Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 49 GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Guðríður Ólafs- dóttir var fædd á Reynisvatni, Mos- fellssveit, 28. mars 1929. Hún lést í Reykjavík 30. des- ember 1998. For- eldrar Guðríðar voru þau Þóra P. Jónsdóttir frá Breiðholti, Reykja- vík, fædd 13. maí 1891, d. 21. septem- ber 1987, og Olafur Jónsson múrari og bóndi, fæddur 15. ágúst 1891 að Stuðlakoti, Bókhlöðustíg í Reykjavík, síðar bóndi á Reynis- vatni, Mosfellssveit, d. 25. sept- ember 1965. Systkini Guðríðar eru: 1) Geirlaug, f. 16.2. 1914, d. 9.7. 1914. 2) Geirlaug, f. 17.8. 1915, d. 1.10. 1994. 3) Björg, f. 3.11. 1917, d. 23.12. 1938. 4) Anna, f. 11.12. 1920, d. 9.3. 1984. 5) Jón, f. 17.2. 1923. 6) Sigríður, f. 7.12. 1931. 7) Jóhanna, f. 21.3. 1931. 8) Krist- inn, f. 16.7. 1932. _ Fyrri maður Guðríðar var Ólafur Sigurðsson frá Skálanesi, Mýrum, f. 1.9. 1924. Börn þeirra eru: 1, Þóra Björg, f. 5.7. 1950, gift Siguijóni Þorkelssyni versl- Um jólin þegar hátíð ljóss og friðar gekk í garð, fjölskyldur hitt- ust, bömin kættust og hátíð var í bæ var vakað yfir dánarbeði Gauju. Eftir erfiða baráttu varð hún að Iúta í lægra haldi fyrir hinum illvíga sjúkdómi, ki-abbameininu. Minning- ar frá liðnum samverustundum koma upp í hugann. Það má segja að Gauja hafi verið ein af hvers- dagshetjum samfélagsins, hún vann sín verk af samviskusemi, heiðar- leika og reglusemi. Mestan þann tíma sem hún vann úti vann hún við barnagæslu á gæsluvöllum. Hennar vinnufélagar voru bömin og þau dáðu hana. Gauja var músikölsk og þegar bömin sungu spilaði hún und- ir á munnhörpu. Svo vinnusöm var hún að í haust þegar hún var í raun orðin mjög veik þá gat hún ekki hugsað sér að vera heima lasin, nei, Gauja mætti til vinnu. Þessi ósér- hlífni lýsir henni vel. Hún hugsaði ávallt fyrst um aðra og gleymdi þá oft sjálfri sér. Hún naut sín vel innan um annað fólk, enda hafði hún óblandinn áhuga á fólki. Hún hafði þægilega nálægð og var spural um aðra - ekki forvitinn eða ágeng, heldur hafði hún einlægan áhuga á fólki. Eftir að þau Tryggvi fluttu til Njarðvíkm- kom Gauja oft á Kirkju- teiginn til okkar. Lengi vel hafði hún ekki bílpróf, en hana munaði samt ekki um að labba til okkar til að koma í heimsókn þrátt fyrir að leiðin væri drjúg. Seinna, komin á sextugsaldurinn, tók hún bílpróf og keyrði þá ekki aðeins um suður frá, nei, hún skrapp dagstund til barn- anna sinna í Reykjavík og fannst ekki tiltökumál þótt leiðin gæti ver- ið drjúg í misjöfnum veðrum. Svona var Gauja. Elsku Gauja, þín er sárt saknað. Ekki kemur þú aftur í heimsókn, en ljúfar minningar verða ekki teknar frá okkur. Eftir lifir góð minning og síðast en ekki síst þakklæti og virðing í þinn garð. Takk fyrir allt. Við vottum Tryggva, börnunum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Þín systir, Sigríður og fjölskylda. Það er góð tilfinning sem gagn- tekur mann, þegar minnst er hug- ljúfra og ánægjuríkra minninga úr æskunni. Ég og bróðir minn Gylfi eigum það sameiginlegt að hafa átt yndislega tíma með ömmu okkar. Amma eða amma Gauja, eins og við krakkarnir kölluðum hana, var einstök persóna. Ég skynjaði fljótt þá miklu hjartahlýju og góð- unarmanni og eiga þau 5 börn og 1 bamabarn. 2. Rósa, f. 19.8. 1951, skrif- stofust., og á hún 2 syni og 1 barnabarn. 3) Reynir, f. 30.10. 1952, pípulagn- ingamaður, giftur Sigríði Stefánsdótt- ur bankastarfs- manni og eiga þau 2 syni. Guðríður og Olafur slitu samvist- ir. Seinni maður Guðríðar er Tryggvi Valdimarsson, pípu- lagningameistari, f. 13.3. 1930 að Blámýram, Ögurhreppi, Isa- fjarðardjúpi. Þeirra börn eru: Valdimar, kerfisfræðingur, f. 9.3. 1964, _ giftur Mirelu Prótopapa. Ólöf Jóna, stjórn- málafræðingur, f. 27.6. 1966, gift Birni Axelssyni landslags- arkitekt, og eiga þau eina dótt- ur. Björgvin, pípulagningamað- ur, f. 20.3. 1973, giftur Kristínu Ö. Jónsdóttur. Guðríður starfaði við gæslu á barnaleikvöllum, bæði í Reykja- vík og Ytri-Njarðvík. títför Guðríðar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. mennsku sem hún bjó yfir í garð annarra. Ógleymanlegar eru þær stundir, þegar ég kom í heimsókn til þín, amma mín, og þú skáldaðir handa mér sögur úr heimi ævintýranna. Tröllin og álfamh- urðu ljóslifandi fyrir mér og gátu þess vegna verið bak við næsta hól. Að dvelja hjá þér gat verið hreinn ævintýraheimur. Elsku amma. Við þökkum þér fýrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman og allan þann dygga stuðning sem þú veittir okkur og munt veita. Minningin um þig mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Stefán og Gylfi. Nú er komið að þeirri stundu að kveðja þá manneskju sem mér þótti einna vænst um. Hana ömmu mína. Hún amma var þannig af guði gerð að hún gat ekkert illt sagt eða gert. Hún skein aðeins af kærleik, gleði og hlýju til náungans. Hvert sem hún fór eða hvem sem hún hitti var það aðeins kær- leiksljós sem fylgdi henni og fékk fólk til að líða vel í návist hennar. Ég minnist þeirra stunda þegar þú komst svo oft til okkar mömmu og Óla og oftast með kjúklingabita í poka og gast einfaldlega ekki farið nema gefa Pésa þínum eitthvað eða skutla honum eitthvað. Þannig varst þú amma mín, ekkert nema gleðin og kærleikurinn, sérstaklega gagnvart þeim sem minna máttu sín. Einnig er mér eftirminnilegt hvað þú varst góð við hann Kristó- fer minn og lékst við hann þótt þú værir orðin mjög veik. Elsku amma mín, ég kveð þig með sorg og söknuði en góðum minningum en einnig fullur til- hlökkunar að hitta þig í paradís. Þinn Pétur Axel. í dag er ég að kveðja mjög kæra vinkonu. Og kveð ég hana með mikl- um söknuði. Við kynntumst fyrir rúmum 16 árum þar sem við hitt- umst við þær aðstæður að við vor- um að hjálpa sömu manneskjunni. Upp frá því myndaðist vinskapur okkar á milli. Þegar rætt er um vináttu hlýtur fyrst og fremst að vera átt við það að finna til vellíðan- ar í félagsskap konu sem vekur áhuga og skilur hugsanir og smekk, lítur ótakmarkað á verðleika okkar, hvort maður er einmana, sjúk eða ráðvillt. Við fáum umborið það allt ef við vitum að við eigum vini eins og þig, jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur, það nægir að þeir eru til. Ef ég ætti að skrifa allt það sem okkur fór á milli þá væri það efni í margar bækur eftir öll þessi ár sem vora svo ótrúlega fljót að líða. Þú varst alveg einstakur vinur sem vænti aldrei of mikils af öðrum og fagnaði þegar mér gekk vel en álasaði mér ekki fyrir að mistakast. Og það var óumræðilega þægilegt að finna til öryggis í návist þinni, maður þurfti hvorki að vega né meta hugsanir og orð, heldur gat maður varpað þeim frá sér rétt eins og þau væra með kjarna og hismi í þeirri vissu að trygg hönd sigtaði þau og héldi þeim sem eftir voru þess virði og léti andblæ góðvildar feykja hinum á brott. Þú kenndir mér að aldurinn skiptir ekki máli ef um góðan vin er að ræða. Þú kennd- ir mér margt um lífið og tilveruna, þolinmæði og góðsemi var þitt aðalsmerki. Þú sýndi mér landið þar sem þú ólst upp, þar tíndum við ber og ræktuðum kartöflur, þú kynntir mig fyrir aldraðri móður þinni, börnum þínum og fjölskyldu. Við ferðuðumst saman upp á Akranes nokkrum sinnum með Akraborginni, það var ýmislegt sem við brölluðum saman og get ég ekki annað en brosað með sjálfri mér þegar ég hugsa um það. Mér finnst ég enn geta heyrt rödd þína þar sem þú spurðir hvort við ættum ekki að fara að skreppa í bæinn og fá okkur kaffi í Kringlunni og kíkja síðan til Rósu eða Böggu, skoða íbúðina hjá Ólöfu, koma aðeins við hjá Valdimar eða skoða húsið sem Reynir væri búinn að byggja. I nokkur ár unnum við saman bæði í skólanum og þar sem þú varst forstöðukona gæsluvallar hér í Njarðvík og er mér mjög minnis- stætt hvað þú varst mikill barnavin- ur. Þú bjóst til heilu dýragarðana aðeins með pappír og skærum, þú spilaðir á munnhörpu fyrir bömin þar sem þau bæði sungu og döns- uðu eftir og bjóst til heilu barnasög- urnar þar að auki. Það var svo gam- an að sjá hvað það var þér mikils virði að vera með barnabörnin þín og er mér sérstaklega minnisstætt þegar þú varst núna síðustu ár með hann Gylfa þinn og komst með hann til mín, vildi hann helst altaf sitja við eldúsborðið og fylgjast með þessum konum tala um allt mögu- legt og skoða bollana hvor hjá annarri. Drengurinn hefur haldið eftir þessa rannsókn á okkur að þarna væru komnar konur sem gætu nú svarað hverju sem væri því allt í einu heyrist hátt og skýrt frá honum eins og hann væri útskrifað- ur úr kvæðamannafélaginu með öllu sínum áherslum: „Nú er ég kátur nafni minn nú er ég mátulegur." Við urðum ekki lítið hissa á þessu frá drengnum, við höfðum nú ekki upp- lifað þetta áður þó að við hefðum þekkt mörg börn um dagana og horfðum á drenginn sem brosti sínu blíðasta og vildi fá að vita hvað þetta þýddi nú almennilega, vegna þess að þetta væri það sem afi væri svo vanur að segja. Það sem við hlógum að þessu lengi eftir á. Það var svo gott að fá þig í heimsókn að ég verð lengi að átta mig á því að þú kemur ekki aftur og mikið á ég eftir að sakna þín en ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna laus við allar þjáningar. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér. Kæra vinkona, hafðu þökk fyrir allt. Og kveð ég þig með þess- um ljóðlínum eftir Vilhjálm Vil- hjálmsson. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig ég rýni út um rifurnar ég reyndar sé þig allsstaðar. Þá napurt er Það næðir mér Og nístir mig. Guðbjört Ingólfsdóttir. Nú er horfin á braut alveg ein- stök kona, hún „Gauja okkar“, eins og við kölluðum hana heima á Brekkustígnum. Hún var mjög sér- stök og átti alltaf stóran þátt í okk- ar lífi. Hún fylgdist alltaf vel með okkur systkinunum og naut þess með okkur ef einhvert okkar stóð sig vel og gat alltaf veitt okkur styrk þegar með þurfti. Við nutum þess alltaf svo innilega þegar hún kom að kíkja í kaffi til mömmu vegna þess að það var alltaf svo mikil hlýja og notalegheit í kringum Gauju. Okkur er alltaf svo minnis- stætt þegar við vorum yngri og vantaði að komast á milli staða því þá tók Gauja aldrei annað í mál en að fá að keyra okkur, því hún vildi allt fyrir aðra gera. Vinskapur mömmu og Gauju var aðdáunar- verður og var yndislegt að fylgjast með þeim við eldhúsborðið. Þar vildum við öll helst vera þegar Gauja kom og mamma vissi það enda fór hún alltaf fínt í það ef þær vildu næði en oft fengum við að sitja og spjalla með. Við eigum eftir að sakna þess mikið að sjá ekki Gauju við eldhúsborðið hjá mömmu í morgunkaffi. Send ljós þitt og trúfesti þína. Þau skulu leiða mig, þau skulu fara með mig til fjallsins þíns helga. til bústaðar þíns. Svo ég megi inn ganga að altari Guðs, til Guðs minnar fagnandi gleði. (Sálmur 43.34) Með sárum söknuði, Ingólfur, Magnús, Berglind, Einara, Bergþóra og Soffía. Elskuleg amma okkar er nú látin og viljum við kveðja hana með fáeinum orðum. Huggun okkar á þessari stundu er að nú ert þú kom- in í faðm móður, fóður, systra og vina þinna. Við vitum að þau ylja þér um hjartarætur og vernda þig. Á sorgarstundu er gott að ylja sér við ljúfar minningar sem við eigum svo ótalmargar um ömmu Gauju eins og við kölluðum hana. Fjöl- skyldan var þér allt, þú vaktir yfir velgengni okkar allra. Þú varst svo sannarlega sólargeislinn svo hjart- góð, umhyggjusöm, gjafmild og laðaðir þú ávallt barnahópinn að þér. Ferskt er í minni hversu vel þú tókst á móti okkur ávallt með opn- um örmum. Kímnigáfan þín var mikil og áttir þú einstaklega auðvelt með að sjá broslegar hliðar á hlutunum og gast gert alla hluti svo skemmtilega. Amma mun ávallt eiga sinn stað í huga og hjarta okk- ar og þótt hún hafi kvatt mun hún áfram lifa með okkur í minning- unni. Þó að hjartað sé fyllt söknuði erum við líka glöð. Glöð og ánægð yfir því sem hún amma gaf okkur, þeim stundum sem við áttum sam- an og minningum sem þær skilja eftir, því þann fjársjóð getur eng- inn tekið frá okkur. Við teljum það hafa verið forréttindi að hafa átt svona yndislega góða ömmu eins og þig, erum við sannfærð um að þú munt vaka yfir okkur. Viljum við þakka þér fyrir yndislegu stundirnar. Guð geymi þig. Við biðjum Guð að gefa Tryggva, systkinunum, þeirra fjölskyldum og ættingjum styrk á þessari sorgar- stundu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð (V.Briem) Anna Kristín, Guðrún Björk, Linda Guðríður, Siguijón Þor- kell, Hilmar Þór, Marey Þóra. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA VILHJÁLMSDÓTTIR, áður Hæðargarði 44, er andaðist á heimili sínu, Seljahlið, fimmtu- daginn 31. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, föstudaginn 8. janúar, kl. 15.00. Brynhildur Kristinsdóttir, Selma Kristinsdóttir, Vilma Mar, Hjálmar D. Arnórsson, Halldóra F. Arnórsdóttir, Hörður Diego Arnórsson, Jóhann Diego Arnórsson, Alma Diego Arnórsdóttir, Guðfina Diego Arnórsdóttir, Brynjólfur Árnason, Erling Ottósson, Anna Kristjánsdóttir, Arngeir Lúðvíksson, Kolbrún Emma Magnúsdóttir, María Jenný Jónasdóttir, Ævar Gestsson, Karvel H. Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við ölium þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SELMU MAGNÚSDÓTTUR, Grundarstíg 24, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5 á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki sem veitti henni og okkur ómetanlega hjálp í veikindum hennar. Guð gefi ykkur öllum farsæld á nýju ári. Svavar Einarsson, Helena Svavarsdóttir, Reynir Barðdal, Marta Svavarsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Magnús Svavarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Sigriður Svavarsdóttir, Hallur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.