Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 45
dæmis gönguferð sem farin var í
þeim tilgangi að kenna mér að
reykja. En allt sem við töluðum um
var leyndarmál. Og þó svo að liðin
séu um tíu ár, geymi ég ennþá þessi
samtöl í hjartanu.
Við eyddum fleiri klukkustundum
í að ræða trúna og tilgang lífsins.
Veltum fyrir okkur hver hann væri
og hvað tæki við eftir dauðann.
Ekki grunaði okkur þá, elsku Víðir
minn, að þú kæmist svona fljótt að
því.
Síðast þegar ég hitti þig varst þú
nýútskrifaður og lífsgleðin skein úr
augum þínum. Alveg síðan hef ég,
ásamt svo mörgum öðrum, beðið
eftir kraftaverki. En almættið af-
greiðir þau víst ekki eftir pöntun.
Þú hefur nú hlotið hvíld og sálin
verið frelsuð úr lasburða líkaman-
um. Það er með mikilli sorg að ég
kveð þig, kæri vinur. En minningin
um þig og vináttu þína mun áfram
ylja mér um hjartarætur. Eg er
þess fullviss að við hittumst seinna
og höldum þá áfram vangaveltum
okkar um lífið og tilveruna þar sem
frá var horfið.
Fjölskyldunni allri og vinum
votta ég mína dýpstu samúð.
Aslaug H. Cassata.
Hvernig get ég skrifað kveðjuorð
til þín, minn kæri vinur. Það er svo
ótalmargt sem mig langar að segja
en mig vantar öll orðin til að tjá þær
tilfinningar sem komu upp við frétt-
ina af andláti þínu. Mér verður auð-
vitað hugsað til þeirra ára sem mér
hlotnaðist að eiga vináttu þína og að
fá að taka þátt í þeim sporum sem
þú varðst að taka og ekki síst að fá
að hafa þig við hlið mér þegar á
þurfti, bæði í gleði og sorg. Síðast-
liðin rúm fjögur ár eru þar engin
undantekning því kennsla þín í and-
legum þroska mínum hélt áfram til
síðasta dags og mun eflaust gera
áfram og ég mun aldrei getað þakk-
að þér til fullnustu. Eina leið mín til
að reyna að sýna þér þakklæti er að
halda áfram á þeirri braut sem þú
kynntir mér og halda jákvæðu hug-
arfari til þess verkefnis sem þú
munt nú taka þér fyrir hendur.
Elsku Víðir, takk .fyrir að vera
engill í lífi mínu og láttu nú vængina
loksins njóta sín.
„Ljósið við enda gangsins er út-
geislun af engli Guðs.“
Þinn vinur
Fjalar.
Elsku Víðir Óli.
Það er ótrúlegt að þú sért farinn
frá okkur og kveð ég þig með tár-
um, elsku vinur minn. Þú varst
minn æskuvinur á Siglufirði og
gerðum við margt saman, yfirleitt
var það ég, þú og Dóra. Margir töl-
uðu um að við tvö ættum eftir að
gifta okkur en þú fluttir suður þeg-
ar við vorum sjö ára og ég flutti síð-
an fjórtán ára. En við héldum alltaf
sambandi af og til. Ég man svo vel
þegar þú varst í heimsókn hjá mér í
Ásgarðinum og þú sagðir að það
ætti ekki að nota hárúða í hárið af
því að það væri svo slæmt fyrir
ósonlagið. Svona varst þú, hugsaðir
alltaf um allt og alla sem þér þótti
vænt um fyrst. Þú mundir líka eftir
öllu mun betur en ég frá Sigló þeg-
ar við vorum lítil. Þú talaðir mikið
um það þegar við hittumst sem ung-
lingar er við vorum alltaf uppi í
Hvanneyrarskál að reyna að telja
allar stjörnunar og ákveða hvað við
ætluðum að verða þegar við yrðum
stór. Þessu var ég búin að gleyma.
En manstu hvað ég var alltaf hrædd
við að fara á efri hæðina heima hjá
þér á Hvanneyrarbrautinni á Sigló
af því að ég hélt að það væru draug-
ar þar. Þetta voru yndislegir tímar
sem við áttum saman og ég er viss
um að þér líður vel núna hjá pabba
þínum.
Elsku Billa, Gauti, Gerða, Lolla,
Hemmý og aðrir aðstandendur, það
er sárt að missa góðan dreng og
votta ég ykkur mína dýpstu samúð.
Elsku Víðir minn, í hvert skipti
sem ég lít nú upp í Hvanneyrarskál
hugsa ég til þín. Ég mun sakna þín
sárt, vinur minn.
Þín vinkona ávallt, ég elska þig.
Linda Rafnsdóttir.
+ Eggert Kristins-
son fæddist í
Reykjavík 19. ágúst
1915. Hann andaðist
á Landspítalanum
29. desember síðast-
liðinn. Foreldar Eg-
gerts voru Kristinn
Friðfinnsson og
Agnes Eggertsdótt-
ir í Reykjavík. Egg-
ert átti þrjú systkini
og lifa þau öll: Finn-
ur, kvæntur Hörn
Sigurðardóttur;
Gunnar, kvæntur
Maríu Tryggvadótt,-
ur og Margrét sem var gift Jóni
Nikulássyni sem nú er látinn.
Eggert kvæntist Sigurlaugu
Þorsteinsdóttur hinn 12. febrú-
ar 1944 og bjuggu þau alla sína
búskapartíð í Reykjavík. Lifir
Sigurlaug mann sinn. Börn
þeirra hjóna eru: Þorsteinn, og
er kona hans Ágústa Birna
Hver er sinnar gæfu smiður er
máltæki sem við öll könnumst við,
en til þess að gæfusmíðin takist sem
best þurfa ýmsar aðstæður að vera
jákvæðar.
Það að fá að vera samferða í lífinu
Eggerti Kristinssyni, sem við kveðj-
um hér í dag, í 45 ár, þar af helm-
inginn af þeim tíma að hafa hann
sem stjórnanda og yfirmann á mín-
um unglings- og manndómsárum,
hefur hjálpað mér að smíða mína
gæfu, því hann var maður til að taka
sér til fyrirmyndar.
Eggert starfaði svo til alla sína
starfsævi í Málaranum, fyrst sem
skrifstofumaður, síðar fram-
kvæmdastjóri og loks forstjóri,
þetta var langur starfsferill og far-
sæll.
Það er í mínum huga ljóst að
þetta var ekki alltaf auðvelt starf
Árnadóttir, en börn
þeirra em fjögur:
Lovísa, gift Antoni
Antonssyni, Bjarni,
kvæntur Herdísi
Wöhler, Sigur-
laug, sambýlismað-
ur hennar er Arnar
Hannesson og Árni;
Kristinn, og er kona
hans Hjördís Berg-
stað, en börn þeirra
eru þrjú: Eggert,
kvæntur Sigfríði
Birnu Sigmarsdótt-
ur, Valdimar og
Hjördís; Agnes, og
er maður hennar Benedikt Sig-
urðsson en þeirra börn eru þrjú:
Sigurlaug, sambýlismaður
hennar er Sigurður Guðjónsson,
Agnes, unnusti hennar er Jó-
hannes H. Jónsson og Sigurður.
Utför Eggerts fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
enda gekk það mjög nærri heilsu
hans um tíma.
En mannkostir hans, nákvæmni
og samviskusemi er voru honum í
blóð borin, gerðu það að verkum að
þegar hann lét af störfum fyrir aid-
urs sakir gat hann horft um öxl
stoltur og ánægður með árangur
starfs síns.
Þessi orð eru sett á blað með
þakklæti í huga og innilegum sam-
úðarkveðjum til eiginkonu, barna og
annarra aðstendenda Eggerts
Kristinssonar.
Kvaddur er góður drengur.
Guðjón Oddsson.
Aldinn heiðursmaður er allur.
Eggert tengdafaðir minn lést á
Landspítalanum þriðjudaginn á
milli jóla og nýárs eftir stutta legu.
Hann hélt virðuleik sínum og and-
legri skerpu fram til hinstu stundar.
Víst er, að enginn fær sinn dauða-
dag umflúið, en miklu hlýtur að
varða, þegar maðurinn með ljáinn
kemur, að viðskilnaður manns við
hið jarðneska líf sé svo hæglátur og
friðsæll sem varð hjá honum þann
dag. Eggert var hógvær drengskap-
armaður sem eignaðist á langri lífs-
leið ekki óvini neina. Þó að hann
hefði fastmótaðar skoðanir á mönn-
um og málefnum var það fjarri hon-
um að reyna að þröngva þeim upp á
annað fólk. Varð það þá líka til þess
að menn hlustuðu, þá er hann talaði.
Þegar ég, sem ungur maður vildi
tengjast fjölskyldu hans, tók hann
mér sem jafningja og vini. Ráð hans
til mín í upphafi og alla tíð síðan
voru ekki mörg, en þau voru holl.
Veit ég, að svo var um samskipti
hans við fleiri, til hans leitaði fólk
gjarnan með úrlausnarefni sín og
reyndist hann mörgum ráðagóður.
Fljótlega eftir skólanám í Versl-
unarskóla Islands réðst hann til
Málarans hf. og starfaði þar í hart-
nær hálfa öld, lengst af sem for-
stjóri. Reyndist hann farsæll stjórn-
andi og kaupmaður og dafnaði
verslunin til hagsbóta fyrir eigend-
ur og viðskiptamenn. Á yngri árum
sínum gaf hann sig töluvert að fé-
lagsmálum og sinnti þeim af sömu
hógværðinni og trúmennskunni og
hann sinnti sínum daglegu störfum.
Það er alltaf sárt að skiljast við
vini sína og söknuðurinn fyllir hug-
ann. En þá er mikils virði þeim sem
eftir lifa að eiga ljúfar minningar
um mann, sem reyndist vera kjöl-
festan í lífi svo margra ættmenna
sinna og vina. Það er gott að eiga
þann sjóð minninga til að dvelja við.
Blessuð sé minning hans.
Benedikt Sigurðsson.
Það er nú þannig með okkar
ágætu tilveru hér á jörðinni að því
miður tekur hún enda. Lífsleið okk-
ar eru jú misjafnlega löng og eng-
inn veit fyrir víst hvenær hann er
kallaður til annarra starfa í hinum
MINNINGAR
EGGERT
KRIS TINSSON
SIGURLÍN UNNUR ÁRMANN
SIG URÐARDÓTTIR LONG
+ Sigurlín Unnur
Árniann Sigurð-
ardóttir Long var
fædd á Þormóðs-
stöðum í Reykjavík
3. nóvember 1913.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 27.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ingi-
björg Þórðardóttir,
f. 1887, d. 1957, og
Sigurður Kristjáns-
son, f. 1890, d. 1913.
Albróðir Sigurh'nar
var Ingvar Hjálm-
týr, f. 1911, d. 1979. Hálfsystk-
ini: Anna Karen, f. 1915, d. 1997.
Drengur, f. 1917, d. Edvard
Kristinn, f. 1919. Þórður Mar-
teinn, f. 1921, d. 1997, Hlín
Hulda, f. 1922, d. 1984, Ásta
Krístin, f. 1923, d. 1995, Árni
Friðrik, f. 1925, Baldur Sigurð-
Svanir fljúga hratt til heiða,
huga minn til fjalla seiða.
Vill mér nokkur götu greiða?
- Glóir sól um höf og lönd.
Viltu ekki, löngun, leiða
- litla barnið þér við hönd?
Nú finn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfm, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín.
(Stefán Sigurðsson.)
Við kveðjum þig, elsku amma, í
dag með nokkrum fátæklegum orð-
um. Við systurnar hugsum til baka
með hlýju til þess tíma þegar við
sem litlar stelpur fórum í heimsókn
til ömmu og afa Kópó. Það var alltaf
nóg að sýsla í kringum þig og afa.
Þið tókuð okkur stundum með í
ur, f. 1929, og Soiya
Ingibjörg, f. 1931.
Hinn 16. desember
1932 giftist Sigurlm
Þóri Einarssyni
Long, trésmíða-
ineistara í Reykja-
vík, f. 2.6. 1907, d.
18.6. 1983. Eftirlif-
andi börn þeirra
eru: 1) Erla Ingi-
björg, f. 1933, maki
Þórarinn Haukur
Hallvarðsson. 2)
Unnur Árný, f. 1936,
maki Oddur C.S.
Thorarensen. 3)
Jónína Sigrún, f. 1937. 4) Anna
Birna, f. 1938. 5) Einar Páll, f.
1958, maki Salína Helgadóttir.
Jónína og Anna Birna, báðar bú-
settar í Bandaríkjunum.
títför Sigurlínar fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ferðalög um landið en skemmtileg-
astar voru stundimar sem við átt-
um með ykkur og Einari frænda
uppi í sumarbústaðnum við Úlfars-
fell. Alltaf var nóg pláss í litla bú-
staðnum fyrir okkur krakkana og
jafnvel kommóðuskúffurnar urðu að
rúmum. Þótt fas þitt og framkoma
hafi oft verið hvöss þá var stutt í
hlýtt hjarta og óskilyrta ást á okk-
ur. Oft komumst við upp með ótrú-
leg prakkarastrik án þess að þú
ávítaðir okkur, jafnvel þótt stríðnin
beindist að þér. Er okkur minnis-
stætt þegar Einar og við fjarlægð-
um svefnbekkinn sem þú varst að
viðra uppi í bústað og reyttum upp
hálft lúpínubeð til að fela bekkinn
undir en þá hlóstu að öllu saman
þegar bekkurinn kom loksins í leit-
irnar. Er árin liðu kynntumst við
þér sífellt betur og þinni bein-
skeyttu kímnigáfu sem ekki var
allra. Síðustu árin var alltaf gaman
að koma í heimsókn og hlusta á þig
segja frá æsku þinni, kom þar ber-
lega í ljós að þú hafðir lifað tímana
tvenna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hvfl í friði, elsku amma.
Ragnheiður (Dadý),
Elín (Ellý) og Alma.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, fostudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fýrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfor hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
framandi heimi sem tekur við eftir
okkar leið um iífið hér á jörðu. En
nú er hann afi minn allur og er ég
nú að kveðja hann í hinsta sinn. *■
Þær góðu minningar sem ég á um
hann afa eru ótalmargar og renna
þær upp í huga mínum er ég lít yfir
farinn veg. Heimsóknir mínar á
heimili hans og ömmu í Sörlaskjól-
inu og síðar á Tómasarhagann voru
tíðar á bernskuárum mínum og þar
áttum við afi margar góðar stundir
saman hvort sem það voru fjöru-
ferðir á Ægissíðunni, bíltúrar um
bæinn eða myndasýningar á sýning-
artjaldinu í kjallaranum í Sörla-
skjólinu. Hann hafði alltaf tíma fyr-
ir þessar samverustundir. -*•
Fundum okkar afa hefur fækkað í
seinni tíð en oft þegar við höfum
hist þá höfum við rætt um þróun
þeirrar tegundar verslunar sem við
höfum báðir starfað við en eftir
hans starfslok spurði hann ávallt
frétta og fylgdist vel með. Hann
starfaði lengstum sem forstjóri
verslunarinnar Málarans í Banka-
strætinu og átti hann afskaplega
farsælan feril sem stjórnandi þess
fyrirtækis og var góður lærifaðir
þeirra er störfuðu hjá honum.
Nokkrir af hans bestu lærisveinum
héldu áfram á sömu braut og naut
ég þess heiðurs að hafa starfað og
numið hjá fóður mínum sem hafði
verið iærisveinn hans í mörg ár. •
Þekking þeirra, reynsla og hugsjón-
ir hafa verið þáttur í mínu eigin
brautargengi.
Framkoma hans og fas einkennd-
ust af rósemd og hógværð. Hann
var ávallt eins og kletturinn í hafinu
sem stórsjór hefði aldrei fengið
hnikað.
Afi minn, ég þakka þér fyrir þær
samverustundir sem við áttum sam-
an. Hvfl þú í friði.
Elsku amma, pabbi, Steini og
Agga, ykkur votta ég mína dýpstu.
samúð.
Eggert Kristinsson.
Blómabúðin
Öai^ðsKom
v/ PossvogsUipkjwga^ð
Sími: 534 0300
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/