Morgunblaðið - 08.01.1999, Side 27

Morgunblaðið - 08.01.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 2 7 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell BRITT Smelvær við verk sitt í vestursal Kjarvalsstaða. Stillur Britt Smelver VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða tvennir í Reykjavík og einir á Egilsstöð- um; í Laugardalshöll í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20 og þeir síðari á morgun, laugardag, kl. 17, og á sunnudag kl. 16 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Hljómsveitarstjóri er Peter Guth og einsöngvari pólska sópran-söngkonan Izabela Labuda A þessu ári eru liðin 150 ár frá láti Johanns Strauss eldra (1804-1849) og 100 ár frá láti Jo- hanns Strauss yngra (1852-1899), en í kynningu segir, að ekki leiki nokkur vafi á því að þeir feðgar hafi átt drýgstan þátt í því að gera danstónlist þá, sem kennd er við Vínarborg, jafn vinsæla og raun ber vitni. Austurríski hljómsveitarstjórinn Peter Guth kemur nú í sjötta sinn til liðs við hljómsveitina á Vínar- tónleikum. Peter Guth er óumdeil- anlega einn eftirsóttasti hljóm- sveitarstjóri í túlkun Vínartónlist- Vínar- tónleikar í Laugar- dalshöll ar frá því hann kom í fyrsta sinn fram sem slíkur fyrir um það bil 20 árum. Viðbrögð gagnrýnenda voru öll á einn veg. „Peter Guth, Vínar- tónlistarmaður í hæsta gæðaflokki, þokki, hlýja, glæsibragur og kröft- ug hljómsveitarstjórn" voru íyrir- sagnir blaðanna. Hæfni hans til að hrífa hljómsveit og áheyrendur með fiðluleik sínum jafnframt því að stjórna hljómsveitinni með fiðlubog- anum líkt og þeir Strauss-feðgar gerðu gefur tónleikum hans ósvik- inn anda Vínarsveiflunnar. Peter Guth stjórnar árlega um 80 Vínar- tónleikum í Asíu, Ameríku og Evr- ópu með fremstu einsöngvurum og hljómsveitum heims. Pólska sópransöngkonan Izabela Labuda vakti strax á námsárum sínum mikla athygli fyrir glæsileg- an söng. Eftir að hún útskrifaðist úr tónlistarháskólanum í Katovice fyr- ir rúmum áratug hefur hún unnið til fjölda verðlauna í söngvakeppnum og atvinnutilboðin hafa streymt til hennar. Izabela Labuda er mjög fjölhæf söngkona og syngur jafnt í óperum, óperettum og stór ein- söngshlutverk með hljómsveitum. Nýlega söng hún einsöngshlutverk- ið í níundu sinfóníu Beethovens undir stjórn Seije Ozawa, Þýskri sálumessu eftir Brahms í Austurríki og áttundu sinfóníu Mahlers í Lit- háen. Izabela Labuda hefur verið á tónleikaferð með Peter Guth um Bandaríkin og Evrópu og eru tón- leikarnir hér lokin á þeirri ferð að þessu sinni. SÝNING á verkum textíllistakon- unnar Britt Smelvær, sem nefnist Stillur, verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða á morgun, laugar- dag. Verk Smelver endurspegla þró- un textíllistar á síðari árum og sýna vel á hve margvíslegan hátt og í hve fjölbreytt efni textíllista- menn samtímans vinna segir í kynningu Kjarvalsstaða. Tækni og efniviður eru ekki eins bundin hefðum og áður fyrr, textíllista- menn byggja nú meira á persónu- legri tjáningu. Leitin að efni og aðferð til að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd er verkefni sem Britt Smelvær tekst gjarnan á við. Verk hennar eru þó alltaf tengd uppruna hennar í handverkinu og eru sam- ansett úr mörgum samstæðum ein- ingum sem mynda form eða rými. Viðfang hennar er efnið; tré, steinn, hár, þráður, mold og málm- ar, en á þessari sýningu er efnivið- urinn pappír og gifs. Hún plíserar pappírinn og notar til að klæða veggi sýningarrýmisins, inni í rým- inu skapar hún nýtt rými úr pappír og notar síðan ljós til að móta það enn frekar. Hún klæðir veggina frá gólfi til lofts. Efniviðurinn er hvít- ur og andrúmsloftið kyrrt, öll hljóð verða dempuð innan hinna þunnu hvítu veggja. Britt Smelvær er fædd í Noregi en hún býr og starfar í Kaupmanna- höfn. Frá um 1980 hefur hún verið mikilvirkur listamaður og haldið sýningar víða um heim, en þó mest á Norðurlöndum. Hún er einkum þekkt fyrir innsetningar sínar en einnig hefur hún unnið verk á opin- berar byggingar og „landart“-um- hverfisverk. Sýningin stendur til 7. mars. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga frá 10-18 og er leiðsögn fyrir almenning alla sunnudaga kl. 16. „...afskekkt veröld, staður sem samtíminn ekki af veit ■ r. ðX ... Einar Falur Ingólfsson ferðast um Montensinho þjóðgarðinn í Portúgal. í blaðinu á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.