Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell BLAMI heitir sýning Einars Garibalda Einarssonar í miðrými Kjarvalsstaða. Blámi Einars Garibalda SÝNING á verkum Einars Gari- balda Einarssonar, sem heitir Blámi, verður opnuð í miðrými Kjarvalsstaða á morgun, laugar- dag. Einari Garibalda eru hugleikin þau margvíslegu tákn sem við not- um í umhverfi okkar og samband þeirra við það sem þeim er ætlað að tákna, segir í kynningu Kjar- valsstaða. List hans er íbyggin at- hugun á táknkerfum okkar og vek- ur spumingar um hvað stendur að baki táknunum og merkingu þeirra í huga manna. Á þessari sýningu fæst hann við ákveðin tákn menningai- okkar og þá stöðu sem tákngervingur ís- lenskrar myndlistar, Jóhannes S. Kjarval, hefur í huga okkar. Hann tekst á við táknmynd Kjarvals af innsæi og virðingu með því að nota eigin viðhorf og verklag til að skil- greina stöðu brautryðjandans í huga yngri kynslóðar í myndlist- inni. Táknmynd Kjarvals lifir góðu lífi í kringum okkur og hefur til dæmis samlagast þeirri gullnu mynd sem þjóðin hefur lengi gert sér af sögustaðnum og nátt- úruperlunni Þingvöllum. Það er athyglisvert að skoða sýningu Einars Garibalda á sama tíma og sýnd eru mörg af helstu verkum Kjarvals á Kjaivalsstöð- um. Sýningunni lýkur 14. mars. lae Vinningaskrá 33. útdráttur 7. janúar 1999. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000__________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 14004 Kr. 100.000 8138 Ferðavinningur Kr. 200.000 (tvðfaldur) 32240 34045 35984 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3530 20408 255291 379051 565851 62855 10340 22149 34912 49132| 58647| 70789 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.C 100 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 1524 13894 26251 34661 43821 54756 63319 75968 2605 16375 26496 34855 44309 55189 65118 75975 2772 16609 28532 35504 44674 55653 65224 76299 3281 17963 28872 35750 45203 56667 65921 76699 3306 18752 29807 36452 45599 58377 67567 77665 5858 19324 32332 36457 46916 58484 70232 78874 6291 19351 32628 37309 47059 58645 70261 79238 7610 19571 32688 38488 49761 59323 70476 79610 8335 20094 32720 41280 51691 59524 70908 79695 10223 20862 32821 41726 51877 60454 71127 12587 20972 33059 41739 52233 61159 71844 13298 22112 33397 42444 52739 61183 74761 13596 24965 33767 42618 54116 62803 75186 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 739 11884 22122 34698 42007 53313 63760 72108 817 11941 22380 34795 42593 53691 63773 72589 853 11994 22449 34862 42675 54173 64149 72598 883 12540 22723 34885 42723 54386 64484 73521 1106 13092 22735 35040 43024 54531 64658 73870 1631 13196 23203 35334 44247 54652 65325 74103 1744 13389 23532 35463 44715 54782 65507 74255 2421 13796 23923 35695 44992 54989 65792 74500 2478 13839 24034 35809 45091 55104 66278 74710 2680 14088 24496 35892 45174 56678 66561 74762 2991 14188 24587 36753 45191 56696 66822 74931 3443 14236 25228 36819 45277 57540 67230 75540 3741 14665 25312 36847 45593 57750 67261 76078 3923 15530 25661 36853 45762 57754 67461 76242 4905 15800 26078 37149 46349 57858 67466 76288 5263 16139 26321 37447 46362 57958 67857 76372 5516 17312 26449 38075 46912 58106 68020 76406 5798 17372 26686 38169 47911 58362 68530 76747 6251 17837 28397 38239 48302 58584 69110 76945 6574 18238 29422 38336 48565 59043 69287 77163 6671 18408 30456 38796 48907 59495 69315 77622 7340 18742 31772 39113 49488 59611 69344 78276 7482 20160 32328 39892 49525 59871 69902 78856 7556 20239 33040 39982 50079 60442 70058 79024 7846 20927 33538 40180 50841 60609 70153 79188 7959 20938 33574 40324 51332 60667 70225 79247 8013 21081 33590 40361 51368 61325 70712 8539 21170 33756 40494 51369 61441 70726 9133 21637 33816 40622 51800 61744 71325 10204 21697 33987 41032 52756 62089 71404 10785 21949 34083 41617 52860 63305 71614 11177 21953 34397 41660 53051 63535 71809 Næstu útdrættir fara fram 14. janúar, 21. janúar & 28. janúar 1999 Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das/ „Hver andskotinn er þetta Honolúld?“ TONLIST Iðnó KAMMERTÓNLEIKAR Þórunn Guðmundsdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton, Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Eydís Franzdóttir óbó, Ármann Helgason klarinetta, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott, Einar St. Jónsson trompett og kornett, Bryndís Pálsdóttir fiðla, Greta Guðnadóttir fiðla, Herdís Jóns- dóttir víóla, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Hávarður Tryggvason bassi, Steef van Oosterhout slagverk, Helga Bryndís Magnúsdóttir pianó og Krist- inn Orn Kristinsson pianó fluttu tón- list eftir Francis Poulenc. Guðmund- ur ÓIi Gunnarsson stjórnaði. Miðviku- dagskvöld kl. 20.30. í GÆR (7. janúar) var öld liðin frá fæðingu franska tónskáldsins Francis Poulencs. Islenskir tón- listarmenn með Eydísi Franzdótt- ur óbóleikara í fararbroddi hafa ákveðið að heiðra minningu tón- skáldsins með eilítilli Poulenc-há- tíð, á femum tónleikum í Iðnó nú í janúarmánuði. Fyrstu tónleikarnir voru í fyrrakvöld, og voru þar flutt sex kammerverk, Fjögur lög við ljóð eftir Max Jacob frá 1921, Sónata fyrir klarinettu og fagott frá 1922, endursamin 1945, söng- lagið Vegir ástarinnar frá 1940, Rapsodie négre frá 1917, endur- samin 1933, Dýravísur, eða Heið- ursfylgd Orfeifs frá 1919, og loks Grímudansleikur frá 1932. Það stafar gleði og yndi frá tón- list Poulencs. Fá tónskáld hafa átt jafn auðvelt með að miðla ein- skærri lífsnautn í tónlist sinni og hann. Hann átti þó líka sínar al- vömgefnu hliðar, trúarleg tónlist hans er til marks um það. Það virðist óralangt á milli hinna íhug- ulu kórmótettna Poulencs og „gal- skaparins“ og ærslanna sem heyra mátti í verkunum á þessum tón- leikum, en er þó ekki; hvort tveggja er þrangið sömu lífsnautn- inni. Þórann Guðmundsdóttir söng Fjögur lög við ljóð Max Jacobs og með henni léku Hallfríður Ólafs- dóttir, Eydís Franzdóttir, Armann Helgason, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir og Einar St. Jónsson. Það var strax áberandi hversu fínn og samæfður þessi hópur tónlistar- manna er orðinn. Flutningur verksins var skínandi góður. Þór- unn Guðmundsdóttir söng prýði- lega, en hefði mátt kjamsa enn betur á unaðslega absúrd textan- um, sem einkennist af skemmtileg- um orðaleikjum og bull-rími. Þau Ármann og Kristín Mjöll léku Sónötu fyrir klarinettu og fagott, og gerðu það frábærlega. Klar- inettan var í aðalhlutverki í mörg- um dásamlegum „poulencískum" laglínum - fagottið lék á móti í skemmtilegum kontrapunkti - stundum í seiðandi pedalpunkti. Samspil þeirra var glæsilegt. Veg- ir ástarinnar er eitt kunnasta sönglag Poulencs - heyrist oftast í útsetningu fyrir söngrödd og pí- anó, en var hér flutt í salonútsetn- ingu; fyrir sópran, klarinettu, fagott, fiðlu, kontrabassa og píanó. Þetta ljúfa lag er mettað nostalgíu, þrá og ljúfsáram minningum um dásemdir horfins unaðar. Þetta er Iag kaffihúsanna, lag Parísar, lag ástarinnar. Þótt ekkert vantaði á raddlega færni Þórannar í flutn- ingi lagsins, þá vantaði samt kjarnann - sársaukann og þrána. Söngurinn var of sléttur og snurðulaus, hreinlega of fágaður. Það hefði verið betra að sleppa nótnabókinni og láta vaða, svo maður fengi að trúa því að þessar heitu tilfinningar væru sannar, eitt augnablik. Rapsodie négre er eitt af æsku- verkum Poulencs; hann var sautján ára þegar hann samdi það og hafði ekki enn hafið formlegt tónsmíðanám. Þetta er kammer- verk með söng, byggðum á ljóðinu Honoloulou sem sagt var eftir Ma- koko Kangourou frá Madagaskar, en var trúlega eftir einhvern grínista á kaffihúsum Parísarborg- ar - kannski bara Poulenc sjálfan. Poulenc hafði þá nýverið komist í kynni við tónskáldið Erik Satie og tileinkaði honum verkið. Þá gafst honum færi á að hitta Paul Vidal, sem var tónsmíðakennari við Konservatoríið í París, og hugðist hann sýna Vidal verkið til marks um hæfileika sína og í von um að fá inngöngu í skólann. í sendibréfi til píanókennara síns, Ricardos Vines, rekur Poulenc samskipti þeirra Vidals vegna Rapsódíunnar. Þar segir Poulenc: „... I fyrstu var Vidal mjög vinalegur og spurði mig hjá hvaða kennuram ég hefði verið, en svo rétti ég honum hand- ritið að Rapsodie négre. Hann skoðaði það gaumgæfilega, hrukk- aði ennið, ranghvolfdi augunum í bræði þegar hann sá tileinkunina til Satie, stóð upp og æpti á mig nákvæmlega þessi orð: „Þetta verk þitt er ömurlegt, það er fáránlegt og tóm þvæla. Þú ert að gera grín að mér; hér eru samstígar fimm- undir út um allt og hver andskot- inn er þetta Honolúlú eiginlega? Eg sé að þú ert í slagtogi við Stra- vinskíj, Satie og þá félaga, - jæja góði, vertu sæll og góða nótt!“ og hann nánast henti mér út úr hús- inu.“ Þessari fyrstu krítík á verk Poulencs tókst sem betur fer ekki að ganga af því dauðu. Eldri og reyndari félögum tónskáldsins unga tókst að stappa í hann stálinu og koma honum til mennta í tón- smíðum þrátt fyiár þetta. Rapsodie négre er svosum engin völundar- smíð, en hún ber í sér þennan lífs- þrótt og einlæga kátínu sem ein- kennir mörg verk tónskáldsins. Olafur Kjartan Sigurðarson söng með kammersveitinni og fór á kostum í „ljóðinu“ Honolúlú og setti upp fjaðrað höfuðfat til að undirstrika gleðina. Eftir inngang á óræðu tungumáli tekur við þrástef á hnígandi tónaröðinni so- fa-mí-re, endurtekið stöðugt, á orðinu Ho-no-lú-Iú, yfír fjörugum leik kammersveitarinnar. Hljóm- sveitin lék af mikilli gleði og var þýður píanóleikur Kristins Arnar í Ronde-þættinum sérstaklega hríf- andi. Þórunn söng með kammersveit- inni skemmtilegar Dýravísur, sem bera undirtitilinn Heiðursfylgd Orfeifs. Þetta er enn eitt gleði- verkið af hendi tónskáldsins, samið við eigin Ijóð um dýrin. Stíll ljóð- anna er „naív“ og einlæglega bamslegur, tónskáldið vart komið af unglingsaldri þegar verkið var samið. Þetta er heillandi tónlist, þar sem tónskáldið reynir á ýmsa lund að sviðsetja ljóðin og búa dýr- unum umhverfi í tónum; Úlfalda- ljóðið var seiðandi með arabískum undirtóni en lokaljóðið, Vatnakarf- inn, sem sindrandi og dularfull undirdjúpin. Verkið var ákaflega fallega flutt. Lokaverkið á efnis- skránni var Grímudansleikur, fyrir baríton og kammersveit. Hér var leikgleðin enn í fyrirrúmi og margt afar fallega gert. Hér fengu hljóð- færaleikaramir nokkurt svigrúm sumir hverjir til að láta ljós sitt skína. Leikur Helgu Bryndísar á píanóið var sérstaklega glæsileg- ur, sem og leikur nöfnu hennar Bryndísar Pálsdóttur á fiðluna í hinum þokkafulla miðkafla Baga- telle og Ármann Helgason var í miklu stuði á klarinettuna. Á eng- an er hallað þótt Ólafur Kjartan verði enn nefndur sem senuþjófur. Söngur hans hér var stórskemmti- legur; hann var mátulega hrjúfur fyrir grótesk ljóðin og umfram allt músíkalskur í túlkun sinni. Þetta var glæsilegur endapunktur á fyrstu tónleikum Poulenc-hátíðar, sem sannarlega lofar góðu. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.