Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 5 7: I DAG Arnað heilla Ljósmynd: Oddgeir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Kópa- vogskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Soffía Gutt- ormsdóttir og Sighvatur Halldórsson. Heimili þeirra er að Fagrahjalla 40, Kópa- vogi. BRIDS Umsjón (iuóiiiundur l'áll Arnar.son ÞEGAR varnarstyrkurinn liggur að mestu hjá útspilar- anum er oft skynsamlegt að spila falskt út til að afvega- leiða sagnhafa. Þetta á sér- staklega við í vörn gegn þremur gröndum. Algengast er að spila út lægsta spilinu frá fimmlit til að skapa falska öryggiskennd hjá sagnhafa, en hitt er stundum jafngott að lengja fjórlitinn í annan endann: Suður gefur; allir á hættu. Norður A D109 V D62 ♦ ÁK6 ♦ D975 Vestur Austur * Á732 A 854 ^ Á9 V 7543 ♦ G1053 ♦ 74 *Á84 * G632 Suður AKG6 V KG108 ♦ D982 *K10 Vestui* Norður Austur Suðui- ----- 1 t%ull Pass 21auf Pass 2grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Með þrjá ása og einn gosa getur vestur ekki búist við mikilli hjálp frá makker. Hann ákveður að spila út spaða í þeirri von að sækja þar einn aukaslag, sem gerir fjóra með ásunum þremur. Svo er tígulgosinn hugsan- legur slagur, ef sagnhafi freistast til að opna litinn. Besta tilraunin til að hræða sagnhafa til að fara í tígulinn er að spila spaðanum eins og um fimmlit sé að ræða. Til að byrja með kemur vestur út með spaðaþrist. Sagnhafi rekur út hjartaásinn og vest- ur heldur sínum striki og spilar næst spaðatvisti. Ef varnarregla AV er „fjórða hæsta“ mun suður gera ráð fyrir að vestur hafi byrjað með fimmlit og spila tíglin- um í þeirri von að fá þar fjóra slagi. Og fer þá niður. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þríggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritsij (ffimbl.is. Einnig er hægt að skiúfa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. P A ÁRA afmæli. Séra Hannes Örn Blandon og frú O U Marianne munu fagna vinum, velunnm-um, ástvin- um og aðdáendum, sem vilja gleðjast með þeim í tilefni fimmtugsafmæla þeirra, laugardaginn 9. janúar kl. 20.30 í Freyvangi, Eyjafjai'ðarsveit. fT A ÁRA afmæli. í dag, O U föstudaginn 8. janú- ar, verður fimmtugur André Bachmann, hljóm- listarmaður, Hábergi 20, Reykjavík. Eiginkona hans er Emilía Asgeirsdóttir. Þau taka á móti gestum á Hótel Sögu, kl. 21-24. pT A ÁRA afmæli. í dag, O v/ föstudaginn 8. janú- ar, verður fimmtug Ester Steindórsdóttir, Barðstúni 3, Akureyri, starfsmaður hjá Sýslumannsembættinu á Akureyri. Eiginmaðm- hennar er Gunnlaugur Björnsson. Með morgunkaffinu Ast er. ... að leita að risaeðl- um í garðinum. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rigfits reserved (c) 1998 Los Angeles Times Syndicate ÞURRKURINN hefur ekki haft eins slæm áhrif og ég óttaðist. Eg fæ bara þurrmjólk hjá kúnum núna. COSPER STJÖRIVUSPA eftír Franues Drake JU, það er rétt hjá þér. Hér stendur að ég eigi að nudda þig einu sinni á dag, en þetta er ekki undirskrift læknisins. ÉG er búinn að skrifa kærustunni minni daglega í heilt ár og nú segist hún ætla að giftast póstberanum. STEINGEIT Þú ert gæddur ríku sjálfs- trausti og metnaði sem fær- ir þér ýmislegt í aðra hönd og þú ert óhræddur við að taka málstað þeirra sem minna mega sín. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú hefur verið of góður við sjálfan þig þvi þú átt erfitt með að ná upp afköstum eftir fríin. Taktu þig á og reyndu að ná fyrra formi. Naut (20. apríl - 20. maí) f** Það getur verið erfitt að venja sig af siðum sem lengi hafa verið partur af lífi manns. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Tvíburar (21. maí -20. júm) nA Það er ástæðulaust að troða öðrum um tær þegar hægt er að ná takmarkinu öðruvísi. Sýndu öðrum þínar bestu hliðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Öryggi þinna nánustu er þér ævinlega efst í huga en mundu að heimili þitt er þar sem þú ert sjálfur hverju sinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) W Það getur verið valt að treysta öðrum svo þiggðu fyrst og fremst af sjálfum þér og láttu aðra sanna sig áður en þú reiknar með þeim. Meyja (23. ágúst - 22. september) <S(L Það er létt yfir hlutunum hjá þér þessa dagana og svosem engin ástæða til annars en mundu bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. (23. sept. - 22. október) Þú átt ekki að sitja með hendur í skauti og bíða þess að lífíð færi þér allt upp í fangið. Það gerist einfaldlega ekki svo þú skalt taka til hendinni sjálfur. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Láttu nú áhyggjur annarra liggja á milli hluta og taktu þér tíma til þess að fara í gegnum eigin mál. Þar leyn- ist víða fiskur undir steini svo þú þarft að taka þig á. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) AO Til þess að ná árangri getur reynst nauðsynlegt að fela öðnim hluta verkefnisins. Gerðu það frekar heldm' en að drukkna sjálfur í öllu saman. Steingeit (22. des. -19. janúar) «1 Þú þarft að setja þér fastar starfsreglur til þess að allt fai'i ekki úr böndunum. Mundu að málamiðlun þarf til þegar tveir eða fleiri vinna saman. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cíel Þú stendur frammi fyrir verkefni sem krefst allrar þinnar atorku og útsjónar- semi. Hikaðu samt hvergi því þú ert vel í stakk búinn til þessara átaka. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Mundu að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli og því getur verið erfitt að finna sannleikskjarnann. En það er nú einmitt það sem þú verður að gefa þér tíma til. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SIGLINGASKOLINN Námskeið til 30 tonna skipstjórnarréttinda hefst 13. janúar og lýkur 15. mars. Kennt er á mánudags- og miðviku- dagskvöldum frá kl. 19-23 skv. náms- skrá menntamálaráðuneytisins. Námskeið til hafsiglinga á skútum (Yachtmaster Offshore) hefst 14. janúar og lýkur 11. mars. Inntökuskilyrði: 30 tonna próf. Upplýsingar og innritun í síma 588 3092 og 898 0599 Netfang: bha@centrum.is Veffang: www.centrum.is/siglingaskólinn SIGLINGASKOLINN Vatnsholti 8. Kennsla Austurbugt 3 Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. léttgreiðslur T • • • sœtir sófar- HUSGAGN ALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Simi 564 1475 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.