Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Snotra í klípu og
Brandur fylgist með
BRÁÐABIRGÐAVIÐGERÐ á vegklæðningu sem fauk af 14. desember sl.
• •
Hvassviðri yfír Oræfasveit
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
SNOTRA í klípu á
snarbröttu húsþaki.
Egilsstöðum - Brandur og
Snotra eru nágrannakettir sem
eru að byrja að skoða heiminn.
Þeir eru ennþá dálitlir kjánar
og hafa ekki alltaf vitið fyrir
sér þegar forvitnin er annars
vegar. Það sýndi sig þegar for-
vitnin leiddi Snotra út á húsþak
og hún kom sér í klípu með því
að fara út um opinn glugga á
annarri hæð og út á snarbratt
þakið.
Hún var mjög vör um sig og
heppin að það skyldi vera mikill
snjór og harður á þakinu.
Brandur beið fyrir neðan og
fylgdist grannt með Snotru.
Hann er góður nágranni og er
reyndar líka dálítið skotinn í
henni. Snotra litaðist vel um og
fikraði sig hægt niður eftir þak-
inu með allar klær úti. Hún
vissi af Brandi fyrir neðan og
langaði líka að gefa honum
auga. Hún var komin alveg nið-
ur á þakbrún og horfði á vin
sinn Brand þar sem hann gat
ekkert annað gert en fylgst
með henni. Allt í einu missti
hún fótanna og datt niður af
þakinu. Hún lenti á hliðinni en
varð ekki meint af og kúrði svo
í rólegheitunum með vini sínum
Brandi.
Hnappavöllum - Hvassviðri hafa
gengið yfir Öræfasveit nokkrum
sinnum það sem af er vetri. Ekki
hafa orðið teljandi skaðar í veðram
þessum nema helst að klæðning hef-
ur farið af þjóðveginum á fjórum
stöðum, nærri 200 metrum alls.
Á Fagurhólsmýri mældist 80
hnúta 10 mín. meðalvindur að
morgni 14. desember sem er það
mesta sem mælst hefur síðan mæl-
ingar hófust þar.
Á sjálfvirkri veðurstöð vegagerðar
sem er í Sandfelli í Öræfum hafa vind-
hviður nokkuð oft faiið í um 15 vind-
stig og eitt sinn í rúmlega 17 vindstig.
BRANDUR fylgist spenntur með vinkonu sinni. FORVITNIN rekur hana áfram því hún OG eftir tveggja til þriggja metra byltu unir hún
er að skoða heiminn. glöð hjá Brandi vini sínum.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
RISASTÓR krani lyfti einum hluta af búnaði
orkuversins sem vó 76-77 tonn.
Framkvæmdir við Svartsengi
450 tonna bún-
aður í orkuverið
UM 450 tonn af búnaði í orkuver
sem Hitaveita Suðumesja er að
reisa í Svartsengi eru komin til
landsins. Fyrr í vikunni kom kín-
verskt flutningaskip með 299
tonn af búnaði sem er framleidd-
ur í Japan, þar á meðal voru tvö
þyngstu stykkin, annað 76-77
tonn að þyngd og hitt 82 tonn.
Kínverska skipinu seinkaði um
8-9 daga vegna þess að skip-
stjórinn þorði ekki yfir Atlants-
hafið.
Framkvæmdir við orkuverið
eru í fullum gangi og áætluð
gangsetning er 8. september
1999 að sögn Júlíusar Jónssonar,
forstjóra Hitaveitu Suðurnesja,
en það er tíu árum eftir að fyrsti
hluti Ormat-virkjunarinnar var
tekinn í notkun en það var 8.
september 1989.
Bjart yfir
hótelrekstri
í Reykholti
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
ÓLI Jón Ólason og Steinunn Hansdóttir eru hótelhaldarar í Reykholti.
Reykholti - Nú um áramótin var
haldið upp á eins árs afmæli
Hótels Reykholts í Borgarfirði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
á þessu fyrsta ári og vart gefist
frí frá störfum fyrr en nú um há-
tíðarnar. Á fyrstu dögum hins
nýja árs hitti fréttaritari Morgun-
bíaðsins hótelhaldara að máli og
forvitnaðist um afraksturinn og
ekki síst horfumar framundan.
Rekstraraðilar hótelsins em
hjónin Óli Jón Ólason og Stein-
unn Hansdóttir sem fiuttu fyrir
ári síðan búferlum frá Reykjavík
til að takast á við þetta nýja
verkefni. Gengið var frá samn-
ingum um húsnæði undir hótel-
reksturinn í Reykholti þann 30.
desember 1997. Daginn eftir
gengu þau hjónin svo með log-
andi kyndla í samfylgd sveitunga
að áramótabrennunni í Reyk-
holtsdal, og mörkuðu þannig
upphaf búsetu sinnar í þessu nýja
umhverfi.
Þann 28. desember sl. fengu
þau svo skemmtilega jólagjöf
þegar þeim hlotnaðist sá heiður
að komast í þriðja sæti við val á
Vestlendingi ársins fyrir athygl-
isverðan árangur í starfi. Viku-
blað Vesturlands, Skessuhorn,
stóð fyrir könnuninni en Vest-
lendingur ársins 1998 var valinn
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi og stjórnarformaður
Spalar, og í öðru sæti varð Ingi-
björg Pálrnadóttir heilbrigðis-
ráðherra. Óli Jón var tilnefndur
fyrir þann kjark og áræði að
hafa ráðist í áhættusaman rekst-
ur og að hafa á stuttum tíma náð
að skapa hótelinu góðan orðstír.
Óli Jón og Steinunn em þó engir
byrjendur í ferðamannaþjónustu
en þau hafa sinnt ferðamálum í
áratugi. Þau segja að margt hafi
stuðlað að góðu gengi og þakka
árangurinn ekki síst góðu starfs-
fólki sem flest er búsett í hérað-
inu. Einnig hefur hótelið fengið
talsverða kynningu í fjölmiðlum
vegna þeirrar umræðu sem hef-
ur verið í kringum það mikla
uppbyggingarstarf sem á sér
stað í Reykholti. I upphafi trúðu
ekki allir á að hægt yrði að reka
hótelið árið um kring, enda hef-
ur óvissa ríkt undangengin ár í
atvinnumálum sveitarinnar.
Hvalfjarðargöngin eiga auðvitað
líka sinn þátt í að beina ferða-
mönnum í Reykholt, þótt hins
vegar megi benda á að ekki
muni miklu á leiðinni yfir Drag-
hálsinn sem er oft ágætlega
greiðfær.
Gestir hótelsins koma víða að
og í margvíslegum erindagjörð-
um. Þar er um að ræða einstak-
linga á eigin vegum auk ættar-
móta, árshátíða og þess háttar.
Ráðstefnur eru þegar orðnar að
veruleika og má þar nefna nor-
ræna ráðstefnu á vegum Um-
hyggju, foreldra laiigveikra
barna, sem haldin var í haust og
landsfund Kvennalistans nú fyrr
í vetur. Samvinna við innlendar
og erlendar ferðaskrifstofur hef-
ur einnig verið góð og fer vax-
andi og búa Óli Jón og Steinunn
þar að fyrra samstarfí. Hótelið er
rekið í húsnæði sem byggt var
undir mötuneyti og heimavistir
Héraðsskólans gamla. Hluti af
efri hæð hússins og kjallari voru
aldrei fullkláruð og er nú verið
að innrétta sal með bar og setu-
stofu sem ætlaður er fyrir ráð-
stefnur, fundi og veislur. Þar
verða innréttingar með tilvísun í
forna hámenningu Reykholts og
hefur Erlendur Magnússon út-
skurðarmeistari verið fenginn til
að skreyta húsakynnin. Sjálfar
herbergisálmurnar vísa til
Snorra-Eddu og bera nöfn sem
heimavistum skólans voru upp-
haflega gefin; Ásgarðar, Mið-
garðar og títgarðar. Á efri hæð
er einnig verið að innrétta fleiri
herbergi með salernum og sturtu
að kröfu nútíma ferðaþjónustu.
Þrátt fyrir stuttan aðdraganda
að þessum rekstri og í raun litla
markaðssetningu segir Óli Jón að
þetta fyrsta ár gefi tilefni til
bjartsýni á framhaldið. Hann
segir að bókanir fyrir þetta ár
séu mjög góðar og þegar sé farið
að bóka fyrir árið 2000. Mest
hafa íslendingar nýtt sér þessa
þjónustu yfir vetrartímann og
svo erlendir ferðamenn yfir sum-
armánuðina og ekkert bendir til
annars en að heilsársrekstur
Hótels Reykholts sé raunhæfur.
Ferðamenn hafa auðvitað margt
að sækja á staðinn, hvort sem
það er í blómlegt menningarlíf
með söguskoðun, tónleikum og
sýningarhaldi, eða í margbreyti-
Ieika íslenskrar náttúru með
jöklaferðir á aðra hönd og bull-
andi hveri á hina.