Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 35
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SJONARSPIL OG
STAÐREYNDIR
ALOGUR á Reykvíkinga hafa verið að aukast með hvers
kyns gjaldahækkunum og hækkun útsvars. Borgar-
stjórnanneirihlutinn hefur í þessu sambandi reynt að setja
á svið sjónarspil, sem betur á heima í Borgarleikhúsinu en í
Ráðhúsinu. Astæðan er sú, að talsmenn R-listans vilja ekki
láta rifja upp kosningaloforðin, sem a.m.k. sumir þeirra gáfu
fyrir borgarstjórnarkosningamar sl. vor þess efnis, að gjöld
borgarbúa yrðu ekki hækkuð á þessu kjörtímabili héldi R-
listinn meirihlutanum. Einn helzti leiðtogi R-listans, Helgi
Hjörvar, hefur haldið því fram að undanfórnu, að kosninga-
loforðin hafi ekki átt við þær hækkanir, sem nú hafa dunið á
borgarbúum, heldur einhverjar allt aðrar.
Það er ansi vítt svið, sem væntanlegur forseti borgar-
stjórnar telur ekki falla undir kosningaloforð R-listans:
Utsvar hækkar um tæp 7% (úr 11,25 í 11,99%) sem færir
borgarsjóði um milljarð króna í viðbótartekjur, nýtt 6 þús-
und króna sorphirðugjald er sett á miðað við eina tunnu
(boðuð er lækkun fasteignagjalda á móti), dagvistunargjöld
hækkuðu um áramót um allt að 14%, aðgangur að sundstöð-
um, skíðasvæðum og söfnum hefur hækkað verulega, svo og
hundagjald. Heilsdagsskólagjöld hafa hækkað um allt að
36%. Þjónustugjöld hafa og hækkað og m.a. hefur verið lagt
nýtt 6.500 króna gjald á mánuði á þjónustuíbúðir fyrir aldr-
aða, sem engin slík gjöld báru áður. Fyrirtækin í borginni,
stór og smá, þurfa að taka á sig 17% hækkun heilbrigðis-
gjalds.
Að sjálfsögðu geta verið eðlilegar ástæður fyrir hækkun
gjalda hjá Reykjavíkurborg sem öðrum sveitarfélögum. En
ráðamenn eiga þá einfaldlega að segja það, færa fram rökin
fyrir hækkun og bera pólitíska ábyrgð á verkum sínum. Það
sjónarspil, sem hefur verið leikið fyrir borgarbúa að undan-
fómu til að fela gjaldahækkanirnar, gerir ráðamenn borgar-
innar ekki aðeins hlægilega heldur veldur því, sem þeir sízt
vildu, þ.e. að beina sjónum að kosningaloforðunum frá því sl.
vor.
CLINTON OG
ÖLDUNGADEILDIN
OLDUNGADEILD Bandaríkjaþings hóf í gær réttar-
höld yfír sitjandi forseta í íyrsta skipti í 130 ár en í síð-
asta mánuði voru samþykktar tvær ákærur á hendur Bill
Clinton Bandaríkjaforseta í fulltmadeild þingsins. Þrátt fyr-
ir að réttarhöldin séu hafin hefur ekkert samkomulag náðst
um endalegt fyrirkomulag þeirra. Margir öldungadeildar-
þingmenn hafa verið andvígir því að vitni verði kölluð fyrir
en sú virðist engu að síður ætla að verða raunin. Öldunga-
deildin hefur nokkra kosti í stöðunni. Hún getur sýknað
Clinton, hún getur sakfellt hann og vikið úr embætti eða þá
komist að þeirri niðurstöðu að þótt allar þær sakir sem á
hann eru bornar séu réttar réttlæti það ekki að réttkjörnum
forseta sé vikið úr embætti. Undanfarnar vikur hefur mikið
verið rætt um að ná málamiðlun um vítur á forsetann í stað
þess að taka ákvörðun um sekt eða sýknu að loknum erfíð-
um réttarhöldum. Hafa nokkrir fyrrverandi forsetar og for-
setaframbjóðendur verið meðal þeÚTa sem mælt hafa með
slíkri lausn. Færa má sterk rök fyrir því að sú niðurlæging
er Clinton hefur orðið að þola síðastliðið ár sé nægjanleg
refsing fyrir breyskleika hans.
Flestir ættu að geta verið sammála um að miklu skiptir að
öldungadeildin komist að niðurstöðu sem fyrst. Bandaríkin
eru öflugasta ríki veraldar. A tímum efnahagslegra erfíð-
leika í heiminum og margvíslegra hættumerkja á alþjóða-
vettvangi skiptir miklu að þau sinni því forystuhlutverki
sem þau ein geta gegnt við slíkar aðstæður. Undanfarið ár
hafa bandarísk stjórnmál hins vegar vart snúist um annað
en mál forsetans. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeild
þingsins var staðráðinn í að koma forsetanum frá. Svo virð-
ist sem margir repúblikanar í öldungadeildinni vilji feta í
fótspor starfsbræðra sinna í fulltrúadeildinni. Þrátt fyrir
það dregur ekki úr vinsældum forsetans meðal þjóðarinnar
og raunar virðist sem Bandaríkjamenn hafí gert upp hug
sinn í málinu fyrir löngu. Niðurstaða þingkosninganna síð-
astliðið haust var jafnframt á þann veg að pólitískt umboð
repúblikana fyrir þeirri hörku er þeir sýna er vægast sagt
umdeilanlegt. Flestar kannanir benda raunar til að gjáin á
milli stjórnmálamanna í Washington og almennings hafí
sjaldan verið breiðari en í þessu máli.
Þjórsárveranefnd telur lón í 581 m hæð við Norðlingaöldu ekki viðunandi
Landsvirkjun leitar
umhverfisvænni leiða
Þjórsárveranefnd var árið 1981 falið að meta
hvort framkvæmd Norðlingaöldulóns með yf-
irborð við 581 metra raskaði óhæfílega nátt-
úruverndargildi Þjórsárvera. Nefndin hefur
nú komist að þeirri niðurstöðu að lón við 581
m hæð sé ekki viðunandi og hefur Landsvirkj-
un, sem á fulltrúa í nefndinni, hafíð athuganir
á öðrum möguleikum. Ragna Sara Jónsdóttir
kynnti sér möguleikana sem Landsvirkjun
veltir fyrir sér við virkjun Efri-Þjórsár.
VirkjanirogveituiV^rta^P?^
á Þjórsár- og WyU'Mx
Tungnaársvæði rí
Norðlinqaöldumj0lun
325 Cl 581. mý' '
Cljúfurleitarmiðlun
310 Cl 518 m.y.s.
Gljúfurleitarvirkjun
240 MW
JÓRSÁRVERANEFND
hefur til athugunar áhrif
lóns við Norðlingaöldu á
lífríki Þjórsárvera. Nefnd-
inni ber að meta hvort lón við 581
metra yfir sjávarmáli lýrí óhæfílega
náttúraverndargildi veranna.
Nefndin var stofnuð í kjölfar þess að
verin voru friðlýst árið 1981 og hef-
ur starfað síðan. Hún hefur ekki
skilað áliti sínu en að sögn Gísla Más
Gíslasonar, formanns nefndarinnar,
ríkir sátt innan hennar um að lón við
581 metra sé ekki viðunandi af nátt-
úruverndarástæðum. Gerir hann ráð
fyrir að nefndin skili áliti á næstu
vikum.
Forsendurnar nefndarinnar til að
meta áhrif lóns við Norðlingaöldu
hafa tekið nokkrum breytingum frá
því hún tók til starfa árið 1981. Hug-
myndir um 6. áfanga Kvíslaveitu
hafa komið inn í myndina og haft
töluverðar breytingar í för með sér.
Með honum yrði vestustu Þjórsár-
kvíslum veitt í Kvíslaveitu, í stað
þess að þær myndu renna í gegnum
Þjórsárver, eða Norðlingaöldulón ef
það kæmi til framkvæmda. Er það
samdóma álit nefndarinnar að fram-
kvæmd 6. áfangans og lóns við
Norðlingaöldu með yfirborði í 581 m
sé ekki raunhæfur kostur. Lands-
virkjun hefur því hafið athugun á
öðtum möguleikum sem gætu talist
viðunandi.
Að sögn Helga Bjarnasonar,
deildarstjóra umhverfisdeildar
Landsvirkjunar og fulltrúa fyrir-
tækisins í Þjórsárveranefnd, er ver-
ið að kanna nokkra möguleika til að
minnka lónið eða færa það og koma
þrír kostir helst til greina.
Lónið minnkað og vatninu
dælt í Kvíslaveitu
Fyrsti kosturinn er að stífla við
Norðlingaöldu en jafnframt að
lækka yfirborð lónsins. Verið er að
skoða áhrif lóns miðað við yfirborð í
575 metrum og upp í 580 metra og
liggja niðurstöður þeirra rannsókna
ekki fyrir. Að sögn Helga væri unnt
að lækka yfirborð Norðlingaöldu-
miðlunar niður í allt að 578 metra ef
6. áfangi Kvíslaveitu kæmi jafn-
framt til framkvæmda. Án hans sé
hins vegar ekki hagkvæmt að lækka
í lóninu. Reynist hins vegar nauð-
synlegt að lækka yfirborðið meira
en niður í 578 metra, er hagkvæmni
lónsins, miðað við að veita frá því yf-
ir í Þórisvatnsmiðlun með jarðgöng-
um, ekki lengur fyrir hendi.
Annar kosturinn er því að dæla
vatni og auka þar með nýtingu miðl-
unarinnar. Vatni yrði dælt úr Norð-
lingaöldumiðlun og yfir í Kvíslaveitu
þar sem hún fellur til Þórisvatns.
Með þessu móti er lónið minnkað
verulega, Norðlingaöldumiðlun næði
lítillega inn í friðlandið Þjórsárver
og minni gróður færi undir vatn.
„Ef 6. áfangi Kvíslaveitu kæmi til
framkvæmda yrði unnt að lækka yf-
irborð í Norðlingaölduveitu um allt
að þrjá metra. Þar með myndi gróð-
ur sem færi undir vatn minnka um
helming,“ segir Helgi Bjarnason
deildarstjóri umhverfisdeildar
Landsvirkjunar. Á móti kemur að
vatn sem rennur með Þjórsá í gegn-
um verin er skert um milli 10 og 20%
með 6. áfanga Kvíslaveitu. Að auki
er dæling vatnsins kostnaðarsöm að-
ferð og er einungis inni í myndinni ef
ekki fæst heimild fyrir lóni í 578-9 m
hæð, að sögn Helga.
Áin virkjuð í farveginum
Þriðji kosturinn er að hverfa frá
hugmyndinni um Norðlingaöldu-
veitu en gera þess í stað minna inn-
takslón neðar í farvegi Þjórsár,
Gljúfurleitarmiðlun. Með því yrði áin
virkjuð í farvegi sínum, eins og allar
áætlanir fram til 1994 miðuðust við.
Er þá reiknað með stíflu nokkru of-
an við fossinn Dynk og 2-300 gíga-
lítra miðlunarlóni (Til viðmiðunar þá
yi’ði Norðlingaöldumiðlun við 581 m
325 gígalítrar). Vatnið yrði leitt í
jarðgöngum meðfram farvegi árinn-
ar og niður að Sultartangalóni þar
sem það yrði virkjað áður en það
yrði leitt í lónið (Gljúfurleitai-virkj-
un). Með þessu móti er unnt að
framleiða 1.200 gígawattstundir af
raforku, sem er 300 gígawattstund-
um umfram það sem fæst með fram-
kvæmd Norðlingaöldulóns. Þessi
kostur er hins vegar dýrari og veld-
ur meiri röskun og spjöllum á um-
hverfinu, að sögn Helga. Að auki
hafa þessar hugmyndir mætt and-
stöðu heimamanna vegna þess gróð-
urs sem myndi glatast með lóni á
þessu svæði.
Á þeim kafla sem áin yrði leidd í
göngum em fossarnir Dynkur og
Gljúfurleitarfoss. Vatnsrennsli um
þá yrði nánast ekkert að vetri til en
eitthvað að sumarlagi. Rennsli um
þá yi’ði meira ef Norðlingaöldumiðl-
un yrði framkvæmd, en um þessar
mundh- er verið að reikna út hve
mikil skerðing vatnsrennslisins
verður, miðað við ólíka kosti. Að
sögn Helga er hagkvæmara og að
mörgu leyti umhverfisvænna að
velja iýrsta kostinn. Allir era þeir þó
í athugun og sá valinn sem talinn er
best viðunandi fyrir alla aðila.
Hugmyndir þessar verða lagðar
fyrir Þjórsárveranefnd innan nokk-
urra vikna. I kjölfarið er verið að
íhuga að leggja saman undir mat á
umhverfisáhrifum á 6. áfanga
Kvíslaveitu og Norðlingaöldu. Matið
mun þá væntanlega miðast við lágt
vatnsborð í Norðlingaöldumiðlun og
veitu til Þórisvatns en jafnframt er
gerð grein fyrir öðram kostum.
Virkjun í Neðri-Þjórsá?
Með aukinni miðlun í Þjórsá og
Tungnaá hafa áratuga gamlar hug-
myndir um litlar rennslisvirkjanir í
byggð, við Búðafoss, Hestfoss og
Urriðafoss komið upp á borð að
nýju. Helgi segir að líklega verði far-
ið að líta á þær sem raunhæfa kosti
eftir u.þ.b. áratug þar sem þær
verða hagkvæmari eftir því sem
meira er virkjað ofan við þær.
Rennslinu er haldið stöðugu með
miðlunum ofar í farveginum sem er
bæði heppilegt og nauðsynlegt fyrir
rennslisvirkjanir en þær krefjast
ekki mikilla miðlunarlóna.
Morgunblaðið/Sverrir
HÆSTIRÉTTUR hafnaði 1997 beiðni Sævars Ciesielskis um endurupptöku Geirfinnsmálsins, en í frumvarpi
dómsmálaráðherra um breytingu á meðferð opinberra mála er heimild til endurupptöku dæmdra refsimála,
sem gefur kost á því að rétturinn fjalli um málið á ný.
Rýmkun heimilda
til endurupptöku
í frumvarpi dómsmálaráðherra sem lagt var
fram fyrir jól er að fínna ákvæði þar sem
rýmkaðar eru heimildir til endurupptöku
dómsmála. Ekki virðist fara á milli mála að
tilefnið sé að gera Hæstarétti kleift að fjalla
á ný um endurupptökubeiðni Sævars M.
Ciesielski. Páll Þórhallsson kynnti sér þessa
tillögu dómsmálaráðherra.
FRUMVARP dómsmálaráð-
herra, Þorsteins Pálssonar,
til breytinga á lögum um
meðferð opinberra mála var
lagt fram um miðjan desember.
Framvarpið er 47 greinar þannig að
hér er um að ræða viðamikla endur-
skoðun á núgildandi lögum. Samt er
ekki um heildarendurskoðun að ræða
því eins og segir í athugasemdum
með frumvarpinu þarfnast hún meiri
undirbúnings. Fyrst og fremst er um
að ræða ákvæði er bæta réttarstöðu
brotaþola sem og ýmislegt fleira sem
brýnt þykir að lagfæra. Má nefna að
lagt er til að hert verði skilyrði fyrir
símhlerunum, þ.e.a.s. að alltaf þurfi
dómsúrskurð, en ekki nægi sam-
þykki umráðamanns eða eiginlegs
notanda síma eins og nú er. Þá er
kveðið á um rétt sakbornings til að
kynna sér sakargögn. Það hefur
einmitt verið gagnrýnt að sá réttur
er ekki ótvíræður samkvæmt núgild-
andi lögum. Dómari getur þannig
bannað verjanda að sýna sakborningi
eða láta honum í té eintak af máls-
skjölum, sbr. umtalaðan dóm Hæsta-
réttar frá því síðla sumars árið 1997 í
máli Hollendings sem ákærður var
fyrir fíkniefnasmygl (H.1997.2155).
Ein fréttnæmasta breytingin í
framvarpi dómsmálaráðherra snert-
ir þó heimildir til endurapptöku
dæmdra refsimála. Eins og lesendur
muna þá hafnaði Hæstiréttur árið
1997 endurapptökubeiðni Sævars M.
Ciesielski með þeim rökum fyrst og
fremst að ekki hefðu verið lögð fram
nein ný gögn sem ekki lágu fyrir
þegar málið var dæmt lokadómi árið
1980. Þarna birtist í hnotskurn
hversu takmarkaðar heimildir era í
íslenskum lögum til að endurskoða
refsidóma. Engin heimild er til end-
urupptöku ef dómur reynist eftir á
að hyggja byggður á röngu mati á
sönnunargögnum né ef í honum birt-
ist rangur lagaskilningur.
Fyrirmynd sótt til
Damnerkur og Noregs
Réttarstaðan í Þýskalandi er svip-
uð og hjá okkur að þessu leyti. Hins
vegar hafa bæði Danir og Norðmenn
bætt inn í lög um meðferð sakamála
ákvæðum er heimila endurupptöku
þegar í ljós kemur eftir á að mistök
hafa verið gerð. I Danmörku er
þannig heimilt að taka upp mál að
nýju ef sérstakar aðstæður gera það
mjög líklegt að fyrirliggjandi sönnun-
argögn hafi ekki verið metin rétti-
lega (nár der i ovrigt foreligger sær-
lige omstændigheder, der gor det
overvejende sandsynligt, at de for-
eliggende bevisligheder ikke har
været rigtigt bedomt, 3. töluliður 1.
mgr. 977. gr. réttarfarslaganna).
I Noregi er sambærilegt ákvæði
orðað þannig að taka megi upp mál
að nýju ef vafi leikur á því við sér-
stakar aðstæður að dómur sé réttur
og veigamiklar ástæður mæli með
því að sök ákærða verði prófuð á ný
(særlige forhold gjor det tvilsomt om
dommen er riktig, og tungtveiende
hensyn tilsier at spprsmálet om
siktedes skyld blir prpvd pá ny, 2.
mgr. 392. gr.).
I framvarpi dómsmálaráðherra er
lagt til að heimildir 184. gr. laganna
um meðferð opinberra mála verði
rýmkaðar í sömu átt og þarna getur.
Heimilt verði að taka mál upp að
nýju „ef veralegar líkur eru leiddar
að því að sönnunargögn sem færð
voru fram í máli hafi verið rangt
metin svo að áhrif hafi haft á niður-
stöðu þess.“ I greinargerð segir að
hér sé um að ræða ákvæði sem ætlað
sé að treysta réttaröryggi við mjög
sérstakar aðstæður, í líkingu við
samsvarandi ákvæði í dönskum og
norskum lögum.
Beðið með aðra
endurskoðun
Þetta ákvæði virðist gagngert
hugsað til að opna leið fyrir Hæsta-
rétt að taka að nýju afstöðu til end- ,
urupptökubeiðni Sævars (komi hún
fram). Ekki er til dæmis settur neinn
frestur líkt og er hjá Dönum til að
óska endurapptöku frá því mál er
dæmt, en þar er hann fimm ár (eða
tvö ár frá því manni er sleppt úr
haldi). Ekki er heldur tekið á öðrum
atriðum varðandi endurapptöku
mála en þeim sem beinlínis urðu
Hæstarétti tilefni til að hafna beiðni
Sævars. Þannig er ekki hróflað við
því hver fjalli um endurupptöku-
beiðni, sbr. framvarp Svavars Gests- *
sonar um kæradómstól að danskri
fyrirmynd, né málsmeðferðarreglum
eða öðrum heimildum til endurapp-
töku svo sem vegna dóma alþjóða-
dómstóla.
Allt era það þó atriði sem hljóta að
koma til athugunar við þá heildar-
endurskoðun laganna sem stendur
fyrir dyram. Segir einmitt í greinar-
gerð að við fyrirhugaða endurskoðun
laganna sé „nauðsynlegt að huga
nánar að þessum ákvæðum". Ekki
hefði verið nein ástæða til að flýta
einum þætti endurskoðunar reglna
um endurupptöku nema til þess að
bregðast við úrlausn Hæstaréttar
frá 1997. Ekkert skal hins vegar sagt
um hvort efni yrðu til að fallast á t
beiðni Sævars þótt þessari laga-
hindran yrði ratt úr vegi að tillögu
dómsmálaráðheiTa. Má geta þess að
eftir sem áður vantaði heimild í lög-
in, sem snertir málatilbúnað Sævars,
en er að finna í norskum lögum, á þá
lund að taka megi mál upp að nýju ef
dómur byggist á lagatúlkun sem síð-
ar hefur breyst.
Aform um menningarhús á landsbyggðinni kynnt
Til að menning og
listir fái blómstrað
ÍKISSTJÓRNIN kynnti
áform um byggingu menn-
ingarhúsa á landsbyggð-
inni formlega í gær. Um er
að ræða aðstöðu fyrir lista- og
menningarstarfsemi og nefndir vora
fimm staðir þar sem húsin munu
rísa: ísafjörður, Sauðárkrókur,
Akureyri, Egilsstaðir og Vest-
mannaeyjar. Forsætisráðherra
kvaðst þó ekki útiloka þann mögu-
leika að menningarhús muni rísa á
fleiri stöðum í framtíðinni.
Menningarhúsunum er ætlað að
skapa nútímalega aðstöðu fyrir
menningarstarf, tónlist og leiklist
og taka mið af breyttum kröfum
auk þarfa í ferðaþjónustu. Ekki
liggur fyrir hvenær framkvæmdir
hefjast nákvæmlega eða hversu
langan tíma þær munu taka en for-
sætiráðherra benti á að mismun-
andi aðstæður í hverju sveitarfélagi
væru áhrifaþáttur. „Við væntum
þess að geta byrjað frá og með
næsta fjárlagaári en hefja undir-
búningsvinnu og samningsvinnu við
sveitarfélögin á þessu ári,“ sagði
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
en áætlaði að um tveimur árum að
meðaltali yrði varið í byggingu á
hverju húsi. Áhersla verði fremur
lögð á að menningarhúsin verði
vegleg en að þau rísi ört.
Framkvæmdirnar verða fjár-
magnaðar sameiginlega af ríki og
sveitarfélögum auk þess sem ein-
staklingar munu taka þátt í verkefn-
inu. Kostnaður liggur ekki fyrir en
að sögn forsætisráðherra ræðst
hann af mismunandi kröfum og að-
stæðum hvers sveitarfélags.
„Á stöðum eins og Isafirði er þeg-
ar verið að vinna að endurbótum á
svonefndu Edinborgarhúsi sem
menn hafa hugsað sér sem menn-
ingarhús á þeim stað. Þar hafa
einkaaðilar haft frumkvæði og ríkið
komið að með stuðningi. Það er því
hægt að hugsa sér þetta með ýmsu
móti,“ sagði Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra. Á Sauðár-
króki þyrfti hins vegar að reisa nýtt
hús þar sem ekkei’t félagsheimili er
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BJORN Bjarnason, menntamálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, foi’sætisráðherra, og Páll Pétursson,
félagsmálaráðlierra, kynntu áforrn urn byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni.
í bænum. Mestu máli skipti hins
vegar að á hverjum þessara staða
skapaðist sú aðstaða sem nauðsyn-
leg væi’i til að listir og menning
mættu blómstra.
Að sögn Páls Péturssonar, félags-
málaráðherra, er ríkisstjórnin með
þessari ákvörðun að koma til móts '
við landsbyggðina og telur að stai-f-
semi í ki'ingum menningarhúsin geti
oi’ðið lyftistöng fyrir sveitarfélögin.
Tilvist þeirra muni ekki aðeins gefa
sveitai’félögunum kost á að taka á
móti allri menningarstai’fsemi held-
ur einnig efla það menningarstarf
sem fyrir er.
Menntamálai’áðhei’ra hefur for-
göngu um skipun nefndar til að end-
urskoða lögin um félagsheimili frá
1970 og undirbúa byggingu menn-
ingarhúsa. Síðan 1989 hefur það ver- ,
ið í höndum sveitai’félaganna að '
veita byggingarstyi’ki til félagsheim-
ila en ríkissjóður veitti á sínum tíma
styi’ki í uppbyggingu félagsheimila.
I stað tekna af skemmtanaskatti
mun Menningai’sjóði félagsheimila
nú verða veitt fé á fjárlögum og er
honum ætlað að stuðla að menning-
arstarfsemi í félagsheimilum lands- c
ins.