Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ákvæði laganna um tóbaksvarnir og takmörkun tjáningarfrelsis Alitamál en almanna- heill látin ráða för SAMKVÆMT lögum um tóbaksvarnir er bann- að að fjajla um einstakar tóbakstegundir í fjöl- miðlum. I grein sem birtist hér í Morgunblaðinu 31. desember var vikið að því að blaðið hefði brotið þessi lög í umfjöllun sinni um ákveðna vindlategund sem seld er í matvöruverslun og aukna þjónustu við neytendur. Össur Skarphéðinsson var formaður heil- brigðis- og tryggingamálanefndar sem útfærði lögin eftir tillögum Tóbaksvarnanefndar áður en þau voru samþykkt á Alþingi árið 1996. „Þetta var álitamál þegar lögin voru gerð og í ljósi þeirrar niðurstöðu sem Héraðsdómur komst að um áfengislögin árið 1997 er enn meira álita- mál hvort þetta stenst. Við gerðum ýmsar breyt- ingar á tillögum Tóbaksvamanefndar, sumar þeirra gengu skemmra en lögin og aðrai- lengra. Það var t.d. fellt út umdeilt ákvæði sem bannaði að sýna reykingar í tónlistarmyndböndum og sömuleiðis ákvæði sem var túlkað þannig að kaupmenn réðu ekki sjálfir hvernig þeh- stilltu upp tóbaksvörum," sagði Össur Skarphéðinsson. „Þeir sem komu til okkar af hálfu hins opin- bera og félagasamtaka sem vinna að tóbaksvörn- um voru þeirrar skoðunar að reynslan sýndi að þetta orðalag, sem tengist söluhvetjandi umfjöll- un, væri hægt að teygja og toga og fæli engar varnir í sér. Þeirra afstaða var sú að öll umfjöll- un um einstakar tóbakstegundir væri í eðli sínu söluhvetjandi nema verið væri að ræða skaðsemi eða kynna vörur sem yllu minni skaða en þær sem fyrir væru. Þrengir að tjáningarfrelsi Við ræddum þetta mikið og féllumst á þessa skoðun og bárum fram breytingatillöguna sem var samþykkt. Fyrir lágu upplýsingar um mjög skýr tengsl á milli tóbaksneyslu hjá unglingum og fíkniefnaneyslu þeirra á síðari stigum og það var bakgrunnur þessarar ákvörðunar sem allur þingheimur var samþykkur," sagði Össur. Að sögn Össurar er augljóslega um álitamál að ræða og verið væri að þrengja að tjáningar- frelsinu hvað varðar einstakar tegundir tóbaks- varna. Hins vegar hefðu menn verið sammála um að vernda þyrfti börn og unglinga sem í gegnum tóbaksneysluna leiðast út í eiturlyf. „Þessi tengsl hafa enn betur komið í ljós í vís- indalegum könnunum sem hér hafa verið gerðar eftir að lögin voru samþykkt. Það var enginn sem mælti gegn þessu í þing- umræðum og menn voru að taka það sem þeir töldu meiri hagsmuni fram yfír minni. Almanna- heill rökstyður takmörkun á tjáningarfrelsinu,“ sagði Össur. Að hans sögn voru tóbaksvarnalögin viðbrögð við því fíkniefnafári sem herjar á þjóðfélagið. „Það er ein leið að beita bara forvörnum en okk- ar lögmæta markmið með lagasetningunni var að draga úr líkum á því að börn og unglingar leiddust út í tóbaksneyslu. Eg dreg ekki dul á að það er verið að þrengja að tjáningarfrelsinu en ég held ekki að hér sé um alvarlega skerðingu að ræða.“ Össur vildi undirstrika að lögin banna ekki al- menna umfjöllun um tóbak. Bannið takmarkist við umfjöllun um einstakar vörutegundir. Um það hvort lögin verði endurskoðuð sagðist hann telja að fyrst verði að fara fram ítarleg umfjöllun þar sem skýrt sé sýnt fram á að lögin brjóti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi og vegi al- variega að tjáningarfrelsi fjölmiðla. Nýr bæklingur fyrir útlendinga á íslandi kynntur Morgunblaðið/Kristinn RÁÐHERRA kynnti nýjan upplýsingabækling fyrir útlendinga, sem flytjast til landsins, á fundi í gær. Gefínn út á sex er- lendum tungumálum íslandsferð Jim Rogers lokið BANDARÍSKI auðjöfurinn Jim Rogers og unnusta hans, Paige Parker, komu til Reykjavíkur síð- degis í gær og höfðu þar með lokið hringferð sinni um Island, sem er fýrsti áfangi í hnattferð þeirra. Næst munu þau halda til Bretlands og írlands og þaðan keyra gegnum Mið-Evrópu, Tyrkland, íran, Kína og Japan. Rogers segir að Island hafí reynst fegurra en ljósmyndir sem hann hafði skoðað höfðu gefið til kynna. „Það var aðeins einn illviðrisdag- ur í ferðinni, og ég brást ekki rétt við aðstæðum þá, en að öðru leyti var ferðin góð,“ segir Rogers. Hann segist smám saman hafa lært betur á að keyra við íslenskar vetraraðstæður og farartækið, sem er sérsmíðaður Mercedes Benz- bíll, hafi reynst vel og muni eflaust duga í hnattferð þeirra Parker, hvort sem er í eyðimörkum, frum- skógi eða í Síberíu. Bíll Rogers verður til sýnis hjá Ræsi hf., Skúlagötu 59, um helgina og þangað munu þau Parker koma á laugardaginn og svara spurning- um um bflinn og ferðalag sitt. ------------------ • • Olvaður öku- maður olli skemmdum ÖLVAÐUR ökumaður olli eigna- tjóni með glæfraakstri í Kópavogi í fyrrinótt og handtók lögreglan hann í kjölfarið. Hann gisti síðan fangageymslur lögreglu í Kópa- vogi. Laust íyrir klukkan hálffimm um nóttina rauk maðurinn út af heimili sínu í bræði eftir deilur og ók af stað á bfl sínum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hann var mjög ölvaður og ók ógætilega um næsta nágrenni. í Laufbrekku ók hann utan í sendiferðabíl og grindverk og síðar á tvær bifreiðar sem stóðu við Lyngbrekku. Nokkrar skemmdir hlutust af ökuferð mannsins, jafnt á hans eigin bíl sem kyrrstæðu bíl- unum þremur. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ kynnti í gær nýjan upplýsingabæk- ling fyrir útlendinga sem ílytjast til landsins. Bæklingurinn er gefinn út á sex erlendum tungumálum auk ís- lensku og er ætlað að upplýsa ný- búa um íslenskt þjóðfélag, réttindi og skyldur. Að sögn Páls Péturssonar, fé- lagsmálaráðherra, er þörfin fyrir bæklinginn brýn enda hefur mikil aukning orðið síðustu 2 til 3 árin í útgáfu nýrra dvalarleyfa fyrir út- lendinga. „Sumt af þessu fólki talar einungis sitt móðurmál og þó að við leggjum mikið upp úr því að þeir flóttamenn sem hingað koma Iæi'i íslensku er ekki gerð krafa um að erlendir verkamenn, sem sumir dvelja hér í stuttan tíma, læri ís- lensku," sagði félagsmálaráðherra. Að hans sögn sýndi mál rúss- nesku verkamannanna sem komu til landsins á vegum Technopromexport í sumar að þörf- in fyrir upplýsingabæklinginn er mikil. „Þeir þekktu ekki til ís- lenskra reglna og vegna þess skap- aðist allrahanda misskilningur. Það voru ekki eingöngu verkamennirnir heldur einnig yfírmennirnir sem þekktu ekki nægilega íslenskar reglur," sagði félagsmálaráðherra. I bæklingnum er m.a. að fínna upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga, opinberar stofnanir, heilbrigðisþjónustu, skólamál, stað- greiðslu skatta, opinbera réttarað- stoð og miðstöð nýbúa. Bæklingur- inn mun liggja frammi hjá útlend- ingaeftirliti, Vinnumálastofnun, Miðstöð nýbúa, sendiráðum, Hag- stofu Islands og félagsþjónustu sveitarfélaganna í landinu. „Mér er það mikið kappsmál að útlendingar sem dveljast á íslandi veiti þessu athygli og viti að þarna sé að finna þessar upplýsingar. Það þarf að sinna þessum málefnum betur en gert hefur verið og rjúfa vissa einangrun sem sumt af þessu fólki býr við,“ sagði ráðherra. Um 6.000 útlendingar dveljast um þessar mundir á Islandi, flestir þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn félagsmálaráðherra er unnið að stofnun samstarfshóps sem fær það verkefni að forgangsraða og kortleggja mál nýbúa út frá tveim- ur skýrslum sem þegar hafa verið gerðar. Einnig þurfi meiri samhæf- ingu milli ráðuneyta, sem koma að þessum málaflokki, og sveitarfé- laga. Við val á þeim tungumálum, sem bæklingurinn var prentaður á, var tekið mið af tölum um dvalarleyfis- umsóknir síðustu ára. Hann fæst nú á pólsku, serbó-króatísku, rúss- nesku, víetnömsku, taílensku og ensku. Áformað er að gefa hann út á fleiri tungumálum og munu nor- ræn mál og spænska vera þar efst á lista. Innan skamms verður svo gefin út ítarleg handbók fyrir út- lendinga um íslenskt samfélag og þýðingu þess að flytjast til lands- ins. STUTT Hald lagt á fíkniefni og ianda LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á fíkniefni, þýfi og ætlaðan landa í nokkrum að- skildum málum sem upp komu í fyrrinótt. Þrettánda- hátíðarhöld fóru friðsamlega fram en að sögn lögreglu var nóttin erilsöm miðað við virk- an dag. Þýfi fannst við húsleit í borginni í fyndnótt og er talið að um sé að ræða góss úr fleiri en einu innbroti. Þá var karlmaður handtek- inn vegna gruns um landasölu og fannst á heimili hans tölu- vert magn af plastbrúsum og dálítið magn af ætluðum landa. Efni í neytenda- umbúðum Ökumaður, sem stöðvaður var vegna ölvunaraksturs á Hvei-fisgötu laust fyrir klukk- an fimm um nóttina, reyndist hafa í fórum sínum fíkniefni í „neytendapakkningum". Eftir er að greina efnið en það er talið geta verið amfetamín. Á skemmtistað í borginni fund- ust fíkniefni á tveimur mönn- um þegai- lögregla fór þar um í eftirlitsferð. Sjálfstæðismenn á Suðurlandi Kjartan Olafsson gefur kost á sér í 1. sæti KJARTAN Ólafsson, formað- ur Sambands garðyrkju- bænda, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í prófkjöri flokksins á Suðurlandi vegna alþingiskosninganna í vor. Kjartan er 45 ára gamall og er hann búsettur að Hlöðu- túni í Ölfusi. Hann er garð- yrkjufræðingur að mennt og starfar nú sem framkvæmda- stjóri Steypustöðvar Suður- lands á Selfossi. Hann hefur setið í stjórnum sjálfstæðisfé- laga og kjördæmisráðs á Suð- urlandi og var formaður ráðs- ins 1993-1995. Hann var kosningastjóri Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjör- dæmi 1979 og hefur verið í kosningastjómum fyrir kjör- dæmið í flestum alþingiskosn- ingum síðan. Fráfarandi rektor í leyfí JÓNAS Guðmundsson, frá- farandi rektor Samvinnuhá- skólans á Bifröst, hyggst taka sér tveggja ára launalaust leyfí frá kennslu við skólann þegar hann lætur af störfum hinn 1. ágúst nk. Stefnir hann að því að nota tímann til þess að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum. Jónas er lektor í rekstrar- fræði við skólann og segir í samtali við Morgunblaðið að hann vilji halda þeim mögu- leika opnum að geta komið aftur til starfa við skólann að tveimur ámm liðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.