Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samningur Háskólans á Akureyri og Orkustofnunar IJtibú með 3 starfsmönnum tekur til starfa næsta haust Morgunblaðið/Kristján ÓLAFUR G. Flóventz, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Orkustofn- unar, og Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra gæða sér á ástarpunguni að lokinni undirskrift saninings milli stofnunarinnar og Háskólans á Akureyri í gær. Bæjarráð fjallaði um málefni Foldu Ekki tekist að vekja áhuga annarra Jólatrjám safnað til endurvinnslu ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera tilraun með söfnun jólatrjáa á Akureyri til endur- vinnslu nú að loknum jólum. Verkefni þetta er unnið í sam- vinnu umhverfisdeildar og gatnagerðar og er markmiðið að minnka magn sorps sem fer til urðunar og endurnýta jólatrén, ásamt því að auð- velda bæjarbúum að losa sig við trén. Trén sem safnast verða kurluð og afurðin notuð til ræktunarstarfa. Móttaka á tveimur stöðum Söfnunin fer fram með þeim hætti að bæjarbúum gefst kostur á að koma með jólatrén á tvo staði, þ.e. á gámastöðina við Réttarhvamm og bækistöð umhverfisdeildar við Krókeyri og verður tekið á móti trján- um á þessum stöðum næstu daga. Þá munu starfsmenn bæjarins safna trjám um bæ- inn á morgun, laugardaginn 9. janúar. Þeir fara af stað eftir hádegi og safna saman þeim trjám sem komið hefur verið með út að götu. Aðeins verður um þennan eina söfnunardag að ræða og er því mikilvægt að trén séu komin út um há- degi og þeim komið fyrir á að- gengilegan hátt úti við lóðar- mörk. Tré frá fyrirtækjum og stofnunum verða ekki tekin en forsvarsmönnum bent á að nýta sér gámastöðina og söf- unarstaðinn við Krókeyri. Nánari upplýsingar um söfnunina er hægt að fá hjá umhverfisdeild bæjarins eða gatnagerð. RANNSÓKNARSVIÐ Orkustofn- unar mun í samvinnu við Háskólann á Akureyri opna útibú á Akureyri og verður það í húsnæði háskólans við Glerárgötu, í sambýli við önnur útibú annarra rannsóknarstofnana sem þar eru. Útibúin munu síðar flytjast í rannsóknarhús við Sól- borg. Stefnt er að því að á næstu tveimur árum verði sérfræðingar, jarðfræðingur, jarðeðlisfræðingur og verkfræðingur, ráðnir að útibú- inu, en það á að opna eigi síðar en 1. september næstkomandi. Markmið- ið með starfseminni er að efla rann- sóknarstarf á sviði orkumála og raunvísinda á Akureyri, styðja kennslu í þessum fræðum við há- skólann og bæta þjónustu við orku- fyi-irtæki á Norðurlandi. Áður hefur Háskólinn á Akureyri gert samstarfssamninga við fjórar rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna, Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðai'ins, Iðn- tæknistofnun og Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins. Reynslan af samstarfinu er jákvæð að því er fram kom í máli Þorsteins Gunnars- son, rektors háskólans, en sérstöðu hans sagði hann m.a. felast í slíkum samningum. Flutningur háskólans á Sólborgarsvæðið skapar ýmis tæki- færi og eykur möguleika á sam- starfi, en rektor sagði að með öflugu samstarfi háskólans, rannsóknar- stofnana atvinnuveganna og fyrir- tækja yrði á næstu árum unnt að byggja upp atvinnudeild Háskólans á Akureyri sem sinnti hagnýtum rannsóknum m.a. á sviði orkunýt- ingar, sjávarútvegs og matvæla- framleiðslu. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- heira kvaðst vona að í háskólinn, Orkustofun og orkufyrirtæki á Norðurlandi efldust í kjölfar þessa samnings, hann myndi leiða til ný- sköpunar og treysta byggð í landinu. Samningurinn markaði tímamót, því áður hefðu allir þeir sem sækja þyrftu þjónustu á sviði orkumála þurft að leita til Reykjavíkur með til- heyrandi kostnaði, nú væri búið að færa hana nær viðskiptavinum. Liður í að efla rannsóknir Þorkell Helgason orkumálastjóri sagði samstarfið lið í því að efla rannsóknir og nýta fjármuni betur, en starfsvettvangur Orkustofnunar væri landið allt og því eðlilegt að hún hefði aðsetur víðar á landinu en bara í höfuðborginni. Með stofnun útibúsins væri stofnunin að leggja sitt lóð á vogarskálina í þá átt að styrkja byggð í landinu. Ólafur G. Flóventz, fram- kvæmdastjóri rannsóknarsviðs Orkustofnunar, sagði menn lengi hafa velt því fyrir sér að flytja eitt- hvað af starfemi stofnunarinnar út á landi til að færa þjónustuna nær viðskiptavinum og einkum væri horft til Eyjafjarðarsvæðisins í þeim efnum. Eftir nokkra lægð í starfsemi stofnunarinnar væri nú kominn í hana kippur á ný og því iag. Auk þess að bæta þjónustu styddi starfsemin við atvinnulíf á svæðinu sem einnig væri mikilsvert. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, og Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og um- hverfisráðherra, fluttu einnig ávörp við undirritun samningsins og fógn- uðu samstarfinu. BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði í gær um málefni Foldu en eins og komið hefur fram var fyrirtækið lýst gjaldþrota skömmu fyrir jól. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri kynnti stöðuna í málefnum þrotabús Foldu en í bókun bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir vilyi-ði bæjai’- stjórnar til þess að koma að málinu með hlutafjárframlagi hefur ekki tekist að vekja nægjanlegan áhuga annarra til að koma að rekstri slíks fyrirtækisins. Bæjarráð telur því engar forsend- ur til þess að bæjarfélagið eitt og sér taki að sér slíkan rekstur en ráðið ít- rekar að tilboð bæjarins um þátttöku stendur áfram. Deildarstjóri óskast við leikskólann Álfastein!! Hver vill prófa að vera deildarstjóri í litum, fallegum leikskóla við Akureyri? Okkur á Álfasteini í Glæsibæjarhreppi vantar leikskólakennara til að leysa af í barnsburðarleyfi í eitt ár, frá 1. febrúar 1999. í leikskólanum eru 22 börn á aldrinum 1-6 ára og áhuga- samt og jákvætt starfsfólk. Á Álfasteini leggjum við áherslu á umhverfið okkar, sjálfs- hjálp, skapandi starf og persónuleg samskipti. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 7 999. Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Jakobína Áskelsdóttir, ísíma 461 2624. Blaðbera vantar í Giljahverfi, Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á islandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Vmartónleikar á 100 ára ártíð Strauss Nýárstónleikar í Iþróttaskemmunni KARLAKÓR Akureyrar-Geysir held- ur nýárstónleika, Vínartónleika, næst- komandi laugardag og sunnudag, 9. og 10. janúar, í Iþróttaskemmunni á Akureyri klukkan 17 báða dagana. Stjómandi er Roar Kvam en undir- leikari á píanó er Richard Simm. Með kómum leikur Hljómsveit Akureyrar en einsöngvari með kómum er sópransöngkonan Guðrún Ingimars- dóttir frá Hvanneyri í Borgarfirði. Hún stundaði söngnám við Söng- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1992 en hélt þaðan til London í söngtíma og síðan til framhaldsnáms við einsöngvaradeild tónlistarháskól- ans í Stuttgart. Þar sem hún lauk námi hjá hinni heimsþekktu kolorat- úrsöngkonu Sylvíu Geszty vorið 1998. Guðrún Ingimarsdóttir hefur auk fjölda tónleika, m.a. í óperunni í Múnchen, tekið þátt í mörgum óp- eruuppfærslum. Vínartónleikar Karlakórs Akur- eyrar-Geysis eru haldnir á 100 ára ártíð valsakóngsins Johanns Strauss sem lést 3. júní 1899. Hann háði valsaeinvígi við fóður sinn, Johann Strauss eldri, og voru flestir sam- mála um að hann hefði þar haft bet- ur. Eftir fráfall föður hans tók hann við danshljómveit sem hann hafði stjórnað og gerði hana að stórhljóm- sveit sem lék fyrir dansleikjum sem þóttu afar tignarlegir og glæsilegir. Hann samdi einnig óperur og em þekktastar Leðurblakan, Nótt í Fen- eyjum og Sígaunabaróninn. Johann Strauss yngri samdi nær 200 valsa sem voru eins og fíngerðar perlur á festi, mjög fjölbreytilegir með ábúðarmiklum inngangi og eft- irspili. A efnisskrá karlakórsins er m.a. Tritsch-Tratsch-polki, Keisaravals- inn, Inngöngumars úr Sígaunabai’ón- inum, Gleðisöngur og Dóná svo blá, allt perlur eftir Johann Strauss. Jo- hann Strauss eldri gleymist heldur ekki því kórinn syngur Radetzky-vals eftir hann. Guðrún syngur t.d. Spiel ich die Unshuld von Lande úr Leður- blökunni og Liebe, du Himmel auf Erden úr Paganini efth’ Franz Lehái’. Myndlistaskólinn á Akureyri Sýning á verkum nemenda SÝNING á verkum nemenda barna- og unglingadeilda Mynd- listaskólans á Akureyri verður í húsnæði skólans að Kaupvangs- stræti 16 um helgina, en hún verð- ur opin laugardag og sunnudag, 9. og 10. janúar frá kl. 14 til 18. Frá því skólinn var stofnaður fyrir hartnær 25 ánim hafa nám- skeið fyrir börn og unglinga skipað veglegan sess í starfi hans. Þau hafa verið hugsuð sem viðbót við þá myndlistarmenntun sem nem- endurnir fá í grunnskólanum. Hugmyndafræðin að baki kennsl- unni er að öll börn hafi hæfileika til að skapa og þar sem listnám snertir bæði vitsmuna- og tilfinn- ingasvið einstaklinganna er það mikilvægt fyrir þroskann. Reynsla af listnámi er tvímælalaust gagn- leg og nýtist einstaklingum við lausn ólíkra vandamála í hinu dag- lega lífi. Fjölgum konum á Alþingi MIKILVÆGI þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í Norðurlandskjördæmunum verður rædd á tveimur opnum fundum á morgun, laugardaginn 9. janúar. Fyrri fundurinn verður á Kaffi Krók á Sauðárkróki og hefst hann kl. 11 en sá síðari verður ki. 17 í Deiglunni á Akureyri. Yfirskrift fundanna er: Fjölgum konum á Al- þingi. Félagsmálaráðherra skipaði í haust nefnd sem ætlað er að vinna að auknum hlut kvenna í stjórnmál- um. Siv Friðleifsdóttir, alþingis- maður Framsóknarflokks og for- maður nefndarinnar, kynnir átakið á fundunum en auk hennar verða þar Hólmfríður Sveinsdóttir frá Al- þýðuflokki, Ragnhildur Guðmunds- dóttir frá Kvenréttindafélagi ís- lands og Una María Oskarsdóttir verkefnisstjóri. Framboðskonur stjórnmálaafla hafa boðað komu sína á fundina, en þeir eru öllum opnir sem áhuga hafa á að kynna sér mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og ræða stöðu kvenna í kjördæmunum á Norður- landi. Konur eru nú 28,6% alþingis- manna. Engin kona er frá Norður- landskjördæmi vestra en karlþing- menn 5 talsins. í Norðurlandskjör- dæmi eystra eru 2 konur þingmenn og 5 karlar. Konur eru 29% sveitar- stjórnarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.