Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ
*60 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
1
JOHN CARPENTER'S
Ein vinsælasta mynd Carpenter’s
„Briljantín og Bítlahár" á Blönduósi
Dansleikur í kvöld
með hlj ömsveit
Mlagnúsar Kjartanssonar.
Miðaverð 850 kr.
Afmælisfagnaður í tilefni 50 ára afmælis
André Backman verður
fyrr um kvöldið.
Arna og Stefán
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
GUÐMUNDUR Karl Ellertsson í mikilli sveiflu og nýtur aðstoðar
Ardísar Ólafar Víkingsdóttur og Hugrúnar Hallgrímsdóttur.
Konur fengu í hnén
og karlar urðu klökkir
Blönduósi - Leikfélag Blönduós
frumsýndi rokksýningu sem ber
heitið „ Briljantín og bítlahár" í
félagsheimilinu á Blönduósi á ann-
an í jólum. Á frumsýningu komust
færri en vildu en fyrirhugaðar eru
fleiri sýningar yflr hátíðarnar.
Þátttakendur í þessum sýningum er
blómi tónlistarmanna á Blönduósi
og rifja þeir upp tónlistarstemn-
ingu áranna 1960 til 1980.
Gífurleg stemmning ríkti í
Félagsheimilinu og var ekki laust
við að konur á fimmtugsaldri
fengju í hnén þegar hin endurvakta
„landsþekkta" hljómsveit Sveitó
flutti Paul Anka lagið, „Diana“.
Fleiri þekkt lög úr tónlistarsögu
þessa tímabils mætti nefna sem
bræddu hjörtu áheyrenda og létu
þeir flytjendur svo sannarlega vita
af því. Hafi einhver haldið að
„gömlu“ rokkararnir væru út-
brunnir og rykfallnir þá hefur það
verið rækilega afsannað og þessi
"!
sýn-
ing sýndi það ennfremur að
framtíðin er björt á þessu sviði því
unga fólkið stóð sig með stakri
prýði.
Heilsteypt plata
STJÖRNUBÍÓ
FRUMSÝNING
Blóðsugur John Carpenter s
JAMES WOODS
FYRSTA HROLLVEKJA ÁRSINS
Frá meistara hrollvekjunnar
kemur ný tegund hins illa.
TOJVLIST
Geisladisknr
SECOND 1
Geisladiskur Dead Sea Apple. Sveit-
ina skipa Addi Dodd, Carl Johann
Carlsson, Hannes Heimir, Steinarr
Logi Nesheim og Haraldur Vignir.
011 lög og textar eru eftir
meðlimi sveitarinnar.
DSA records gefur út og dreifir.
DEAD SEA APPLE er ein þeirra
sveita sem herjað hafa á erlendan
mai'kað og ein fárra sem reynt hafa
við þann bandaríska. Hún gaf nýver-
ið út aðra geislaplötu sína sem ber
einmitt nafnið Second 1. Fyrir
nokki'um árum var rokkið talið feigt
fyrirbæri, að raftónlist og popp væri
að taka yfír endanlega, rokksveitum
í þyngri kantinum fækkaði enda, en
rokkið hefur þó hingað til verið
ódrepandi og sækir í sig veðrið um
þessar mundir heldm' en hitt.
Dead Sea Apple leikur þungt
rokk, minnir á stundum á sveitir eins
og Seattle-sveitina Alice in Chains
og samlíking við hina sálugu Jet
Black Joe er óumflýjanleg. Rokkið
sem sveitin leikur er sérbandarískt
fyrh'bæri í raun, mjög í ætt við
gamla þungarokkið og er því ekki að
undra að meðlimir líti til vöggu þess-
arar tónlistar, íslenskur markaður er
a.m.k. allt of lítill fyrir þessa tegund
tónlistar líkt og flestar aðrar tónlist-
artegundir. Geislaplatan telur ellefu
lög í svipuðum stíl, gítarinn er alls-
ráðandi auk raddar, rokkið er þó
Morgunblaðið/Kristinn
Hljómsveitin Dead Sea Apple.
ekki af þyngstu gerð, oft hefur raf-
magnaðri tónlist heyrst, hljóðgervlar
koma einnig við sögu sem og óraf-
magnaðir gítarar. Textasmíðai' og
allur texti á umslagi era á ensku,
enda er geislaplatan líklega að miklu
leyti ætluð tO kynningar erlendis.
Dead Sea Apple er metnaðai-full
hljómsveit eins og fram hefur komið
og endurspeglast það á Second 1, all-
ur hljóðfæraleikur er til fyrirmynd-
ar. Sveitin er þétt og flestar laga-
smíðar vel úthugsaðar, einkum er
gítarsamspil vel heppnað en gítar-
leikur er auðvitað aðal slíkrar tón-
listar og til lítils að halda úti rokk-
sveit ef gítarleikurinn væri hráka-
smíð. Allar útsetningar eru fag-
mannlega af hendi leystar og nær
hnökralausar, lagasmíðai'nar eru þó
ekki frumlegar, uppbygging þeirra
og útfærslur flestar hafa heyrst áðm'
og ekki er hægt að nefna nein ein-
stök dæmi því þetta er nær algilt.
Sveitin hefur þó skapað sér sinn eig-
in stíl, aðallega í hljóm og raddsetn-
ingu, þótt annar söngvari sveitarinn-
ar minni á stundum á söngvara
hljómsveitarinnar bandai'ísku Off-
spring. Best heppnuðu lögin á
geislaplötunni eru lögin 1 hit, Wa-
sted sem er úrvals rokklag og Rock
on a Subway Track hvar kveður við
annan tón í lagasmíðum með brassi
og rólegri stemmningu.
Dead Sea Apple tekst best upp í
hörðustu lögum plötunnar en ekki
vel í hægari lögum, þar á meðal eru
lögin Tasmania og Turn it Around
sem hefst svo „Can this be better th-
an before / in the eold ashes of this
war / is this a life we choose / or a
hangmans noose“. Texti lagsins er sá
versti á plötunni auk þess sem ball-
öður eiga vart við í dag, ekki á rokk-
plötum a.m.k. Hljómur á plötunni er
heldur ekki sannfærandi, kannski er
ófullkomnu hljóðveri um að kenna en
hann er holur og ekki nægilega þétt-
ur. Umslag geisladisksins er hins
vegar ágætt, þótt það sé nokkuð líf-
laust.
Dead Sea Apple gerir sitt besta og
tekst oft vel upp. Þar er á ferðinni
metnaðarfull hljómsveit sem á fullan
rétt á sér, en tónlist hennar er þó
tónlist fárra og ekki vænleg til
vinsælda hér á landi. Það er þó auka-
atriði ef tónlistin er gerð af metnaði
og áhuga frekar en gróðahugsjón.
Gísli Árnason
Þessi glænýja hrollvekja meistarans er: blóðug, ruddaleg, gróf, erótísk,
ofsafengin og töff rétt eins og aðdáendur Carpenters vilja hafa hana.
James Woods sem málaliði Vatíkansins þarf á öllum sínum kröftum að halda
því hann þarf að kljást við 600 ára gamia vampíru og aðra liðsmenn hins illa.
ATH! Myndin er stranglega bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Undirbúðu þig fyrir dögun