Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
/
SIF samstæðan fjárfestir á Spáni
Union Islandia kaupir
Comercial Heredia
Komur erlendra ferðamanna
1997 og 1998
Ferðamenn
frá... 1997 1998
Banríkjunum 32.384 40.361
Þýskalandi 29.782 32.076
Bretlandi 23.210 27.774
Danmörku 20.240 22.857
Svíþjóð 19.150 21.054
Noregi 16.669 19.591
Frakklandi 9.320 10.562
Hollandi 7.983 9.466
Ítalíu 5.230 6.725
öðrumlöndum 37.686 41.753
Samtals 201.654 232.219
Norðurlöndin 3 56.059 63.502
Aukning (%)
24,6
Erlendum ferðamönnum
fjölgaði um 15% 1998
UNION Islandia, dótturfélag SÍF á
Spáni, hefur keypt öll hlutabréf
spænska fyrirtækisins Comercial
Heredia SA. Frá þessu var gengið á
stjórnarfundi Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda í gær.
Comercial Heredia er fjölskyldu-
fyrirtæki með átta starfsmönnum,
sem stofnað var árið 1899, og heldur
því upp á aldarafmæli á þessu ári.
Félagið hefur sérhæft sig í sölu og
dreifingu á saltfiskafurðum og ólíf-
um. Fyrirtækið hefur aðsetur í
spænsku borginni Tarragona og
nam heildarvelta þess á síðasta ári
um 250 milljónum ísl. króna.
Athugasemd
VEGNA ummæla forstjóra Tals hf.
í frétt í blaðinu í gær um söluaukn-
ingu á GSM símum vill Ólafur
Stephensen, forstöðumaður upplýs-
ingamála hjá Landssíma íslands
hf., koma því að, að það sem Þórólf-
ur segir um fjölda talhólfa í notkun
hjá Tali hf. annarsvegar og Lands-
símanum hinsvegar, sé rangt.
Þórólfur segir í fréttinni að nær
allir áskrifendur Tals, um 11.000,
noti talhólf og það sé meira en
Landssíminn hafi í öllum sínum
kerfum. Ólafur segir að hið rétta sé
að hjá Landssímanum séu í kring-
um 17.000 talhólf í notkun.
Einnig vildi Ólafur árétta það að
tölur sem Þórólfur nefnir um
kostnað við markaðsátak Lands-
símans, GSM frelsi, sem hann taldi
vera um 50-60 milljónir, séu algjör-
lega úr lausu lofti gripnar.
Missagt er í fréttinni að 4.490 ný-
ir GSM notendur hafi bæst við
kerfi Landssímans í desember. Hið
rétta er að 4.690 nýir notendur
bættust við. Beðist er velvirðingar
á því.
Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda, vildi ekki greina
frá kaupverði félagsins í samtali við
Morgunblaðið í gær en sagði ekki
um stórar fjárhæðir að ræða eins og
velta þess ber með sér. „Þetta er lít-
ið en rótgróið fyrirtæki með langa
sögu að baki sem á eftir að treysta
enn frekar sölu- og dreifikerfi SIF-
samstæðunnar á Spánarmarkaði.
Við hyggjumst reka það sem sjálf-
stætt dótturfélag Union Islandia í
fyrstu en reiknum með að sameina
félögin í framtíðinni,“ sagði Gunnar
Örn.
ERLENDUM ferðamönnum til ís-
lands fjölgaði um rúmlega 30.000 ár-
ið 1998 miðað við árið 1997, eða rúm
15%. Á árinu komu alls 232.219 er-
lendir gestir til landsins, en árið 1997
vonj þeir 201.654.
I desembermánuði síðastliðnum
komu alls 9.287 erlendir ferðamenn
til landsins en í sama mánuði 1997
komu 7.477. Fjölgunin í desember
miðað við sama mánuð 1997 er
24,2%. Fjölgunin í desember er í
samræmi við þá þróun að hlutfallsleg
fjölgun varð verulega meiri utan há-
annatímans en yfir sumarið þannig
að þeir sem komu utan sumarmánað-
anna voru fleiri nú en þeir sem komu
í júní, júlí og ágúst samanlagt. Árið
1998 komu rúmlega 116.000 gestir til
íslands utan sumarmánaðanna júní,
júlí og ágúst, en árið 1997 voru þeir
um 99.000. Auk þessara gesta komu
hér nálægt 30.000 erlendir gestir
með skemmtiferðaskipum og til
dagsdvalar.
Ánægjuleg þróun
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
segir ánægjulegt hve ferðamönnum
hafi fjölgað fyrir utan sumarmán-
uðina á liðnu ári. Hann segir
nokkra samverkandi þætti þess
valdandi, svo sem öflugt markaðs-
starf, aukið framboð á sætum og
fjölgun ferða á áætlunarleiðum til
Evrópu og Bandaríkjanna allt árið,
auk mikillar umfjöllunar um ísland
í erlendum fjölmiðlum og stöðug-
leika í efnahagslífi sem auki sam-
keppnishæfni landsins. „Auk þess
sem það sem í boði er á háannatíma
hefur fallið að óskum ákveðinna
markhópa,“ segir Magnús. Hann
segir ferðamennina, sem koma utan
sumarmánaðanna, aðallega koma
frá Bandaríkjunum, Bretlandi og
Norðurlöndum. Þá komi Mið-Evr-
ópubúar hingað til lands í auknum
mæli.
Tæpir 2 milljarðar
í eyðslu
Magnús segir að gera megi ráð
fyrir að 30 þúsund fleiri ferðamenn
hafi skilað tæpum 2 milljörðum
króna í þjóðarbúið á liðnu ári vegna
eyðslu sinnar í landinu. Hann segir
þá fjánnuni skila sér víðar í þjóðfé-
laginu en oft áður. Nefnir hann sem
dæmi aukið framboð afþreyingai- og
aukna kynningu og framboð í versl-
unarþættinum. „Þrátt fyrii- ánægju-
lega aukin umsvif í öllum þáttum
skiptir höfuðmáli sú arðsemi sem
næst í ferðamálaþjónustunni. Arð-
semin jókst á árinu 1998 en þarf að
aukast enn frekar til að hægt sé að
tala um viðunandi arðsemi til frekari
uppbyggingar."
✓
Avöxtunarkrafa ríkis-
tryggðra skuldabréfa
Lækkandi
vextir á
árinu
ÁVÖXTUNARKRAFA langi-a
skuldabréfa lækkaði umtalsvert í
gær. Ástæðu þess má m.a. rekja
til ákvörðunar fjármálaráðherra
fyrr í vikunni, að fela Lánasýslu
ríkisins að kaupa spariskírteini á
markaði fyrir allt að 3 milljarða
króna auk tilkynningar um að
sölu á Húsnæðisbréfum í fyrsta
áfanga 1999 væri lokið, en útboðið
var stærsta einstaka útboð Hús-
næðisbréfa sem fram hefur farið
hingað til. Ávöxtunarkrafa Hús-
bréfa lækkaði t.a.m. um 11 punkta
í gær og krafa stuttra spariskír-
teina lækkaði um allt að 38
punkta.
Horfur á að framboð ríkis-
tryggðra bréfa minnki
Ómar Tryggvason, hjá Við-
skiptastofu Islandsbanka, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
hreyfingar gærdagsins væru eðli-
legar. Hann spáir því að ávöxtun-
arkrafa langra ríkistryggðra bréfa
komi til með að lækka áfram og að
uppkaup ríkisins á markaði verði
meiri á árinu. „Horfur eru á því að
framboð ríkistryggðra bréfa
minnki á næstu árum, samfara
aukinni eftirspurn, m.a. vegna
þess að verðbréfa- og lífeyrissjóð-
ir eru í miklum vexti. Þá hafa
vextir langra ríkistryggðra bréfa
lækkað talsvert erlendis, en með-
altalslækkun langra skuldabréfa í
helstu viðskiptalöndum okkar
liggur nálægt 60 punktum síðast-
liðna sex mánuði. Það er um 30
punktum meiri lækkun en átt hef-
ur sér stað hérlendis að meðal-
tali,“ segir Ómar.
Volvo þess alhúið að
flytjast frá Svíþjóð
Hönnun Yddu birt í nýjustu bók
Graphis Press-útgáfunnar
S
Merki og bréfsefni Is-
landspósts fyrir valinu
I Viðskiptablaðinu
á fimmtudag urðu
mistök í vinnslu
fréttar og myndar
um íslenska hönnun
í nýjustu bók Grap-
his Press-útgáfunn-
ar. Er beðist velvirð-
ingar á þessum mis-
tökum. I nýjustu bók
Graphis Press-útgáf-
unnar, Letterhead 4,
voru bréfsefni ís-
landspósts hf. valin
til birtingar úr
hundruðum innsend-
inga sem komu víðs
vegar að úr heimin-
um. Þau voru einnig
valin til að fara á al-
þjóðlega farandsýn-
ingu á bestu bréfs-
efnum og merkjum
fyrirtækja sem
Graphis-útgáfan vel-
ur árlega.
Bæði merki og
bréfsefni fslands-
pósts hf. er hannað á
Auglýsingastofunni
Yddu ehf. af Tryggva T.
Tryggvasyni en Auglýsingastof-
an Ydda sér um auglýsingamál
og heildarútlit íslandspósts hf.
Graphis Press-útgáfan var
stofnuð í Sviss árið 1946 en er
nú með höfuðstöðvar sínar í
New York. Graphis hefur sér-
hæft sig og verið leiðandi í út-
gáfu á tímaritum og bókum sem
íjalla um það besta sem gert er
á sviði grafískrar hönnunar,
auglýsinga og ljósmyndunar á
alþjóðlegum vettvangi.
Stokkliólmi. Reuters.
HVERT stórfyrirtækið af öðru í
Svíþjóð reynir að laumast úr landi
með samruna eða endurskipulagn-
ingu. Það síðasta og kunnasta er
Volvo, sem virðist að því komið að
sameinast erlendum keppinaut,
fimm árum eftir að fyrirætlanir um
samruna Volvo og Renault urðu að
engu.
Volvo vill ekkert segja um þá
frétt Financml Times að fjárfest-
ingarbanka hafi verið falið að
kanna hugsanlega sölu bíladeildar-
innar, eða sameiningu hennar og
annars fyrirtækis. „Því að við erum
virkir í bílaiðnaðinum og sam-
þjöppun á sér stað.“ Fréttir um
málið hafa leitt til þess að verð
hlutabréfa í Volvo hefur rúmlega
þrefaldazt síðan um miðjan desem-
ber.
Ef bíladeild Volvo lendir undir
erlendum yfirráðum fetar hún í
fótspor fleiri kunnra fyrirtækja í
Svíþjóð. í júní ákvað trjávörufyrir-
tækið Stora að sameinast finnskum
keppinaut sínum, Enson. Stora var
elzta fyrirtæki heims og átti rætur
sínar að rekja til koparnámu á mið-
öldum. Hið nýja fyrirtæki, Stora
Enso, hefur aðalstöðvar í Helsinki.
Stærsta fyrirtæki Svíþjóðar,
Ericsson, var endurskipulagt í
september og fékk ný skrifstofa í
London stórt hlutverk eftir vanga-
veltur um að stærsti farsímafram-
leiðandi heims mundi flytja höfuð-
stöðvar sínar úr landi.
Og lyfjafyrirtækið Astra, sem
Fréttir um málið
hafa þrefaldað
verð hlutabréfa frá
því í desember
framleiðir Losec magasárslyfið,
mun sameinast Zeneca í Bretlandi
með mesta samrana Evrópu.
Komið verður á fót nýju fyrirtæki,
AstraZeneca, með aðalstöðvum í
London, en rannsóknar- og þróun-
ardeild í Svíþjóð.
Ástæðurnar fyrir landflótta
sænskra fyrirtækja eru margvís-
legar. Stora Enso telur bagalegt
að Svíar eru ekki aðilar að aam-
eiginlegum evrópskum gjaldmiðli
eins og Finnar, AstraZeneca þarf
náin tengsl við fjármálamiðstöð-
ina London og Ericsson þoldi illa
háa skatta og launakostnað í Sví-
þjóð.
Sjálfsbjargarviðleitni
Volvo, sem seldi 386.440 bíla
1997 og álíka marga í fyrra, kann
að neyðast til að flýja land til að
halda lífi.
Volvo vill ekkert segja um bolla-
leggingar um að Volvo muni sam-
einast Ford, Volkswagen eða Fiat
og segir að stöðugar viðræður fari
fram í greininni. En fyrirtækið hef-
ur orðið óþyrmilega fyrir barðinu á
fjármálaumróti í heiminum og hef-
ur neyðzt til að segja upp 6.000
starfsmönnum og ráðunautum til
að draga úr kostnaði vegna þess að
dregið hefur úr hagnaði.
Þótt nýrri, sportlegi'i gerð, S80,
væri hleypt af stokkunum í fyrra
hefur sala bfladeildar aukizt minna
en annarra deilda, sem framleiða
vörabfla, byggingartæki, vélar í
skip og flugvélarhreyfla.
Ef Volvo aðskilur bíladeildina
með sölu, samruna eða samstarfs-
samningi yrði það framhald þró-
unar, sem hófst í tíð fyrirrennara
Leifs Johanssons forstjóra, Sör-
ens Gylls, sem skildi ölgerðir,
sjávarvörafyi'irtæki og verðbréfa-
sölu frá aðalfyrirtækinu. Breyting
Volvo í fjölþætta fyrirtækjasam-
steypu var takmark fyrrverandi
stjórnarformanns, Pehr Gyllen-
hammars, sem sagði af sér síðla
árs 1993 þegar hluthafar höfnuðu
áætlun hans um samruna Volvo og
Renault.
Hluthafar eru opnari fyinr sam-
komulagi nú en 1993, þegar þeir
óttuðust yfirtöku Renaults, sem þá
var í ríkiseign.
Hluthafar sem ráða yfir 20% at-
kvæða í Volvo eru hlynntir því að
bíladeildin semji um samstarf eða
samruna samkvæmt skoðanakönn-
un Reuters.
„Allt sem stjórn Volvo getur
gert til að auka verðmæti fyrirtæk-
isins er af hinu góða. Engar leiðir
er hægt að útiloka fyrr en menn
vita hverjar þær eru,“ sagði Gunn-
ar Blix, sérfræðingur Skandia.