Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 33
HESTAR
Ljósmynd/Jane Clarke
HÓPURINN sem kallar sig American Icelandic Horse Group kemur inn á svæðið.
Islenskir hestar í sjón-
varpi í yfír 100 löndum
Hópur eigenda ís-
lenskra hesta í Kali-
forníu tók þátt í stórri
skrúðgöngu á hestum
sínum í Pasadena í Kali-
forníu á nýársdag.
Mette Dresser sagði
Asdísi Haraldsdóttur
að um ein milljón
manna hefði fylgst með
þegar skrúðgangan fór
hjá, en henni var sjón-
varpað til yfír 400 millj-
óna manna. I tengslum
við útsendinguna var
sýnt myndband þar
sem hópurinn sýndi
hestana í reið.
L "
BETSY Covert á Brúnhildi til vinstri og Mette Dresser á Feng til
hægri. I skrúðgöngunni voru hestamir einnig skreyttir rósum.
MARK og Mette Dresser
sem búa í Malibu í Kali-
fomíu söfnuðu saman hópi
fólks í'yrir nokkrum árum til að taka
þátt í skrúðgöngunni sem nefnd er
Pasadena Toumament of Roses.
Þetta var í þriðja sinn sem hópur-
inn, 11 menn og hestar, tók þátt í
göngunni en hún var nú gengin í
110. sinn.
Mette Dresser sagði í samtali við
Morgunblaðið að um 80 hópar
hestafólks hefðu sótt um þátttöku í
ár en aðeins 25 komist að. Auk þess
taka aðrir hópar þátt í göngunni,
svo sem hljómsveitir. Flekamir sem
era notaðir í göngunni era skreyttir
rósum og er aðeins leyft að nota
ekta blóm og lauf. íslensku hestarn-
ir vora skreyttir rauðum rósum og
knapamir vora í skrautlegum bún-
ingum í víkingastíl. Mikill áhugi er
hjá almenningi að sjá gönguna og
koma margir sólarhring áður en
hún hefst til þess að taka frá upp-
áhalds staðinn sinn og sofa þar um
nóttina til þess að missa ekki af
neinu.
Mette sagði að því fylgdi heilmik-
ill undirbúningur að sækja um þátt-
töku. En skrúðgangan væri góður
vettvangur til að kynna íslenska
hestinn og það væri áhugamál
þeirra að sem flestir kynntust þessu
hestakyni. Senda þyrfti inn umsókn
fyrir 1. júlí ár hvert. Henni þarf að
fylgja mynd af hverjum þátttak-
anda í búningi sem sýnir hvemig
hann muni líta út á hesti sínum í
skrúðgöngunni. Svo það er eins gott
að enginn hætti við þegar á hólminn
er komið. Svar berst síðan í lok
ágúst.
Nokkram dögum fyrir skrúð-
gönguna var haldin fjölskylduhátíð
sem nokkram hljómsveitum og
þremur hópum hestafólks var boðið
að taka þátt í. Hópi íslensku hest-
anna var boðið að sýna þar hestinn í
reið, ekki bara á feti eins og í
skrúðgöngunni. CBS sjónvarps-
stöðin tók sýninguna upp á mynd-
band sem sýnt var ýmist fyrir eða
eftir útsendinguna frá göngunni.
Sagði Mette þetta hafa verið stór-
kostlega auglýsingu fyrir íslensku
hestana þar sem hægt var að sýna
þessum gífurlega fjölda sjónvarps-
áhorfenda hvað í þeim býr. Hún
sagði að þrátt fyrir að ekki sé víst
hve margir hafi í raun og vera séð
þessa útsendingu væri ómetanlegt
að fá þessar mínútur af útsending-
artíma svona stórrar sjónvarps-
stöðvar.
Mark Dresser keypti fyrsta ís-
lenska hestinn sinn árið 1988. Mette
er frá Danmörku og hafði stundað
hestamennsku þar. Hún fluttist til
Bandaríkjanna fyrir fimm áram og
komst þá í kynni við íslenska hesta.
Þau eiga sex íslenska hesta og segj-
ast vera dugleg að ríða út. Mette
segir mjög gott að hafa íslenska
hesta í Kalifomíu; að vísu þui-fi að
raka þá yfir vetrartímann, en þeir
virðast þola hitann mjög vel. Hún
segir áhugann á íslenskum hestum
sífellt vera að aukast og að fólk viti
meira um þetta hestakyn. Fyrir
fimm áram hafi fólk yfirleitt spurt
hvaða hrossakyn þetta væri ef þau
hittu fólk á fómum vegi. Nú verði
hún í auknum mæli vör við að fólk
þekki hestakynið.
Hópur þeirra sem eiga íslenska
hesta í Kalifomíu heldur mikið sam-
an. Fer saman í útreiðar, skemmtir
sér og fer saman á sýningar og
námskeið, en áhugi á þeim er mikill.
Mette segir að betri hestar komi nú
til Kalifomíu í kjölfar aukinnar
þekkingar fólks á hestakyninu og
hæfni eigendanna. Auk þess vill fólk
nú eiga fleiri hesta. Áhuginn sé svo
mikill innan hópsins að þegar nýir
íslenskir hestar era fluttir inn á
svæðið fari flestir að skoða og heilsa
upp á þá.
Búið að ráða Agúst Sigurðsson
AGUST Sigurðsson, doktor í kyn-
bótafræðum, hefur tekið við starfi
hrossaræktarráðunautar Bænda-
samtaka Islands frá og með áramót-
um. Agúst hefur verið í fullu starfi
hjá Bændasamtökunum sem kyn-
bótafræðingur og hefur annast út-
reikninga á kynbótamati fyrir
hrossaræktina og nautgriparæktina
á undanfornum áram.
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtakanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hér væri ekki um nýráðningu að
ræða heldur færðust verkefni
Agústs til. Ágúst myndi fyrst um
sinn hafa aðsetur áfram á búi sínu á
Kirkjubæ á Rangárvöllum, en óvíst
væri um framhaldið.
Aðspurður sagði Sigurgeir að
Bændasamtökin myndu ásamt
Ágústi og fagráði hrossaræktar fara
yfir og ef til vill endurskipuleggja
starfssviðið að einhverju leyti, t.d.
með tilliti til hversu mikil þátttaka
hrossaræktarráðunautar verður í
kynbótadómum. Hins vegar er Ijóst
að Ágúst verður í fararbroddi á því
sviði.
g, lausum
fótstigum og Dual-Force hristingi
Peir sem kaupa Playstation Racing
Wheel fá 1 .OOO,- afslátt af hvaða
Playstation bílaleik sem er.
TEKUR ÞU
TÖLVU
A
MicroSoft
Precision Pro
MicroSoft
Game Pad
Frábær í
öllum
Finn
King'sQuGst8
Baldurs Gate
Loksins er hann
kominn! Frábær
hlutverkaleikur.
Leikur á 5
npiclaHidmml
Nýjsti leikurinn f
hinni klassfsku
King's Quest
seriu. Frábært
ævintýri.
f£ol cViu? s
fyuU
Populous lll
Tomb
Raider III
pu leiKur guo
og snýrð jaroar-
búum til að trúa
áþig og eyðir
quðlevsinaium.
Lara Croft í
frábærum 3D
skot- og
ævintýraleik.
ENEMY OF THE STATE
MARGMIÐLUNARDISKUR
Allir sem kaupa PC leik fá frábæran
margmiðlunardisk um stórmyndina
"Enemy of the State" sem sýnd er
í Sambíóunum.
Cl ,
Opið
laugardag
kl. 10:00-16:00
og sunnudag
kl. 13:00 -17:00
BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444
BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfirði • Sími 550 4020