Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðlaugur S. Friðþjófsson fæddist í Seljalands- seli V-EyjaQöllum 9. janúar 1946. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugs voru Guðbjörg Jónína Helgadóttir, f. 10. október 1928, d. 18. júní 1998, og Friðþjófur S. Más- son, f. 25. mars 1927. Guðlaugur átti 7 systkini. Sam- mæðra honum voru Helgi, tví- burabróðir hans og Knútur S. Halldórsson, f. 1957. Samfeðra Guðlaugi voru Inda Marý, f. 1949, Einar, f. 1950, Anna, f. 1957, Már, f. 1959 og Svanhvít, f. 1965. Guðlaugur kvæntist 1970 Guðrúnu Arnadóttur frá Bræðraminni á Bíldudal, f. 28. mars 1952. Foreldrar hennar voru Guðrún Snæbjörnsdóttir, ^ f. 11. október 1912, d. 20. des- ember 1992, og Árni Krisljáns- son, f. 7. nóvember 1901, d. 8. apríl 1966. Andlátsfregn Guðlaugs frænda míns kom okkur ekki á óvart, þótt alltaf sé erfítt að skilja og sætta sig við andlát skyldmenna og vina sem látast langt fyrir aldur fram. I nokk- ur ár hefur hann háð baráttu við erf- iðan sjúkdóm, sem hann varð að lok- um að lúta í lægra haldi fyrir. Hann sýndi óbilandi dugnað og seiglu í Veikindum sínum og var oft á tíðum ótrúlega harður af sér. Fjölskylda hans studdi hann og styrkti á alla lund og sá til þess að hann gæti ver- ið heima hjá sér eins mikið og hægt var. Með örfáum orðum langar mig að minnast hans fænda míns og votta honum hinstu virðingu. Það fyrsta sem upp í hugann kem- ur þegar reynt er að festa á blað minningar um Gulla er, hvað honum var úthlutað mikilli lífsgleði. Hann var alltaf kátur og léttur og varla man ég eftir honum öðruvísi. Þar sem Gulli var, þar var glens og grín. Hann fór ungur að taka til hendi og vinna við þau störf sem þurfti að vinna í sveitinni. Og eins og flest «-^ungt fólk í sveitunum fór hann oft til starfa í sláturhúsunum en lengst af sinni starfsævi, sem því miður varð alltof stutt, starfaði hann hjá Vega- gerðinni. Hann var hörkuduglegur og ósérhlífínn til allrar vinnu, en fyrst og fremst heiðarlegur og traustur. í Seljalandsseli var heimili Gulla framan af ævi, Helga tvíburabróður hans, og Knúts yngsta bróður þeirra. I Seli var einnig heimili okk- ar flestra syskinabarnanna um lengri eða skemmri tíma. Við vorum öll eins og ein fjölskylda og frekar eins og systkini en frændsystkini. Þetta mótaði viðhorf okkar hvers til annars og gerði okkur náin. Það er mjög erfitt að tala um Gulla án þess að nefna Helga í sömu andrá. Þeir voru svo samrýndir og oftast eins og einn maður. Þeir bræður voru sex árum eldri en ég og við yngri krakkarnir litum upp til þeirra og treystum á þá í einu og öllu. Þeir voru líka traustsins verðir og til þeirra gátum við leitað bæði með aðstoð við sveitastörfin og einnig voru þeir afskaplega lagnir við að smíða fyrir okkur leikfóng og allt mögulegt sem tengdist leikjum okkar. Mér eru sérstaklega minnis- stæðar stundirnar vestur í smíða- ■ húsi, er frí var frá önnum hvers- dagsins, þegar framleiddar voru, í stórum stíl, ýmsar tegundir bifreiða handa okkur krökkunum, úr afgöng- um og ýmsu dóti sem til féll. Eins minnist ég sumarkvöldanna, ef ekki var verið í heyskap, þá höfðu bræð- urnir, Gulli og Helgi, frumkvæði að alls konar leikjum svo sem útilegu- ^mannaleik og ýmsu fleiru. Einnig höfðu þeir gaman af alls konar íþróttum, til dæmis hástökki, hlaup- Guðlaugur og Guðrún eignuðust þrjár dætur. 1) Guð- rún Jóna, f. 1970, hjúkrunarfræðing- ur gift Ómari Inga Bragasyni, þau eiga eitt barn, Orra, f. 1993, 2) Valborg Hlín, f. 1973, leik- skólakennari, hún á eitt barn, Guðlaug Má, f. 1993, faðir hans er Ingibjörn Sigurbergsson. 3) Guðlaug Helga, f. 1979, menntaskóla- nemi, sambýlismaður hennar er Þorvaldur Skúli Pálsson. Guðlaugur starfaði sem véla- maður hjá Vegagerð ríkisins á Hvolsvelli allan sinn starfsald- ur. Guðlaugur var í stjórn Verkalýðsfélagsins Rangæings og Lífeyrissjóðs Rangæinga um árabil. Hann starfaði einnig í fjölda ára með Björgunarsveit- inni Dagrenningu á Hvolsvelli. títför Guðlaugs S. Friðþjófs- sonar fer fram frá Stóradals- kirkju, V-Eyjafjöllum, í dag, föstudaginn 8. janúar og hefst athöfnin klukkan 14. um og stökkum sem iðkuð voru á túninu. Eg minnist þessara bernskuára austur í Seli, með öllum frændsystkinum mínum, með mikilli hlýju og þakklæti. Þegar ég var síðar í Skógaskóla var Gulli alltaf tilbúinn að skutla frænku sinni á Land-Rovernum austur að Skógum þegar ég hafði komið í heimsókn út að Seli á sunnudögum. Seinna tók ég eftir því að hann frændi minn var farinn að birtast í Skógum í tíma og ótíma. Eg hélt auðvitað að hann væri að koma til að heimsækja mig. En ég komst fljótlega að því að það var í öðrum erindagjörðum. Það var stúlka sem starfaði í eldhúsi skól- ans í Skógum sem Gulli var farinn að renna hýru auga til. Það var hún Ninna eða Guðrún Arnadóttir sem svo varð eiginkona hans. Þau voru einstaklega samhent í verkum sín- um og tómstundum og ánægð hvort með annað. Bæði voru kát og glöð og voru dæturnar þeirra þrjár, Guðrún Jóna, Valborg Hlín og Guð- laug Helga til að auka á ánægju þeirra. Síðar komu svo sólargeisl- arnir tveir Guðlaugur Már og Orri. Voru þeir afa sínum sérstakir gleði- gjafar. Á seinni árum urðu samskipti okkar minni en oftast hittist stór- fjölskyldan öll á ættarmóti á hverju sumri. Þar var Gulli og hans fjöl- skylda alltaf mætt og var hann eins og alltaf, hrókur alls fagnaðar. Við hittumst síðastliðið vor í fermingar- veislu hjá Knúti og Völu þegar tví- buradætur þeirra voru fermdar. Þá var Gulli orðinn mjög veikur en kom samt til að gleðjast með frænkum sínum og foreldrum þeirra. Á skömmum tíma hefur fjölskyld- an mátt þola mikinn missi. Þeir bræður Helgi og Knútur hafa nú mátt sjá á eftir móður sinni og bróð- ur með stuttu millibili. En ég veit að þeir standa saman og styrkja hvor annan ásamt fjölskyldum sínum. Kæri frændi, nú er hlátur þinn hljóðnaður hér á meðal okkar en nú ert þú kominn til ömmu og afa og mömmu þinnar sem hafa tekið þér opnum örmum og þú gleðst með þeim. Elsku Ninna, Guðrún Jóna, Val- borg, Guðlaug Helga, Helgi, Knútur og fjölskyldur ykkar, sem eigið nú um svo sárt að binda því söknuður- inn er mikill, getið samt glaðst yfír góðum minningum um einstakan dreng. Við Reynir, Heiður og Sigríð- ur vottum ykkur öllum einlæga sam- úð okkar. Guð veiti ykkur styrk. Henný og fjölskylda. Elsku afí Gulli. Nú ert þú kominn upp til Guðs og ■ert ekki lengur veikur. Það er erfitt að skilja að þú komir ekki aftur í Litlagerði eða með okkur aftur í Heiðina. Við áttum margar stundir með þér sem við munum seint gleyma. Við munum ærslin, elting- arleikinn, fótboltann og sögustund- irnar. Vídeómyndirnar, ljósmynd- irnar, amma og allir sem þekktu þig hjálpa okkur svo að muna allar hin- ar stundimar. Afi, þú hafðir allt sem góður afi hefur til að bera og við vorum gull- molarnir þínir, þú gullmolinn okkar. Við söknum þín og gleymum þér ekki! Guðlaugur Már og Orri. Kær vinur er genginn, eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við, sem þetta ritum, kynntumst Guð- laugi fyrir nálægt þrjátíu árum, þegar við tengdumst fjölskyldu- böndum, og tókst fljótt góð vinátta með okkur. Guðlaugur var hæverskur og hlé- drægur maður, sem ekki lét mikið yfir sér. Hann var hraustur og kröftugur, allt þar til að hann veikt- ist fyrir tæpum tíu áram, og ávallt boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd. Útivera og fjallaferðir voru yndi hans og þær stundaði hann mikið, bæði fjölskylduferðir og eins sem hjálparsveitarmaður. Eigin- konan, Guðrún Árnadóttir, tók þátt í þessu áhugamáli hans af lífi og sál. í slíkum ferðum var Guðlaugur hrókur alls fagnaðar og það var ekki amalegt að finna þægilegan kaffiilminn og fá hressilegar og uppörvandi óskir um góðan daginn, þegar við skreiddumst út úr tjald- inu snemma morguns, þreytt og þvæld. Það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir borgarbörn að fara í slíkar ferðir með Guðlaugi og þær urðu allnokkrar. Fjölskyldur okkar eyddu á löngu tímabili sum- arleyfinu saman í sumarhúsum og vorum við mjög samhent þar, sem endranær. Guðlaugur og Ninna bjuggu mestan hluta hjúskaparára sinna á Hvolsvelli. Þar uxu þrjár dætur þeirra úr grasi, Guðrún Jóna, hjúkrunarfræðingur, Valborg Hlín, leikskólakennari, og Guðlaug Helga, nemi í Menntaskólanum á Laugarvatni. Heimili þeirra hjóna stóð ættingjum og vinum ávallt op- ið, hvenær sem var, og móttökurnar voru hlýjar. Guðlaugur var mjög skylduræk- inn maður, sem mátti ekki til þess hugsa að missa dag úr vinnu. Hann starfaði hjá Vegagerðinni lengstan tíma af starfsaldri sínum og það var okkur, sem þekktum hann, hulin ráðgáta, hve lengi hann gat haldið áfram að vinna, þrátt fyrir sjúkdóm- inn. Mikið mæddi á Ninnu á síðustu sjúkdómsárunum og stóð hún hetju- lega með Guðlaugi alveg þar til yfir lauk, dyggilega studd af dætrunum og fjölskyldunni. Kveðjustundin er að renna upp og tregt er orðið að koma hugsununum á blað. Góður drengur er horfinn úr okkar heimi, langt um aldur fram. Huggunina er að finna í minning- unni um traustan og góðan vin. Elsku Ninna, Guðrún Jóna, Val- borg, Guðlaug Helga og fjölskyldur, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og vonum að góður Guð megi veita ykkur styrk í sorg- inni. Bjamfríður, Bragi og dætur. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. I hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byrjar Ijúft að tala. Þá líður nóttin ljúfum draumum í, svo ljúft, að kuldagust þú fmnur eigi, og, fyrr en veistu, röðull rís á ný, og roðinn lýsir yfir nýjum degi. (Hannes Hafstein.) Á öðrum degi nýs árs lauk langri og strangri baráttu Guðlaugs Frið- þjófssonar við illvígan og ólækn- andi sjúkdóm. Baráttu sem háð var af mikilli hugprýði og óbilandi kjarki í um það bil níu ár og allt þar til yfir lauk. Hverjum þeim sem fylgdist með þeirri baráttu duldist ekki að í Gulla bjó óvenju mikill styrkur og lífsþróttur. Erfitt átti hann með að beygja sig fyrir þeirri staðreynd sem ekki varð umflúin, að lífsgöngu hans var að ljúka. En eins og hann orðaði það sjálfur þeg- ar hann að lokum hafði sætt sig við að hverfa úr þessu llfi: „Það verður svo að vera og ekki orð um það meir.“ Þegar við lítum til baka og minnumst Gulla hrannast minning- arnar upp í huganum. Fyrst kemur minninginn um brúðkaup þeirra Ninnu sem fram fór í þeirri sömu kirkju er hann í dag er kvaddur frá. Gulli sem vildi gera gott úr öllum málum hughreysti mig, mágkonu sína, sem var í öngum mínum vegna þess að brúðarvöndurinn sem ég bar ábyrgð á og hafði komið með frá Reykjavík kvöldið áður var eitt- hvað farinn að láta á sjá. Síðan koma sumarferðalög með Ninnu, Gulla og stórfjölskyldunni frá Seli, sem okkur var boðið að taka þátt í. Alltaf var Gulli hrókur alls fagnað- ar, óþreytandi að fara í leiki með krökkunum og taka þátt í glensi og gamni. Útilegurnar í Þórsmörkinni verða ógleymanlegar með tilheyrandi gönguferðum upp á hæstu hnjúka og fell og að sjálfsögðu varð að klífa upp í Sönghelli. Gulli taldi að okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því, fólki á besta aldri, „því hún amma fer þetta eins og ekki neitt“. Eftirminnilegust verður okkur hálendisferð sem við fórum með Ninnu og Gulla fyrir þremur árum. Gulli hafði oft rætt um að hann yrði að fara með okkur í almennilega fjallaferð. Hálft í hvoru þurfti að sýna og sanna fyrir mágkonunni að það væri algjör nauðsyn að eiga samgöngutæki sem dygði til þess að skoða meira af landinu en út frá þjóðvegi nr. 1. I þessari ferð naut Gulli sín hvað allra best. I margra ára starfi sínu sem verkstjóri hjá Vegagerðinni hafði hann ótal sinn- um ferðast um hálendið sunnan- lands og þekkti landið eins og lófann á sér. Einnig hafði hann i mörg ár smalað fé á haustin á þess- um slóðum. Gulli var einstaklega góður og varkár bílstjóri og fundum við að honum var fyllilega treystandi til að koma okkur heilu og höldnu yfir óbrúaðar ár og torfærur. Hann var óþreytandi að upplýsa okkur um nöfn á kennileitum og sagði sögur frá fyrri ferðum sínum. Veðrið var ákjósanlegt og landið skartaði sínu fegursta. Sjúkdómurinn ægilegi gleymdist um stund og við öll nutum ferðalagsins. Heimsóknir í litla sælureitinn sem þau Ninna hafa ver- ið að búa sér í heiðinni fyrir ofan Seljalandsfoss verða líka perlur í minningafestinni. Það var aðdáuna- vert að fylgjast með staifi þeirra þar síðasta sumar. Kraftar Gulla voru þá mjög teknir að þveraa en hugurinn starfaði af krafti og fram- tíðaráformin um trjárækt voru rædd eins og ekkert væri sjálfsagðara. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við Stjáni þakka Gulla fyrir sam- fylgdina á ferðalagi lífsins. Við þökkum fyrir hlýjar móttökur í Litlagerðinu en þangað voru allir velkomnir og skipti ekki máli hvort um var að ræða einnar nætur gist- ingu eða fósturbarn var tekið meðan við foreldrarnir vorum erlendis í nokkrar vikur. Við biðjum Guð að gefa Ninnu, dætrunum þremur og fjölskyldum þeirra styrk til þess að takast á við erfiða tíma sem framundan eru. Minningin um góðan eiginmann og foður lifir. Hvíl í friði. Björg og Kristján. Kvaddur er í dag hinstu kveðju Guðlaugur Friðþjófsson, vélamaður hjá Vegagerðinni á Hvolsvelli. Fráfall hans kom engum á óvart, svo lengi var hann búinn að stríða við sjúkdóm sinn. Guðlaugur starf- aði nær allan sinn starfsaldur hjá Vegagerðinni í Rangárvallasýslu, en þar byrjaði hann árið 1965 og hafði starfað þar að huta til tvö næstu ár- in á undan. Það gefur augaleið að þegar menn hafa svo langan starfs- GUÐLAUGUR S. FRIÐÞJÓFSSON feril að baki sem Gulli þá hafa þeir lifað miklar breytingar á vegakerf- inu og vinnubrögðum öllum. Þegar hann hóf starf sitt voru vegirnir eingöngu malarvegir og miðaðist starfið við viðhald þeiraa og nýbyggingu. Þá voru líka aðrir tímar að því leyti að allar framkvæmdir voru í höndum Vegagerðarinnar sem átti allnokkuð af vélum, t.d. voru í Rang- árvallasýslu þrír vegheflar og ámokstursvél, ásamt smærri vélum. En Gulli starfaði lengst af sem vélamaður, aðallega á veghefli. Síð- ustu árin eftir að aðalvegirnir voru að miklu leyti komnh- með bundið slitlag og flest verkefni boðin út breyttist starfssviðið og hann starf- aði við almennt viðhald og þjónustu vegakerfisins. I öllum sínum störf- um var Gulli röskur og snöggur til og vflaði hlutina ekki fyrir sér ásamt því að vera hress í samskiptum sín- um við aðra. Og Gulli kunni líka að meta feg- urð landsins og uppi í Seljalands- heiðinni, ofan við Glúfrabúa, höfðu þau hjónin komið sér upp svolitlum reit. Þaðan er útsýni fagurt bæði yf- ir Rangárþing og til Vestamanna- eyja og upp til hlíðarinnar fyinr of- an. Þarna komu þau fyrir hjólhýsi og unnu að gróðursetningu. Eins og áður sagði hafði Gulli gengið lengi með sjúkdóm sinn, en svo dulur var hann um eigin hagi að hann hafi barist lengi við veikindin áður en samstarfsmenn hans vissu af þeim, enda ósérhlífnin slík að ekkert varð merkt í vinnu hans. Örlögum sínum tók hann af mikilli karlmennsku og æðruleysi allt til hinsta dags. Sama er að segja um Guðrúnu konu hans, en á hana hefur mikið reynt í langvinnu veikinda- stríði eiginmannsins. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja Gulla og þakka fyrir meira en þrjátíu ára langt samstarf um leið og ég votta Guðrúnu, dætrum þeirra og öðrum aðstandendum inni- lega samúð. Steingrímur Ingvarsson. Nú ertu laus frá þjáningum, elsku frændi, eftir sitja góðar minningar um þig, minningar sem enginn tekur frá okkur. Þú barðist af mikilli hörku og æðruleysi en allar þær þjáningar sem á þig voru lagðar er eitthvað sem við munum aldrei skilja til fullnustu. Eg man þegar ég var lítil stelpa og var að koma austur að Seli að oftast voruð þið Ninna þar, enda ykkar annað heimili. Eg átti tvo frændur sem voru alveg eins, þú og Helgi, oftast var það þrautin þyngri þegar ég þurfti að þekkja ykkur í sundur og varð þá oftar en ekki að leita hjálpar. Það var alltaf líf og fjör í kringum ykkur, gleði, hlátur og smá stríðni var það sem ein- kenndi umræðurnar við eldhúsborð- ið. Að fá að fara í bíltúr með ykkur Helga á Land-Rovernum var ævin- týri fyrir litla stelpu. Þú þekktir Þórsmörkina eins og lófann á þér og ég minnist einnar ferðar sem við krakkarnir fengum að fara með þér og pabba inn í Mörk að vori til, til að kanna árnar. Við komum við í Stóru-Mörk að taka olíu og maður- inn sem afgreiddi okkur hélt þig vera Helga og spurði mikið um sauðburðinn og annað sem sneri að búinu. Þú svaraðir eins og þetta væri þitt eigið. Þegar við lögðum af stað aftur varstu spurður af hverju þú hefðir ekki sagt honum að hann hefði ekki verið að tala við Helga. Þá sagðir þú að það tæki þig lengri tíma að skýra það út en að svara spurningunum - enda vissir þú þetta eins vel og Helgi - síðan hlóstu eins og þér einum var lagið. Margar slíkar minningar sitja eftir, elsku Gulli, og þær munu ylja um ókomna tíð. Elsku Ninna, missir þinn er mik- ill, þú hefur staðið þig eins og hetja að annast Gulla eins veikur og hann var orðinn. Þú hefur sýnt mikinn styrk og gerðir allt sem í þínu valdi stóð að uppfylla óskir hans um að vera heima í Litlagerði og á heima- slóðum undir Fjöllunum. Elsku Guðrán Jóna, Valborg, Guðlaug Helga, Helgi, Knútur og fjölskyldur, á rétt um hálfu ári er enn höggvið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.