Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sami fjöldi kvartana 1997 og 1998 Astand lagna ræður rottugangi FJÖLDI kvartana vegna rottu- gangs í Reykjavík hefur staðið í stað síðastliðin tvö ár, en rúmlega 400 kvartanir bárust Meindýra- vörnum Reykjavíkurborgar árin 1997 og 1998. Guðmundur Björnsson verk- stjóri hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar segir að fjöldi kvartana vegna rottugangs segi meira um ástand skolplagna held- ur en um ástand rottustofnsins sjálfs. Svæði rottnanna nær frá Ellliðaám allt vestur á Seltjarnar- nes. „Dýrin eru í holræsakerfínu og fjölga sér þar sem bilanir eru og við merkjum aukningu eða fækkun á kvörtunum þar sem fólk verður vart við dýrin,“ segir Guðmundur. „Það er ekkert nýtt að þessi dýr sjáist, en brugðist er við í hverju tilfelli fyrir sig og málunum sinnt.“ Þegar meindýraeyðai' sinna út- kalli vegna rottugangs í hýbýlum er nær undantekningalaust hægt að setja rottuganginn í samhengi við bilun í skolplögn viðkomandi húss eða í húsi mjög nálægt að sögn Guðmundar. „Dýrin koma upp um göt á lögnum, annaðhvort gi-afa þau sér leið upp á yfirborðið eða koma upp um opin niðurföll og sjást þar í kring.“ Auk þess að sinna einstökum út- köllum vegna rottugangs er unnið forvarnarstarf með skipulögðum hætti á sumrin til að hefta fram- gang rottna með því að eitra fyrir þær í holræsabrunnum í borginni. Ráðherra vill ekki opna skjalasöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. NIÐURSTÖÐUR Vilhjálms Amar Vilhjálmssonar fomleifafræðings um að dönsk yfirvöld hafí óumbeðin vísað þýskum gyðingafjölskyldum aftur til Þýskalands hafa vakið miklar umræður í Danmörku um aðgang að skjölum og skjalaleynd. Vilhjálmur Öm kvartaði yfir því í samtali við Berlingske Tidende fyr- ir jól að honum væri meinaður að- gangur að skjölum Útlendingaeftir- litsins. Ríkisskjalasafnið hefur fyrir hönd Vilhjálms Ai-nar reynt að fá aðgang að skjölunum með úrskurði frá Elisabeth Gerner Nielsen menningarráðherra, en hún hefur nú hafnað afskiptum af málinu og vísar á Thorkild Simonsen innan- ríkisráðherra. I grein í vikunni krefst Bent Melchior, fyrram yfír- rabbíi, að sannleikurinn í þessu máli og öðrum svipuðum verði leiddur í ijós. Rannsókn Vilhjálms Arnar bend- ir til að danska dómsmálaráðuneyt- ið hafi óumbeðið vísað að minnsta kosti 132 flóttamönnum úr landi, þar af mörgum gyðingum. Gögn um þetta fólk er að fínna í skjalasafni Útlendingaeftirlitsins, sem er ófúst að veita aðgang að skjölum, sem fjalla um einstakar persónur. Gern- er Nielsen segist ekki hafa í hyggju að blanda sér í málið. Útlendinga- eftirlitið heyri undir innanríkis- ráðuneytið og þvi lítur hún ekki svo á að hún geti haft afskipti af mál- inu. Hún bendir þó á að í svo mikil- vægu máli ætti aðgangsnefndin svokallaða að úrskurða um málið, en sú nefnd úrskurðar um aðgang borgaranna að opinberum skjala- söfnum á grandvelli skýrslu ríkis- skjalavarðar. Fulltrúar Ríkisskjala- safnsins munu í næstu viku funda með starfsmönnum Útlendingaeft- irlitsins um málið. í langri grein Melchiors í Berl- ingske Tidende segir að aðdáunar- vert sé að hverju Vilhjálmur Örn hafí komist að. Melehior segir að Útlendingaeftirlitið hafni beiðninni vegna þess að skjalasöfnin innihaldi „viðkvæmar upplýsingar", en spurning sé hvern sé verið að vernda, fórnarlömbin eða böðlana. Nauðsynlegt sé að sannleikurinn verði leiddur í ljós. Ríkislögmaður segir álit EFTA-dómstólsins ráðgefandi Alitið varðar aðeins einn þátt málsins JÓN G. Tómasson ríkislögmaður segir að alla tíð hafí legið fyrir að ríkið myndi óska eftir áliti dómstóla í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdótt- ur gegn íslenska ríkinu. Alit EFTA-dómstólsins varði aðeins einn þátt málsins auk þess sem ein- ungis sé um ráðgefandi álit að ræða. Erla vann hjá fyrirtæki sem varð gjaldþrota, en kröfu hennar um laun var hafnað vegna ákvæða laga sem útiloka systkini hluthafa í gjaldþrota fyrirtæki frá greiðslum. Erla fór í mál við ríkið á grundvelli þess að neitunin væri óheimil sam- kvæmt EES-tilskipun. Héraðsdóm- arinn óskaði eftir áliti frá EFTA- dómstólnum á því hvernig ætli að túlka ákvæði tilskipunarinnar. Alit kom frá dómstólnum í lok síðasta árs og var það Erlu í vil. Lögmaður Erlu taldi í framhaldi af því að ríkið myndi ganga til sátta í málinu, en því hafnar ríkislögmaður. „Það lá alltaf fyrir að óskað yrði eftir niðurstöðu dómstóla um málið. Málið er fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur og héraðsdómarinn, sem fer með málið, taldi sig þurfa að leita álits EFTA-dómstólsins. Hann- hef- ur fengið það álit, en það varðar bara einn þátt í málinu. Sýknukrafa ríkisins í þessu máli byggist á fleiri málsástæðum en túlkun tilskipun- arinnar. Af þeirri ástæðu er að okk- ar áliti nauðsynlegt að fá niður- stöðu íslensks dómstóls um þetta álitaefni, enda er aðeins um ráðgef- andi álit að ræða frá EFTA-dóm- stólnum, en ekki bindandi álit,“ sagði Jón. Vísar á Abyrgðasjóð launa I greinargerð lögmanns ríkisins í málinu, sem lögð var fram í héraðs- dómi, eru færð viss rök fyrir því að í þessu máli kunni að hafa hvílt greiðsluskylda á Ábyrgðasjóði launa. Skiptastjóri í þrotabúinu hafnaði því á sínum tíma að launa- krafa Maríu yrði ílokkuð með for- gangskröfum. í greinargerðinni er vakin athygli á því að María hafi aldrei látið reyna á þetta með máls- sókn á hendur sjóðnum. Ennfremur er bent á að umrædd tilskipun veiti aðildarríkjum sínum verulegt svig- rúm til setningar reglna um þau réttindi sem kveðið er á um í henni. Logandi bflhræ í Tjarnarhólma BÍLHRÆI var ýtt út í hólma á Tjörninni í Reykjavík, þann sem nær liggur Tjarnargötunni, laust fyrir klukkan fjögur í fyrrinótt, og kveikt í því. Þegar lögreglan kom á vettvang logaði í bílnum úti í hólmanum. Hafði bflnum verið komið út á ísinn á Tjörninni og hann svo dreginn út í hólmann. Ekki er enn vitað hverjir voru að verki, en sökudólgarnir voru á bak og burt þegar að var komið. Slökkvilið réð niðurlögum elds- ins og var bílhræið fjarlægt í gærmorgun. Morgunblaðið/Þorkell Unnið við stækkun Kringlunnar FRAMKVÆMDIR eru hafnar við annan áfanga stækkunar Kringl- unnar, en á næstu níu mánuðum verður reist ný 10.500 fermetra bygging sem mun tengja saman undir einu þaki Kringluna, Borg- arleikhúsið og nýtt Borgarbóka- safn. Fyrsta áfanga þessara framkvæmda við Kringluna lauk 1. nóvember sl. þegar tekin var í notkun ný álma sem tengir sam- an Kringluna og Borgarkringl- una. Eftir stækkunina mun veit- ingastöðum í Kringlunni fjölga og ýmsar nýjungar verða teknar upp í verslunarrekstri. Ríkisendurskoðun telur ástæðu flestra fyrninga hjá lögreglu vera aðgerðaleysi hennar Mál felld niður þrátt fyrir að sök væri ófyrnd ÁSTÆÐA fymingar í flestum þeirra 183 mála, sem skráð voru fyrnd hjá lögreglunni í Reykjavík 1995 til 1998, var aðgerðaleysi emb- ættis lögreglustjóra við að láta reyna á tiltæk innheimtu- og þving- unarúrræði. Jafnframt þykir ljóst að mál hafí verið felld niður enda þótt sök hafí verið ófyrnd. Þetta kemur fram í seinni hluta stjórn- sýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á embætti lögreglustjóra í Reykja- vík sem nú hefur verið birt. Ríkisendurskoðun athugaði á seinasta ári stjórnskipulag embætt- isins annars vegar og hins vegar skráningu og afgreiðslu mála hjá embættinu. Athugun á fyrrnefna þættinum lauk í október sl. og var greinargerð um hana send dóms- málaráðuneytinu skömmu síðar. Yfir 10% mála felld niður eða í geymslu Skýrslan, sem nú hefur verið birt, var unnin á tímabilinu október til nóvember og náði hún til tíma- bilsins 1995 til 1998 eða frá þeim tíma sem nýtt málaskrárkerfí var tekið í gagnið. Á þeim þremur árum sem kerfíð hefur verið notað hefur embættið skráð í það yfír 100 þús- und mál. í málaskrá lögreglu er að finna samtals 7.572 mál sem skráð eru í geymslu, m.a. vegna þess að gagna hafi verið beðið, mál séu óupplýst eða sakbomingar voru er- lendis. Þá hafa samtals verið felld niður 3.067 mál frá því að mála- skráin var tekin í notkun og eru skráðar ástæður mjög mismunandi, allt frá því að um smávægilegt brot hafí verið að ræða til að ekki hafí verið nægjanleg gögn til sakfelling- ar. Að mati Ríkisendurskoðunar skortir nokkuð á formfestu við ákvörðun um niðurfellingu mála. Þannig liggi ekki alltaf Ijóst fyrir við skoðun á gögnum máls, hvað lá til grundvallar ákvörðun um niður- fellingu málsins og við hvaða laga- heimild var stuðst. Telur Ríkisend- urskoðun að tryggja þurfí meiri samræmi í skráningu mála í mála- skrá. Þá séu nokkur dæmi um að brot séu ekki heimfærð undir rétt lagaákvæði í málaskrá, vegna þess að upphafleg skráning var röng eða meðferð málsins leiddi í ljós að brotið ætti heima undir öðru lagaá- kvæði. Þá hafí komið í ljós mis- brestur á að sakborningi og þeim sem misgert er við sé tilkynnt um niðurfellingar mála svo sem skylt er að gera. Þá sé ekki að sjá af gögnum mála að ríkissaksóknara hafí í öllum tilvikum verið tilkynnt um niðurfellingu svo sem skylt er að gera. Ríkisendurskoðun tekur fram að í reglum sem lögreglustjóri í Reykjavík setti í apríl sl. um af- greiðslu mála hafi verið tekið á sumum þeirra atriða sem gerðar eru athugasemdir við. Einkum virðist verklag við afgreiðslu „upp- lagðra" mála hafa batnað. Að mati stofnunarinnar er þó ástæða til að taka reglur þessar til endurskoð- unar og fella ákvæði þeirra betur að lögum um meðferð opinberra mála. Eftirliti og uppgjöri áfátt í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur einnig fram að stór þáttur í starfsemi embættisins sé álagning og innheimta á sektum og sakar- kostnaði. Telur stofnunin að starfs- menn hafi víðtækari aðgang að skráningarmöguleikum tekjubók- haldsins en unnt sé að fallast á út frá sjónarhóli innra eftirlits. Nauð- synlegt sé að yfirfara þennan þátt kerfísins og skilgreina mjög þröngt þær aðgangsheimildir sem menn hafa af tekjubókhaldinu. Þá leiddi fjárhagsendurskoðunin einnig í ljós að nauðsynlegt væri að setja nýjar starfsreglur varðandi meðferð sjóðs, bankareikninga, vörslufjár og greiðslukortavið- skipti. Eftirliti, uppgjöri og af- stemmningu hafí verið áfátt. Þá þurfi að bæta uppgjör ferðareikn- inga og tryggja að viðskiptareikn- ingar séu yfirfamir reglulegá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.