Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SVONA gerum við í ESB.
Morgunblaðið/Sverrir
Engeyjargarður lengdur
í REYKJAVÍKURHÖFN er um
þessar mundir unnið að lengingu
Eyjagarðs, skjólgarðs sem gengur
út frú Örfírisey og út í Engeyjar-
sund. Að sögn Hannesar Valdi-
marssonar, hafnarstjóra í Reyiga-
vík, verður einnig byggð bryggja
innan garðsins sérstaklega ætluð
olíuskipum. Skipin munu þá geta
Iagst við bryggju þar sem olíunni
verður dælt um lagnir á yfir-
borðinu. Eins og stendur, og tíðkast
heíúr í áratugi, hafa skip legið við
festar og losað olíu um leiðslur sem
liggja neðansjávar. Með tilkomu
nýju bryggjunnar verður afgreiðsl-
an mun öruggari og hraðvirkari.
Olíuskipið Maerskbiscai á vegum
MacKinney Mærsk Moller lá úti fyr-
ir Engeyjargarði í vikunni á meðan
það losaði olíu.
Styrkveitingar Rannsóknarráðs íslands
Tæknimaður
í fyrirtæki
Hörður Jónsson
Um þessar mundir er
verið að auglýsa
styrki sem Rann-
sóknarráð íslands veitir
fyrirtækjum til þess að
ráða tæknimenn til starfa.
Fyrstu styrkir af þessu
tagi voru veittir árið 1994
og það fyrirtæki sem fékk
fyrsta styrkinn var Is-
lenskt franskt eldhús, sem
hlaut þennan styrk samtals
í þrjú ár. Næstu fyrirtæki
sem hlutu styrk voru
Bakkavör, Silfurstjarnan,
Genis hf. Element sem þá
hét RKS Skynjaratækni og
fiskvinnslufyrirtækið Fisk-
co. Hörður Jónsson er for-
stöðumaður Tæknisjóðs
Rannsóknarráðs Islands.
Hvers vegna var farið að
veita þessa styrid?
Ástæðan fyrir því að
farið var að veita styrki af þessu
tagi var að Rannsóknarráð taldi
að auka þyrfti móttökugetu fyrir-
tækja í iðnaði tU þess að taka við
tækniþekkingu og stuðla þannig
að hraðari uppbyggingu fyrir-
tækjanna og aukinni framleiðni. A
sínum tíma kom í Ijós við athugun
að tiltölulega fáir tæknimenn
störfuðu í fyrirtækjum og má þar
sérstaklega nefna matvælafyrii--
tæki svo sem eins og í fiskvinnslu-
fyrirtækjum. Við flytjum út um
1200 þúsund tonn af vörum og fá-
um fyrir þetta um 120 milljarða
króna sem þýðir að meðalverð út-
flutningsafurða okkar er um 100
krónur á hvert kOógramm. Þyrft-
um við að auka útflutnings-
verðmætin á hvert kfiógramm um-
talsvert ef vel ætti að vera.
- Hvert er hlutverk tækni-
manna í þessu ferli?
Fyrirtæki geta sótt um styrk tO
þess að ráða tæknimann í fullt
starf og greiðir Tæknisjóður upp-
hæð sem nemur hálfum launum
sérfræðingsins. Við veitingu
styrkjanna njóta þau fyrirtæki
forgangs sem hafa í þjónustu sinni
tiltölulega fáa tæknimenn en hafa
að öðru leyti bolmagn og forsend-
ur tO nýsköpunar og ráðning
tæknimannsins geti stuðlað að
umtalsverðri breytingu á tækni-
stigi fyrirtækisins og bætt sam-
keppnishæfni þess.
- Hver er reynslan af þessum
styrkveitingum ?
Eg held að ég geti fullyrt að
reynslan af að hafa tæknimenn í
störfum sé mjög góð, sem sést á
því að þau fyrirtæki sem réðu
tæknimann í byrjun með styrk frá
sjóðnum hafa fastráðið starfs-
mennina eftir að styrkveitingunni
lauk. Samhliða má geta þess að
velta sumra fyrirtækjanna hefur
aukist umtalsvert á tímabilinu.
- Hvaða menntun hafa slíkir
tæknimenn yfirleitt?
Þótt við köllum þetta tæknimenn
í fyrirtæki þá meinum við að við
styriy'um ráðningu
starfsmanns sem hjálp-
ar fyrirtækinu að leysa
vandamál og auka
framleiðnina. I vissum
tilvikum gæti það rétt
eins verið málfræðing-
ur eða heimspekingur
eins og tæknimenntaður maður.
En í flestum umræddum styrkjum
hafa þetta verið tæknifræðingar
eða verkfræðingar.
- Eru umsóknir yfírleitt marg-
ar?
í fyrra tO dæmis fengum við 24
umsóknir frá alls konar fyrirtækj-
um og veittum ellefu styrki. Fyrir-
tækin sem við styrktum þá voru
Myllubrauð, Skósmíðastofa Gísla
Ferdinandssonar, Kælismiðjan
Frost, Hampiðjan, Islandslax,
Vélsmiðja Péturs Auðunssonar,
► Hörður Jónsson er fæddur
1.10 1931 í Reykjavík. Hann tók
stúdentspróf frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1952 og
Iauk efnaverkfræði frá háskól-
anum í Edinborg árið 1957.
Hann starfaði frá þeim tíma til
1962 hjá Iðnaðardeild atvinnu-
deildar Háskólans/Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins.
Næstu sex ár vann hann hjá
Korkiðjunni/PIastiðjunni á Eyr-
arbakka við plastframleiðslu.
Næstu ellefu ár starfaði Hörður
hjá Iðnþróunarstofnun og síðan
til 1985 hjá Iðntæknistofnun.
Frá 1985 til ‘89 hjá Norræna
Iðnaðarsjóðnum í Stokkhólmi og
Ósló. Frá 1989 hefur Hörður
starfað hjá Rannsóknarráði
Islands. Hann er kvæntur Þor-
gerði Brynjólfsdóttur hjúkrun-
arfræðingi og eiga þau fjóra
syni.
Hraðfrystihús Þórshafnar,
Kjarnafæði á Akureyri, Fóður-
verksmiðjan Laxá og Þörunga-
verksmiðjan. Ef við lítum lengra
aftur má kannski skipta fyrirtækj-
unum sem styrki hafa fengið í tvo
hópa, annars vegar fyrirtæki sem
náð hafa ákveðinni stærð og eru
að hefja írekari nýsköpun og hins
vegar fyrirtæki sem við köllum
sprotafyrirtæki - sem sprottið
hafa út úr rannsóknastofnunum
og háskólum, svo sem eins og. t.d.
Genis, Stjörnu Oddi og ísteka. El-
ement mætti einnig flokka undir
þennan hatt.
- Hvernig fyrirtæki hyggist þið
helst styrkja í ár?
Stefna okkar er að mestu
óbreytt, við munum áfram leggja
áherslu á að styrkja starfandi fyr-
irtæki sem hafa tiltölulega fáa
tæknimenn í þjónustu sinni en
hafa að öðru leyti bolmagn og for-
sendur til nýsköpunar. Þá leggj-
um við fremur áherslu á starfandi
fyrirtæki heldur en sprotafyrir-
tækin. Hugsanlegt er
þó að sú breyting verði
á styrkveitingum nú að
veittir verði styrkir til
þess að ráða það sem
við köllum tæknimann
á vettvangi og myndi
hann þá þjónusta fleiri
en eitt fyrirtæki í skyldum grein-
um. Geta má þess að Tæknisjóður
Rannsóknarráðs íslands hefur til
ráðstöfunar um 200 milljónir
króna á ári til styrkveitinga, um
80% af þessum peningum fara til
svokallaðra verkefnastyrkja þar
sem lögð er áhersla á nýnæmi og
líklegan ávinning. Sjóðurinn styð-
ur einnig sókn fyrirtækja og
stofnana til þátttöku í fjölþjóðleg-
um rannsóknum á þróunarverk-
efnum á vegum Evrópusam-
bandsins.
„Stuðlar að
hraðari upp-
byggingu og
aukinni
framleiðni“