Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Olía, skúlptúr og þrí- víð verk í Gerðarsafni VERK eftir Hauk Harðarson. PRJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs á morgun, laugardag, kl. 15. I vestursal verður sýningin Lýs- ing ‘99. Á henni eru olíumálverk og þrívíð verk eftir Nobuyasu Yama- gata. Þessi japanski listamaður stundaði nám í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og hefur búið hér- lendis í aldarfjórðung. Kveikjan að verkum Yamagata eru mynd- skreyttir upphafsstafír í gömlum ís- lenskum handritum og erlendum veggmyndum þar sem mynd og stafur verða eitt. I meðforum Yamagata verður hver myndstafur að sjálfstæðri sögu. Við opnunina mun Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari frumflytja stutt lag sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið sér- staklega fyrir „hljóðfæraverk hans Yamagata“. Lýsing ‘99 er fímmta einkasýning Yamagata en hann hef- ur auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. í heimalandi sínu. Á neðri hæð safnsins sýnir Sig- ríður Rut Hreinsdóttir þrettán olíu- málverk. í fréttatilkynningu segir að inntakið í verkum Sigríðar Rut- ar sé innra líf mannsins og tengsl hans við jörðina. Petta túlkar hún VERK eftir Sign'ði Rut, Hreinsdóttur. með fíngerðum konumyndum sem spretta út úr formum náttúrunnar líkt og snögg draumsýn ellegar konum sem birtast hálfhuldar lauf- um. Sigríður Rut lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands árið 1990 og heldur nú aðra einka- VERK eftir Nobuyasu Yamagata. sýningu sína, en hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. I austursal opnar Haukm' Harðar- son skúlptúrsýningu sem nefnistw Frelsi og fjötrar. Verkin á sýning- unni eru unnin úr marmarasteypu, flotsteypu, málmi og sandi. Form eins og krukkur og ker, sem fylgt hafa manninum frá aldaöðli, notar Haukur sem goðsagnaleg tákn. Á sýningunni liggja formin hálfhulin sandi í kistum og inni í þeim upp- götvar áhorfandinn enn önnur hálf- unnin foi-m. Hluti verkanna var á sýningu í Henie Onstad-listasafninu í Osló árið 1990. Síðast sýndi Haukur hér á landi ái'ið 1982 en hann hefur ásamt tvíburabróður sínum, Herði, haldið margai' sýningar á Norður- löndum á sl. tveimm' áratugum. Sýningarnar standa til og með sunnudeginum 24. janúar og eru opnar alla daga nema mánudags frá kl. 12-18. Gítartónleikar á Hvammstanga SUNNUDAGINN 10. janúar mun Símon H. ívarsson gítarleikari halda tónleika á Hvammstanga. Tón- leikarnir verða í Hótel Seli og hefjast kl. 21. Á tónleikunum munu einnig ungir og efnileg- ir gítamemendur úr Húnavatnssýslu koma fram. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tón- listarfélags V-Húna- vatnssýslu í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna. Verkefnaval tónleik- anna endurspeglast af heimkynnum hljóðfærisins, hinum hlýju suðlægu löndum, Spáni og Suður-Ameríku, en jafnframt leikur Símon íslensk verk. Á efnisskránni eru annars vegar verk eftir spænsku tónskáldin J. Rodrigo, J. Turína, og I. Albeniz og hins vegar eftir íslenska tónskáldið Gunnar Reyni Sveinsson. Pá spilar Símon vinsæl viðfangsefni frá Suð- ur-Ameríku sem taka áhrif frá heimalöndum sínum. Það eru verk eftir L. Brouwer, A. Lauro og A. Pi- azzolla. Spænsku verkin eiga það sameiginlegt að í þeim felast sterk áhrif úr flamenco-tónlist. í verkum Gunnars Reynis má fmna nýja strauma, samofna við blús- og djasstónlist. Hin ýmsu blæbrigði gítarsins njóta sín einkar vel í verk- um hans á fjölbreytilegan og óvenjulegan hátt. Símon mun kynna innihald verkanna á tónleikunum fyrir áheyrendur. Á mánudeginum mun Símon heimsækja nemendur grunnskóla Hvammstanga og leika fyrir þá. Símon H. Ivarsson stundaði gítarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, hjá Gunnari H. Jónssyni. Vorið 1975 lauk hann fullnaðarprófí frá skól- anum en þá um haustið hóf hann nám við Hochschule fúr Musik und darstellende Kunst í Vínarborg hjá próf. Karl Scheit. Pað- an lauk hann einleik- araprófí vorið 1980. Símon starfaði síðan sem gítarkennari við Tónlist- arskólann í Luzem í Sviss, en hefur síðastliðin 17 ár kennt á gítar við Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Hann kennir auk þess kennslufræði og kammertónlist við sama skóla. Símon hefur sótt nám- skeið, m.a. til Spánar, Ítalíu, Sviss og Austurríkis, þar sem kennarar hans hafa m.a. verið J. Tomas, M. Gangi, A. Batista, M. Barrueco, T. Korhonen, 0. Ghighlia og D. Rus- sel. Hann hefur einnig sérhæft sig í flamenco-tónlist og farið sérstakar námsferðir til Spánar í þeim til- gangi. Símon hefur farið margar tón- leikaferðir bæði hér heima og er- lendis. Símon hefur komið marg- sinnis frma í útvarpi og sjónvarpi og hefur stjómað útvarpsþáttum um gítar og gítartónlist, og hlotið náms- styrk frá ítalska ríkinu. Símon H. Ivarsson „Merkúríus“ sýnir í Galleríi Geysi HÓPURINN Merkúríus opnar sína fyrstu einka/samsýningu í Galleríi Geysi, Hinu Húsinu v. Ing- ólfstorg, á morgun, laugardag kl. 16. Hópinn mynda Petra Bender, Sigrún Hjálmarsdóttir, Sigrún Sif Kristinsdóttir og Steinunn Ólafs- dóttir. , „ _ Hýningin er unnin sameiginlega af stúlkunum fjórum og segir í fréttatilkynningu að hún endur- spegli líf konunnar, fyrirmynd hennar og misrétti konunnar í nú- tíma samfélagi. Sýningin stendur til 24. janúar og er opin alla virka daga frá kl. 8-23, föstudaga til kl. 19, laugar- dag og.sunnudagkL 13-18.. Kaffe Fassett sýnir í Hafnarborg Allir geta skapað og tjáð sig HANN heitir Kaffe Fass- ett, er einn af þekktustu textílhönnuðum heims og opnar sýningu á búta- saumsverkum í Hafnar- borg í kvöld kl. 20. Hann segir að allir geti skapað og tjáð sig - og sjálfur læt- ur hann sér ekki nægja að skapa sín eigin listaverk, heldur leggur hann mikla áherslu á að miðla þekk- ingunni til annarra. Hann stendur fyrir námskeiða- og fyrirlestrahaldi víða um heim og á síðustu ái-um hafa komið út nokki'ar bækur um list hans, þar sem ekki er látið nægja að sýna fallegar ljósmyndir af verkunum, heldur fylgja þeim nákvæmar uppskrift- ir og leiðbeiningar þannig að lesendur geti sjálfír haf- ist handa við að búa til listaverk. Kaffe Fassett er fæddur í Kalifomíu og hóf ferilinn þar sem listmálari - en textíllinn togaði í hann. Ár- ið 1964 fór hann til.Eng- lands og fór að vinna við veflist, útsaum og prjóna- hönnun. Upphaflega var ætlunin að vera í þriggja mánaða fríi þar í landi en nú hefur hann dvalið þar í meira en þrjá áratugi og á í meira lagi litríkt heimili í Lundúnum, þar sem hann hefur einnig vinnustofur. Þetta er í annað sinn sem Kaffe Fassett sýnir í Hafnarborg en fyrir nákvæmlega þremur árum var þar sýning á grjóna- og útsaumsverk- um hans. Á sýningunni, sem opnuð verður í kvöld og stendur fram til 8. febrúai' nk., er nýr miðill í brennidepli, bútasaumurinn. Málverk af bútasaumi varð fyrirboði Verkin sem hann sýnir nú eru flest unnin á undanfömum þremur áram og nýverið kom út bók um þau hjá Ebury Press í Bretlandi. Morgunblaðið/Golli KAFFE Fassett umkringdur verkum sem hann sýnir í Hafnarborg. aðeins sjálfum ásamt Liza Prior Lucy, sem einnig er bútasaums-, út- satims- og pijónahönnuður, búsett í New Hope í Pennsylvaníu. Það var einmitt hún sem kom honum á bragðið með bútasaum. „Hún hafði reynt að sannfæra mig um að ég ætti að reyna mig við bútasauminn og gera um hann bók en lengi vel streittist ég á móti, enda þóttist ég hafa nógu mörg jám í eldinum fyr- ir; prjónaskap, útsaum, málverk og mósaík. En svo var það einn góðan veðurdag að Liza hringdi og sagð- ist hafa keypt málverk eftir mig, sem ég málaði snemma á níunda áratugnum. Petta reyndist vera mynd af gamalli bútasaumsábreiðu - uppáhalds málverkið mitt, málað löngu áður en ég fór sjálfur að fást við bútasaum," segir Kaffe Fas- sett, „þetta var eins og fyrirboði!" .Bókin.enskrifuð. af listamanninum EyrirboðaJien að taka alvarlega og það gerði listamaður- inn. Hann lét undan þrýst- ingi, kannski ekki síst vegna þess að Liza sagðist sjálf skyldu sníða og sauma saman bútana, hann þyrfti ekki að hafa áhyggj- ur af því. Hans verkefni væri fyrst og fremst að hanna og setja saman liti. Þau hófust handa, fyrst gerði hún bútasaums- mynstur upp úr prjóna- mynstrum hans og svo komst hann smátt og smátt á bragðið með að hanna beint fyrii' búta- sauminn. Hann segist kunna vel við það að vinna með öðrum á þennan hátt. Þar sem hann og Liza Pri- or Lucy búa hvort í sínu landinu, hann í Bretlandi og hún í Bandaríkjunum, hittast þau gjaman í tvær til þrjár vikur á ári og vinna grimmt. „Ég gef henni fullt af hugmyndum, sem hún svo útfærir og vinnur úr,“ segir hann. Fyrirlestur í Háskólabíói á morgun Aðalsamstarfsmaður hans til níu ára er hönnuðurinn Brandon Ma- bly, sem rekur vinnustofu Fassetts í London, skipuleggur ferðir og námskeið um allan heim og hannar líka sjálfur. Hann er með í fór hér á landi og leiðbeindi í prjónasmiðju í garnversluninni Storkinum í vik- unni. Sjálfur leiðbeindi Fassett einnig á námskeiði Storksins um listræna útfærslu í bútasaumi. Á morgun, laugardag, kl. 14 heldur hann svo fyrirlestur í Háskólabíói, sal 2. Þar fjallar hann m.a. um það hvernig hann sér liti og notar þá í hönnun sinni og sýnir litskyggnur frá ferðalögum sínum. Að fyrir- lestrinum loknum mun hann svo sitja fyrir svömm og árita bækur - en bækur um verk hans og efni með mynstmm sem hann hefur hannað verða til sölu í Hafnarborg meðan á sýningunni stendur,__,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.