Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 25
LISTIR
Samsýning sex listamanna í Nýlistasafni
Norðurleið - Suðurleið
SAMSÝNING fímm þýskra lista-
manna og eins frá Frakklandi verð-
ur opnuð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg
3b, á morgun, laugardag, kl. 16.
Yfirskrift sýningarinnar' er Nord
Sud Fahrt eða Norðurleið - Suður-
leið og eiga þar verk Ulrich Diirren-
feld, Ulrike Geitel og Ralf Werner
frá Köln, Erwin Herbst og Joaehim
Fleischer frá Stuttgart og Domin-
ique Evrard frá Frakklandi.
Ulrich Diirrenfeld vinnur með
málverk og myndbönd, Dominique
Evrard með ljósmyndir, Joachim
Fleischer með hreyfanlega
ljósskúlptúra, Ulrike Geitel með
málverk, þrívíð verk og innsetning-
ar, Erwin Herbst með skúlptúra og
Raif Werner, sem er tónskáld og
tónlistarmaður, með hljóðskúlptúra
og samsetningar. Ralf mun einnig
fremja gerning á opnun á „raf-
selló“. Hljóðverk hans er hinn
ósýnilegi þráður sem tengir öll
verkin á sýningunni, segir í frétta-
tilkynningu. Tveir listamannanna
hafa sótt landið heim tvisvar áður
og dvalið í listamiðstöðinni í
Straumi, þar sem þau hafa einnig
dvalið nú frá því í byrjun desember.
Verkin eru að hluta til unnin á ís-
landi og að hluta í heimalöndum
listamannanna.
Ennfremur segir: „Kjarni hóps-
ins hóf að starfa saman að sýning-
um árið 1995 með samsýningu í
Hamborg, síðan fylgdu fleiri sýn-
ingar í kjölfarið, en við hverja sýn-
ingu breytist samsetning listamann-
anna örlítið eftir kringumstæðum,
þ.e.a.s. sýningarstaðnum og eðli
þess rýmis sem tekist er á við.
Norðurleið - Suðurleið er nafn á
umferðaræð sem tengir borgirnar
Köln og Stuttgart í Þýskalandi, en
getur, eins og nafnið bendir til, átt
við hvaða fjarlægð sem er. Það hef-
ur ekki neina skírskotun til verka
listamannanna. Samvinna þeirra er
byggð á þörf listamanna til að sýna
verk sín óháð stjórn utanaðkomandi
aðila, þörfinni fyrir að skapa sér
vettvang og grundvöll til að koma
hverjum og einum á framfæri með
einstaklingsbundið framlag, sem í
gegnum samvinnuna verður mynd í
myndinni. Samsetning verkanna er
það ferli sem síðan lýkur mynd-
byggingunni. Líkja má vinnu þeirra
við djassspuna, þar sem allir leika
af fíngrum fram þegar verkið er
flutt en að baki sækir hver í sinn
brunn.“
Sýningin er m.a. styrkt af Au-
svartiges Amt, Bonn, Insitut fur
Auslandsbeziehungen, Stuttgart,
Kunstler Bedarf Boesner, Köln,
Hans Christian Scheerer, Tutt-
lingen, Wurth AF, Kunzelsau, Ald-
ente Zahnloabor, Fellbach, og
Straumi listamiðstöð í Kafnarfírði.
Sýningin er opin daglega nema
mánudaga frá kl. 14-18 og lýkur
sunnudaginn 31. janúar. Aðgangur
er ókeypis.
Uthlutun
úr Menn-
ingarsjóði
Visa
ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menn-
ingarsjóði Visa í sjöunda sinn.
Þeir sem fengu úthlutun voru: A
sviði tónlistar, Blásarakvintett
Reykjavíkur, á sviði ritlistar, Einar
Kárason, rithöfundur, á sviði leik-
listar, Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir, leikkona, á sviði myndlistar
og barnamenningar, Sigrún Eld-
járn, listmálari, á sviði vísinda, Mar-
grét Guðnadóttir, prófessor, og á
sviði þjóðmenningar fékk Vestur-
farasetrið á Hofsósi úthlutun.
Verðlaunin í ár námu 1.800.000
FRÁ úthlutun úr Menningarsjóði Visa.
kr. sem skiptust í sex jafna hluta. Einar S. Einarsson, framkvæmda-
Sjóðsstjórnina skipuðu: Sólon R. stjóri Visa, og Jón Stefánsson, org-
Sigurðsson, stjórnarfomaður Visa, anisti og kórstjóri.
Með vífíð í Lúkunum á Selfossi
71iboð baðherbergissett!
Kr. 23.000,- stgr.
Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá
sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni,
salernissetu, handlaug og baðkari.
V
Ath.
Baðkar.
170 x 70 cm.
Salerni með stút í vegg
eða gólf. Hörð seta og
festingar fylgja.
Handlaug á vegg.
Stærð 55 x 43 cm
VERSLUN FYRIR ALLA !
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
[ÍBÍ.
RAÐCREtÐSLUR
LCMýártW
Við bjóðum upp á
Dansnámskeið
sem hefjast 9. og 11. janúar nk.
Öll námskeiðin eru 12 skipti.
Barna og unglingaflokkar
eru á laugardögum eða þriðjudögum.
Verð á námskeiðunum eru:
3-5 ára kr. 3.500.-,
6-8 ára kr. 5.000,-,
9 ára og eldri kr. 6.000,-
Ath. Systkinaafsláttur 25%.
Gömludansanámskeið
fyrir byrjendur og lengra komna á
mánudögum kl. 20.00 og kl. 21.00
Verð krónur 6.000.-,
LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir
gamanleikinn Með vífíð í lúkunum í
kvöld, föstudag, kl. 20.30 í leikhúsinu
við Sigtún. Leikritið er eftir breska
leikritaskáldið Ray Cooney og er í
þýðingu Árna Ibsen. Leikstjóri er
Jón St. Kristjánsson. Átta leikarar
taka þátt í sýningunni en um 30
manns koma að henni á einn eða
annan hátt.
Verkið er breskt og fjallar um
leigubílstjóra sem á tvær konur og
öll þau vandræði sem fylgja þeim
ævintýrum og hefur verið sýnt víða
um heim.
Leikstjórinn, Jón St. Kristjánsson,
útskrifaðist sem leikari frá Guildford
School of Acting and Dance árið 1989.
Hann hefur nú leikstýrt á annan tug
leiksýninga bæði hjá atvinnu- og
áhugamönnum og leikið á öllum
stærstu sviðum landsins. Síðustu ár
hefur hann unnið í Hafnarfjarðarieik-
húsinu.
Ray Cooney er eitt vinsælasta
gamanleikjaskáld Breta á seinni hluta
þessarai’ aldar. Auk þess að hafa sent
frá sér fjölda leikrita, einn eða í sam-
vinnu við aðra, á hann að baki langan
og glæsilegan feril sem leikari, leik-
stjóri og leikhússtjóri. Verk Cooneys
hafa verið þýdd á yfír 20 tungumál og
eru leikin vítt og breitt um heiminn.
Næstu sýningai’ eru sunnudaginn
10. og fímmtudaginn 14. janúar og
hefjast kl. 20.30.
Opið hús Gömludansarnir
annað hvert miðvikudagskvöld frá kl. 20.30 - 23.00
hefst miðvikudaginn 20. janúar n.k., frjáls mæting.
Allt dansáhugafólk velkomið.
Upplýsingar og innritun í síma 587-1616
eftir kl. 14.00 alla daga.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a.
VIÐ BJÓÐUM ••
L lEILDðOLUVI FRfl R nicqrette TO054PtoK ■■ S. 553-5212
lórvio^i W íön u ih muuFífiTl nö tt r-jvii a t