Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Prófkjör undirbúið á Reykjanesi
Banna frambjóð-
endum að auglýsa
Eigandi Gallerís Borgar neitar
sakargiftum í fölsunarmáli
Þykir niður-
stöður lögreglu
„stórkostlegaru
Beðið við
bankann
ÞAÐ getur verið gaman að bfða
samau fyrir utan Landsbankann í
Austurstræti á meðan mamma
skreppur inn að sinna viðskiptum
í bankanum. Fjöldi fólks er á
ferðinni inn og út úr bankanum
og því margt að skoða og fylgjast
með.
Tónlistarhús
og ráðstefnu-
miðstöð í mið-
borginni
í LEIÐARA blaðsins í gær,
fimmtudag, um byggingu tón-
listarhúss og ráðstefnumið-
stöðvar í Reykjavík var sagt
að enn stæði valið á milli
tveggja lóða, við höfnina og
Hótel Sögu, við ákvörðun á
staðsetningu byggingarinnar.
Hið sama mátti skilja á frétt
blaðsins um málið á miðviku-
daginn. Hið rétta er hins veg-
ar að ákveðið hefur verið að
reisa mannvirkið við höfnina,
það er einhvers staðar á svæð-
inu frá Tryggvagötu að Ing-
ólfsgarði, eins og skýrt var frá
á blaðamannafundi sem
menntamálaráðherra og borg-
arstjóri boðuðu til á þriðju-
daginn.
Beðist er velvirðingar á
þessari missögn.
FRAMBJÓÐENDUM, sem taka
þátt í prófkjöri samfylkingai- á
Reykjanesi, er gert að undirrita yf-
irlýsingu þess efnis að þeir muni
ekki auglýsa í fjölmiðlum. Fram-
bjóðendur gefa sameiginlega út blað
þar sem þeir verða kynntir. í dag
rennur út frestur til að skila inn
framboðum í prófkjöri samfylkingar
í Reykjavík.
A félagsfundi Kvennalistans í
Reykjavík í gærkvöldi var sam-
komulag flokkanna um fyrirkomulag
prófkjörs samþykkt einróma. A
fundinum lýstu m.a. þær Guðný
Guðbjörnsdóttir, Guðrún Ögmunds-
dóttir og Hulda Ólafsdóttir því yfir
að þær vildu taka þátt í prófkjörinu,
en í dag verður auglýst eftir fram-
boðum og mun uppstillingarnefnd
síðan velja þær sem taka þátt í próf-
kjörinu fyrir Kvennalistann.
í gær tilkynnti Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson, laganemi og fyrrverandi
formaður Stúdentaráðs, að hann
myndi bjóða sig fram í prófkjörinu í
Reykjavík fyrir hönd Alþýðubanda-
lagsins. Vilhjálmur segist stefna á 3.
sætið.
Kjördæmisráð alþýðubandalags-
félaganna í Reykjavík kemur saman
til fundar nk. mánudag til að fjalla
um samkomulag flokkanna um próf-
kjörsreglur. Reiknað er með að
stjórn fulltrúaráðs alþýðuflokksfé-
laganna í Reykjavík komi saman á
morgun og í framhaldi af því verði
fulltrúaráðið boðað til fundar. Ein-
hverrar óánægju gæth- innan Al-
þýðuflokksins með samkomulagið.
Framboðsfrestur á Reykjanesi
rennur út 15. janúar
Kjördæmisráð Alþýðubandalags
og Alþýðuflokks ásamt Reykjanes-
anga Samtaka um kvennalista hafa
sameiginlega auglýst prófkjör vegna
framboðs til Alþingis. Framboðs-
frestur er til fóstudagsins 15. janúar
kl. 22 og ber frambjóðendum að skila
nöfnum 25 meðmælenda írá félögum
í einhverjum samtakanna. Áætlað er
að prófkjörið fari fram fyrstu helg-
ina í febrúar.
Öllum félögum í þeim þrennum
samtökum sem standa að íramboð-
inu er heimilt að bjóða sig fram í
prófkjörinu ásamt óflokksbundnu
fólki sem samtökin samþykkja.
Frambjóðendum verður gert að
skrifa undir reglur framboðsins þar
sem m.a. kemur fram að einstökum
frambjóðendum verður óheimilt að
auglýsa framboðið í prent- og ljós-
vakamiðlum. Hins vegar verður
áhersla lögð á að kynna frambjóð-
endur með sameiginlegii blaðaút-
gáfu og á sameiginlegum fundum.
Með því leggja þau stjórnmálasam-
tök sem að þessu standa áherslu á að
þátttaka í prófkjörinu verði fólki
ekki fjárhagsleg byrði.
PÉTUR Þór Gunnarsson, eigandi
Gallerís Borgar, sagði í yfirheyrsl-
um í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær á fyrsta degi aðalmeðferðar í
ákærumáli gegn honum að hann
hefði einkum ásælst verðmæta
ramma utan um málverk, eftir
danska málarann Vilhelm Wils,
sem hann keypti sumarið 1994.
Hann hefði ekki flutt málverkin
sjálf til íslands og þaðan af síður
afmáð höfundarmerkingu Wils og
blekkt þrjá viðskiptavini gallerísins
til að kaupa þrjú málverk sem verk
eftir Jón Stefánsson málai’a eins og
ríkislögreglustjóri ákærir hann
m.a. fyrir. Samanlagt söluverð-
mæti verkanna frá Gallerí Borg
var rúmar 900 þúsund krónur, en
kaupverðmæti þeirra var rúmar 90
þúsund krónur. Blaðgullsrammar,
eins og þeir sem ákærði sóttist eft-
ir, kosta ekki undir 60 þúsund
kiúnum og sagði ákærði alsiða að
sölufyrirtæki í Danmörku sér-
hæfðu sig í verslun með slíka
ramma, sem væru jafnvel verð-
mætari en málverkin sjálf.
Skildi málverk eftir í íbúð
samverkamanns
Málverkin sagðist Pétur Þór
hafa skilið eftir í íbúð samverka-
manns síns í Kaupmannahöfn.
Hann sagðist lítið geta sagt um
kaup og sölu myndanna í gegnum
Gallerí Borg og sagðist ekki hafa
fundið út hvemig á því stæði að
verkin hefðu komið inn á uppboð
hjá fyrirtækinu. Væri ekki litið á
skráningargögn sem bókhaldsgögn
í fyrirtækinu.
Jón H. Snorrason saksóknari
spurði ákærða hvað honum fyndist
um rannsóknarniðurstöður Viktors
Smára Sæmundssonar forvarðar
og Haraldar Árnasonar rannsókn-
arlögreglumanns, sem leitt hefðu
með yfirgnæfandi líkum í ljós að
umrædd málverk væru eftir Wil-
helm Wils, en ekki Jón Stefánsson,
þar sem höfundarnafn þess síðar-
nefnda hefði verið afmáð og nafn
þess fyrrnefnda sett í staðinn.
Ákærði svaraði því til að sér
þættu niðurstöður Haraldar „stór-
kostlegar" þar sem myndirnar
hefðu verið seldar ómerktar hjá
listmunauppboði Bruuns Rasmus-
sens og samt fyndi rannsóknarlög-
reglmaðurinn nafn Wils á myndun-
um. Ákærði vitnaði þá í rannsókn-
arniðurstöðu Viktors Smára og
benti á að rannsakandinn hefði
sjálfur bætt við þremur síðustu
stöfunum í nafn Wils eftir að hafa
fundið þann fyrsta.
Fram kom fyrir dómi að ákærði
er menntaður myndlistarmaður og
spurði Björgvin Þorsteinsson
hæstaréttarlögmaður, verjandi
ákærða, hvort hann hefði þekkingu
á svokölluðu femis, sem nota má til
að fernisera eða lakka málverk til
að koma í veg fyrir árangur með
útfjólubláum geislum við rann-
sóknir á fölsunum við höfundar-
merkingar. Ákærði sagðist þekkja
efnið, en Haraldur Ámasonar
rannsóknarlögreglumaður notaði
útfjólubláa geisla í rannsókn sinni
á málverkunum.
Hefði ekki keypt
í eigin nafni til að falsa
Ákærði sagði að ef það hefði
verið ætlun sín að kaupa málverk-
in með þeim ásetningi að blekkja
viðskiptavini Gallerís Borgar hefði
hann aldrei keypt þau í eigin nafni
hjá listmunauppboði Rasmussens
eins og hann hefur gert þau
fimmtán ár sem hann hefur verið
viðskiptavinur uppboðsfyrirtækis-
ins. Saksóknari spurði þá á móti
hvort gerlegt hefði verið að kaupa
í annars nafni en sínu eigin loks
eftir fimmtán ára viðskipti hjá
sama fýrirtækinu. Ákærði svaraði
því til að viðskiptahættir hjá
Rasmussen væra þess eðlis að
kaupendur íylltu út seðil þar sem
gefa mætti upp hvaða nafn og
símanúmer sem væri. Mættu
kaupendur þess vegna skálda upp
hvaða nafn og símanúmer sem
þeim dytti í hug.
Aðalmeðferð í ákæramálinu
heldur áfram í dag og lýkur á
mánudag.
Tillögur meirihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis um breytta fískveiðistjdrnun krókabáta
FUNDI sjávarútvegsnefndar Al-
þingis um breytingar á frumvarpi
um stjórn fiskveiða var slitið í gær-
kvöldi án þess að niðurstaða hlytist
um málið. Þingflokkar stjómar-
flokkanna komust að niðurstöðu um
breytingar á fiskveiðistjórnun smá-
báta á miðvikudag en Landssam-
band smábátaeigenda lýsti í gær yf-
ir andstöðu gegn niðurstöðunni.
Formaður sjávarútvegsnefndar úti-
lokar ekki að gerðar verði breyting-
ar á tillögum nefndarinnar í sam-
ræmi við sjónarmið smábátaeig-
enda.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fólst m.a. í tillögum meiri-
hluta sjávarútvegsnefndar, sem lágu
fyrir á miðvikudag, að krókabátum í
sóknardagakerfi yrði heimilt að
veiða í 23 daga á ári, aðeins yfir
sumartímann, þ.e. veiðitími þeirra
yrði bundinn við tímabilið frá 1. apr-
íl til 30. september og eingöngu á
handfæri.
Samkvæmt tillögum sjávarút-
vegsnefndar, eins og þær lágu fyrir í
gær, yrðu sóknardagar bundnir
kennitölu smábátaeigenda en ekki
útgerð eða bát. Sóknardagamir
yrðu þannig framseljanlegir og
trillukörlum því heimilt að leigja til
sín eða frá sér sóknardaga eða selja
þá eða kaupa varanlega. Ennfremur
Komið til móts við
smábátaeigendur?
yrði þeim krókabátum sem nú þegar
era í sóknardagakerfi boðið að halda
áfram á sóknardögum eða flytjast
yfir í þorskaflahámarkskerfi. Þá
fengju bátarnir hlutfall af afla-
reynslu síðustu ára af heildarafla
sóknardagabátanna. Ekki var gert
ráð fyrir lágmarksdagafjölda í til-
lögum sjávarútvegsnefndar og
myndi sóknardögum fækka færi afli
bátanna fram yfir viðmiðunarmörk.
Ekki yrðu gerðar breytingar á
svokölluðu þorskaflahámarkskerfi í
tilllögum sjávarútvegsnefndar, aðr-
ar en þær að settur yrði kvóti á aðr-
ar tegundir en þorsk en krókabátar
hafa nú frjálsa sókn í aukategundir.
Sjávarútvegsnefnd sat á fundi í
allan gærdag og var fastlega búist
við að nefndin skilaði af sér áliti í
gærkvöldi. Undir kvöld varð hins-
vegar ljóst að málið yrði ekki tekið
fyrir á þingfundi í dag. Að ,sögn
Kristins H. Gunnarssonar, þing-
manns Framsóknarflokks og for-
manns sjávarútvegsnefndar, þótti
ástæðulaust að halda fundi nefndar-
innar áfram og væntanlega verði
málið rætt áfram innan hennai' í
dag. Kristinn sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að meirihluti
nefndarinnar hafi komist að sam-
komulagi um málið og borið það
undir báða stjórnarþingflokkana þar
sem það hafi verið samþykkt. Hann
sagði meirihluta nefndarinnar sam-
mála um tillögurnar í megindrátt-
um. „Hins vegar er ljóst að Lands-
samband smábátaeigenda hefur
beitt sér gegn samkomulaginu og
vera kann að á því verði gerðar ein-
hverjar breytingar út frá þeirra
sjónarmiðum ef um það næst sam-
komulag innan meirihlutans," sagði
Kristinn.
Leysir engan vanda
Arthúr Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda,
sagðist í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi mjög ósáttur við þá
stefnu sem málið hefði tekið í með-
fóram sjávarútvegsnefndar. Hann
sagði þær hugmyndir nefndarinnar
sem fýrir lágu í gær vera óviðunandi
af hálfu LS. „Ríkisstjómin ætlar
bregðast við dómi Hæstaréttar með
því að einstaklingsbinda atvinnu-
réttindi. Trillukarlar standa þá
frammi fyrir dagafyrirkomulagi sem
er þannig úr garði gert, að veiði þeir
meira en þeim er ætlað þá fækkar
dögunum. Reynslan sýnir að dögun-
um mun fækka og við verðum innan
fárra ára komnir í nákæmlega sömu
stöðu og við erum í dag, það er með
níu eða tíu sóknardaga. Þessar hug-
myndir leysa því engan vanda. Þá er
mönnum bannað að róa nema fáa
mánuði á ári sem er nánast hlasgileg
hugmynd," sagði Arthúr.
Ái-ni Ragnar Árnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og varaformað-
ur sjávarútvegsnefndar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að
afstaða LS sýndi ákveðna vankanta
á niðurstöðu nefndarinnar. „Ég taldi
að niðurstöðu okkar frá því í gær
[miðvikudag] væri hægt að vinna
áfram. Afstaða Landssambands
smábátaeigenda er hins vegar með
þeim hætti við við þurfum að endur-
skoða tillögur okkar.“
Ekki tekið á dómi Hæstaréttar
Svanfríður Jónasdóttfr, þingmað-
ur og nefndarmaður í sjávarútvegs-
nefnd, sagði í gærkvöldi að hug-
myndir meirihluta nefndarinnar
tækju ekki á dómi Hæstaréttar.
„Umfjöllun um málið í nefndinni
hefur enn frekar undirstrikað það
viðhorf. Niðurstaða meirihlutans er
sú að allt sem var sameiginlegt í
kerfinu og veitti aðgang að því verð-
ur einkavætt og aðgangur að kerf-
inu í raun gerður mun eríiðari. Ég
er nokkuð viss um að það var ekki
vilji Hæstaréttar og er í raun á
skjön við þá niðurstöðu sem menn
hafa lesið út úr aðfararorðum dóms-
ins,“ sagði Svanfríðui'..