Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólayfírvöld og lögregla með viðbúnað vegna kröftugra sprenginga innan veggja Hagaskóla Alvarlegt til- ræði við ör- yggi nemenda og starfsfólks ALVARLEGT ástand hefur skap- ast í Hagaskóla á undanförnum dögum vegna ítrekaðra spreng- inga á skoteldum innan veggja skólans. Hefur skólahald raskast dag hvern frá áramótum vegna þessa. Skólastjóri Hagaskóla hef- ur óskað eftir nærveru lögreglu í dag til að tryggja eðlilegt skóla- starf í skólanum. Stjórnendur Hagaskóla líta á þessi atvik sem alvarlegt tilræði við öryggi nem- enda og starfsmanna og hefur lögreglan fengið málið til með- ferðar. Brottvísun sex nemenda náði ekki fram að ganga Skólastjómendur brugðust m.a. við sprengingunum með því að gera sprengjuleit í töskum allra nemenda og í vösum og var sex nemendum í framhaldi af því vísað úr skólanum í eina viku. Að sögn Flosa Kristjánssonar, aðstoðar- skólastjóra Hagaskóla, sneri Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborg- ar hins vegar þeirri ákvörðun við þar sem ekki hefði verið gætt and- mælaréttar skv. stjómsýslulögum og komu umræddir nemendur í skólann á ný sl. miðvikudag. Er mikil óánægja meðal stjórnenda og kennara Hagaskóla vegna þessá þar sem þeir telja sig ekki hafa vald til að beita agaviðurlögum vegna ástandsins. Var málið til um- ræðu á löngum fundi kennara, full- trúa Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur og lögreglunnar í gærdag. Bar að gæta andmælaréttar við ákvörðun um brottvísun Gerður G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri segir að Fræðslumiðstöðin hafí ekki ógilt ákvörðun um brott- vísun nemendanna en skólastjóri hafi ráðfært sig við Fræðslumið- stöðina og verið bent á að gæta þyrfti andmælaréttar samkvæmt stjómsýslulögum þegar ákvörðun um brottvísun væri tekin. Það hefði svo verið gert. Gerður sagði ástandið mjög alvarlegt þar sem nemendur hefðu kveikt í skoteld- um innan dyra skólans dag eftir dag. Fulltrúar Fræðslumiðstöðvar, bamavemdamefndar og lögreglan hefðu verið starfsmönnum skólans til aðstoðar vegna þessa máls und- anfama daga. „Þetta er mjög alvarlegt mál og með ólíkindum að þetta skuli ger- ast. Það er mesta mildi að enginn slasaðist. Það er á ábyrgð forelda að fylgjast með því að böm þeirra fari ekki með skotelda í skólann. Það þarf að taka á þessu með ein- hveijum hætti. Við lítum þetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða meira ofbeldi af hálfu bamanna en við emm vön og kannski er það að færast í vöxt,“ sagði Gerður. Skoteldi kastað inn í þéttskipaða þvögu nemenda Að sögn Flosa Kristjánssonar byijuðu sprengingamar strax eftir jólafrí á mánudaginn með því að kveikt var í svokölluðum Signal- skoteldi í ruslafótu í mannlausu anddyri skólans. Annarri kraftmik- illi sprengju var svo sleppt lausri í anddyrinu á þriðjudaginn og að þessu sinni innan um fjölda nem- enda. Á miðvikudaginn vom tvær sprengjur til viðbótar sprengdar innan um fjölda bama í anddyri skólans en þá var skoteldi kastað beint inn í þéttskipaða þvögu nem- enda, að sögn hans. Flosi sagði það mikla mildi að enginn hefði slasast af völdum þessa enn sem komið væri. „Það er einhver hulinn verndar- máttur sem vakir yfir okkur. Á mánudaginn fletti ein svona sprenging sundur mslatunnu úr blikki en þá var anddyrið mann- laust,“ segir Flosi. Hafa sprenging- amar valdið nokkmm skemmdum, m.a. brotnaði rúða í kröftugri sprengingu. 31 Morgunblaðið/Ásdís ÓFREMDARÁSTAND hefur skapast í Hagaskóla vegna þess að nemendur hafa sprengt skotelda innan veggja hans og hefur lögregla verið kölluð til vegna málsins. Leitað í öllum töskum nemenda Flosi sagði að rætt hefði verið við nemendur í öllum bekkjum skólans strax á mánudagsmorgun- inn um slysavarnir og óvarlega meðferð skotelda. Eftir að stór sprengja sprakk innan skólans tóku starfsmenn sig til og leituðu í töskum hjá öllum nemendum skól- ans og gerðu upptækar hvellhett- ur, skotelda og blys. „Við vísuðum handhöfum þess heim í viku en Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sneri því hins vegar við og lét okkur éta það ofan í okkur. Þá magnaðist þetta um allan helming. Ósvífnin í meðferð hættulegra skotelda fékk þar með grænt ljós. Það voru sex nemendur sendir heim en þeir voru komnir í skólann aftur eftir japl, jaml og fuður í gærdag (miðviku- dag). Rökin voru þau að þetta stæðist ekki stjómsýslulög og að gæta yrði andmælaréttar foreldra og íleira í þá veru,“ sagði FIosi. Foreldrar á vakt á göngum Að sögn hans var ein öflug sprengja sprengd í skólanum skömmu fyrir hádegi í gær en sá sem þar var að verki hefur játað verknaðinn. Eru margir nemendur óttaslegnir vegna þess ástands sem skapast hefur í skólanum, að sögn Flosa. Foreldrafélag Hagaskóla hefur boðið stjórnendum skólans að vera starfsmönnum til halds og traust til að gæta öiyggis í skólan- um, að sögn hans. Á síðustu dögum var fenginn hópur foreldra úr for- eldrafélagi skólans til að vera á gangavakt. Þá hafa allmargir nem- endur beðist undan því að þurfa að mæta í skólann. í gær var haldinn kennarafund- ur í Hagaskóla með fulltrúum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur- borgar og lögreglu þar sem farið var yfir málið. „Þar kom fram mjög sterkt að skólastjómendur eru óá- nægðir með stöðu sína að því er varðar beitingu agaviðurlaga ýmis- konar. Telja þeir sig bundna og keflaða,“ segir Flosi. Að hans sögn eru það um tíu nemendur af alls 546 nemendum skólans, sem bera beint eða óbeint ábyrgð á sprengingunum. „Við er- um því að glíma við vanda sem að- eins lítið brot af öllum nemenda- fjöldanum er ábyrgur fyrir," sagði hann. í bréfi sem einn nemenda skólans sendi Morgunblaðinu í gær lýsir hann miklum áhyggjum nemenda vegna ástandsins í skólanum og seg- ir m.a.: „Þessar sprengjur og fleiri, hafa verið að spundrast í ruslatunn- um, eða svo eiga þær allavega að gera, en þær fljúga úr ruslatunn- unni algjörlega stjómlausar vegna þess að prikið hefur verið fjarlægt, og springa í loftinu rétt hjá nemend- um sem hafa fengið varanlegar hell- ur í eyrun. Eitt skiptið var það að sprengja („signal") sprakk ofan í blikkruslatunnu sem stóð nokkrum metram frá glugga einum á gangin- um. Ruslatunnan flattist út og rúðan brotnaði í mél.“ Með tárin í augunum af skelfíugu Þá segir í bréfinu að vegna þessa hafi allt nám fallið niður eftir há- degi einn daginn og nemendur yfir- gefið skólann vegna slysahættu og ótta kennara um öryggi sitt og nemendanna, „og í enda skóladags- ins í dag vora margir með tárin í augunum af skelfingu og vilja alls ekki koma aftur í skólann á meðan þetta ástand er,“ segir í bréfinu. JÓHANN N. Jóhann- esson, tyrrum formað- ur frjálsíþróttadeildar Ármanns, er látinn, 92 ára að aldri. Jóhann fæddist í Reykjavík en fluttist út í Viðey átta ára gamall og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Árið 1928 gekk hann í Glímufélagið Armann og varð stjórnarmaður í félag- inu ári síðar. Fimmt- án árum síðar var stofnuð frjálsíþróttadeild í félag- inu og gerðist Jóhann formaður hennar. Því starfi gegndi hann í rúm fjörutíu ár. I þrjú ár sat hann einnig í íþróttaráði Reykja- víkur. Jóhann var áberandi í íþróttalíf- inu um 1930 og varð meðal annars margfaldur íslands- meistari í hlaupum. Á móti á Alþingishátíð- inni 1930 vann hann í 800 og 1500 metra hlaupi og 110 metra grindahlaupi. Jóhann vann um árabil hjá Reykjavík- urhöfn og Sænska frystihúsinu en hóf störf hjá Mjólkursam- lagi Reykjavíkur 1938 og sá um dreifingu mjólkurafurða. Þar vann hann þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Jóhann var kvæntur Þórnýju Guðrúnu Þórðardóttur, sem einnig var íþróttamanneskja og starfaði að málefnum Ármanns. Þórný lést árið 1982. Þau Jóhann áttu þrjú böm. TVEIR mjög harðir árekstrar urðu á svæði lögreglunnar í Kefla- vík laust eftir klukkan 13 í gær og varð talsvert eignatjón á bifreiðum. Meiðsli á fólki vora minniháttar. Fyrri áreksturinn varð á horni Skólavegs og Sólvallagötu í Kefla- vík um klukkan 13.06 í gær, en þar lentu tveir bílar saman á gatnamót- unum. Við áreksturinn hentist önn- ur bifreiðin á girðingu við Heil- brigðisstofun Suðumesja og var því ekki langt að flytja ökumenn- ina, en annar þeirra kenndi eymsla eftir óhappið. Hann fékk að fara heim eftir nánari skoðun. Flytja þurfti báðar bifreiðirnar í burtu með dráttarbíl. Án bflbeltis í veltu Um tuttugu mínútum síðar lentu tveir bílar saman á Sandgerðisvegi. Önnur bifreiðin var í framúrakstri og ók á móti bifreið úr gagnstæðri átt. Þegar ökumaður bifreiðarinnar sem tók framúr sá að hann myndi ekki ná aftur inn á sinn vegarhelm- ing ók hann yfir á vegaröxlina og skömmu síðar skullu bifreiðirnar saman, farþegamegin. Við atvikið valt fyrmefnda bif- reiðin og lenti utan vegar, en öku- maður hennar var ekki í bílbelti. Hann var rænulaus þegai* að var komið en rankaði við sér skömmu síðar. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl ásamt farþega úr hinum bílnum sem reyndist ökkla- brotinn, en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Bifreiðimar skemmdust talsvert. Þá hafði lögreglan á Keflavíkur- flugvelli afskipti af tveimur einstak- lingum vegna tilraunar til smygls um hlið varnarliðsins í gær, annars vegar íslendingi og hins vegar vamarliðskonu. í öðra tilvikinu var um að ræða fjórar lengjur af sígar- ettum og hins vegar matvörar fyrir um 170-180 dollara, sem þykir tals- vert há upphæð til slíkra innkaupa á svæði varnarliðsins. Prófkjör framsóknar í Reykjavík Kosning hafín ATKVÆÐASEÐLAR í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík verða sendir til flokksbundinna framsóknarmanna í borginni í dag. Atkvæðagreiðslu lýkur nk. föstudag og er reiknað með að talningu ljúki í síðari hluta þarnæstu viku. Um 2.500 framsóknarmenn hafa rétt til að kjósa í prófkjörinu. Þar af gengu um 1.000 nýir félagar í flokkinn fyrir prófkjörið. Jón Ingi Einarsson, formaður kjörstjórnar, sagði að þessir nýju félagsmenn hefðu verið samþykktir af fram- sóknarfélögunum. Aðspurður neit- aði hann því að dæmi væra um menn í þessum hópi sem einnig væra flokksbundnir í öðram flokk- um. Kjörstjórn myndi hins vegar fylgjast með því að fólk úr öðrum flokkum hefði ekki áhrif á niður- stöðu prófkjörsins. Andlát JOHANN N. JÓHANNESSON Tveir mjög harðir árekstrar í Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.