Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 31 DRENGIRNIR, sem getið er um í greininni, í kapellu séra Priðriks, höfundur til vinstri og Ingólfur Steinsson til hægri. Séra Friðriks minnst á 100 ára afmæli KFUM 2. janúar sl., er þess var minnst að 100 ár voru liðin frá því æsku- lýðsleiðtoginn séra Friðrik Frið- riksson stofnaði Kristilegt Félag Ungra Manna í Reykjavík, þá vitj- uðu tveir af drengjunum hans þriggja staða í höfuðborginni sem sérstaklega eru tengdir nafni hans. Með þeim í fór voru fjórar góðar konur, yngri og eldri. Umræddir tveir drengir, sem nú eru báðir silf- urhærðir, voru Ingólfur Steinsson systursonur sr. Friðriks og Her- mann Þorsteinsson, sem 7 ára gam- all, með mjög sérstökum hætti eins og fyrir handleiðslu, eignaðist var- anlega vináttu þessa Norðlendings til afgerandi þýðingar fyrir öll lífs- árin hans framundan. Þessir tveir, Ingólfur og Hermann, voru á árum áður samherjar í fræknu hand- boltaliði, sem náði hér allt upp í 1. sætið í þeirri grein. Veðrið var kyrrt og bjart og undurfagurt. Fyrst var farið að legstað hans í kirkjugarðinum við Suðurgötu, en þar mjög nærri er hvílustaður heið- urshjónanna Ingibjargar og Jóns Sigurðssonar forseta og fer vel á þeirri nálægð. Lagður var sveigur á leiði vinarins góða og lifandi ljós tendrað og um stund staldrað þar við í kyrrð. Þá tóku kærar minning- ar að tala. Sr. Friðrik lést á 93. ald- ursári 1961. Úr þessum gamla garði var haldið á Bernhöftstorfuna á mótum Amtmannsstígs og Lækjar- götu, og þar sem stendur stytta Sig- urjóns Ólafssonar myndhöggvara af síra Friðrik með drengnum, en drengurinn sá er tákn allra þeirra drengja, sem hann með þeim hætti, er honum einum var lagið, upp- fræddi og leiddi til lifandi trúar á Jesú, höfund og fullkomnara hinnar kristnu trúar. Á kyrrðarstund þarna, nálægt hinu fyrrum góða að- setri KFUM og K og heimilis sr. Friðriks við Amtmannsstíginn, sóttu enn að kærar minningar hjá drengjunum hans. Þaðan var haldið til Friðrikskapellu við Hlíðarenda Vals, sem sr. Friðrik stofnaði einnig. Þar var staldrað við hjá varða hans, sem á er letruð ábend- ing hans til íþróttamanna: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofur- liði.“ Hlutast var um að íslenski fán- inn var dreginn þarna að hún á þessum afmælisdegi. Síðan var gengið inn í þennan fagra, kæra helgidóm, sem vígður var á afmæl- isdegi sr. Friðriks 25. maí 1993. Þar inni átti þessi litli hópur góða sam- verustund við lestur úr Heilagri ritningu og þakkargjörð fyrir hann, sem vel á við að segja hér um með orðum Ritningarinnar: „Maður kom fram sendur af Guði...“ þjóð okkar og kirkju til ómetanlegrar blessun- ar á þessari öld. Úr röðum drengj- anna hans hefur gengið til þjónustu við íslensku kirkjuna mikill fjöldi Séra Friðrik Friðriksson Tveir af drengjunum hans vitjuðu þriggja staða í höfuðborginni, segir Hermann Þorsteinsson, sem sérstaklega eru tengdir nafni séra Friðriks. presta og leikmanna mótaðir af hin- um gegnheila kristna manni, sem verður er þess að bera heitið leið- togi, eins og meitlað er á stall stytt- unnar í miðborginni. Þama inni í kapellunni var vissulega helg stund á þessum minningardegi. Þar á steindum glugga Leifs Breiðfjörð glerlistamanns, eru áletranir úr söngvum sr. Friðriks: „Afram kristsmenn, krossmenn.“ „Fram á lýsandi leið, skal þér litið í trá, þar sem ljómandi takmark þér skín.“ Vikulega em þarna samvemstundir í hádeginu á mánudögum - öllum opnar - þar sem drengir sr. Frið- riks o.fl. í prestastétt leiða kyrrðar- stundir. Þar er lesið guðspjall liðins sunnudags, máltíðar Drottins neytt, beðið fyrir sjúkum og nauðstöddum og gömlu, góðu söngvar sr. Friðriks sungnir fullum hálsi. Nærandi og styrkjandi er að byrja nýja vinnu- viku með þessum hætti - og það gerir góður hópur, bæði karlar og konur. Við samveruna þarna 2. þ.m. var m.a. rifjaður upp og lesinn eftir- farandi formáli Sigurbjörns biskups um skáldið sr. Friðrik í bók kapell- unnar „Söngvar séra Friðriks“. Að lokinni samverunni þama á Hlíðar- enda var haldið í afmæliskaffið í Perlunni, hinni einstöku í víðri ver- öld. Og kvöldroðinn þarna á þessum sérstaka degi var einnig alveg ein- stakur - eins og kærleiksgjöf frá himni Guðs. Já, þökkum Guði því hann er góður og miskunn hans var- ir að eilífu. Formálsorð Sigurbjöms Einars- sonar biskups um skáldið sr. Frið- rik: „Séra Friðrik Friðriksson var meira skáld en aðrir sem ég hef kynnst. Það mat er ekki miðað við skráðan skáldskap hans og má þó með sanni meta hann mikils. En ég hef í huga þá gáfu skálds að skynja veruleikann á ferskan og frumlegan hátt og geta opnað öðrum innsæi og útsýn um það fram, sem flestir megna. Þessi gáfa var svo rík með séra Friðrik að telja má til fágætra yfirburða. Hún átti sér rætur í með- fæddri gerð, en náði vexti og þroska samfara því trúarlífi, þeirri helgun, sem mótaði hans innri mann. Hann komst svo nærri því að sjá með aug- um Krists. Þess vegna var heimur hans stærri og auðugri en gerist. Ekkert sem fyrir hann bar í dag- legu lífi var litlaust eða ómerkilegt. Ósjálfrátt vakti hann hugboð um, hvað lífið er stórbrotið ævintýri. Og mörgum hjálpaði hann til þess að sjá það ævintýri í sönnu ljósi og lifa það sér og öðrum til gæfu og bless- unar. Séra Friðrik hafði mikla og fjöl- þætta hæfileika. Hann beindi þeim öllum í einn farveg, vígði þá Jesú Kristi, lífsköllun sinni í þjónustu hans. „Ég allt þér gef, mitt líf, mitt pund.“ Hann var elskur að ljóðum frá barnæsku, orti og samdi af innri þörf. En það var þörf starfsins, sem kallaði hann til afkasta á sviði skáld- skapar. En persóna hans var svo sérstæð og starf hans í heild svo stórt í broti, að afrek hans hurfu hvert í annað ellegar þá að engum þótti neitt tiltökumál, þó að hann gerði merkilega hluti. Séra Friðrik fékk ekki orð á sig út í frá sem skáld og sjálfur leit hann ekki þannig á sig. Ljóð sín, sálma og sög- ur samdi hann handa þeim „æsku- skara á íslandsströnd", sem hann fylkti undir merki Krists. En þar hitti hann á tón, sem vakti djúpan, máttugan enduróm og mun lengi hljóma. Hann var alger nýjung hér á landi. Söngvar séra Friðriks voru smitandi, hrífandi vitnisburður um heila, sterka, glaða trá. Aldrei áður höfðu ungar íslenskar raddir fengið slíka texta til flutnings né þvílíkan forsöngvara. Meðal ljóða hans voru sálmar, þýddir og frumsamdir, sem fyrir löngu eru komnir í flokk þeirra, sem söfnuðir landsins unna mest. Og þeir eru líklegir til þess að endast betur en flest annað, sem nú er sungið á Islandi." Höfundur cr fyrrverandi fnun- kvæmdastjríri. Nakinn sannleikur ORSAKIR fíkniefna- vandans á íslandi eru fjölmargar og engin einhlít skýring er þar á, flókið orsakasamhengi liggur að baki, en nefna má nokkur dæmi sem vert er að koma fram með. Þróun er líklega eitt skæðasta vanda- málið. I samfélagi þar sem einstaklingar eru misleitur hópur manna úr öllum þjóðfélags- stéttum verður til þrór un á ýmsum sviðum mannlífsins bæði til góðs og ills. Það góða verður að hornsteinum í samfélaginu sem við teljum eðli- lega hluti, t.d. góð kirkja, gott heil- brigðiskerfi, góð félagsleg þjónusta og öflug löggæsla. Þetta velou- okk- ur öryggiskennd og trú á þá þjóð Neytendur fíkniefna, segir Samúel Ingi Þórisson, eru frá óþroskuðum börnum upp í rígfullorðið fólk. sem við lifum og hrærumst í, við getum sofið róleg. Öðru máli gegnir um glæpi, en þar verður líka til þróun. Þeir hafa tilhneigingu til að teygja sig inn á öll svið samfélagsins og búa þar um sig huldir sjónum almennings, breiða svo úr sér rólega en örugglega eins og illgresi. En eins og í öllum görð- um er erfitt að losna við þær plöntur þó við séum dugleg að reyta. Það fer líka eftir því hvort við þróum varn- araðgerðir í takt við útbreiðsluna og líka hvort þeir sem garðsins eiga að gæta fái til verksins nægan mann- afla, menntun, tæki og fjármuni til að ráða niðurlögum vandans. Að þeir séu samhentir og einhuga um að halda garðinum hreinum. Ef garðeigandinn tímir ekki að hirða garðinn sinn þá yfirgnæfir illgresið og hann veslast upp og deyr. Svo eru það lögmál markaðarins, framboð og eftirspurn, markaðs- setning og sala, hámarksávöxtun og síðast en ekki síst, hinn „góði“ sölu- maður selur allt, þessi lögmál eru á engan hátt undanskilin á markaði fíkniefnanna frekar en í lögmætum viðskiptum og í raun forsenda fyrir tilveru hans. Þar er það gróða- hyggja glæpamanna ein sem ræður ríkjum og velferð fársjúkra neyt- enda eða aðstandenda þeirra skiptir þá engu máli, þar verður blóð barnanna að máltíðum á borðum þessara manna. Neytendurnir verða að fá sitt til að losa um þær þjáningar sem fiknin veldur, þeir eru áskrifendur að eig- in dauða hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Það sorglega er að enginn þeirra ætlaði í áskrift og oft eru þetta bara börn, börnin okkar. Varan sem þau fá dregur þau svo út í glæpi, svo sem vændi, þjófnaði, innbrot, ofbeldi og síðast en ekki síst sjálfstortímingu. „Hver er svo þessi svokallaði fíkniefnaneytandi?" Svar við þessari spurningu er nokkuð ljóst. Það er- um við sjálf og börnin okkar. Þegar svona stór alhæfing er sett fram hlýtur einhverjum að bregða í brán en hún er ekki fjarri sanni. Neysla fíkniefna spyr ekki að aldri, neyt- endur eru frá óþroskuðum bömum upp í rígfullorðið fólk, ömmur og afa. I þessum hópi eru ekki örfáir, heldur þúsundir. Það er engin ein- hlít skýring til á því hvers vegna ein- staklingar fara út í neyslu fíkniefna. Þar kemur svo margt til að vart verður sett fram einhver kenning þar um sem gæti staðist eða talist einhlít. Það hefur hins vegar verið staðreynt að neytendur koma úr öll- um stéttum þjóðfélagsins án tillits til efnahags, stöðu, menntunar eða annars. Þetta vandamál er alþjóð- legt og einhver versta plága sem yf- ir mannkynið hefur gengið og hittir okkur fyrir þegar minnst varir. Ver- ið því á varðbergi, ógnin er áþreifan- leg. Höfundur er tollvörður. Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar i síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar Samúel Ingi Þórisson Utsalan er hafin JOSS Opið virka daga 10-18, lau. 10-16. Laugavegi 20, sími 562 6062.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.