Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 41'
og samferðamenn geta ekki með
öðru móti heiðrað minningu hans
betur en stuðla að því, eftir mætti,
að þau menningarlegu og siðlegu
gildi sem hann bar fyrir brjósti
megi halda velli í straumkasti tíðar-
innar.
Ég kveð minn góða vin með
söknuði og djúpri þökk fyrir allt
sem ég hef af honum þegið og bið
honum Guðs blessunar. Við Gerður
vottum Margi-éti og fjölskyldunni
einlæga samúð.
Eitt þeirra samtíðarskálda sem
Andrés mat mest var Guðmundur
Böðvarsson. Ljóðadiskurinn sem að
ofan gat endar á hinu máttuga lífs-
uppgjöri skáldsins og bóndans á
Kirkjubóli í Hvítársíðu, Kvöld í
smiðju. Síðasta erindi þess kvæðis
er verðug kveðja Andrésar Bjöms-
sonar til okkar allra sem vissum
hvílíkur hann var:
Svo vinnist þér á morgun
það sem vannst ei mér í dag.
- Það verða skal að lokum hinsta kveðjan,
er kyrrist um í smiðju
og kemur sólarlag
og kulnað sindur liggur kringum steðjann.
Gunnar Stefánsson.
Við andlát Andrésar Björnssonar
er mai-gs að minnast. Ævistarf sitt
vann hann á vettvangi menningar og
mennta, meðal annars sem útvarps-
maður, háskólakennari og útvarps-
stjóri. Hann var mikill yrkjandi ís-
lenskrar tungu í bundnu máli og
óbundnu, fyrirlesari og upplesari.
Ailt slíkt fór honum vel úr hendi.
Á góu árið 1971 lögðu þau
Andrés Björnsson útvarpsstjóri og
kona hans, frú Margrét Vilhjálms-
dóttir, leið sína vestur um haf í boði
kanadískra háskóla og vesturís-
lenskra menningarfélaga. Fóru þau
víða og flutti Andrés bókmennta-
íyrirlestra við Manitóbaháskóla,
Brandonháskóla, Albertaháskólann
í Caigary (eins og hann hét þá) og
Háskóla Bresku Kolumbíu í
Vancouver. Auk þess lögðu þau
hjón lykkju á leið sína suður til
Bandaríkjanna í boði Ríkisháskóla
Norður-Dakóta í Grand Forks. í
þessari ferð flutti Andrés einnig er-
indi hjá vesturíslenskum félags-
skap víðs vegar í vesturfylkjum
Kanada.
Ferð sína um vesturslóðir fóru
þau Andrés og Margrét undir köld-
um bláhimni vetrar, en birtu sólar
naut hvarvetna og veðurguðir þeim
hliðhollir. Þessarar ferðar verður
lengi minnst af þeim sem þar komu
við sögu og skemmst frá því að
segja að alls staðar var gerður góð-
ur rómur að máli Andrésar. Fyrir-
lestur sinn við Manitóbaháskóla
flutti hann rétt í þann mund sem
bókaforlag háskólans var að leggja
grunninn að nýrri ritröð á ensku
um íslesnka sögu og menningu. I
Alberta mætti hann til leiks þegar
ráðamenn fylkisins voru tiltölulega
nýbyrjaðir að velta fyrir sér í al-
vöru að sýna minningu Stephans G.
Stephanssonar tilhlýðilega virð-
ingu. Hafði margur orð á að á báð-
um þessum stöðum hefði fulltrúi ís-
lensks menningarkjama birst þeg-
ar mest reið á.
Vinir Andrésar Björnssonai’ búa
nú við minningasjóð um hógværan
snilling. Ein örstutt minning úr
þeim sjóði hefur nú verið rifjuð
upp. Hún varpar ekki einungis ljósi
á menningarleg samskipti íslenskr-
ar þjóðar við umheiminn heldur er
hún líka hnotskurnarmynd úr ævi-
starfi einstaklings sem ávallt
reyndist vera réttur maður á rétt-
um stað.
Eiginkonu Andrésar Bjömsson-
ar, ættmennum og venslafólki vott-
um við samúð.
Haraldur Bessason.
Með Andrési Björnssyni er ein-
stakur maður genginn. Það er mik-
ið lán að hafa um hríð átt samleið
með slíkum manni og notið vináttu
hans. Áhrif hans vom fyrst og
fremst fólgin í því fordæmi sem
hann sýndi en hann neyddi ekki
skoðunum sínum upp á nokkum
mann. Þó var hann mikill áhrifa-
maður.
Það sem meðal annars einkenndi
Andrés voru óvenju skarpar gáfur,
óbrigðult minni, hógværð sem þó
fylgdi full einurð og jákvætt viðhorf
til samferðamanna og alls hans um-
hverfis.
Hann var gæddur eðli vísinda-
mannsins sem meðal annars kom
fram í því að hann var seint fullviss
í sinni sök. Þótt hann hafi velt
vandmeðförnu máli fyrir sér, að því
er virtist frá öllum hliðum, hlustaði
hann alltaf á þá, sem töldu sig hafa
eitthvað til málsins að leggja.
Þetta leiðir hugann að því, að
með þeim miklu gáfum, sem
Andrés Bjömsson hlaut í vöggu-
gjöf, hefði hann getað haslað sér
völl á mörgum sviðum vísinda og
fræðistarfa. Hann sagði sjálfur að
vinum sínum hefði þótt undarlegt,
að hann skyldi velja sér jafn „óró-
legan“ vinnustað og Ríkisútvarpið.
- Þökk sé forsjóninni að hann
skyldi helga þeirri stofnun nær alla
starfskrafta sína á langri starfsævi.
Þess mun lengi finna stað. Gegnum
útvarpið barst það efni, sem hann
valdi af einstakri þekkingu og
smekkvísi með þeirri frábæru rödd
sem honum var gefin, út til þjóðar-
innar allrar.
Ekki skal látið hjá líða að nefna
hver gæfa eiginkona Andrésar,
Margrét H. Vilhjálmsdóttir, var
honum. Hið sama má segja um ynd-
islega fjölskyldu þeirra alla. I hlut
Margrétar kom að styðja og styrkja
eiginmann sinn í erfiðu og erilsömu
starfi og búa honum og bömunum
traust athvarf á sannkölluðu menn-
ingarheimili. Slíkt er ómetanlegt og
í raun uppspretta góðra verka. Það
var lán Ándrésar að eiga Margréti
að lífsföranaut.
Ái’amótahugleiðingar, sem
Andrés flutti sem útvarpsstjóri í út-
varpi og sjónvarpi hvert ár frá 1968
til 1984, eru mönnum eftirminnileg-
ar. Þær komu út í bókinni „Töluð
orð“ árið 1985. I þessum ræðum
kom fram djúphygli hans og af hve
mikilli alvöru hann hugsaði um
hlutverk og viðgang starfandi kyn-
slóðar. Hún skyldi hverju sinni
horfa fram á veginn og leitast við
að skila veröldinni betri við lok
sinnar göngu.
Hann lýkur áramótaávarpi sínu
árið 1976 með eftirfarandi hending-
um:
„Hvað vannstu drottins veröld til þarfa?
Þess verður þú spurður um sólarlag."
Andrés lék á fleiri strengi en
hina alvarlegu. Hann naut þess að
vera innan um fólk og á samkomum
útvarpsfólks var hann hrókur alls
fagnaðar. I fámennari hópi kom oft
fram hárfín kímni hans og frásagn-
arhæfileikinn var fullkominn. Þar
var rétt orð á réttum stað og hljóm-
brigði raddarinnar nutu sín til fulls.
Aldrei var þessi kímni hans á
kostnað annarra.
Hér skal gripið niður í kveðju-
ávarp Andrésar Björnssonar, út-
varpsstjóra, á gamlárskvöld árið
1984. Þar segir hann:
„Þakkir skulu færðar þeim fjöl-
mörgu sem lagt hafa hönd á plóg-
inn til að gera Ríkisútvarpið að
þeim vini almennings sem hann vill
ekki missa, heldur styðja; látnum
og lifandi merkisberam íslenskrar
menningar sem í störfum fyrir Rík-
isútvarpið hafa veitt fólki landsins
af auði anda síns og snilli."
Þessar þakkir eiga ekki betur við
nokkurn annan en þann sem þær
flutti fyrir 14 áram.
Ég leyfi mér að taka mér í munn
orð Jóns Ogmundssonar, fyrsta
Hólabiskups, sem hann hafði um
Isleif biskup Gissurarson, Skál-
holtsbiskup, látinn:
, J>á kemur mér hann i hug, er ég heyri
góðs manns getið.
Hann reyndi ég svo að öllum hluturn."
Við hjónin færum Margréti og fjöl-
skyldunni allri dýpstu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Andrésar Björnssonar.
Hörður Vilhjálmsson, Hólm-
fríður Friðbjörnsdóttir.
Segja má, að um miðja 20. öld
væri Ríkisútvarpið seglfesta ís-
lenskrar samtímamenningar. Þang-
að sótti almenningur fyrirmyndir um
málfar sitt. Þar vora lesnar íslend-
inga sögur. I Utvarpinu fluttu odd-
vitar þjóðarinnar erindi um menn-
ingu og fræði. Við börnin nutum og
námum af þekkingu þeirra og orð-
færi. í byggðum landsins áttu menn
útvarpið að einkavini. Ég var hvorki
á Þingvöllum 17. júní 1944 né í Þjóð-
leikhúsinu við opnun þess. Allt um
það era stofnun lýðveldisins að Lög-
bergi og fyrstu skref „musteris ís-
lenskrar menningar“ snarir þættir
af sjálfum mér á bemsku- og ung-
lingsárum, - sem útvarpsviðburðir.
Svo mun um marga jafnaldra mína
af landsenda og víðar að, - og miklu
fleiri atburði. Utvarpið var okkur
langsamlega veigamesti fjölmiðill-
inn. Leiðtogar þess höfðu og þann
metnað fyrir okkar hönd, að þaðan
skyldum við aldrei þiggja neitt ann-
að en gott eitt til orðs og æðis. ís-
lensk tunga var fjöreggið sjálft.
Þann fjársjóð varðveitti stofnunin af
kostgæfni og ávaxtaði af stefnufastri
varfæmi.
Meðal þeirra radda, sem Utvarpið
á þessum áram færði fullorðnum og
bömum um land allt, var rödd
Andrésar Bjömssonar. Hann var
reyndar einn hinna fremstu, er til
heyrðist. Einu gilti hvort Andrés las
hlustendum ljóð eða laust mál, þýð-
ingar eða þjóðleg fræði, annarra
fróðleik ellegar eigin erindi. Alltaf
var hann jafn kærkominn gestur.
Með tímanum varð Andrés eins kon-
ar lifandi tákn Utvarpsins og síðar
æðsti maður þess og útvarpsstjóri. í
þann tíma var Sjónvarpið einnig
komið til sögunnar og varð skjótlega
hvers manns félagi og föranautur, en
Andrés Bjömsson einnig leiðtogi
þess og lagsbróðir þjóðarinnar í
mynd ekki síðm- en í máli.
Á áttunda áratuginum gegndi
Sjónvarpið áþekku hlutverki og Ut-
varpið fyrr meir. Sjónvarpið samein-
aði okkur upp til hópa. Það sem þar
gat að líta var á hvers manns vöram
í sveit og við sjó. Sjónvarpið gætti
hófs í öllum efnum. Það gekk undir
merki málhreinsunar. Á þeim bæ
gerðu menn sér grein fyrir þeirri
ábyrgð, sem menningarforystu fylg-
ir. Ahrif Andrésar Bjömssonar
leyndu sér ekki. Styrkum höndum
stýrði hann þeirri nýlundu, sem
Sjónvarpið var.
Það var í þennan tíma í Sjónvarp-
inu á gamlárskvöld að Andrés
Bjömsson endanlega vann hugi
landsmanna. Þar talaði hann til
hlustenda og áhorfenda af orðsins
list, sem honum flestum öðrum
fremur var lagin og af djúpri and-
legri speki, er gekk hverjum manni
til hjarta. Áramótaræður sínar gaf
Andrés síðar út undir heitinu „Töluð
orð“. Þar er gott góðs að vitja þeim
lesendum, er fögram fræðum unna.
Andrés Bjömsson var menningar-
frömuður í bestu merkingu þess
orðs. Ungui’ hafði hann numið ís-
lensk fræði, og þeirrar arfleifðar
gætti í fari hans alla tíð. Jafnframt
var hann heimsmaður í framgöngu
og sá vítt um veröld hverja.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Andrési Bjömssyni og konu hans
persónulega hin síðari ár. Andrés
var sama hófstillta ljúfmennið í við-
kynningu og hann hafði reynst mér í
Utvarpi og Sjónvarpi alla tíð. Þau
samskipti þökkum við ég og kona
mín heils hugar í dag. Jafnframt
biðjum við látnum bróður ljóss og
friðar, en ekkjunni og ástvinum
hennar huggunar.
Heimir Steinsson, Þingvöllum.
Andrés Björnsson, sem var skag-
firskur bóndasonur, sótti Mennta-
skólann á Akureyri. Þar lágu leiðir
okkar saman og fyrstu kynnin
hófust. Tilviljun réð því að nokkra,
eins og gengur. Ég var kominn
norður, Breiðfirðingurinn, til að
taka próf upp í þriðja bekk skólans,
en hafði lesið heima um veturinn.
Mætti ég Andrési, sem ég hafði séð
í kennslustund, úti á götu fyrir
framan íverahús mitt og spurði
hann, hvort hann vildi segja mér,
hversu langt komið væri í hinum
ýmsu námsgreinum. Hann kvaðst
fús til þess, gekk inn með mér í her-
bergi mitt, tók að blaða í kennslu-
bókunum og merkja við. Hófst svo
samtal okkar á milli. Vel fór á með
okkur, enda varð þetta upphafið að
vináttutengslum, sem entust ævi-
langt. Við tókum að hittast öðra
hverju, jafnvel lesa saman. Augljóst
var þó, að áhugamál okkar voru
ólík. Mín vora á sviði viðskipta og
stjórnmála, en hans á sviði skáld-
skapar og lista.
Eitt sinn, þegar ég sagði honum
skoðanir mínar á landsmálum, sem
títt vora til umræðu í mínum
heimahúsum, svaraði hann mér
með stuttri setningu, sem er mér«L
minnisstæð og hefir mikið sann-
leiksgildi: „Stefnurnar fæðast feig-
ar, en fegurðin ódauðleg." Sjálfur
var hann hagmæltur og stílsnilling-
ur. Lagði hann stund á íslensk
fræði í Háskóla íslands og varð
cand. mag. í þeirri grein. Störf sín
helgaði hann að mestu Ríkisútvarp-
inu, var skipaður skrifstofustjóri,
þá dagskrárstjóri og loks útvarps-
stjóri 1968, en því starfi gegndi
hann til starfslokaaldurs.
Vinátta okkar Andrésar hélst
óhögguð eftir skólavistina á Akur-^.
eyri. Við héldum áfram að hittast
öðra hverju alla tíð og ræddum sam-
an. Umræðuefnin vora alltaf næg.
Ti-ygglyndi Andrésar var óbrigðult
og sakna ég þessa vinar mjög.
Heimili Andrésar Bjömssonar
var fagurt og aðlaðandi. Eiginkon-
an, frú Margrét Helga Vilhjálms-
dóttir, gestrisin og hlýleg. Henni,
börnum þeima fjóram og öðram ná-
komnum ættingjum votta ég djúpa
samúð og virðingu.
Magni Guðmundsson.
Spruttu á tái
tregnar íðir,
græti álfa
í glýstömu
Leyfið mér, leikmanni, að hafa
um hönd fornt leiðsögustef, þegar
við syrgjum einn af öðlingsmönnum
íslenkra mennta. Andrés Björns-
son, fyrrverandi útvarpsstjóri, var
einn af þekktustu og mest virtu
mönnum í opinberu lífi þjóðarinnar.
Allir þekktu rödd þessa manns,
sem með sérstakri háttvísi leiddi
háa sem lága út úr amstri liðins árs
til nýrra áforma við áramót. Unn-
endur orðsins listar þekktu frá- __
bæra framsögn hans og þeir sem
þekktu hann persónulega vissu að
hann var skáld gott, Ijúfur maður
og vitur.
Andrés varð útvarpsstjóri í þann
mund sem nýr fjölmiðill, sjónvarp-
ið, bættist við í þjónustu opinberra
menningarumsvifa.
Honum var lengi Ijóst hið pólitíska
áhrifavald ljósvakans. Eldskím sína
hlaut hann ungur sem útvarpsmaður
í þjónustu BBC, þegar loftorastan
um London var í algleymingi. Hann
lagði sig því fram um það að tryggja
löndum sínum póltískt hlutleysi rík-
isfjölmiðla. Það hefði verið auðvelt
fyrir mann með svo vel þekkt nafn
og annálaða rödd að vera kosinn til
hvers þess pólitísks starfs sem hanri
lysti, en Andrés stóðst allar slíkar
freistingar.
Það var mikið hnoss fyrir mig að
kynnast ungur svo vel þessum ann-
álaða manni. Andrés gaf mér í
æsku Völuspá í þeim útbúnaði, sem
prófessor Sigurður Nordal, meist-
ari hans og velunnari, hafði unnið.
Með því vildi hann kenna mér það
að gott tungutak þyrfti að æfa, rétt
eins og hljóðfæraleik. Góður
smekkur kæmi ekki af sjálfu sér.
Hann þyrfti að þjálfa í samneyti
við góðar bækur. Sem skólapiltur
fékk ég að koma með honum á
æskustöðvar hans í Skagafirði. Ég
sá fyrir mér kappa landsins frænd- __
ur hans, landvætti og landsins
dýrðlinga, allt frá Gretti Ásmund-
arsyni til herra Jóns biskups Ara-
sonar.
Andrés lét mig sjaldan sjá inn í
vísindalega smiðju sína, sem var
nátengd bókmenntum 19. aldarinn-
ar, en hann vissi að Mið-Evrópa var
nærri mínum hjartastað. Þess
vegna sagði hann mér oft frá forn-
germönskum þjóðum og lét mig
geta þess til að í harmleik Hamðis-
mála, hins forna Eddukvæðis, væri
fundinn gerill þeirra miklu átaka,
sem hann ungur hafði verið vitni að
á vígvelli Evrópu.
Andrésar er sárt saknað i Fíla-
delfíu, vestan hafs. Ég bið Guð að
styrkja Margréti móðursystur
mína, börn þeirra og barnabörn.
Ketill Ingólfsson.
Andrés móðurbróðir var eimíT
kærasti og nánasti vinurinn sem