Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR i FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 47 stórt skarð í ykkar fjölskyldu. Minn- ing um gott fólk lifir, fólk sem hefur gert okkur öll ríkari við að hafa fengið færi á að kynnast því og um- gangast; fólk sem vildi öllum vel og létgott af sér leiða. Eg kveð þig elsku nafni, megir þú hvíla í friði. Guðlaug Sigurðardóttir. Við andlát Guðlaugs frænda opn- ast hugurinn fyrir minningar og samverustundir liðinna ára. Minn- ingar um góðan dreng sem var gæddur eðlislægum Iéttleika, sem hann notaði óspart, skop sem hann gat sett fram á þann hátt að áheyr- endur gengu óðar á vit glaðværðar og gleði. Gulli gerði þetta á sinn sér- staka hátt, aldrei var hallað á nokkurn mann, heldur teknir þættir úr hinu daglega lífi. Þegar vinir og vandamenn komu saman gat Gulli rökrætt af gamansemi og þó reynt væri að hefja mótsögn gat það verið all erfitt vegna orðheppni hans. Hann hafði alltaf svar á reiðum höndum og gat gert umræðuna enn gamansamari og gat þá mörgum orðið svarafátt. Þegar síldarbræðsl- an í Þorlákshöfn var byggð bað yfir- smiðurinn mig að útvega sér smiði eða lagtæka menn. Eg útvegaði hon- um þrjá menn og var Gulli einn af þeim, þá ungur og með því fyrsta sem hann fór að heiman. Þegar þeir mættu var Gulli með gamla sög og hamar og þegar ég innti hann eftir því hvort ekki hefði verið betra að koma með nýja sög hló hann og sagði að góðir smiðir væru alltaf með gömul verkfæri. Þegar bygg- ingu verksmiðunnar lauk bað yfir- smiðurinn þessa þrjá menn að koma með sér í áframhaldandi verk á Reykjavíkursvæðinu. Þann yngsta taldi hann þó alveg sérstakan, því hann hefði lag á því að hafa mann- skapinn í góðu skapi og þá gengi allt betur. Það var athylgisvert að sjá hvað Gulli hafði gott lag á börnum, jafn- vel þótt hann þekkti þau lítið. Hann tók þau í fangið og ræddi málin og var þá grátur fljótur að hverfa fyrir hlátri. Gulli og Ninna reistu sér heimili á Hvolsvelli, þar ræktuðu þau mjög fallegan garð þar sem snyrti- mennskan ber þeim fagurt vitni. Þegar Selsættin fékk land í landi Seljalandssels var Gulli á heima- velli. Hann gróðursetti græðlinga af heiman og ræktaði sinn blett þannig að hann gæti verið vel sleginn og trjábeðin nytu sín. Það var létt and- rúmsloftið þegar hann var mættur með fjölskylduna, konuna, dæturn- ar þrjár og litlu prinsana sína tvo, sem báru auðsjáanlega mikla virð- ingu fyrir hinum stolta afa sínum. Það var mikið áfall fyrir alla fjöl- skylduna þegar ljóst var að Gulli væri kominn með illvígan sjúkdóm, sjúkdóm sem læknavísindin kynnu engin svör við. í mörg ár háði hann sína baráttu eins og honum var lag- ið, þrátt fyrir þrautir og margt ann- að sem þessu fylgir, var það honum mikils virði að halda áfram sinni vinnu. Gulli lést, langt um aldur fram, þann 2. janúar sl. Blessuð sé minning Guðlaugs Friðþjófssonar. Sigurður Helgason. + Útför mannsins míns, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Engjavegi 77, Selfossi, er lést 3. janúar sl., fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 9. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Sjöfn Halldóra Jónsdóttir. Móðursystir okkar, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Egilsgötu 22, andaðist á Landakotsspítala þriðjudaginn 29. desember síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Ellen og Helga Áberg. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARÍA DÓRÓTHE JÚLÍUSDÓTTIR, er lést á heimili sínu laugardaginn 2. janúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 9. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Ingi Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir Lange, William Lange, Ósk M. Guðmundsdóttir, Páll Gíslason, Ólafur H. Guðmundsson, Einar S. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÖRN PÉTURSSON, Hafnarstræti 47, Akureyri, lést á Kristnesspítala laugardaginn 2. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 11. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sundlaugarsjóð Kristnesspítala. Ólöf Þóra Ólafsdóttir, Ólafur Haukur Arnarson, Sigurlaug Alda Þorvaldsdóttir, Hjördís Arnardóttir, Jón Grétar Ingvason, afabörn og langafabörn. + Faðir minn, tengdafaðir og bróðir okkar, GUÐBJÖRN WIUM HJARTARSON, Flétturima 19, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 1. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 11. janúar kl. 10.30. Að fá að vinna með Guðlaugi á þriðja áratug eru forréttindi. Manni sem var ætíð árrisull, hreinskilinn, fastur fyrir en alltaf í góðu skapi, ekki hvað síst ef etthvað var að veðri og þurfti að atast í snjómokstri, opna fjallvegi eða kíkja í Þórsmörk- ina. Manni sem var svo leiftursnögg- ur og hraður í tilsvörum að viðmæl- endur stóðu höggdofa. Manni með óbilandi kjark sem aldrei brást, hvorki í átökum við náttúruöflin né ólæknandi sjúkdóm. Sjúkdóm sem á mörgum árum vann á skrokknum, en fékk andann aldrei bugað. Slíka mannkosti er ekki hægt að kaupa með peningum og lærast ekki í há- skólum. Kæri vinur, nú er komið skarð í mannflóruveginn sem verður vndfyllt. En minning um góðan dreng lifir. Aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Ágúst Ánnann og Jón Smári. Guðrún Wium Guðbjörnsdóttir, Friðrik Þór Snorrason, systkini og aðrir aðstandendur. + Elskulegur sonur minn, fóstursonur, bróðir og dóttursonur, KJARTAN MAGNÚSSON, lést miðvikudaginn 6. janúar. Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson, Þórður Á. Magnússon, Dorota Gil, Ásta Margrét Magnúsdóttir, Ásta Bjarnadóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN EINARSSON, Hofi, Eyrarbakka, lést á heimili sínu laugardaginn 2. janúar. Útför hans fer fram frá Eyrarbakkakirkju laug- ardaginn 9. janúar kl. 14.00 Hjördís Sigurðardóttir Björgvin Konráðsson, Sigurbjörg Árnadóttir, Jónína Konráðsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Konný B. Leifsdóttir, Einar Grétar Einarsson, Hinrik Sigurjónsson, Ólafur J. Sigurjónsson, Jessica Sigurjónsson, Friðrik Sigurjónsson, Þuríður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elsku maðurinn minn og faðir okkar, FRIÐVIN JÓHANN SVANUR JÓNSSON, Suðurbraut 3, Hofsósi, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks að morgni þriðjudagsins 5. janúar. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Elín Vilborg Friðvinsdóttir, Heimir Örn Friðvinsson, Valur Smári Friðvinsson, Halldór Frosti Friðvinsson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður Eskihlíð 12a, lést miðvikudaginn 6. janúar. Eysteinn Einarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Jóhann G. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, SIGURJÓNA MARTEINSDÓTTIR frá Þurá í Ölfusi, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 7. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Karítas Óskarsdóttir, Svanborg Óskarsdóttir, Þórir Óskarsson. tr + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN BJARNASON, er lést á heimili sínu laugardaginn 2. janúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðju- daginn 12. janúar kl. 13.30. Sólveig Maríusdóttir, Matthildur Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðný Jónsdóttir. + BERGUR ÓSKARSSON, Strönd, Rangárvöllum, lést á jóladag, 25. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjörtur Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.