Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 38
' 38 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
„Sálarvana
neytendur“
Hömluleysið er á hinn bóginn til marks
um að gagnrýna hugsun skortir í
samfélaginu.
HVERNIG ber að
bregðast við þeirri
hugmyndafræði
sem nú er ráðandi
á vesturlöndum og
sett hefur auðgildið ofar mann-
gildinu? Með hvaða hætti geta
rétthugsandi menn brugðist við
þeirri yfirgengilegu græðgi og
hömulausu neysluhyggju sem
einkennir samfélagið? A hvern
veg fá Islendingar staðið gegn
þeirri alþjóðlegu þróun sem
grefur undan fomum lífsgildum
og mælir allt út frá hagsmunum
fjármagnsins?
Þessar vom efnislega þær
spumingar sem Karl Sigur-
bjömsson biskup bar upp í
predikun í Dómkirkjunni á ný-
ársdag. Spurningar þessar em
að sönnu ekki
VIÐHORF férlegafrum-
______ legar en efms-
eftir Ásgeir tök biskupsins
Sverrisson voru með þeim
hætti að at-
hygli hlýtur að vekja. Rröftulega
var að orði komist og boðskapur-
inn var skýrari en menn eiga að
venjast þegar fulltrúar kirkjunn-
ar íreista þess að taka samfé-
lagsmál til umfjöllunnar.
Karl Sigurbjömsson sagði í
predikun sinni að siðfræði og
siðgildi hefðu verið ofarlega á
baugi í íslensku samfélagi á ný-
liðnu ári. Mönnum væri engan
veginn ljóst hvaða mælikvarða
leggja ætti til grandvallar þegar
taka bæri afstöðu til hins mögu-
lega og gróðavænlega og hins
siðferðislega réttlætanlega.
Sagði biskup síðan efnislega að
hugmyndafræði fjármagns og
neyslu væri nú ráðandi. „Þú ert
neytandi. Lausnin á öllum vanda
er fólgin í því sem hægt er að
kaupa sér. Hvað megnar að
hamla gegn því gífurlega afli
sem leitast við að móta líf okkar
og gera að sálarvana neytendum
og hugsunarlausum áhorfendum
á markaðstorgi lífsins þar sem
græðgin ein ræður för? Þar sem
allt er metið til markaðsverðs og
út frá fjárhagslegum forsendum,
þar lýtur hið veika og vanmegna
í lægra haldi.“
Svar biskupsins yfir Islandi er
það að siðgæði sé ekki einvörð-
ungu hugtak heldur beri að iðka
það. Trúin hafi í gegnum tíðina
haft það hlutverk að miðla því
með bæn kynslóð fram af kyn-
slóð. Hvatti Karl Sigurbjömsson
síðan til þess að sóknir og söfn-
uðir landsins kölluðu heimili,
skóla og uppeldisstofnanir til
samstarfs um að kenna börnum
bænir og sálma. „Það er eitt
allra mikilvægasta verkefni
kirkju og uppeldisstofnana að
hamla gegn eigingirninni og
græðginni," sagði biskup m.a.
Margir munu vafalaust fagna
þessum orðum biskupsins yfir
Islandi og þeirri skörpu grein-
ingu á samtímanum sem þau
hafa að geyma. Ef það er rétt að
eitt helsta hlutverk kirkjunnar
sé að hamla gegn eigingiminni
og græðginni fer tæpast á milli
mála að starfsmenn stofnunar-
innar þurfa að bretta upp
ermamar og skerpa málflutning
sinn.
Verður gildi bænarinnar dreg-
ið í efa? Hver er þess umkom-
inn? Og hver treystir sér til að
andmæla því að bömum sé hollt
að læra bænir og sálma?
Bænin gerir menn hins vegar
ekki gagnrýna. Þvert á móti hef-
ur bænin í gegnum söguna oftar
en ekki verið huggun þeirra sem
búa við aðstæður sem þeir fá
ekki breytt. Aukinheldur getur
bænin verið ósk um óbreytt
ástand. Þess vegna duga bænir
og sálmar skammt sem einhvers
konar vernd gegn auðgildis-
hyggju, neyslugeðveiki og sýnd-
armennsku samtímans.
Óskandi er að þeir sem þess
era megnugir biðji oft og reglu-
lega fyrir íslensku þjóðinni, ekki
mun af veita. En aflið sem leitast
við að breyta mönnum í „sálar-
vana neytendur og hugsunar-
lausa áhorfendur á markaðstorgi
lífsins" verður einvörðungu
stöðvað með breyttum viðhorf-
um, sem hin gagnrýna hugsun
fær ein fram kallað.
Græðgin og neysluhyggjan
sem mótar svo mjög samfélag
Islendinga um þessar mundir er
einskonar samfélagslegt forrit.
Það nærist á tómhyggju samtím-
ans en burðarstoðir hennar era
græðgi, öfund og samanburður,
sem kölluð era fram með skipu-
legri mötun.
Þessi ófögnuður verður aldrei
meira áberandi en í desember-
mánuði þegar menn slíta sér út
við svonefndan , jólaundirbún-
ing“, sem einnig lýtur ofurvaldi
markaðsaflanna. Einhvers konar
æði rennur síðan á Islendinga
við jólainnkaupin og breytir
þeim í heldur ógeðfelldan þátt í
þjóðlífinu. „Sálarvana neytendur
og hugsunarlausir áhorfendur"
æða um líkt og þeir lúti fjarstýr-
ingu. Engu er líkara en forritið
fylli öll megabæti hugar og sálar.
Með þessu er hins vegar ekki
sagt að neysla og fjármagn sé
eingöngu birtingarmynd hins illa
í heiminum. Alþjóðleg fjár-
magnshyggja hefur t.a.m. gjör-
breytt lífskjörum stórs hluta
jarðarbúa á þessari öld og það er
skattlagning neyslu og tekna
sem m.a. gerir kleift að halda
uppi ríkiskirkju.
Hömluleysið algjöra er á hinn
bóginn til marks um að gagn-
rýna hugsun skortir í samfélag-
inu. Þá hugsun þarf að efla, ekki
sfst í skólum landsins. Það er
umhugsunarefni að aðrar þjóðir
virðast almennt ekki tapa sér
svo gjörsamlega í neyslubrjál-
seminni sem Islendingar.
Skýringin hlýtur m.a. að liggja
í menntun þeirri sem þjóðin hef-
ur fengið. Þannig er t.a.m. ljóst
að heimspeki hefur ekki hlotið
þann sess í íslenska menntakerf-
inu sem hún nýtur víða erlendis.
Reynslan sýnir að gagnrýna
hugsun má auðveldlega þjálfa
upp hjá ungu fólki með iðkun
heimspeki. Hana mætti síðan
tvinna saman við nýja og breytta
samfélagsfræði, sem hefði það að
markmiði að gera nemendur að
gagnrýnum, sjálfstætt þenkjandi
þegnum í frjálsu markaðsþjóðfé-
lagi.
Bænir og sálmar kunna enn að
vera í fullu gildi en hin gagnrýna
hugsun, sem kennir fólki að efast
um hið viðtekna og spyrja um
forsendur þess sem tíðkað er,
verður eftir sem áður haldbesta
vörnin gagnvart þeim öflum sem
nú leitast við að móta líf manns-
ins frá vöggu til grafar.
GUÐFINNA
VILHJÁLMSDÓTTIR
+ Guðfinna Vil-
hjálmsdóttir
fæddist á Hálsi á
Ingjaldssandi 2.
september 1917.
Hún lést á heimili
sínu, Seljahlfð,
fimmtudaginn 31.
desember síðastlið-
inn. Guðfinna var
dóttir hjónanna
Sesselju Svein-
björnsdóttur, f.
1893, d. 1950, og
Vilhjálms Jónsson-
ar, f. 1888, d. 1972,
bónda og skósmiðs
á Isafirði. Systkini Guðfinnu
voru: Guðmundina Kristín, f.
1915, Jón, f. 1918, d. 1994, Guð-
mundur Friðjón, f. 1919, d.
1920, Guðmundur Friðrik, f.
1921, Jóhanna, f. 1922, Ásgeir
Þór, f. 1924, Hansina Guðrún
Elísabet, f. 1926, Ólafur Svein-
björn, f. 1928, Finnur, f. 1929, d.
1930, Sumarliði, f. 1930, Jason
Jóliann, f. 1832, og Matthías
Sveinn, f. 1933. Fyrstu fimm ár
bernsku sinnar bjó Guðfinna á
Ingjaldssandi, en fluttist síðan
búferlum með foreldrum sínum
til Isafjarðar. Þar bjó hún í föð-
urgarði á Sigurhæðum við Urð-
arveg, uns hún hóf að vinna fyr-
ir sér víðsvegar í vistum og síð-
ar í sfld á Ingólfsfirði á Strönd-
um.
Guðfinna hóf sambúð með
Kristni Daníeli Guðmundssyni,
f. 18. janúar 1913, d. 19. júní
1985, árið 1935 á Isafirði. For-
eldrar Kristins voru Guðjóna
Brynhildur Nikóhna Jónsdóttir,
f. 1890, ljósmóðir, og Guðmund-
ur Ágúst Jónsson, f. 1885, bóndi
á Vífilsmýram í Önundarfirði.
Guðfinna og Kristinn slitu sam-
vistum 1940. Eftir það fluttist
Guðfinna til Reykjavíkur og
giftist þar 2. september 1943
Mig langar til að minnast ást-
kærrar tengdamóður minnar, Guð-
finnu Vilhjálmsdóttur, eða Finnu
eins og hún var oftast kölluð. Fyrir
rúmum 30 áram tókust með okkur
kynni, þegar ég og sonur hennar
Hjálmar voram í tilhugalífínu. Guð-
finna átti stóran systkinahóp og var
næstelst af þrettán systkinum.
Finna átti þrjár dætur þegar hún
kynnist Arnóri Diego Hjálmars-
syni, eiginmanni sínum. Það fór
ekki fram hjá neinum sem þekkti til
þeirra sómahjóna að þeirra hjóna-
band var farsælt og hamingjuríkt
til 40 ára, eða þar til Arnór lést að-
eins sextugur að aldri. Þau eignuð-
ust sex börn, þrjá syni og þrjár
dætur.
Finna var ákaflega myndarleg
húsmóðir af „gamla skólanum".
Hennar stóra heimili fylgdi oft mik-
ill gestagangur, því stórar ættir
vora á báða vegu, og oft var öragg-
lega ekld úr svo miklu að spila. En
Finna sá um að alltaf væri til nóg af
mat og drykk til að bjóða gestum
og hún lét sig ekki muna um að búa
til kæfu, rúllupylsu eða slátur svo
ekki sé talað um allan baksturinn
hennar: kleinur, hafrakex, jólakök-
ur eða tertur. Stundum vai- hún
varla búin að taka út úr ofninum
þegar allt var búið.
Finna var sérstaklega lagin í
höndum, hvort sem það hét að
prjóna, sauma eða hekla. Hún
prjónaði ótal lopapeysur og fengu
færri en vildu, og vora útlendingar
sérstaklega ánægðir með peysurn-
ar hennar. Fyrir jólin, oft á Þor-
láksmessu, sat hún stundum alla
nóttina við að klára jólakjólana á
yngstu stelpurnar, og var þá búin
að prjóna eða sauma flestar jóla-
gjafirnar handa börnum og barna-
börnum. Ekki var handbragðið
hennar Finnu síðra en þeirra sem
hafa lært sínar iðngreinar í skólum,
það lék allt í höndunum á henni.
Ekki get ég látið hjá líða að minn-
ast á að Finna hafði unun af lestri
Arnóri Kr. Diego
Hjálniarssyni, f. 30.
mars 1922, d. 25.
mars 1983, yfirflug-
umferðarstjóra í
Reykjavík. Börn
Guðfinnu era: 1)
Brynhildur Krist-
insdóttir, f. 25. júlí
1935, gift Brynjólfi
Árnasyni, f. 12. júlí
1921, eiga þau þrjú
börn og átta barna-
börn. 2) Selma
Kristinsdóttir, f.
9.6. 1938, gift
Magnúsi R. Jóns-
syni, f. 9.9. 1936, skilin og eiga
þau þrjú börn og níu barna-
börn. 3) Vilma Mar, f. 21.12.
1940, gift Erling Ottóssyni, f.
12.2. 1928 og eiga þau fjögur
börn og átta barnaböm. 4)
Hjálmar Diego, f. 26.11. 1942,
kvæntur Önnu S. Kristjánsdótt-
ur, f. 3.7. 1947, og eiga þau þijú
börn og fjögur barnabörn. 5)
Halldóra F., f. 22.5. 1944, gift
Arngeiri Lúðvíkssyni, f. 8.1.
1946, eiga þau þijú börn. 6)
Hörður Diego, f. 24.3. 1946,
kvæntur Kolbrúnu Emmu
Magnúsdóttur, f. 15.8. 1944,
eiga þau þijú börn og sex
bamabörn. 7) Jóhann Diego, f.
13.12. 1949, kvæntur Maríu
Jenný Jónasdóttur, f. 1.11.
1945, eiga þau tvö börn. 8)
Alma Diego, f. 9.8. 1953, gift
Ævari Gestssyni, f. 14.9. 1947,
eiga þau þijú börn og þijú
barnabörn. 9) Guðfinna Hrefna
Diego, f. 12.1. 1955, gift Karvel
Hólm Jóhannessyni, f. 13.10.
1952, eiga þau Qögur börn og
eitt barnabarn. Alls urðu af-
komendur Guðfinnu 76 og era
allir á lífi.
Útför Guðfinnu fer fram frá
Seljakirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
góðra bóka og alltaf var bók við
rúmstokkinn hennar. Oft dáðist ég
að henni fyrir hversu gott minni
hún hafði og jafnvel eftir að hún
varð veik gat hún rifjað upp ótrú-
legustu hluti. Ljóst er að hefði þessi
kona haft tækifæri til að menntast
hefði hún getað náð langt.
Finna var iðulega í góðu skapi,
aldrei ofsakát eða langt niðri, alltaf
eins og lygn sjór. Eg man þegar
hún varð fimmtug og börnin hennar
ákváðu að gefa henni sjálfvirka
þvottavél. Þá vora þær nýkomnar á
markaðinn og þeim fannst ekki
hægt að horfa á mömmu sína með
allan þennan þvott, sem var þá
þveginn í vél, settur í suðupott og
síðan skolaður í bala, enda tók það
heilan dag hjá henni þegar þvotta-
dagur var. Henni fannst þetta alltof
mikil gjöf en hún var fljót að finna
hvað þetta var mikill léttir. Svo
kom að því að hún þurfti viðgerðar-
mann eftir margra ára notkun á
þessari vél, viðgerðarmaðurinn
varð svo undrandi þegar hann sá
þessa þvottavél, sem hann hélt að
væri ný, því Finna pússaði vélina
svo vel eftir hverja notkun að það
sá ekki á henni eitt þvottefniskorn.
Það var mikið áfall fyrir Finnu
þegar Arnór féll frá. Þá var hann
búinn að missa heilsuna. Arnór
fékk heilablæðingu nokkrum árum
áður en hann lést en náði aldrei
fullri heilsu aftur. Þegar Finna var
loksins farin að sætta sig við að
vera ein og farin að gera áætlanir
fram í tímann verður hún sjálf fyrir
áfalli aðeins rúmu ári eftir að Arnór
deyr. Hún fær sjálf heilablæðingu
og var uppfrá því ófær um að sjá
um sig sjálf aðeins 66 ára gömul.
Eftir það má segja að þessi hæfi-
leikaríka kona hafi misst alla löng-
un og getu til að njóta alls þess sem
hún var vön og var mjög svo ósátt
við að vera upp á aðra komin.
Eg óska henni guðs blessunar og
góðrar ferðar til Arnórs síns. Eg
sendi börnum hennar og barna-
börnum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Anna.
Mig langar til að minnast elsku-
legrar ömmu minnar, Guðfinnu Vil-
hjálmsdóttur, með nokkram orðum.
Amma Guffý eins og hún var alltaf
kölluð af barnabörnum sínum var
yndisleg amma. Það var alltaf jafn
gaman að koma á heimili hennar og
afa míns, Arnórs D. Hjálmarssonar
í Hæðargarði 44 í Reykjavík, en
þar var þeirra heimili lengst af.
Móttökurnar þar vora alltaf jafn
góðar, sama á hvaða tíma komið
var. Osjaldan var amma búin að
baka af sinni alkunnu snilld góm-
sætar tertur og var þá sest við eld-
húsborðið og gætt sér á kræsingun-
um. Afi, sem var ávallt kallaður afi
Nóri af barnabörnum sínum, lést
langt um aldur fram 25. mars 1983,
61 árs að aldri. Rúmu ári síðar fékk
amma Guffy áfall sem leiddi til van-
heilsu hjá henni. Hún flutti þá úr
Hæðargarðinum og var svo lánsöm
að fá inni á elli- og vistheimilinu
Seljahlíð strax og það tók til starfa
og bjó þar síðustu ár ævi sinnar. I
Seljahlíð undi hún hag sínum vel
við spilamennsku og hannyrðir, en
hannyrðir vora hennar aðaláhuga-
mál og eftir hana liggja mörg verk.
Eg tel mig hafa fengið þennan
hannyrðaáhuga ömmu í arf frá
henni. I Seljahlíð var líka gott að
koma og rúmaði litla herbergið
alltaf nóg þó fjölmenni væri, eins og
t.d. á afmælisdögum hennar og að-
fangadag.
Margar góðar minningar á ég um
ömmu Guffy sem munu ylja mér í
framtíðinni. Mér era mjög minnis-
stæð ferðalögin um Island sem ég
fór í með ömmu og afa ásamt for-
eldrum mínum, Halldóra og Arn-
geiri, og systkinum mínum, Ásdísi
og Arngeiri. M.a. fórum við saman
vestur á ísafjörð á æskuslóðir
ömmu. Á leiðinni þangað gistum við
á tjaldstæðum og var þá mjög gott
að þiggja gómsætar kræsingar úr
nestisboxunum hennar ömmu.
Mér eru einnig minnisstæðir þeir
dagar sem amma og afi áttu með
okkur þegar við fjölskyldan bjugg-
um vestur í Virginia Beach, í
Bandaríkjunum fyrir u.þ.b. 20 ár-
um. Amma og afi nutu þess alveg í
botn að ferðast saman og ósjaldan
hefur amma nú síðustu æviár sín
rifjað upp skemmtilegar minningar
frá ferðalögum sem hún og afi fóru
í, bæði hérlendis og erlendis.
Mig langar að þakka fyrir allar
þær góðu stundir sem við amma
áttum saman. Elsku amma, ég veit
að afi og aðrir ástvinir þínir sem
farnir eru á undan hafa tekið vel á
móti þér og nú era fagnaðarfundir
á öðra tilverastigi. Nú líður þér vel,
elsku amma mín, laus við allar
þjáningar. Mig langar til að þakka
starfsfólki Seljahlíðar fyrir alveg
frábæra umönnun og þá sérstak-
lega síðustu dagana þegar ljóst var
hvert stefndi.
Elsku mamma og öll hin systkin-
in megi minningin um elskulega
móður lifa í hjarta ykkar. Guð gefi
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um, en ég veit að móðir ykkai- mun
fylgjast með ykkur frá sínum nýja
dvalarstað.
Guðbjörg Arngeirsdóttir.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.