Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 56
' 56 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
FRÉTTIR
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Tísku-
sýning
á Astró
FATAHÖNNUÐIRNIR Alonzo
Ramos og Edda Valeska halda
tískusýningu á sumarfatnaði
sínum fyrir árið 1999 á Astró
föstudaginn 8. janúar og hefst
sýningin kl. 23.
Alonzo og Edda starfa bæði
í New York við hönnun sína
en fyrirtæki þeirra, The Mod-
el, hefur verið starfandi í fjög-
ur ár. Fatnaður þeirra er seld-
ur í New York, Los Angeles,
Japan, París og London og
hafa þau hannað föt á Björk,
Madonnu, Ru Paul, David
Bowie, töfrasýningu David
Copperfíeld o.fl.
Alonzo Ramos lærði hönnun
við F.I.T. í New York en félagi
hans, Edda Valeska, hefur
EITT verka Alonzo og Eddu en
myndin er tekin úr franska
blaðinu Perso.
verið starfandi sem dansari,
danshöfundur og módel þar í
borg.
Vitni óskast
AÐ KVÖLDI Þorláksmessu, mið-
vikudagsins 23. desember, kl. 21.20
varð árekstur á gatnamótum Breið-
holtsbrautar og Skógarsels.
Tvær bifreiðar lentu í árekstri á
gatnamótunum og kastaðist önnur
þeirra á aðra kyrrstæða bifreið. Öku-
mennina greinir á um stöðu umferð-
arljósanna er árekstur varð og er
óskað eftir að þeir sem hafa orðið
vitni að árekstrinum hafi samband við
lögregluna í Reykjavík.
Sjálfsvarnar-
námskeið Aik-
idoklubbsins
SJÁLFSVARNARNÁMSKEIÐ
Aikidoklúbbs Reykjavíkur eru að
hefjast á ný og verða þau haldin í
Ræktinni, Suðurströnd 4.
Nánari upplýsingar gefur
Ræktin eða Aikidoklúbbur
Reykjavíkur.
Dylgjum og ósann
indum svarað
MAGNÚS Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga íslands, hefur sent
Morgunblaðinu eftirfarandi athuga-
semd:
„Rúnar Sigurjónsson lagði fram
þrjár fyrirspurnir í Morgunblaðinu í
gær vegna flutnings Landmælinga
Islands (LMI) til Akraness. Þótt yf-
irskriftin hafí verið „Fyrirspurnir"
eru hér í raun á ferð dylgjur og
ósanndindi. Fyrirspurnunum er að
hluta svarað af greinarhöfundi sjálf-
um með alröngum fullyrðingum.
Vegna þessa er nauðsynlegt að
þetta komi fram:
1. Verktaki vegna flutnings á hús-
búnaði og tækjum LMÍ var ráðinn til
verksins af Framkvæmdasýslu ríkis-
ins, sem hefur yfirumsjón með flutn-
ingi stofnunarinnar til Akraness.
Þetta er flókið verkefni, sem erfítt er
að skilgreina í útboðsgögnum. Því
var það ekki talið útboðshæft. Leitað
til verktaka sem hafði áður unnið
fyrir stofnunina og góð reynsla var
af. Ávinningur af kunningsskap við
einstaka starfsmenn LMÍ skiptir hér
engu máli enda samningar í höndum
Framkvæmdasýslu ríkisins.
2. Fyrirspyrjandi staðhæfir að
tveir af yfirmönnum LMI hafi stofn-
1 að fyrirtæki í árslok 1997, m.a. með
kortagerð í huga. Rétt er að fyrir-
tækið Landbrot ehf. var stofnað af
tveimur yfirmönnum LMI. Stofnun
fyrirtækja hefur til þessa ekki verið
álitin það lögbrot sem gefið er til
kynna. Fyrirtækið hefur reyndar
aldrei tekið til starfa en markmið
þess tengdust upphaflega ráðgjöf,
upplýsingamiðlun og útgáfustarf-
semi.
3. Látið er í það skína að bróðir
undirritaðs hafi verið fenginn til að
vinna við nýtt töluvkerfi LMI. Hið
rétta er að nokkur fyrirtæki hafa
komið að þessu verkefni. Má þar
helst nefna EJS, Opin kerfi, Sam-
sýn, Teymi, Hug, Hugvit og ís-
lensku intemetþjónustuna. Sú stað-
reynd að nýráðinn forstjóri á bróður
í einu þessara fyrirtækja er gerð
mjög tortryggileg af hálfu bréfrit-
ara. Allir samningar um tölvubúnað
voru gerðir löngu áður en undirrit;
aður tók við starfi forstjóra LMÍ
þann 1. janúar sl. Þá er rétt að fram
komi að bæði Framkvæmdasýsla
ríkisins og Ríkiskaup voru höfð með
í ráðum varðandi val og kaup á öll-
um vél- og hugbúnaði. Fyrirtækið
Álit gerði úttekt á tölvukerfi LMÍ í
lok árs 1997. Þar kýs fyrirspyrjandi
að blanda Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur í málið! Auðvitað er það í
hæsta máta grunsamlegt að sá sem
Ríkiskaup réðu til tölvuúttektarinn-
ar skuli vera á meðal 2000 félaga í
SVFR eins og einn yfirmanna LMI.
Um það geta allir verið sammála!
En grínlaust að lokum. Öllum er
ljóst að erfitt er og umdeilt að flytja
rótgrónar stofnanir út á land. Mis-
munandi skoðanir eru eðlilegur hluti
af því ferli. Það er hins vegar ólíð-
andi með öllu að tveimur árum eftir
ákvörðun um flutning LMÍ til Akra-
ness skuli enn reynt að koma höggi
á starfsmenn stofnunarinnar með
dylgjum og beinum ósannindum.
Athugasemd
I TILEFNI fréttar Sjónvarps
þann 29. desember og fréttar sem
birtist í Morgunblaðinu, þann 5.
janúar sl., um rautt ginseng frá
Gintec vill Samkeppnisstofnun
taka eftirfarandi fram:
Samkeppnisstofnun hefur ekki
úrskurðað að auglýsingar eða um-
búðir Lyfju hf. á rauðu ginsengi
’ frá Gintec brjóti gegn ákvæðum
samkeppnislaga.
Aths. ritstj.
Fyrmefrid frétt í Morgunblaðinu
var byggð á bréfi Samkeppnisstofh-
unar til Lyfju hf. frá 21. desember
sl. Stóð blaðið í þeirri trú að um úr-
skurð stofnunarinnar væri að ræða.
Síðar hefur komið í ljós að svo
er ekki heldur hefur Lyfja hf. enn
möguleika á að gera athugasemdir
við bréfið. Því telst málið ekki enn
komið á úrskurðarstig.
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Vegir fjárlaga-
nefndar órann-
sakanlegir
í FRÉTTUM Stöðvar 2
sl. mánudag var m.a. frétt
um fjölda banaslysa í um-
ferðinni á sl. ári og hversu
mörg þau urðu í Reykja-
vík annars vegar og á
landsbyggðinni hins veg-
ar. I framhaldi af því var
sagt frá sameiginlegri
umsókn Slysavarnafélags
Islands og Umferðarráðs
til fjárlaganefndar Al-
þingis um 5 millj. króna
framlag til að kosta ör-
yggisfulltrúa á lands-
byggðinni.
Umsókninni var hafnað!
Þá datt mér í hug frétt í
útvarpi fyrir stuttu síðan
þess efnis að fyrrnefnd
fjárlaganefnd veitti 40
millj. króna í byggingu
norskrar stafkirkju í Vest-
mannaeyjum og í nafni
hvers annars en Árna
Johnsens. Já, það getur
verið gott að eiga góða að
og segja má að vegir fjár-
laganefndar séu órann-
sakanlegir og kannski
ekki alltaf spurt um mál-
efnið.
Sigurlaug K.
Konráðsdóttir,
Eskihlíð 6, Sauðárkróki.
Fjölmiðlafólk
vinstrisinnað?
GETUR verið að íslenskt
fjölmiðlafólk sé orðið svo
vinstrisinnað, að það nefni
ekki álögur sem R-listinn
hefði framið á eldri borg-
urum og fleirum, að und-
anskilinni Stöð 2. Stöð 2
tók viðtal við við Helga
sem stóð algjörlega á gati,
þó hann væri sjóaður í
ýmsum fjármálum. Auð-
sjáanlega vanur. Ingibjörg
Sólrún hefði auðsýnilega
ekki treyst sér í þetta sam-
tal. Skora á fjölmiðla að
ræða þetta meira í blöðum,
ekkert í Mbl., ekkert í DV.
Skúli Einarsson.
Tunguseli 4.
Mynd Hrafns ekki
samboðin fólki
MÉR fannst mynd Hrafns
Gunnlaugssonar sem sýnd
var í sjónvarpinu 27. desem-
ber fyrir neðan allar hellur.
Venjulegt sómakært fólk
getur ekki liðið svona sjón-
varpsefni. Þetta var bæði
ónormalt og ógeðslegt og
sýnir að höfundur er stór-
brenglaður. Og í myndinni
er bam látið horfa á það
sem fram fór og gefið í skyn
að það fengi þama mikla
lífsreynslu. Og það versta
er, að Pálmi Gestsson sem
er skemmtilegur leikari, lék
þetta svo vel að það var eins
og hann hefði nautn af
þessu öllu saman. Ég mun
ekki líta leikara myndarinn-
ar réttum augum eftir
þetta. Allii' sem ég hef talað
við eru mér sammála um að
þeir hafi aldrei séð annan
eins sóðaskap í sjónvarpi og
þama var sýndur.
Ingibjörg Einarsdóttir,
Sólvallagötu 64.
Notum móður-
málið rétt
ÍSLENSKA er mitt móður-
mál en mál forfeðranna
enska. Það ergir mig alltaf
jafnmikið þegar islenskt
fólk í allai' ættir getur ekki
notað móðurmálið rétt í
fjölmiðlum. Elskulega Unn-
ur, veðurfræðingur. Þegar
veður er skýjaðra á einum
stað en öðrum segja Islend-
ingar ekki meira skýjað eða
mest skýjað. Þeir nota
þessa ágætu íslensku stig-
breytingu sem við eigum.
Og annars ágæti fréttamað-
ur, Eggert Skúlason. í ann-
álum 2. janúar gekkstu
fram af mér þegar þú not-
aðir sögnina að drjúpa enn
einu sinni í stað drúpa. „ís-
lendingar drupu höfði“. Lak
höfuðið af í dropum?
Drúptu íslendingar ekki
höfði? Þú hefur ítrekað not-
að þessa ambögu.
Ekki meira að sinni.
Ásgeir Valdimarsson
Long.
Tapað/fundið
Göngoistafur
í óskilum
GÖNGUSTAFUR með
broddi er í óskilum síðan
um miðjan desember „hjá
Dóra“ í Mjóddinni. Upp-
lýsingar í síma 557 3910.
Myndavél týndist
á gamlárskvöld
GRÁ myndavél týndist á
gamlárskvöld við brennu á
Ægissíðu. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
562 3087, María eða Árni.
Trefill í óskilum
TREFILL af kápu fannst
á nýársdag á göngubraut-
inni við Ægisíðu. Upplýs-
ingar í síma 551 4703.
Gleraugu týndust
GLERAUGU, Air Titan,
týndust 18. desember, lík-
lega á bílaplani hjá Hverf-
isgötu 105. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
551 6731. Kristín.
SKAK
Ilmfijón Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp í opna
flokknum í Groningen í
Hollandi um áramótin. H.
Jonkman (2.310) hafði
hvítt og
átti
leik
gegn D.
Schlecht
(2.395).
19. Rxh6+!!
- gxh6 20.
Rxf7! og
eftir þessa
glæsilegu
tvöfóldu
riddarafóm
sá Schlecht
sitt óvænna
og gafst
upp. Hann
tapar
drottning-
1 verður mát eftir 20. - Kxf7
21. Dg6+ - KI8 22. Bh6.
Úrslit í efsta flokki á
mótinu urðu: 1.-2. Tivja-
kov, Rússlandi, og Milov,
Sviss, 6 v. af 10 möguleg-
um, 3. Almasi, Ungverja-
landi, 5Vz v., 4. Piket,
Hollandi, 4'á v., 5.-6. Asri-
an, Armeníu, og Yermol-
insky, Bandaríkjunum, 4
HVITUR Icikur og vinnur
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
KUNNINGI Víkverja varð fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu
skömmu íyrir jól að keyra á bíl
með þeim afleiðingum að farartæki
hans skemmdist tölvert. Kunning-
inn var í rétti og því var það trygg-
ingafélag hins sem þurfti að greiða
viðgerð á bílnum og bílaleigubíl á
meðan gert var við bílinn. En ekki
er allt sem sýnist því þegar farið
var að grennslast fyrir um hvemig
bílaleigubíll væri í boði kom í ljós
að tryggingafélögin hafa komið sér
saman um að menn fái bíl í minnsta
flokki og mega aka 50 kflómetra á
dag.
Kunninginn á þrjú börn og þar
af eru tvö þeirra í barnabflstólum
sem taka talsvert pláss þannig að
hann kemur fjölskyldu sinni ekki
fyrir í litlum bíl. Þetta tjáði hann
yfirmanni tjónadeildar viðkomandi
tryggingafélags en var þá bent á að
félagið væri í raun að gera honum
geiða því hann gæti sleppt því að fá
bflaleigubfl og fengið pening í stað-
inn. Já, það vissi kunninginn ekki
og ekki heldur að upphæðin nam
nákvæmlega 900 krónum á dag. Þá
var bflaleigubfllinn skárri kostur.
XXX
AÐ SEM kunningja Víkverja
sveið sárast er að á sama tíma
var hann að greiða fyrir tryggingar
á bfl sínum og hélt og hefur alltaf
haldið að með því að hafa allt
tryggt í bak og fyrir sé hann að
koma í veg fyrir að lenda í fjárút-
látum lendi hann í óhappi sem
þessu. Það virðist vera einhver
misskilningur ef marka má við-
brögð tryggingafélagsins. Hvemig
stendur á því að menn geta ekki
fengið bfl í sama stærðarflokki og
þeir eiga? Er það sanngjarnt að
maður sem á lítinn fólksbíl og þarf
ekki stærri bfl fái sömu stærð af
bflaleigubfl til afnota og sá sem
vegna fjölskyldustærðar á átta
manna fjölnotabfl?
XXX
INN Á borð Víkveija hefur borist
Lögreglublaðið fyrir árið 1998.
Þegar blaðinu er flett vekur at-
hygli lesandans mikill fjöldi svo-
kallaðra styrktarlína frá fyrirtækj-
um auk fjölda auglýsinga. Sú
spuming vaknar vissulega hvort
það samrýmist starfi lögregu-
manna að samtök þeirra séu að
safna slíkum auglýsingum. Sem
dæmi má nefna að meðal fyrir-
tækja sem auglýsa í blaðinu em
vínveitingahús en það er einmitt
hlutverk lögreglunnar að fylgjast
með því að starfsemi þeirra sé lög-
um samkvæmt.
Vinir Víkveija, sem reka fyrir-
tæki, hafa sagt honum að þeir hafi
einmitt fengið svona símtöl frá sam-
tökum lögreglumanna og þótt þau
óþægileg. Auðvitað dettur engum í
hug að það bitni á mönnum ef þeir
vilja ekki auglýsa í blaði Lögreglu-
félags Reykjavíkur en því verður
ekki neitað að þetta er óheppileg
staða fyrir lögreglumenn. Bent hef-
ur verið á þá leið að samtök lög-
reglumanna fengju fasta fjárhæð
frá hinu opinbera til starfsemi sinn-
ar, sem m.a. hefur falist í forvamar-
starfi af margvíslegum toga.