Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 FÓLK í FRÉTTUM Facette ‘99 á Broadway í kvöld Skúlptúrar og nytjaflíkur í KVÖLD verður haldin í fjórða skipti Facette-hönnunarkeppnin á Broadway. Húsið opnar kl. 20 fyr- ir matargesti en almenn dagskrá hefst kl. 23. Þátttakendur keppn- innar eru á aldrinum 16-30 ára og hafa ekki útskrifast sem fag- fólk í hönnun eða haft greinina að atvinnu. Gestahönnuður kvölds- ins, Jón Island, sýnir fatnað úr selskinni og roði. Skóhönnun er nýjung Valgeir Magnússon hefur verið framkvæmdastjóri keppninnar frá upphafí. „Við í Völusteini og Vogue byrjuðum á þessu ævintýri á sinum tíma. Það eru talsvert margir sem hafa keppt undanfar- in þijú ár sem eru að vinna í dag við fatahönnun, og þá ekki endi- lega þeir sem hafa unnið keppn- ina. I ár tóku um 120 manns þátt í undanúrslitakeppninni og 21 þeirra eru í úrslitum í fatahönn- ununni en tiu í skóhönnuninni. Margar hugmyndanna eru mjög góðar og keppnin hefur fengið það mikla umfjöllun að sumir hafa notað það sem stökkpall inn í góðan skóla að hafa náð ár- angri í þessari keppni.“ - Hvers er tekið tillit til þegar vinningshafar eru valdir? ... „Það eru mjög margir þættir sem spila þar inn í. Sköpunargleði er mjög mikilvægur þáttur, líka hvemig fólk tengir hug- myndina sína við þem- að, hvernig fólk útfær- ir hugmyndina sína á lokakvöldinu og svo er auðvitað fram- setning hugmynd- arinnar á sýningar- kvöldinu, þar sem keppendur velja tónlist, lýsingu og fyrirsætuna sjálfir." Þemað er draumur. Ný leið fyrir söluvöru f fyrsta skipti í ár eru einnig veitt sérstök verðlaun, jafn há aðalverðlaununum, fyrir flík sem hægt er að vinna frekar til framleiðslu. „Þetta hafa verið voða miklir skúlptúrar sem er mjög skemmtilegt, en við vildum líka tengja keppnina við raunveru- leikann og veita þessi sérstöku aukaverðlaun fyrir söluvöru. Kókó og Kjallarinn velja þá flík og koma til með að láta fram- leiða hana og hún boðin til sölu undir nafni höfundar í verslun- um hjá þeim.“ - Sýnist þér að hægt verði að selja eitthvað af þessum furðu- fötum? „Já, það era svona Ijórar til fímm flíkur sem eru söluhæfar. Það hafa alltaf verið þannig flík- ur í keppninni, en einhvern veg- inn ekki náð athygli dómnefnd- arinnar í aðalkeppninni, og þess vegna eru þessi verðlaun fyrir fólk sem er sniðugt að sjá út nýj- ar leiðir fyrir söluvöru. En við viljum endilega hafa skúlpt- úrana áfram, þeir vekja alltaf mesta athygli.“ *■ Og unga fólkið nýtur þess að útfæra drauma sína yfir í frumlegan fatnað; ævintýralegan, svífandi, dreymandi. syna „DRAUMUR er oftast eitthvað fjarlægt, Tröppurnar leiðina upp á við í átt að draumnum," seg- ir hönnuðurinn um flík. Byggja þarf sérstakan klefa fyrir kjól- inn á sviðinu þar sem fyrir- sætan fer úr og í, því hann kemst ekki í gegnum neinar dyr. IfliRBI A „ÞETTA er ísköld vera sem birtist þakin ísstiklum í draumi,“ útskýrir hönnuðurinn. Á sýningunni mun reykur liðast upp úr öxlunum á sýningar- stúlkunni. ADRAUMUR um draum heitir þessi kjóll. „Óli lokbrá átti frakka með mörgum vösum og í hveijum var einn draumur. I hveijum vasa er einn Freyjudaumur.“ Morgunbladiá/HaJldór ► Frelsis er draum um heils- ársflík. Dansleikur á Hótel Örk Skemmtun að hætti Vínarbúa ZONTAKLÚBBUR Selfoss stóð fyrir vínardansleik á Hótel Örk þann 2. janúar. Vel á annað hundrað gestir nutu þar góðra veitinga og glæsilegra skemmtiatriða en meðal annars söng Signý Sæ- mundsdóttir nokkur lög er hæfðu þema kvöldsins. Nemendur frá dansskóla Jóns Péturs og Köru sýndu réttu takt- ana í vínarvöls- unum. Og til að kóróna stemmn- inguna lék Veislutríóið ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðluleikara, vín- artónlist meðan á borðhaldi stóð og einnig lék tríóið fyrir dansi að borð- haldi loknu. Veislustjóri var Mar- grét Bóasdóttir. Zontaklúbbur Selfoss hefur stað- ið fyrir vínardansleik um áramót, nokkur undanfarin ár. Hafa þessar skemmtanir verið með þeim glæsi- legri sem haldnar eru og greinilegt að Sunnlendingar kunna vel að meta þessa tilbreytingu í skemmt- analífinu. Zontaklúbbur Selfoss er þriðji elsti klúbburinn á landinu, 26 ára gamall. Zonta- klúbbarnir styðja við fjöl- mörg góð mál- efni og hefur hreyfingin unnið náið með UNI- CEF Barnahjálp Sameinuðu Þjóð- anna og UNI- FEM sem er styrktarsjóður Sameinuðu Þjóð- anna til þjálfun- ar og menntunar kvenna. Ennfremur styðja klúbbarn- ir ýmis menning- ar- og líknarmál í sinni heimabyggð. Zontaklúbbur Selfoss hefur meðal annars gefið tæki til Sjúkrahúss Suðurlands sem og heilsugæslustöðva, styrkt hjálp- arstarf Þóru Einarsdóttur á Ind- landi og fleiri málefni hafa verið styrkt. Forseti klúbbsins á Selfossi er Rosemary Þorleifsdóttir. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Niels og Ragnheiður Busk héldu hátíðlegt 50 ára brúðkaupsafmæli sitt ásamt ættingjum og vinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.