Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 29 Sumar í íslenskri kvikmyndagerð LOKS kemur sumar í íslenskri kvikmynda- gerð - eftir afar langt vor. Pannig líta menn á þau áhrif sem það hefur að stjórnvöld hafa loks samþykkt að auka verulega við þá fjárveitingu sem Kvik- myndasjóður íslands hefur til ráðstöfunar. Allir þeir fjölmörgu ís- lendingar, sem á einn eða annan hátt hafa lífsviðurværi sitt af kvikmyndagerð, fagna innilega þeirri viður- kenningu á mikilvægi íslenskrar kvikmynda- gerðar sem í þessari samþykkt felst. Enda hlýtur að mega líta svo á að stjórnvöld hafi hér með lýst yfir vilja sínum til að þessi listiðn- aður fái að vaxa og dafna og að þeir sem að honum koma geti starfað við meira fjárhagslegt öryggi. Á það hefur virkilega skort. Þessi viðurkenning verður vonandi til þess að sem flestir - og kannski allir - sem hafa sérmenntað sig til þessara starfa geti um ókomna framtíð unnið að því að gera veg ís- lenskrar kvikmyndagerðarlistar sem mestan. Fé til kvikmyndagerðar kernur margfalt til baka Á undanförnum mánuðum hefur umræða um íslenska kvikmynda- gerð verið meii'i en hún hefur verið um árabil. Bæði hefur verið rætt um að hróður hennar færi vaxandi víða um heim, sem og að þeir fjár- munir sem hið opinbera legði til hennar kæmu margfaldir til baka. Ágúst Einarsson þingmaður er einn þeirra sem þarna hafa komið að máli. I erindi sem hann hélt 1997 og nefndi „Kvikmyndaiðnaður á Is- landi - staða og úrbætur" tók hann m.a. sem dæmi að á árunum 1994-1997 hefðu úthlutanir Kvik- myndasjóðs verið um 265 milljónir króna (á verðlagi 1997) og að til baka hefði ríkið fengið 300 milljónir, þ.e. hagnast um 35 milljónir! Einnig nefnir hann til sögunnar áhrifín sem kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa til landkynningar, t.d. sýningar á ís- lenskum sjónvarpsþáttum á erlend- um sjónvarpsstöðvum, en sýnt hef- ur verið fram á bein tengsl á milli þeirra og aukins ferðamanna- straums til landsins. Þegar reiknað- ar eru tekjur af ferðamönnum til landsins eru fjárhæðirnar taldar í milljörðum. Ágúst lagði einnig fram frumvarp, ásamt fleirum, um sér- staka skattaívilnun þeim til handa sem styrktu íslenska kvikmynda- gerð, sem að vísu hefur ekki enn náð fram að ganga. Menntamálaráðherra hefur einnig, bæði í ræðu og riti, og nú síðast með samkomulagi ríkis- stjórnarinnar um aukin fjárframlög, sýnt áhuga og skilning á því að kvikmyndagerð vaxi og dafni í land- inu. Kvikmyndagerðarmenn líta því á þá ákvörðun stjórnvalda að efla Kvikmyndasjóð sem stórt skref í þá átt að bæta það umhverfí sem ís- lenskt kvikmyndagerðarfólk býr við. Og vonandi er liður í þeirri þró- un að gera starfsumhverfið þannig að einbeita megi sér að framleiðslu góðra kvikmynda og sjónvarpsdag- skrár; að kvikmyndagerðarmenn geti unnið við fagið og lifað af því. Hélt skattstjóri að sumarið væri löngu komið? En á sama tíma og stjórnvöld beita sér á þennan hátt fyrir því að bæta starfsumhverfí íslensks kvik- myndagerðarfólks er skilningur skattayfírvalda á þessu starfsum- hverfí lítill sem enginn. Að minnsta kosti hafa margir kvikmyndagerð- armenn orðið illa úti í samskiptum sínum við þau og mætti stundum halda að skattayfirvöld teldu að sumarið í ís- lenskri kvikmyndagerð hefði staðið með mikl- um blóma um árabil og því væri vænlegast að leita í vasa kvikmynda- gerðarmanna að fjár- munum sem vantaði í ríkiskassann. Hvaðan skattstjóri fékk þá hugmynd er erfítt að átta sig á, sérstaklega ef tekið er tillit til þeirra mörgu kvik- myndagerðarmanna sem misst hafa aleigu sína, og jafnvel einnig sinnar nánustu fjöl- skyldu, við að reyna að gera kvik- myndir á íslandi. Búningar og leikmynd ekki rekstrarkostnaður Sem dæmi um hinn litla skilning ofangreindra yfírvalda á eðli kvik- myndagerðar, og því umhvei'fi sem hún býr við hér á landi, verða tínd Hvernig eiga íslensk kvikmyndagerð og kvikmyndagerðar- menn, spyr Bryndís Kristjánsdóttir, að vaxa og dafna í svona starfsumhverfi? til nokkur atriði sem kvikmynda- gerðarmaður, sem starfað hefur að mestu einn síns liðs við fagið í yfir tuttugu ár, hefur reynt af hendi skattheimtumannanna. Alls konar rekstrarkostnaður er ekki talinn eiga rétt á sér, s.s. kaup á tónlist af geisladiskum (hefur nokkur séð kvikmynd án tónlistar?), reikningar vegna kaupa á fatnaði og frá fata- leigum (vita ekki allir að það þarf búninga í leiknar myndir?), reikn- ingar vegna kaupa á málningu, hilluefni, vefnaðai-vöru, rimla- gluggatjöldum, silkiblómum, lifandi blómum o.fl. í þessum dúr (úr hverju telur skattstjóri að sviðs- mynd sé gerð?). Ekki eru teknir til greina reikningar vegna kaupa á kvikmyndatímaritum og kvik- myndabókum (kvikmyndagerðar- menn eiga líklega ekki að eiga kost á að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í faginu, ekki einu sinni af bók!), ekki virðast menn á bæ skatt- stjóra heldur vita að mjög mikið af vinnunni við kvikmyndagerð fer fram utandyra, oft mjög fjarri mannabyggð og á öllum árstímum; að minnsta kosti þótti þeim ekki ástæða til að taka tillit til kostnaðar vegna vinnufatnaðar (úlpu) né að bera þyrfti tæki með sér upp á fjöll (bakpoka), hvað þá að það þyrfti að gefa fólkinu sem þar var að störfum kaffi að drekka og eitthvað að borða. Þó var starfsmönnum boðið að koma með í tökuferð á hálendi ef það mætti verða til að auka skiln- inginn - en boðið var ekki þegið. En guð hjálpi þeim kvikmyndagerðar- mönnum sem hætta sér til útlanda Brandtex fatnaður _____—5 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 til að taka upp atriði í verk sín! Út- lendar kostnaðarnótur eru ekki eins í laginu og þær sem skattayfirvöld þekkja og á þeim er ekki kennitala, né getið um það hvort vsk. sé inni- falinn í heildarverðinu. Kostnað vegna nokkurra slíkra ferða, á þriggja ára tímabili, að upphæð um ein og hálf milljón, tók embætti skattstjóra ekki gildan sökum ofan- greinds. Jafnvel þótt hans mönnum væri boðið að skoða myndirnar í smáatriðum þar sem sjá mátti að at- riðin voru tekin upp í viðkomandi löndum! Virðisaukaskattur á styrki Verst af öllu var þó að kvik- myndagerðarmaðurinn hafði mis- skilið lögin sem segja að handrita- gerð, leikstjórn og störf leikara séu undanþegin virðisaukaskatti og hafði því ekki innheimt, fyrir skatt- stjóra, vsk. vegna slíkra starfa. KvikmyndagerðaiTnaðurinn hafði í höndunum lögin sem kveða á um þessa undanþágu, bréf frá ríkis- skattstjóra til Félags kvikmynda- gerðarmanna um að þessir þættir væru undanþegnir vsk. og hafði ráðfært sig við starfsfélaga sína. Allt kom fyrir ekki: þessi kvik- myndagerðarmaður hafði átt að innheimta vsk. af þessum þáttum. Hann var að vonum ekki sáttur við málalokin og skaut máli sínu til rík- isskattstjóra og síðan yfirskatta- nefndar. Skattayfii-völd voru u.þ.b. þrjú ár að vinna með þetta mál og auðvitað voru allir sammála skatt- stjóra. Kvikmyndagerðarmanninum bar að greiða vsk. - sem hann hafði aldrei innheimt - auk dráttarvaxta frá því að reikningarnir voru skrif- aðir, auk tímans sem skattayfirvöld voru að ákveða sig (allt að sjö ár á elstu reikningunum), samtals fjóra og hálfa milljón! Ekki nóg með það heldur var líka ákveðið að hann skyldi greiða vsk. af nokkrum styrkjum sem honum höfðu verið veittir til að gera kvikmynd. Hefur einhver heyrt að það beri að inn- heimta vsk. af menningarstyrkjum? Á þá styrkþegi sem fær t.d. 300.000 kr. frá Reykjavíkurborg að inn- heimta fyrir skattstjóra vsk. af upp- hæðinni og hvernig á hann að bera sig að við þetta? Hvernig eiga ís- lensk kvikmyndagerð og kvik- myndagerðarmenn að vaxa og dafna í svona starfsumhverfí? Engu er líkara hér en verið sé að drepa hana niður! Samræmdar aðgerðir Það geta allir séð að kvikmynda- sumarið mun ekki standa lengi ef vinstri hönd yfii-valda tekur strax það sem sú hægri gefur - og jafnvel miklu meira! Kvikmyndagerðar- menn hljóta að óska eftir því að starfsmenn skattstjóra fái kennslu í undirstöðuatriðum í faginu þannig að með samræmdum aðgerðum allra aðila sem vilja gi'eiða veg ís- lenskrar kvikmyndagerðar megi hún ná að þroskast og dafna, öllum landsmönnum til ánægju og hag- sældar. Og vera áframhaldandi lifi- brauð nokkur hundruð landsmanna. Höfundur starfnr við kvikmyndagerð. Bryndís Kristjánsdóttir Vitfírring í ÍTARLEGRI um- fjöllun Jóns Sigurðs- sonar, fyrrverandi framkvæmdastj óra, um fiskveiðistjórnunar- kerfið hefir verið sýnt fram á með skýrum rökum að kerfið óbreytt muni leiða til ófamaðar fyrir ís- lenzka þjóð. Hand- bendi sægreifanna, stjómarherrarnh’, reyna með öllum hætti að þegja þá röksemda- færslu í hel, þótt ýmsar tiltekjur þeirra bendi til að þeim sé ekki rótt. Einn fráleitasti meingalli kerfisins er brottkast fisks. Jón Sigurðsson hefir farið varlega í fullyrðingar um stærð- Einn fráleitasti mein- galli kerfísins, segir Sverrir Hermannsson, er brottkast físks. argráðu brottkastsins, en þó nefnt ógnvekjandi tölur. Sá sem hér heldur á penna ger- þekkir íslenzkan sjávarútveg að fornu og nýju, og hefir þess vegna leyft sér að nefna enn geigvænlegri tölur: Að brottkastið næmi hátt á annað hundrað þús- undum tonna og hefír ýmsum þótt stungin tólg. I Morgunblaðinu fyrir skemmstu birtist grein eftir einn kunn- asta og reyndasta físki- skipstjóra íslands und- anfarna marga áratugi, Hrólf Gunnarsson. Hann fullyrðir að öðr- um hverjum físki sé fleygt dauðum fyrir borð. Hann nefnir 2Ó0.000 tonn - tvö- hundruðþúsundtonn - af þorski, sem íslenzki fískiskipaflotinn kasti fyrir borð. Þá vita menn það. Yfir þetta at- hæfi nær varla orðið: Vitfírring. Og er mál að linni. En svo mun ekki verða ef gjafakvótaflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, halda völdum í alþingiskosningum á vori komanda. Þá mun þessari skömm og svívirðu viðhaldið óbreyttri. Það er lífsnauðsyn að kjósendur geri sér fulla grein fyrir þeirri ísköldu staðreynd. Höfundur er fv. bankastjóri og formaður Frjálslynda flokksins. Sverrir Hermannsson Vestfirðir Ýtt úr vör - viðskiptahugmynd að veruleika Námskeið í stofnun smáfyrirtækja Þann 22. janúar nk. hefst námskeið í stofnun og rekstri smáfyrirtækja á Vestfjörðum undir yfirskriftinni: Ýtt úr vör - viðskiptahugmynd að reruleika Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa viðskiptahug- mynd til að útfæra eða eru komnir af stað með rekstur og vilja auka þekkingu sína. Einnig er námskeiðið ætlað þeim sem hafa misst atvinnu og vilja skapa sér atvinnu sjálfir með því að vinna að eigin viðskiptahugmynd. Námskeiðið er ómetanlegt tækifæri fyrir þá, sem vilja fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur og skapa þar með sína eigin framtíð. Námskeiðið er haldið samtímis á Patreksfirði og ísafirði í gegnum fjarfundabúnað frá ísafirði. Þátttakendafjöldi er takmarkaður og þarf að sækja um þátttöku til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Hafnarstræti 1, ísafirði, myndsendir 456 4785 á sérstöku eyðublaði fyrir 14. janúar nk. Nánari upplýsingar um námskeiðið og umsóknareyðublöð fást hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, s. 456 4780 og Svæðisvinnumiolun Vestfjarða, s. 456 5660. Stuðningsaðilar verkefnisins Ýtt úr vör eru Samtök Sparisjóða á Vestfjörðum ti Átak til atvinnusköpunar og Framhaldsskóli Vestfjarða á Isafirði. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða Brúðhjón Allur borðbtínaður - G1 æsi 1 e,g gjafavara - Briiðhjönalistar 4>/ 7WA\\V_ VERSLUNIN Luugnvegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.