, og þá ber að halda uppi sem sterkastri vörn fyrir íslenskuna, en á hana má ekki halla, ef ekki á illa að fara, eða hvaða gjald mundum vér ekki greiða fyrir vora eigin sál? Ef tungu vorri verður bjargað óskemmdri yfir þröskuld nýi’rar aldar, má henni enn verða langrar frægðarsögu auðið, en leggjum við það metnað vorn að sýna henni, og ásamt henni öllum vorum þjóðar- erfðum, ást og virðingu.“ Loks flyt eg mætri konu Andrés- ar heitins, Margréti Vilhjálmsdótt- ur, og fjölskyldufólki þeirra hjón- anna innilega samúðarkveðju okkar Guðl’únar. Minningin um gagn- merkan afbragðsmann yljar vanda- mönnum og öðrum kunningjum langt langt fram í tímann. . . •j . i Baldur Pálmason. BJARNI BJARNASON + Bjarni Bjarna- son fæddist 12. maí 1916 á Hoffelli í V estmannaeyjum. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 26. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason frá Aur- götu, Austur-Eyja- Qöllum, f. 15.5. 1885, d. 16.12. 1924, drukknaði í sjóslysi við Eiðið fyrir utan Vestmannaeyjar, og Jónfna Sigurðar- dóttir frá Dalsparti við Loð- ínundarfjörð, f. 17.9. 1892, d. 27.12. 1988. Systkini Bjarna: Jó- hann, f. 16.10. 1913, d. 6.2. 1994; Sigríður, f. 6.1. 1912, d. 25.6. 1990; Óli Sigurður, f. 31.5. 1931, d. 19.6. 1989. Bjarni kvæntist 19.7. 1941 Kristínu Einarsdóttur, f. 29.4. 1914, d. 7.2. 1995 frá Steinavöllum í Fljótum, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Einar Baldvinsson, f. 23.10. 1869, d. 26.12. 1941, og Anna Jónsdóttir, f. 30.8. 1872, d. 29.7. 1918. Börn Bjarna og Kristínar: 1) Jónína, f. 9.1. 1942. 2) Anna Erna, f. 16.4. 1943, d. 3.2. 1996, eiginm. Magnús Karlsson. Börn þeirra: a) Krist- ín Björk, gift Páli Arnar. Eiga þau tvær dætur, Aldísi Ernu og Berglindi Elenóru. b) Þröstur. 3) Bjarni, f. 20.11. 1946, d. 19.8. 1966. 4) Guðbjörg Helga, f. 2.5. 1948, eiginmaður Hjalti Jó- hannsson. Börn þeirra: a) Bjarni í sambúð með Fanney Friðjónsdóttur. b) Jóhanu Kristján. 5) Einar, f. 8.8. 1956, eiginkona Ester Ólafsdóttir. Börn þeirra: a) Krist- borg, sambýlismað- ur hennar Rickard Petersson. Eiga þau einn son, Oliver. b) Elva Björk. c) Bjarni Rúnar. d) Sara Rós. ^ Bjarni ólst upp að Hoffelli í Vest- mannaeyjutn. Átta ára gamall missti hann föður sinn. Þurfti liann þá að sinna ýmsum tilfallandi störf- um. Framfleytti fjölskyldan sér m.a. á fiskþurrkun fyrstu árin eftir slysið. Síðan var hann til sjós í nokkur ár. Hann lærði rakaraiðn og vann við það í 30 ár. Þá gerðist hann verslunar- stjóri í Brynjólfsbúð, sem var í eigu Kaupfélags Vestmanna- eyja. Hann var þar fram að gosi og síðan að nokkru leyti á með- an á gosinu stóð. Flytur þá til Reykjavíkur og fer að vinna í»-. Kassagerð Reykjavíkur og vinn- ur þar til hann hættir störfum fyrir aldurssakir. Bjarni var fé- lagi í Oddfellow-reglunni og einnig í Akóges. Helstu tóm- stundir hans voru ýmiskonar útivera, trilluútgerð, lundaveiði og um tíma ferðalög innanlands. Hann fylgdist alltaf vel með öllu sem snerti sjávarútveginn. Utför Bjarna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. r - Hann elsku afi minn er dáinn. Hann var búinn að vera mikið veik- ur og fékk sína bestu jólagjöf; hvíld- ina og að hverfa á braut til sinna heittelskuðu ættingja og vina. Afi og amma fluttu frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gosinu og bjuggu síðan þar. Ég hitti þau því ekki oft, bara þegar við vorum í fríum uppá landi. Þegar ég varð tvítug flutti ég til Reykjavíkur til þess að fara í há- skólanám og þá hafði ég betra sam- band við afa og ömmu. Það var gam- an að sitja og spjalla en nú finnst mér eins og ég hefði átt að biðja þau að segja meira frá lífi sínu, eins og t.d. bamæsku. Núna finnst mér ein- hvem veginn eins og þessi hlekkur sé hoifinn. Afa þótti vænt um okkur bamaböm sín og fylgdist alltaf með hvað við höfðum fyrir stafni. Hann vildi alltaf vita hvemig gengi í skól- anum og hvort við væmm ekki hraust. Hann gerði líka stundum at- hugasemdh’ yfir því hvemig við vor- um klippt enda gamall rakari. Við áttum einnig ófáai’ samræðumar um pabba en afi og amma vora mjög hrifinn af þessum yngsta syni sín- um. Núna bý ég í Svíþjóð en kom heim um jólin og fékk að kveðja afa minn. Ég var ekki búin að vera á ís- landi í eitt og hálft ár og þar af leið- andi hafði ég ekki séð afa minn í langan tíma. Mér brá þegar ég sá hann. Þetta vora augun hans og röddin hans en hann var orðinn svo gamall og þreyttur. Þetta eina og hálfa ár hefur gi’einilega verið hon- um erfitt, en ég er mjög þakklát fyr- ir að hafa fengið tækifæri á að hitta hann og sýna honum son minn, já og bara að hafa fengið að kyssa hann bless. Elsku afi, ég, Elva, Bjami og Sara þökkum þér fyrir samverana og vit- um að þér líður vel núna. Góði Guð, viltu geyma afa minn og veita okkur öllum sem eftir lifum styrk og hugg- un í sorg okkar. Kristborg. í dag kveðjum við Bjarna Bjarna- son eða Bjama rakara, eins og hann var ávallt kallaður hér í Eyjum. Þeir kveðja nú ört þessir eldri menn sem settu svip sinn á okkar kæra bæ, Vestmannaeyjar. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kynntist Bjama rakara en eins og nafnið bendh’ til var maðurinn rakari og rak rakarastofu í miðbæ Vest- mannaeyja. Við bjuggum þar eigi langt frá og þegai’ ég þurfti að passa Ester, systur mína, var ægi- lega vinsælt að koma við á Rakara- stofunni hjá Bjama og athuga hvort við mættum ekki sópa gólfið. Hann tók okkur alltaf vel enda barngóðuV karl og þolinmóður. Nú þegai’ ég rifja þetta upp liggur við að ég finni lyktina góðu sem var alltaf á Rak- arastofunni hans. Svo er þetta nú dálítið skondið því að Ester systir mín varð tengdadóttir hans Bjama rakara 18 ára gömul. Við hjónin og bömin okkar áttum síðan margar góðar stundir með Bjama og Stínu, konu hans, en hún kvaddi fyrir nokkrum áram. Má þar nefna þegar Kristborg var skírð í heimahúsum þá voram við, ég og Bjami, kölluð í kórinn en ekki meira um það! í kringum fermingu nafna síns átti Bjami góðar stundir hér á heima- slóðum; í fallegu veðri skörtuð-e Eyjamar hans sínu fegursta. Og um jól og áramót ‘97-’98 var hann hress og kátur, kom með Einari, syni sínum og fjölskyldu, til okkai’ hjóna að fagna áramótum með þeim siðum í mat og drykk sem viðhefst á heimilinu á nýársnótt. Það var ánægður maður sem kvaddi okkur þá nótt. Elsku Einar, Ester og fjölskylda ykkar, Nína okkar, Helga, Hjalti, Magnús og ykkar fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Bjami rakari, hafðu þökk fyrir allar góðar stundir, far þú í friði. Petra, Jóhannes og fjölskylda. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki se^.. viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að len|fl|d greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 jfvlög< Höfundan-eru beðnir að *hafa skírnarnÖfn**sín-en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.