Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 2 7 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell BRITT Smelvær við verk sitt í vestursal Kjarvalsstaða. Stillur Britt Smelver VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða tvennir í Reykjavík og einir á Egilsstöð- um; í Laugardalshöll í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20 og þeir síðari á morgun, laugardag, kl. 17, og á sunnudag kl. 16 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Hljómsveitarstjóri er Peter Guth og einsöngvari pólska sópran-söngkonan Izabela Labuda A þessu ári eru liðin 150 ár frá láti Johanns Strauss eldra (1804-1849) og 100 ár frá láti Jo- hanns Strauss yngra (1852-1899), en í kynningu segir, að ekki leiki nokkur vafi á því að þeir feðgar hafi átt drýgstan þátt í því að gera danstónlist þá, sem kennd er við Vínarborg, jafn vinsæla og raun ber vitni. Austurríski hljómsveitarstjórinn Peter Guth kemur nú í sjötta sinn til liðs við hljómsveitina á Vínar- tónleikum. Peter Guth er óumdeil- anlega einn eftirsóttasti hljóm- sveitarstjóri í túlkun Vínartónlist- Vínar- tónleikar í Laugar- dalshöll ar frá því hann kom í fyrsta sinn fram sem slíkur fyrir um það bil 20 árum. Viðbrögð gagnrýnenda voru öll á einn veg. „Peter Guth, Vínar- tónlistarmaður í hæsta gæðaflokki, þokki, hlýja, glæsibragur og kröft- ug hljómsveitarstjórn" voru íyrir- sagnir blaðanna. Hæfni hans til að hrífa hljómsveit og áheyrendur með fiðluleik sínum jafnframt því að stjórna hljómsveitinni með fiðlubog- anum líkt og þeir Strauss-feðgar gerðu gefur tónleikum hans ósvik- inn anda Vínarsveiflunnar. Peter Guth stjórnar árlega um 80 Vínar- tónleikum í Asíu, Ameríku og Evr- ópu með fremstu einsöngvurum og hljómsveitum heims. Pólska sópransöngkonan Izabela Labuda vakti strax á námsárum sínum mikla athygli fyrir glæsileg- an söng. Eftir að hún útskrifaðist úr tónlistarháskólanum í Katovice fyr- ir rúmum áratug hefur hún unnið til fjölda verðlauna í söngvakeppnum og atvinnutilboðin hafa streymt til hennar. Izabela Labuda er mjög fjölhæf söngkona og syngur jafnt í óperum, óperettum og stór ein- söngshlutverk með hljómsveitum. Nýlega söng hún einsöngshlutverk- ið í níundu sinfóníu Beethovens undir stjórn Seije Ozawa, Þýskri sálumessu eftir Brahms í Austurríki og áttundu sinfóníu Mahlers í Lit- háen. Izabela Labuda hefur verið á tónleikaferð með Peter Guth um Bandaríkin og Evrópu og eru tón- leikarnir hér lokin á þeirri ferð að þessu sinni. SÝNING á verkum textíllistakon- unnar Britt Smelvær, sem nefnist Stillur, verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða á morgun, laugar- dag. Verk Smelver endurspegla þró- un textíllistar á síðari árum og sýna vel á hve margvíslegan hátt og í hve fjölbreytt efni textíllista- menn samtímans vinna segir í kynningu Kjarvalsstaða. Tækni og efniviður eru ekki eins bundin hefðum og áður fyrr, textíllista- menn byggja nú meira á persónu- legri tjáningu. Leitin að efni og aðferð til að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd er verkefni sem Britt Smelvær tekst gjarnan á við. Verk hennar eru þó alltaf tengd uppruna hennar í handverkinu og eru sam- ansett úr mörgum samstæðum ein- ingum sem mynda form eða rými. Viðfang hennar er efnið; tré, steinn, hár, þráður, mold og málm- ar, en á þessari sýningu er efnivið- urinn pappír og gifs. Hún plíserar pappírinn og notar til að klæða veggi sýningarrýmisins, inni í rým- inu skapar hún nýtt rými úr pappír og notar síðan ljós til að móta það enn frekar. Hún klæðir veggina frá gólfi til lofts. Efniviðurinn er hvít- ur og andrúmsloftið kyrrt, öll hljóð verða dempuð innan hinna þunnu hvítu veggja. Britt Smelvær er fædd í Noregi en hún býr og starfar í Kaupmanna- höfn. Frá um 1980 hefur hún verið mikilvirkur listamaður og haldið sýningar víða um heim, en þó mest á Norðurlöndum. Hún er einkum þekkt fyrir innsetningar sínar en einnig hefur hún unnið verk á opin- berar byggingar og „landart“-um- hverfisverk. Sýningin stendur til 7. mars. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga frá 10-18 og er leiðsögn fyrir almenning alla sunnudaga kl. 16. „...afskekkt veröld, staður sem samtíminn ekki af veit ■ r. ðX ... Einar Falur Ingólfsson ferðast um Montensinho þjóðgarðinn í Portúgal. í blaðinu á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.