Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON Víðir Óli Guð- mundsson fædd- ist á Siglufirði hinn 7. mars 1974. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn eftir erf- ið og langvarandi veikindi. Foreldrar hans eru hjónin Sig- urjóna M. Lúthers- dóttir og Guðmund- "V ur Óli Þorláksson sem lést 29. nóvem- ber 1977._Fósturfað- ir Víðis Óla er Ingi E. Sigurbjörnsson. Bróðir Víðis Óla er Guðm. Gauti Guðmundsson og systur hans, sammæðra, eru Lovísa, Ásgerð- ur og Hermína Guðbrandsdæt- ur. Systur Víðis Óla, samfeðra, eru Elsa, Guðný og Jóna Sigríð- ur Guðmundsdætur. Víðir Óli ólst upp á Siglufirði til sjö ára aldurs með móður sinni og hennar börnum og fluttist þá til Reykjavíkur. Strax á unga aldri varð Víðir Óli áhugamaður um söng- og leiklist. Hann tók þátt í upp- færslum Gaman- leikhússins og í sýn- ingum á Tosca og Vesalingunum hjá Þjóðleikhúsinu. Víð- ir fluttist ásamt móður sinni og bróður að Seilu- granda um níu ára aldur og gekk þá í Melaskóla og þaðan lá leiðin í Hagaskóla. Að skyldunámi loknu settist hann í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist hann þaðan árið 1994. títför Víðis Óla fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nokkur orð til sonar míns og fóstursonar Víðis Óla Guðmunds- sonar: Allt frá bernsku og ætíð síðan var hann yndið í æskuranni. Óx hann sem fagur fífill í túni, brosti mót sólu sálin hreina. Elskaði sonur, ástkæri bróðir, ástvinir þínir þig sífellt trega. Þökk fyrir líf þitt ljúft og fagurt, Ijómandi dæmi þinna vega, (Fr.Fr.) Drengurinn minn, drengurinn góði, _ v daga og nætur ég krjúpandi bað fyrir þér. Lífshlaupi sonar okkar Víðis Óla er lokið. Þótt hann hafi ekki náð há- um aldri þurfti hann að takast á við örlög sín í lífinu. Minningarnar um hann eru fagrar, ljúfar og fullar þakkiætis. Hann gaf okkur, fjöl- skyldu sinni, mikið. Við minnumst hans með þakk- læti, leikandi og syngjandi á leik- sviði með Gamanleikhúsinu og í Þjóðleikhúsinu. Við minnumst gleði hans og hamingju er hann stundaði nám í Kvennaskóla Reykjavíkur, þar naut hann sín og leið honum þar mjög vel. Hann virti kennara sína og skólameistara og starfaði með mikilli gleði að félagsmálum í skól- -#num. Síðustu fjögur og hálft ár ævi sinnar var Víðir Oli mjög veikur. Elsku drengurinn okkar, við er- um þess fullviss að þú átt góða heimkomu, annað er óhugsandi, því trú þín og fullvissa um framhaldslíf var sterk og sönn. Það var okkur mikils virði að hafa þig heima hjá okkur og geta hlúð að þér i þínum erfiðu veikindum. Það tókst með hjálp góðs fólks. Því þökkum við af alhug. Guð varðveiti þig, elsku Víðir Óli. Því er svo sárt að sakna, vinur kær, nú margar myndir vakna, vinur kær. Úr minninganna sjóði, ég man þig ljúfur góði. Góða nótt minn vinur, góða nótt. Þín mamma og Ingi. eðlilega, var að springa af stolti eins og sagt er. Þú varst mikill húmoristi og gerðir þá gjarnan grín að sjálfum þér og hlógum við oft dátt. Ég þakka þér, Víðir Óli minn, fyrir kvöldin þegar þú mættir með myndbandsspólu og spurðir hvort ég ætti ekki kók eða bara kaffi og svo horfðum við saman á kvik- myndirnar sem valdar voru að vel athuguðu máli og höfðu alltaf ein- hvern boðskap og þurfti þá að ræða málin á eftir og var þá ekki að spyrja að því þótt þú værir miklu yngri en ég, þá var það ávallt þannig að þú veltir upp hliðum á lífsins málum sem ég hafði ekki einu sinni komið auga á. Lífið breyttist fyrir fjórum og hálfu ári, þá veiktist þú, Víðir Óli minn, af sjúkdómi sem þú barðist við alla daga síðan og varðst þú, kæri bróðir, að láta undan og kveðja enda uppgefinn eftir langa og stranga baráttu. Ég treysti því að þú haldir upp á nýtt ár á góðum stað með pabba þínum sem lést úr sama sjúkdómi þegar þú varst drengur. Á sama tíma og ég gleðst yfir minningum um orkuríkan bróð- ur græt ég yfir öllu því sem þú náð- ir ekki að gera, en okkur hinum þykir ekkert nema sjálfsagt að geta gert. Ég hugga mig við þau orð þín og trúi því að lífið heldur áfram annars staðar og nú sértu kominn þangað þar sem fjötrar þínir eru af þér leystir, þú, elsku Víðir Óli minn, sleppir hjólastólnum og gengur, hleypur, talar, syngur og sérð. Ég kveð í bili, kæri bróðir, og minnist síðasta faðmlagsins sem var svo sterkt, einhvern daginn hitt- umst við aftur og þá veit ég að mín bíður traustur faðmur. Frændsystkini þín, Kristinn, Marzibil Ósk og Víðir Óli senda ást- arkveðjur með sálmi til þín: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgn'mur Pétursson.) Þín systir Ásgerður. Elsku Víðir Óli minn. Þegar ég hugsa um liðnar stundir og rifja upp afrek þín, sem voru svo mörg og stór, fyllist ég gleði og er sannfærð um að það, að slíkan fjársjóð af góð- um minningum um ástvin eiga ekki margir því þú varst einstakur. Um- hyggja þfn fyrir öllum var þvílík að fólk laðaðist mjög að þér og talaði um hve vel því liði í návist þinni og fann ég mjög sterkt fyrir því, einnig vildu litlu krakkarnir í fjþlskyldunni gjarnan vera hjá Víði Óla frænda, hann verður aldrei reiður, sögðu þau. Þú gladdir okkur frá bernsku með leik og söng, bæði heima og á opinberum vettvangi, og þú varst (Mltaf í aðalhlutverki og stóðst þig oaðfinnanlega. Ég var oft svo stolt afþérqðégltti^ftt^eMðppdg Elsku Víðir Óli, bróðir minn. Nú ertu horfinn úr lífi mínu, líf þitt var stutt og það einkenndist af miklum mótvindi en þú virtist ósigrandi í öllum þeim erfiðleikum sem þú lent- ir í. Ég man fyrst eftir þér syngj- andi um snjókall á skemmtun á Siglufirði, allur bærinn dáðist að þér. Þú varst góður leikfélagi, þú studdir mig ávallt í öllu og enda þótt ég hafi átt erfitt með að tjá mig þá var ég gríðarlega stoltur af þér. Þegar þú stóðst uppi á sviði, bæði í Þjóðleikhúsinu og hjá Gamanleik- húsinu, sá ég að ný stjarna myndi rísa, söngur þinn var fagur og leik- hæfileikar þínir voru miklir. Sá tími sem þú eyddir sitjandi á kaffihúsum var mikill og ég skildi aldrei hvað þú sóttir þangað, en ég held að það hafi verið friður og innri ró, nokkuð sem þú hafðir mikla þörf fyrir. Þegar þú veiktist hvarf mikið úr lífi mínu. Enda þótt við hefðum rif- ist mikið, eins og bræður gera, náð- um við mjög vel saman síðustu árin sem þú varst frískur og ég vildi óska þess að þau ár hefðu getað verið fleiri. Nú er baráttu þinni lokið, sú bar- átta stóð í mörg ár og þú stóðst þig eins og sannur víkingur. Ég mun ávallt muna eftir þér sem hamingju- sömum dreng og_ kærum vini. Ég elska þig, Víðir Óli, þú ert hetjan mín. Gauti. Elsku Víðir Óli, þakka þér fyrir þær stundir sem þú veittir mér á lífsferii þínum. Þú varst svo fullur af lífi og það var svo mikil ánægja að fylgjast með þér og vera með þér. Ég var lítill þáttur í þínu dag- lega lífi í mörg ár og missti af öllum þínum stóru afrekum er þú varðst eldri. En það sem skiptir máli er að ég kynntist því hvað þú varst yndis- legur og hafðir skemmtilega kímni til að bera. Það var fátt sem þér datt ekki í hug. Þú hefur oft fýllt mig hlýju og komið mér til að brosa er ég hef hugsað til þín og rifjað upp fá af mörgum uppátækjum þín- um sem áttu sér stað áður en ég flutti út. Bless, elsku Víðir Óli. Þótt þú sért farinn mun ég alltaf geta leitað til þeirra minninga sem ég á um þig. Þín systir Hermína. Elsku bróðir. Ég var lánsöm að eiga þig fyrir bróður og vin þann stutta tíma sem þú dvaldir hjá okk- ur. Einlægari og traustari félaga er vart að finna. Alltaf brosandi og til- búinn að sjá það jákvæða í lífinu og tilverunni, alltaf reiðubúinn, sama hvert tilefnið var. Þú gafst lífinu ljóma og lit með þínum sérstöku hugmyndum og lif- andi framkomu. Líf þitt var ekki alltaf auðvelt, en þér tókst ávallt að finna tilgang með öllu og leið út úr myrkrinu. Eftir stóðst þú sterkari og tignarlegri og miðlaðir þér eldra fólki af reynslu þinni. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Kæri vinur, takk fyrir samfylgd- ina. Lovísa systir og fjölskylda. Víðir Óli, mágur minn, er dáinn, þessi Ijúfi og brosmildi drengur. Ég kom inn á heimili hans er hann var lítill drengur og kynntist ég honum strax og við urðum mjög nánir, en það duldist engum að þarna var mjög sérstakt barn, orðaforði og orðaval var þannig og skoðanir hans að talað var um að drengurinn hefði gamla sál og fylgdi það honum í gegnum lífið sem ekki varð langt. Víðir Óli hafði meiri orku en flestir, hann varð fljótt mikil félagsvera og bjó yfir miklum hæfileikum. Pínulít- ill rogaðist hann með harmoniku, fór á kór- eða leiklistaræfingar, alltaf var nóg að gera. Oft velti ég því fyrir mér hvaða starfsvettvang hann myndi finna sér í framtíðinni. Lífið var ekki erfiðleikalaust hjá Víði Óla, en hann tók á erfiðleikum eins og öðrum verkefnum og af- greiddi þá af festu og krafti. Þó kom að því að hann fékk ekki við lífið ráðið. Hinn 4. júlí 1994 fékk mágur minn slæma heilablæðingu og allar götur síðan hefur hann háð stranga baráttu fyrir lífi sínu og er óskiljanlegt hvernig þessi kraft- mikli drengur hristi af sér hver veikindin á fætur öðrum. En þetta langa stríð hans tók ekki enda, trúi ég, fyrr en hann var orðinn viss um að við værum undir það búin að hann legði af stað til betra lífs á öðr- um stað. Hann trúði þvi að hann myndi einhvern daginn hitta pabba j sinn sem lést þegar hann var lítill drengur. Elsku Víðir Óli minn, ég veit að þú ert kominn þangað þar sem þér líður betur. Ég kveð þig í bili með orðunum sem Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25) Þinn mágur Helgi. Ástkæri frændi. Ég bjóst aldrei við því að standa í þeim sporum að skrifa minningargrein um þig. Þú varst stóri frændi minn, þannig að ég leit upp til þín. Allt sem þú gerð- ir var frábært. Þrátt fyrir ungan aldur man ég enn þegar ég sá þig syngja í Þjóð- leikhúsinu, það fór gæsahúð um mig allan. Stóri frændi var orðinn fræg- ur. Þú varst mesta félagsvera sem ég hef kynnst, þú varst ekki ánægð- ur nema þú hefðir fullt að gera í fél- gslífi eða öðru. Þegar ég hugsa til baka man ég aldrei eftir þér nema í góðu skapi. Þú fylltir allt í kringum þig af gleði og hlýju. Þú varst fulltrúi hins góða, þú varst „amí barn stjarnanna". „Þú, Guð lífsins. Dauðinn er framandi og kaldur. Andardráttur- inn þagnar, lífið fjarar út, hið síð- asta orð er sagt. Augun slokkna og bresta. Hlýjar, lifandi hendur kólna, stífna." (Gerhartd Pedersen) „Drottinn minn og Guð minn, þú hefur endurleyst mig, friðkeypt og frelsað. Ég er þín eign og barn þitt. Lát mig fá að lifa undir þínu valdi í ríki þínu. Lát mig þjóna þér í rétt- læti og sakleysi og sælu. Þú ert upprisinn frá dauðum. Þú lifir og ríkjr að eilífu." (Úr sænsku.) Ég elska þig sem Jbróður. Ég sakna þín sem vinar. Ég kveð þig um stund. Þinn frændi Guðmundur ÓIi. Elsku Viðir Óli. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Við áttum margar góðar stundir í Langhúsum hjá Bjössa frænda. Á hverju sumri vorum við að reka kýrnar og hjálpa til við heyskapinn, og oft kom það fyrir að við skemmt- um heimilisfólkinu með uppátækj- um okkar. Manstu t.d. þegar við vorum sjö ára gömul og jörðuðum fuglinn, með tár í augum og rauluð- um svo yfir honum brúðarmarsinn í staðinn fyrir jarðarfararsálminn! Þú varst svo mikið náttúrubarn - og komst alltaf auga á hið fagra og góða í kringum okkur. Alltaf leið okkur vel í sveitinni og gátum vart beðið næsta sumars. í hvert skipti sem ég hugsa til þín rifjast upp skemmtileg atvik frá þessum tíma. Elsku Billa, Gauti, Gerða, Lolla, Hemmý og aðrir aðstandendur - megi guð gefa ykkur styrk í sorg- inni - minningin um góðan dreng lifir. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Elsku Víðir minn, ég þakka fyrir allai' stundirnar sem ég fékk að eiga með þér. Hvíl þú í friði, elsku frændi. Þín frænka og vinkona, Halldóra María Elíasdóttir. Á lífsleiðinni kynnist maður mörgum. Bæði börnum og fullorðn- um. Ég læt hugann reika um það bil tíu ár aftur í tímann. Víðir Óli var fallegur drengur. Einstaklega fal- legur. Pírð augun, örlítið skásett, svolítið búlduleitt andlitið, skríkj- andi lífsgleðin, kvikar hreyfingar, undurfögur, kraftmikil söngrödd, tilfinningalegt næmi, óvenjulegt fyrir tólf ára dreng, einstakir leik- hæfileikar. Fallegur drengur. Við Víðir Óli fórum saman í ferða- lag. í heilan mánuð. Við fórum til Hollands og til Vínar. Hann til- heyrði hópi ungra, framsýnna lista- manna sem kölluðu sig Gamanleik- húsið. Af einhverjum ástíeóum var ég fengin til að fylgja þessum hópi sem ég reyndar þekkti ekki fyrir, á tvær leiklistarhátíðir á erlendri grund. Ferðalagið hafði þetta unga listafólk skipulagt sjálft undir stjórn forsprakkans, Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Víðir Oli var næstyngstur í hópnum. Ég kynntist hópnum og foreldrunum nokkuð við undirbúning ferðarinnar, en nokkru áður en haldið skyldi af stað hafði erfiður vinarmissir næstum valdið því að ég færi ekki þessa ferð. Fyrir hvatningarorð fjölskyldu minnar lét ég þó til leiðast. Þetta ferðalag varð örlagavaldur í lífi mínu. Þess vegna var Víðir Óli á vissan hátt örlaga- valdur í lífi mínu. Hann, ásamt hin- um yndislegu unglingunum í þess- ari ferð leiddi mig á vit ástarinnar öðru sinni. Ég þakkaði þeim oft fyr- ir að hafa „fundið" fyrir mig eigin- mann. Víðir Óli, - svo einlægur og yndislegur spurði mig: Elskar þú hann? Og ég sagði já. Svo spurði hann Hollendinginn: Do you love her? Og hann sagði já. Barnsleg einlægni og næmi fyrir mannlegum tilfinningum. Víðir Óli sló í gegn í Hollandi. Hann eignaðist hlut í hjarta allra sem kynntust honum, og síðar þeg- ar ég bjó í Hollandi mundu allir eft- ir Víði Óla. Litla stráknum með fal- lega brosið og fallegu röddina sem átti sviðið um leið og hann steig á það, hvort sem það var úti í skógi vöxnu framandi umhverfi, á stóru leikhússviði eða innan um jafnaldra í skólaumhverfi. Allir elskuðu Víði Óla. Við Roland urðum hjón, hann flutti með mér til íslands eftir að Gamanleikhúshópurinn hafði hjálp- að dyggilega til við að undirbúa komu hans á heimili mitt og barn- anna minna tveggja. Svo skildi leið- ir okkar Víðis Óla um tíma. Við Roland fluttum aftur til Hollands. Víðir Óli var unglingur og þreifaði sig áfram í leit að lífsham- ingjunni. Við fylgdumst alltaf með honum úr fjarska. Leitin að lífsham- ingjunni var á stundum erfið og átakamikil fyrir þennan unga hæfi- leikaríka listamann. Síðan fluttum við heim. Og skömmu síðar lágu leiðir okkar Víðis Óla saman að nýju. Það var kærkominn fundur. Ungur, glæsilegur maður búinn að ná áttum, kominn á fullt í það sem var honum kærast, nefnilega leik- listina og sönginn. Og sló í gegn í nemendasýningu Söngsmiðjunnar, Cabarett. Hvað hann var fallegur. Hafði nýlokið stúdentsprófi og allt gekk honum í haginn. Hvers vegna sá enginn það fyrir að hann fékk arfgengan sjúkdóm sem hafði fylgt honum í þennan heim án þess að nokkur vissi? Ekkert var hægt að aðhafast. Einstök móðir, einstök systir og einstök fjölskylda sinntu Víði Óla í erfiðum veikindum hans. Stór vinahópur þessa einstaka unga manns minnkaði eins og gjarnan gerist við slíkar aðstæður. Lífið heldur áfram og allir sýsla sitt. Þó leitar hugurinn ætíð til þess sem maður hefur einu sinni tengst ein- stökum vinaböndum. Við Roland héldumst í hendur, hljóð, í djúpri sorg þegar fréttin um fráfall Víðis Óla barst okkur. Tíu ár- um eftir að við hittum hann fyrst. Hann verður alltaf hluti af lífi okkar í fögrum minningum um ástina, vin- áttuna, fegurðina og listina. Ein- stakur listamaður er fallinn frá sem þjóðin missti því miður af því að njóta. Maður skilur ekki alltaf allt í þessu lífi. Við vottum ykkur, elskulega Billa, Gerða, fjölskyldan öll og vinir, okkar dýpstu samúð og virðingu. Soffía og Roland. Það var fallegt og stillt veður. Sólin sem barðist við það að komast hærra á loft, skein blítt. Allt var kyrrt. Það var vegna þess að þú varst farinn. Við kynntumst í Hagaskóla og smám saman varð kunningsskapur að innilegri vináttu sem skilur eftir sig margar góðar minningar. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum og rifja upp eitt- hvað af skemmtilegum stundum ísem við áttum saman, eins-og til ”i(ii>I^idníl síjnf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.