Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 39 ’ + Guðrún Korts- dóttir var fædd á Tjörn á Vatns- leysuströnd 8. febr- úar 1900. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi nýársdags. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Þorvarðardóttir, f. 7. október 1859, d. 23. maí 1916, og Kort Gíslason, f. 16. ágúst 1869, d. 18. janúar 1942. Systk- ini Guðrúnar voru Guðmundur og Ingi- björg og hálfsysturnar, Stefanía og Pálína Guðmundsdætur, af fyrra hjónabandi móður Guð- rúnar. Hjá foreldrum Guðrúnar ólst einnig upp Ingimundur Guð- mundsson, sonur Stefaníu. Hinn 30. júní 1923 giftist Guð- rún Matthíasi Stefánsyni, f. 13. okóber 1897, d. 31. desember 1988. Matthías var bifreiðar- stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjvíkur. Guðrún og Matthías bjuggu alla sína hjúskapartíð í Reykjavík. Þeim varð fjögura barna auðið. Þau eru: 1) Guðrún, f. 13. júní 1923, d. 16. ágúst 1994; maki Gísli Þ. Stefánsson, f. Hún fylgdi öldinni dyggilega hún Guðrún Kortsdóttir, fædd 8. febrúar 1900, dáin á nýársdag 1999. Hún bar aldurinn vel, bjó ein í íbúðinni sinni í Bólstaðarhlíðinni eftir að eiginmaður hennar Matthías lést á gamlársdag 1988, og naut hún aðstoðar bama og bamabama. Þá voru 65 ár frá því að þau mgluðu reytum saman. Ég kynntist þeim Guðrúnu og Matthíasi sumarið 1955 og árið eftir var ég orð- inn tengdasonur þeirra, kvæntur yngstu dótturinni, Huldu Pálínu. Þau studdu okkur með ráðum og dáð, sem kom sér vel, en þá voru aðrir tímar og miklu lengi-a milli Reykjavíkur og Óslóar en í dag. Bæði vom þau miklar fjölskyldu- manneskjur og létu sér annt um böm og barnabörn. Guðrún var skemmti- leg kona og afar fróð og þá sérstak- lega um landið sitt. Hún kannaðist við fólk, fjöll og dah landsvæða sem hún aldrei fyrr hafði augum litið, hvað þá heldur Suðurnesin, Suðurlandið og ekki síst Austfirðina hvar hún dvaldi þrjú sumur sem ung stúlka. Island var hennar land. Fyrir mig, sem hef áhuga á mállýskum, var hún sjór af fróðleik. Alin upp á Vatnsleysu- ströndinni, verið kaupakona í Borgar- firði og Flóa, síðan þrjú sumur fyrir austan og svo í Reykjavík alla tíð. Enga manneskju hef ég hitt sem kunni að fara með jafnmikið af máls- háttum og hún. Það gefur að skilja að þeir sem lifa hátt í öld þurfi að sjá á eftir mörgum frændum og vinum, enda vissi Guð- rún Kortsdóttir „hvaðan hann blés“. Sextán ára gömul sér hún á eftir móð- ur sinni í gröfína og tveimur eldri systrum í blóma lífsins. Ingibjörg systir hennar missir tvö börn tíu og ellefu ára í hörmulegu slysi og tengdasonur og sex ára dóttursonur farast í bruna. Lengi skal manninn reyna en Guðrún var öllum sínum stoð og stytta. Allt til hins síðasta hélt hún reisn sinni, tveimur tímum fyrir andlátið innti hún dótturson (vel fímmtugan karl), sem heimsótti hana á sjúkrahúsið, eftir því hvort hann hefði fengið skilaboð um að koma í nýárskaffi til móðursystur sinnar. Það varð að vera regla á hlutunum og Guðrún sá um það fram til hins síð- asta. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og þakklæti, hún var einstök kona og góð tengdamóðir. Jón Pétursson. Aldan kom langt af hafi og hneigði sig íyrir ömmu. Hún stóð sparibúin niðri í fjöi'u undan æskuheimilinu og horfði til hafs eins og hún væri að skyggnast um eftir bátunum heim úr róðri. Hún sneri jafnharðan við og benti í flýti á ýmis kennileiti sem flest voru mér ekki sýnileg og ég mátti hafa mig allan við að hafa við henni upp á þjóðveginn og aftur í bflinn. Ég 18. febrúar 1920, d. 19. mars 1958. Börn: Matthías, Stella Greta, Stefán Frið- rik, d. 19. mars 1958, og Gunnar St- urla. Barnabörnin urðu fjögur, einn drengur, Sigurður Steinar Matthíasson, lést sjö mánaða gamall. Eitt barna- barnabarn. 2) Matthías, f. 16. ágúst 1924, maki Líney Sigurjónsdótt- ir, f. 7. maí 1928. Börn: Þórunn Kolbeins, Guðrún og Þórey Anna. Barnabörnin eru átta. Áður átti Matthías Gylfa. 3) Margrét Stefanía, f. 10. júní 1927; maki Ásbjörn Engil- bert. Magnússon, f. 10. janúar 1921, d. 23. mars 1990. Barn: Haraldur Örn. Barnabörnin eru fjögur og barnabarnabörnin eru tvö. 4) Hulda Pálína, f. 4. nóvem- ber 1930; maki Jón Pétursson, f. 23. júní 1930. Börn: Ólafur, Guð- rún og Elín Hrund. Barnabörnin eru íjögur. Guðrún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. var með ömmu Guðrúnu á sunnu- dagsbfltúr um Vatnsleysuströndina, hennar æskuslóðir. Hún var komin á tíræðisaldurinn og spræk næstum eins og unglingsstelpa. Hreysti og kjarkur var henni í blóð borið. Kjark- ur sem bauð henni að búa lengi ein í hárri elli eftir að afi lést. Hún naut aðstoðar skyldmenna, en fóst fyrir í skapi sá hún að mestu um sig sjálf og tók ekki í mál að flytja sig um set. En hún var líka glaðlynd og sá oft skop- legu hliðarnar á tilveru keriingarinn- ar eins og hún orðaði það. Nú er langri ævi lokið. Hún giftist ung en hafði reynslu af þungu heimil- ishaldi sem hún stóð fyrir unglingur að aldri er hún missti móður sína. Bömin urðu fjögur og oft var mann- margt í eldhúsinu hjá ömmu. Skyld- menni í heimsókn eða sem kostgang- arar og vinir í molasopa. Það þurfti allt í senn, kjark, elju og ráðdeild tii að reka verkamannaheimili á þessum tíma með reisn og sóma og þau unnu langan vinnudag amma og afi í Trað- arkotssundi. En samt sem áður gafst tóm til tómstunda. Amma hafði yndi af hannyrðum og næmt auga fyrir lit- um, en afi las. Fram á síðustu ár sinnti hún þessu áhugamáli sínu. Ég naut þess í þéttprjónuðum ullarsokk- um sem ég hef fengið svo tugum eða hundruðum skiptir, síðast tvenna nú fyrir nokkrum vikum. Það var gott að koma tfl ömmu. Okkar skoðanir fóru ekki alltaf sam- an og hún var hörð í horn að taka ef til umræðu voru mál sem henni voru hugleikin. Oft vildi ég komast undan hörðum pólitískum deilum við ömmu, en það var ekki gott að bakka, því kunni hún illa. Hún hafði ákveðnar skoðanir, en hún efaðist líka. Hún þekkti það að missa og syrgja, en það hafði hún ekki í hámælum. Við rædd- um stundum eilífðamálin þar sem trú mín var sterkari en hennar. Ég kveð ömmu mína á leið til eilífðarlífs- ins og hneigi mig. Ólafur Jónsson. Ég var fyrirburi. Ekkert tiltökumál í dag. En fyrir meira en hálfri öld var alvarleikinn annar. Þar kom að vís- indin þraut og króinn sagður eiga litla möguleika í lífsbaráttunni. Þá tók amma til sinna ráða. Hún svaf lítið það árið, sagði að úr því mætti bæta síðar. Vísast gleymdist það í amstri lífsins. Hún amma sá til þess að lífsandinn yfirgæfi mig ekki. Læknar nefndu það kraftaverk, en þefr þekktu ekki hana ömmu í sundi, enda danskir. Aldrei féll henni verk úr hendi, var einlægt fyrst á fætur og síðust til svefns. Hún Guðrún amma var væn kona, björt yffrlitum, stolt með ákveðnar skoðanir og mikill skörungur. Heiðar- leg var amma fram í fingurgóma og þoldi engin óheilindi. Blótsyrði til- einkaði hún sér aldrei. Ung missti hún móður sína úr veik- indum og varð því snemma að taka á ýmsu því andstreymi sem guð leggur á hvert og eitt okkar. Það var mikil gæfa er hún ung gafst manni sínum Matthíasi Stefáns- syni frá Fossá í Kjós. Þeirra sam- skipti voru farsæl í u.þ.b. 65 ár. Þau voru ólík að eðli og upplagi, áttu þó vel saman. Það var henni mikið áfall er hann féll fi'á á gamlárskveldi 1988. Einlægt vakti Guðrún amma yfir velferð afkomenda sinna og vissi gjörla hvar hver og einn hélt sig þótt hópurinn væri orðinn allstór. Hálf- partinn var henni órótt ef nákomnir íentu í utanferðum. Útlönd heilluðu ekki. Hver og einn átti að vera á sín- um stað svo hún hefði góða yfirsýn yfir alla sína. Ég á Ijúfar minningar úr fortíðinni frá ömmu og afa í Trað- arkotssundinu hvar þau bjuggu í u.þ.b. 50 ár. Þar stjórnaði hún á röggsaman hátt mjög gestkvæmu heimili í miðbæ Reykjavíkur. Þau amma og afi voru ósínk á tíma sinn þegar barnabörnin áttu í hlut og naut ég góðs af. Þær voru ófáar sög- urnar sem ég lærði í æsku hjá þeim sæmdarhjónum og oftlega var spilað á spil, jafnvel hafðar pönnukökur með. Þetta voru dýrðartímar sem ég er þakklátur að ylja mér við í minn- ingunni. Þau voru samhent amma og afi og gerðu sér fulla grein fyiir því að mestu máli skipti fjölskylduumhverfi einstaklingsins gagnvart framtíð bai'nanna. Þar var hlýja, aðhald og hóflegur agi í fyrirrúmi. Alltaf var hún amma til staðar hvað sem á gekk og engar ýkjur að Traðarkotssund 6 var hinn eini fasti útgangspunktur til- verunnar í æsku minni. Allt líf ömmu snerist um heimilið og fjölskylduna. Hún var fyrst og fremst húsmóðir, mamma, amma og langamma, alltaf á vaktinni. Vatnsleysuströndinni, æskustöðv- unum, unni hún alla tíð og fór aldrei í grafgötur með að Keilir væri ekki að- eins hennar fjall heldur og fallegasta fjall á íslandi. Þessu andmælti eng- inn, enda ástæðulaust þar sem amma sagði það. Nú hefir hún skilað lífsstarfi sínu með miklum sóma og vel það. Spor hennai' má sjá á afkomendum hennar, sem hún var afar stolt af og bar ein- lægt mikla umhyggju fyrir. Amma var ákaflega hög og vand- virk til handanna, enda Iiggur ótrú- legt magn handavinnu eftir hana, meira en tugur útsaumaðra stóla, púðar, fjöldi borðdúka, útsaumaðra sem heklaðra, saumaðar myndir, veggteppi o.fl. o.fl. Ef litið er til baka yfir ævi ömmu má ljóst vera hversu ótrúlegar þjóðfé- lagsbreytingar hún hefur lifað, þegar hvorki var vatn né rafmagn, sími eða útvarp í hverju húsi sem nú er og öll- um þykir sjálfsagt. Þjóðfélagið óx úr hreinu bændasamfélagi nægu sjálfu sér í það sem við þekkjum í dag. Oft var gaman þegar við fórum með bita í þvottalaugarnar í Laugar- dal til að þvo þvottinn. Ég er þakklát- ur fyrir að hafa rétt náð að kynnast þessum gamla tíma og fyrir allar þær ljúfu stundir sem við amma áttum saman, svo og að hafa fengið að bergja á reynslu hennar og visku- bi-unni í meira en hálfa öld. Alla tíð var amma ótrúlega heilsuhraust og hafði ágæta sjón og heyrn, las blöðin, horfði á sjónvarp, hlustaði alltaf á út- varpsfréttimar og fylgdist vel með. Hún hugsaði um sig sjálf og eldaði, enda er maður ekkert eldri en manni finnst sjálfum. Stuttu fyrir jól var hún þó með „lumpu“ og eyddi jólunum á Landspítalanum. Þar var hún mjög ánægð, fannst maturinn góður og starfsfólkið einstaklega gott við sig á allan hátt og undi hún því hag sínum vek Á nýárskveldi fékk hún sér heilsu- bótargöngu sem varð sú hinsta. Það var stíll yfir öllu hjá henni ömmu. Halldór Laxness segir í Heimsljósi: „Dauðinn á að vera manninum jafn kærkominn og hver sá hlutur annar sem kemur á réttum tíma.“ Örn Ásbjarnarson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Oðum fækkar þeim íslendingum, sem litu dagsins ljós fyrir og um síð- ustu aldamót. Ef til vill munu þó ein- hverjir landar okkar eiga þess kost í fyrsta sinn í sögunni að líta augum þrjár aldir. Átti ég jafnvel von á því að hún amma næði því að lifa tvenn aldamót eins hress og hún var. Ekki kom þó til þess, því hún amma mín lést á nýársdag á Landspítalanum tæplega 99 ára gömnul eftir tiltölu- lega skamma sjúkrahúslegu. Hún var fædd á Tjöm á Vatnsleysuströnd hinn 8. febrúar árið 1900. Þessi mæta kona var með afbrigðum hraust alla sína tíð og ég held hún hafi aðeins einu sinni farið á sjúkrahús og það fyrir u.þ.b. 11 árum, þá 88 ára. Það má segja að á seinni hluta ársins 1998 hafi heilsu hennar verulega hrakað. Fór svo fyrir þremur vikum heilsan að gefa sig vemlega og hún hringdi sjálf í heimilislækni sinn og kvartaði yfir óþægindum fyrfr brjósti. Var hún lögð inn á Landspítalann þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Sýnir það best kjark hennar og dug, því ein hef- ur hún búið og séð um sig að mestu leyti, síðan afi Matthías dó fyrir tiu árum. Við máttum vita að hverju stefndi, en þrátt fyrir það kom kallið svo skyndilega. Við Érlen vomm í heimsókn hjá henni síðdegis á nýárs- dag og þar var hún sér vel meðvitandi um allt sem við spjölluðum og bað fyrir kveðjur til allra er við kvöddum hana. Þremur stundum síðar var hún öll. Það var líkt ömmu að falla frá með reisn. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu, sem ég hefi haft svo mikil samskipti við í yfir fimmtíu ár. Amma var um margt merkflegur per- sónuleiki, fost fyrir og hreinskiptin. Hún var glæsileg og fáguð kona, sem bar mikla persónu með sér, en um leið hlédræg og tranaði sér ekki fram. Hún var komin af dugmiklum útvegs- bændum, sem unnu hörðum höndum fyrir daglegu lífi sínu. Uppvaxtarárin á Vatnsleysuströndinni mótuðu lífs- viðhorf hennai', þar sem hún þurfti snemma að axla ábyrgð og taka til hendi, þegar móðir hennar lést langt um aldur fi'am frá eiginmanni og bömum. En hún minntist of góðu bemskudaganna og hvað allt hefði verið hreint og fágað heima á Tjöm. Snyrtimennska var henni í lóð borin og ég minnist þess að fyrir mörgum ámm sagðist hún kvíða ellinni af þeim ástæðu einni, að hún yrði svo kölkuð að hún myndi ekki annast heimili sitt og sig eins og hún best mundi vilja. Ævistarf ömmu var eins og svo margra kvenna af hennar kyn- slóð að halda heimili og ala upp bömin sín. Heimili afa og ömmu, sem lengst af stóð í Traðarkotssundi 6 (síðar Ból- staðarhlíð 50) var með afbrigðum hlý- legt þrátt fyrir þröngan húsakost. Heimilið stóð í hjai'ta höfuðbrgarinn- ar, vel staðsett, þegar vinir og ætt- ingjar áttu leið um. Það má því með sanni segja að í áratugi hafi heimili þeima verið opið gestum og gangandi. Var gestrisni þeirra hjóna viðbmgðið. Flesta daga stóð amma í bakstri, mat- artilbúningi og saumaskap og gæti ég haldið að vart hafi sá dagur liðið á þessum áram að einhver liti ekki inn til að þiggja góðgerðir. Jafnframt annaðist hún um árabil aldraða tengdamóður sína, sem bjó í húsinu. Amma var listhneigð og til er margt útsaumað listaverkið eftir hana, en fram á síðasta ár sat hún gleraugnalaus við útsaum og taldi út. Tók hún þátt í sýningum aldraðra í Bólstaðai'hlíðinni. Við systkinin eig- um ömmu og afa ótal margt að þakka frá liðnum ámm. Við deildum með þeim gleði og sorg og sérstaklega ber að þakka allan þann stuðning, sem þau veittu okkur systkinunum og mömmu á erfiðri stundu... fyrir margt löngu á Siglufirði. Við þökkum öll heimboðin og kræsingarnar í mat og drykk sem við fengum að njóta á heimili þeirra. Einnig viljum við Er- len þakka öll elskulegheitin við okkur, syni okkai', tengdadætur og bama- barn, sem þú fylgdist svo vel með, þótt þú værir orðin langalangamma. Sérstakar kveðjur eru þér færðar frá Beötu og Gísla Jóni í Beriín. Amma mín, við voram að rifja það GUÐRUN KORTSDÓTTIR upp nú um hátíðarnar hvað við hefð- um átt gott samband alla tíð, aldrei orðið sundurorða, þrátt fyrir skoð- anamun. Gátum trúað hvort öðra fyr- ir ýmsu, sem lá á hjarta í það sinnið. . Að lokum vil ég óska þér góðrar ferð- ar yfir „móðuna miklu“, elsku amma, og berðu afa okkar bestu kveðjur. Þú hefur þolað margt mótlætið á langri vegferð þinni og veit ég að margir vinir og vandamenn bíða þín með opna arma. Við sem þekktum þig svo vel munum ávallt minnast þín með virðingu og þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu ömmu, Guð- rúnar Kortsdóttur frá Tjörn. Matthías Gíslason. Guðrún Kortsdóttir, amma í ** Reykjavík, kvaddi þennan heim að kvöldi nýársdags. Það gerði hún með þeirri reisn sem einkenndi allt henn- ar lif. Aldamótabarnið sem kunni því betur að horfa fram á við en líta um öxl. í myndasafni foreldra okkai- er mynd sem við systurnar höfum mikið dálæti á. Myndin af stóru og litlu systur. Búlduleita stelpan að koma frá Reykjavík í köflóttri kápu með silfurlitum hnöppum, stráhatt og regnhlíf. Hún leiðir lítið ljóshært stelpuskott. Stelpuskottið horfir að- dáunaraugum á uppspennta regnhlíf stóru systur sinnar í sumarblíðunni. Myndin minnir okkur á hana móður- ömmu okkar: Að vera vel upp færður og bera höfuðið hátt var hennar stíll. Stóra systir fékk að fara ein með flugvél til Reykjavíkur til ömmu Guð- rúnar og afa Matta. Enn þann dag í dag réttir hún úr sér og reynir að vera létt í spori þegar hún gengur niður Bankastrætið og minnist leið- beininga ömmu sinnar og nöfnu. Hún minnist menntaskólaái'anna i Reykjavík. Líka þá var bæði gaman og gott að koma til ömmu og afa. Spila manna og borða góðan smekk- lega framborinn mat. Fara í bfltúr með þeim upp á Kjalames í leit að nýjum eggjum og góðum rauðunr: - kartöflum eða á æskuslóðir ömmu á Vatnsleysuströnd, sem henni þótti svo undur vænt um. Það varð lengra á milli bæja og í mörg ár skildi hafið nöfnur og frænkur. Amma Guðrún fékk ekki skilið hvað fólk væri að flengjast tfl útlanda. Fyrir henni var ísland landið, náttúra þess og tunga. Þegar hér er komið sögu var litla stelpuskottið orðin fulltíða kona og þriggja barna móðir. Þá nutu þær þess báðar, amman og yngsta dóttur- dóttirin, að vera nágrannar í Bólstað- arhlíðinni. Á liðnu sumri sátum við systur enn í stofunni hjá henni ömmu. Amma Gunna, eins og litlu langömmubörnin kölluðu hana, situr með Sigurð Öm, minnsta mann, í fanginu og kennir- - honum barnagælu. Barnagæluna „Fagur fiskur í sjó“. Þetta er ein af mörgum barnagælum sem amma kenndi sínum bömum, barnabömum og barnabamabömum. Að ömmu genginni njótum við listi- legra hannyrða hennar og við lítum um öxl og minnumst alls þess sem amma kenndi okkur. Við minnumst orðheppni hennar og allra málshátt- anna sem henni voru svo tamir. En í anda ömmu Guðrúnar litum við til framtíðar í upphafi nýs árs. Um há- degisbil á nýársdag sat búlduleita stelpan austur á landi og talaði við hana nöfnu sína í síma. Samtalið var stutt, amma vildi hlusta á nýárs- kveðju forsetans. Við sjúkrabeðinn þetta sama kvöld sat stelpuskottið og horfði með ömmu á veðurfregnirnar í sjónvarpinu. Tímarnir breytast og mennirnir með, en líkt og Keilir stendur stoltur á Ströndinni hennar ömmu standa minningar okkar um vináttu og frændsemi ömmu Guðrúnar. Þær eru gott veganesti. Guðrún og Elín Hrund Jónsdætur Þegar við heyrðum að amma væri dáin brá okkur mikið. Við vorum því vön að þegar amma var ekki á sjúkrahúsinu og við komum í- heimsókn til hennar þá átti amma Gunna eitthvað gott að borða handa okkur. Svo veiktist hún, en samt var hún alltaf amma Gunna, og á sjúkrahúsinu átti hún líka alltaf eitthvað gott að borða. Við biðjum Guð um að gæta ömmu Gunnu að eilífu. Jón Steinarr, Hulda ^ og Sigurður Orn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.