Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÍVAR Brynjólfsson: Uppeldisstöðvar I, 1997. Eitt verkanna á sýningunni. Farandsýning mynd- og ljódskálda opnuð á Landspftalanum MYNDLISTAR- og Ijóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Landspítal- anum í dag kl. 14. Um er að ræða farandsýningu, sem menningarsam- steypan art.is gengst fyrir, og verð- ur hún sett upp í tíu öðrum sjúkra- húsum víðsvegar um land áður en árinu lýkur. Tilgangur sýningarinn- ar er, að sögn Hannesar Sigurðs- sonar sýningarstjóra, að lífga upp á sjúkrahúsin, gleðja sjúklinga, starfsfólk og gesti sjúkrahúsanna, auk þess að vekja athygli á list og listafólki. Lífæðar eru hugsaðar sem eins- konar sýnishorn af því sem hefur átt sér stað í myndlist og Ijóðlist á Islandi síðustu ár og áratugi. Tólf myndlistarmenn sýna samtals 34 myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Sum verkanna hafa kom- ið almenningi íyrir sjónir áður, önn- ur ekki. Listamennii-nir eru á ólíku aldursreki en allir leggja þeir út af lífinu og tilverunni. Hannes segir hópinn í raun endurspegla helstu strauma og stefnur í myndlist og ljóðagerð frá síðari heimsstyrjöld til dagsins í dag. Myndlistarmennirnir eru: Bragi Asgeirsson, Eggert Pétursson, Ge- org Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, ívar Brynjólfsson, Kristján Davíðsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Olafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Péturs- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Megas, Vilborg Dag- bjartsdóttir og Porsteinn frá Hamri. Frá Landspítalanum fer sýningin til Akraness en aðrir sýningarstaðir eru Isafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Selfoss, Keflavík og sýningunni lýkur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í desember. Ópnunarathöfnin í dag fer fram í nýjum aðalinngangi Landspítalans, svokallaðri K-byggingu. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra opnar sýninguna en ávörp flytja Hannes Sigurðsson, Kristján Sverr- isson framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome á Islandi, sem er helsti styrktaraðili verkefnisins, og Magn- ús Pétursson forstjóri sjúkrahúsa Reykjavíkur. Gerðuberg á morgun Ljóðskáldið Mao Zedong kynnt MENNINGARVAKA með ljóðum Mao Zedongs verður haldin í Gerðubergi á morg- un, laugardag kl 14. Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir vökunni ásamt sendiráði Kín- verska alþýðulýðveld- isins og Félagi Kín- verja á Islandi. Dagskráin hefst með erindi kínverska sendi- herrans á Islandi, Wang Ronghua um ljóð Mao Zedongs. Síð- an syngur Natalia Chow tvö lög við ljóð Maos, Anna Guðný Guðmundsdótt- ir leikur undir. Matthías Johannessen, ritstjóri, les nokkrar þýðingar sínar á Ijóð- um Maos og Guð- mundur Sæmundsson, skólastjóri, les úr þýð- ingum sínum. Xu Wen syngur tvö lög við ljóð Maos við undirleik Önnu Guð- nýjar Guðmundsdótt- ur og Wang Ronghua flytur tvö ljóð Maos á kínversku. Alda Arnardóttir, leikkona, les nokkrar þýðingar eftir Einar Braga og Jón Óskar á ljóðum Maos og Stein- gi'ímur Þorbjarnar- son, mannfræðingur, flytur erindi: Ljóðmæli Maos í kínverskum samtíma. Dagskráin hefst kl. 14 og er áætlað að hún standi um hálfa aðra klukkustund. Forsíðan á heildaút- gáfu ljóða Maos. Kammerkór Suðurlands í Salnum í Kópavogi Astarsöngvar frá ymsum ÁSTARSTIKL U R er yfírskrift tón- leika Kammerkórs Suðurlands sem haldnir verða í Salnum í Tónlistar- húsi Kópavogs á sunnudaginn kl. 17. Á efnisskránni eru ástai'söngvar frá ýmsum löndum, allt frá madrí- gölum að popptónlist. Meðal laganna sem kórinn flytur á tónleikunum er íslenska þjóðlagið „Stóðum tvö í túni“, enski madrígalinn „Come aga- in“ og „And so it goes“ eftir Billy Joel. Kristjana Stefánsdóttn djass- söngkona syngur einsöng með kórn- um í laginu „Tillágnan“ eftir sænska tónskáldið Monicu Dominique. löndum Kammerkór Suðurlands vai' stofn- aðm' 1997.1 honum erum um 20 söngv- arar sem búsettii' era víða um Suður- land og eru allir vii'kir tónlistamienn í sinni heimabyggð, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá kómum. Þetta er í annað sinn sem kórinn heldur tónleika á höfuðborgarsvæð- inu. Hinir fyrri voru haldnir í Digi'a- neskirkju í Kópavogi í mai's sl. og voru þá eingöngu flutt hákirkjuleg verk. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnai'sson, organisti í Skál- holtsdómkirkju, og undfrleikari er Ámi Heiðar Karlsson. Islandsviku lýkur í Berlín Sögu-sinfónía Jöns Leifs flutt í Fílharmóníunni Upplestri úr íslendingasögunum vel tekið Þýsk-íslenskri viku lauk á miðvikudag í Berlín með flutningi Sögu-sinfóníu Jóns Leifs í Fílharmóníunni. Susanne Reinhard- Karlmann fylgdist með kynningu á íslandi, þar sem gestum var veitt innsýn í menningu og sögu lands og þjóðar. SAMFARA íslandsvikunni stóð yfir 22. tónlistarvika þýsk-skandínavísku æskulýðshljómsveitarinnar í Berlín. Þema vikunnar var að þessu sinni norrænu sögumar sem margar hverjar hafa verið innblástur að stærri verkum tónskálda norðurs- ins. Hljómsveitarstjórinn heitir Andreas Peer Káhler og stofnaði hann sveitina árið 1981 með því markmiði að kynna tónverk norð- ursins í Þýskalandí. Á hverju ári hittist unga tónlistarfólkið, sem flest er nemar við þýska og skand- ínavíska tónlistarháskóla. Leiðbein- endur hljómsveitarinnar eru m.a. frægir einleikarar tónlistarhúsanna í Berlín og BBC Fílharmóníusveit- arinnar í London sem ákveða verk- efnaskrána ár hvert í samvinnu við hljómsveitarstjórann. Sögu-sínfónía Jóns Leifs var á tónleikunum frumflutt í Þýskalandi, en tónleikamir hófust á Sögu- draumi Danans Carls Nielsens. Koila Blacher, fyrsti konsertmeist- ari berlínsku Fflharmóníusveitar- innar, var einleikari tónleikanna og var honum ákaft fagnað. Hann sagðist sjálfur heillaður af samvinn- unni við hljómsveitina. Hann hældi ekki aðeins listahæfileikum unga tónlistarfólksins heldur sagði það einnig fullt af eldmóði og hrifningu á viðfangsefninu. „Þau eru ekki vön fastavinnunni sem of títt vill slæðast inn í leik atvinnumanna og lamar þannig heilu verkin.“ Þetta era orð að sönnu enda er það mikill gæða- stimpill fyrir svo unga hljómsveit að ráðast í flutning á eins þungu verki og Sögu-sinfóníunni. Aukinn áhugi Þjóðverja og Berlínarbúa á Islandi og Norður- pMM ni m.y enm 1' i. §m . - ~ *3sLriij , Morgunblaðið/Jim Rakete ÞYSK-skandinavíska æskulýðshljómsveitin í Berlín frumflytur Sögu-sinfóníu Jóns Leifs í Þýzkalandi. Otto Andreas Sanders Peer Kahler löndunum kom glögglega í ljós á tónleikunum og á öðrum uppákom- um tengdum landinu. Næstum var uppséit ’í 2.200 sæti berlínsku Ffl- Örn Ingimundur Magnússon Sigfússon harmóníunnar. Húsfyllir var síð- astliðinn laugardag á fyrirlestri ís- lenska sendiherrans í Þýskalandi, Ingimunds Sigfússonar þar sem hann kynnti land og þjóð í máli og myndum. Sömu sögu er að segja af upplestri leik- arans Otto Sand- ers úr íslend- ingasögunum ein- um degi fyrr, en hann vakti mikla kátínu viðstaddra með leikrænum tilþrifum og lifandi framkomu. Örn Magnússon píanóleikari spilaði undir verk Jóns Leifs báða dag- ana. Kolja Blache
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.