Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn EIRÍKUR Þorláksson, forstöðumaður Kjarvalsstaða, og Ólafur Ingi Jónsson forvörður skoðuðu dansmeyjar Kjarvals þegar þær komu í ljós undan veggklæðningunni í Austurstræti í gærmorgun. Veggskreyting Kjarvals kemur aftur í ljós unrian klæðuingu í Austurstræti Dökkhærðar dansmeyjar í köflóttum kj ólum „ÞETTA voru dansmeyjar, ég man ekki betur en þær hafí verið fjórar. Þær voru í afskaplega víðum pilsum, næstum sporöskjulöguðum, í aðskornum kyrtlum og með dökkt hár,“ segir Kjartan Guðjóns- son listmálari um veggskreytingu eftir Jóhannes Kjarval, sem kom fram í dagsljósið öðru sinni þeg- ar klæðning var rifin niður af vegg í Austurstræti í gærmorgun. Veggklæðningin var á gafli hússins sem stendur austan ísafoldarhússins við Austurstræti 8. Unnið er að niðurrifi hússins en til stendur að flytja húsið við hliðina á því, Isafoldarhúsið, að Aðalstræti 12 og mun Ármannsfell hf. síðan byggja nýtt hús á lóð- inni. Málverkið hafði áður komið í ljós þegar gerð- ar voru breytingar á húsinu árið 1977 en hvarf sjónum manna þegar aftur var sett klæðning á vegginn. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Kjarvals- staða, var viðstaddur þegar klæðningin var rifin af veggnum í gærmorgun. „Manni sýnist þetta vera þrjár eða fjórar konur í einhvers konar hringdansi úti á blómlegu engi. Þær eru í köfióttum kjólum, bæjarstúlkur berfættar úti í móa,“ segir hann. Svartir og hvítir fitir eru ráðandi í myndinni, sem er máluð beint á gráan steinvegginn, en einnig má sjá leifar af gulum, grænum og brúnum litum og jafnvel bláum og rauðum. „Þetta hefur verið ein- hver hamingjustund á engi,“ segir Eiríkur þegar hann hefur virt myndina fyrir sér um stund. I húsinu var á sínum tíma kaffihúsið Café Royal, þar sem Kjarval var tíður gestur, en vinnustofa hans var í næsta nágrenni, uppi á loftinu í Austur- stræti 14. Með hattinn fræga, málningardós og sívalan pensil Kjartan segist muna vef eftir því þegar Kjarval málaði dansmeyjarnar á vegginn. Þá hafi verið tré- pallur ofan á húsinu, þar sem gestir kaffihússins gátu setið úti í góðu veðri. „Eg er alveg harður á því að þetta hafi verið árið 1936. Ártalið man ég eingöngu af því að það var fermingarárið mitt og fyrsta sumarið sem ég fór ekki í sveit og ég hafði ekki atvinnu. Ég var að væflast í miðbænum og annar strákur með mér sem hafði líka áhuga á teikningu, og við vorum að horfa á karlinn. Hann var í jakkafötum með bindi og í blankskóm, með hattinn fræga og málningardós með svartri máln- ingu og sívalan pensil eins og notaður er í skipa- málningu og er ennþá til hjá EIIingsen,“ segir Kjartan. Létt og skemmtilegt hliðarspor Aðspurður um hvort ástæða sé til að varðveita veggskreytinguna og þá hvernig segir Eiríkur það enn ekki ákveðið. Það verði a.m.k. teknar af henni myndir í krók og kring til þess að varðveita heim- ildina. „Ég sé ekki að það sé ástæða til að gera neitt frekar við það. Þetta er ekkert stórvirki, en þó eru í því óvenjulegir þættir,“ segir hann. og bætir við að frekar megi líta á verkið sem létt og skemmti- legt hliðarspor hjá meistaranum. Inflúensufar- aldur herjar á landsmenn RANNSÓKNASTOFA Háskólans í veirufræði hefur staðfest að inflú- ensufaraldur af stofni A sé kominn til landsins. Slæmt kvef, slen og hár hiti gera þeim lífið leitt, sem fyrir verða og hefur fjöldi fólks leitað til lækna að undanförnu vegna lasleika. Að sögn borgar- læknis er þó ekki búist við víðtæk- um faraldri í ár þar sem um fimmtungur þjóðarinnar var bólu- settur gegn þremur inflúensu- stofnum í haust. „Við höfum alltaf bólusett mikið miðað við önnur lönd en í haust voru bólusetningar með allra mesta móti. Tæplega 50 þúsund manns létu sprauta sig sem hlýtur að vera met miðað við höfðatölu,“ sagði Lúðvík Ólafsson borgar- læknir í gær. „Vinnustaðir bjóða margir hverjir upp á ókeypis bólusetningu enda er óhemju dýrt ef margir starfsmenn leggjast veikii- og sprautunin því fljót að borga sig.“ Að sögn Lúðvíks er vörnin í bólu- setningarsprautunum býsna góð og ber árangur í allt að 80% til- fella. Verkjalyf, hunangste og hvfld „Það hafa margir legið veikir með háan hita undanfarnar vikur og þegar mikið er um það, jafnvel mörg tilfelli í sömu fjölskyldu, bendir allt til þess að inflúensa sé komin. Þetta hefur nú fengist stað- fest hjá Rannsóknastofu Háskól- ans í veirufræði og er um að ræða inflúensufaraldur af stofni A. Einnig hafa greinst tilfelli af inflú- ensu B, en fólk verður venjulega ekki eins lasið af þeirri tegund,“ segir Samúel J. Samúelsson, yfir- læknir á heilsugæslustöðinni í Mjódd. Samúel segir að yfirleitt taki í kringum vikutíma að hrista inflú- ensuna af sér. Henni fylgi slæm kvefeinkenni, talsverður hiti og höfuðverkur. „Svo fara einkennin að færast niður í brjóstið með sár- um hósta og í kjölfarið er hætta á lungnabólgu, kinnholubólgum og eftirmálum af öðram toga. Fólk kemur gjarnan til læknis eftir að hafa verið með hita í nokkra daga og vill láta fara yfir stöðu mála. Ef engin bakteríusýking finnst er fólki ráðlagt að taka verkjalyf við hitanum, drekka vel til þess að bæta upp vökvatap og fara vel með sig.“ Of seint að láta sprauta sig Að sögn Samúels er ekki búið að undirflokka inflúensuveirana og því ekki Ijóst hvort hún sé ein þeirra sem bólusett var gegn í haust. Það verði þó að teljast lík- legt, enda sé í bóluefninu vörn gegn þremur stofnum. ,Þótt sumir séu á móti því að ungt og frískt fólk láti bólusetja sig gegn inflúensu getur það borg- að sig því þetta er leiðindasjúk- dómur. Nú er hins vegar orðið of seint að láta sprauta sig gegn in- flúensunni sem nú gengur enda bóluefnið uppurið og tímabil bólu- setninga liðið.“ Morgunblaðið/RAX JAGÚARINN er mikið laskaður eftir meðferðina þar sem honum var ekið út í sjó fram af bryggju í Hvalfirði. Hann sökk þó einungis til hálfs og var bjargað á þurrt, með krana. Samkeppnisstofnun segir öll innlend flugfélög geta keppt um styrki í útboði Samkeppnisrekstur ekki niður- greiddur af verndaðri starfsemi SAMKEPPNISSTOFNUN telur að ákvæði samkeppnislaga eða úrskurð- ir samkeppnisyfirvalda takmarki ekki möguleika innlendra flugfélaga til að taka þátt í útboði vegna rekstrar- styrkja til flugs á nokkrum flugleið- um á Vestfjörðum og Norðurlandi í samræmi við útboðsreglur á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Hins vegar segir í bréfi, sem stofnunin sendi samgönguráðuneyti í fyrradag, að gæta verði þess að samkeppnisreksb ur sé ekki niðurgreiddur af verndaðri starfsemi. Ekki sé hægt að útiloka að gi-ipið verði til íhlutunar berist sam- keppnisyfirvöldum erindi að loknu úfc- boði þar sem sýnt væri fram á niður- greiðslu samkeppnisreksturs. Samgönguráðuneytið sagði í bréfi sem það ritaði Samkeppnisstofnun 21. janúar sl. að það teldi ljóst að öll erlend flugfélög á EES-svæðinu gæti boðið í flugið. Vildi ráðuneytið að það lægi ljóst fyrir hvort öllum íslenskum flugfélögum væri einnig heimilt að taka þátt í útboðinu og hvort þeir sem hlutskarpastir yrðu í útboðinu gætu sætt íþyngjandi skilyrðum af hálfu samkeppnisyfirvalda. Væntanlegt útboð á að taka til flugs á flugleiðunum milli Bfldu- dals/Patreksfjarðar og Isafjarðar, Reykjavíkur og Gjögurs, Grímseyjar og Akureyrar og Akureyrar og Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Er í athugun hvort það eigi jafnframt að taka til sjúkraflugs í samvinnu við heilbrigð- isráðuneytið. Styrkimir sem um ræð- ir nema samtals á bilinu 9-10 milljón- um króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki takmörkuð þátttaka í bréfi, þar sem Samkeppnisstofn- un svarar þessum fyrirspurnum, seg- ir: ,Að mati Samkeppnisstofnunar takmarka ákvæði samkeppnislaga eða úrskurðir samkeppnisyfii-valda ekki möguleika flugrekenda, sem starfa hér á landi, til þess að taka þátt í umræddu útboði.“ Þá segir, varðandi það álitaefni hvort hinn hlutskarpasti í útboðinu gæti sætt íþyngjandi skilyrðum sam- keppnisyfirvalda: „Skv. 4. gr. reglu- gerðar ráðsins (EBE) nr. 2408/92 geta íslensk stjómvöld að uppfylltum tilteknum skilyrðum takmarkað að- gang að flugleið við aðeins eitt flugfé- lag í a.m.k. þrjú ár. Jafnframt er heimilt að veita viðkomandi flugfélagi styrki. í ljósi þessa og á grundvelli þeirra upplýsinga sem ráðuneytið hefur veitt kemur 2. mgr. 14. gr. sam- keppnislaga helst til álita hér. I ákvæðinu kemur m.a. fram að þegar um er að ræða fyrirtæki sem starfai' að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða vemdar er samkeppn- isráði heimilt að mæla fyi'ir um fjár- hagslegan aðskilnað þess rekstrar fyrirtækisins frá samkeppnisrekstri sama fyrirtækis. Skal þess þá gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niður- greiddur af verndaðri starfsemi. Ef verið sé að niðurgreiða sam- keppnisrekstur er ekki hægt að úti- loka að gripið verði til íhlutunar. Hafa verður í huga í þessu samhengi að 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga er heim- ildarákvæði og íhlutun er aðeins beitt þegar hún er í samræmi við markmið samkeppnislaga. Á það verður þó að benda að ekki verður séð að slík hugsanleg íhlutun samkeppnisyfir- valaa myndi vinna gegn þeim mark- miðum sem stefnt er að með framan- greindu útboði eða gera viðkomandi flugfélagi ókleift að uppfylla þær skyldur sem hinu verndaða flugi munu væntanlega fylgja." Grunur um trygg-- ingasvik ÞRIR menn hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvai-ðhald vegna gruns um tryggingasvik, sem rekja má til þess að umráðamaður Jagúarbifreið- ar kærði þjófnað á bifreiðinni til lög- reglunnar. Líklegt þykir að hann hafi sjálfur átt þátt í hvarfi hennar til að fá greitt út vátryggingaféð, hátt á aðra milljón króna, en lögreglan gi-einir ekki frá rannsóknartilgátu sinni. Jagúamum vai- ekið íram af bryggju NATÓ á Miðsandi í Hvalfirði í síðustu viku að vitnum ásjáandi, sem gerðu Borgarneslögreglunni viðvart. Einn maður til viðbótar vai- síðan handtekinn í gær og vai- í skýrslutöku hjá lögreglunni. Að sögn lögreglunnar mun það ráðast af framvindu mála hvort ki’afist verði gæsluvarðhaldsúr- skm-ðar yfir honum líka. Aðeins er um eina bifreið að ræða j og segir lögreglan að um einangi’að mál sé að ræða, sem tengist ekki öðr- um málum. Mál sem þetta komi sjald- an upp, en hitt sé alvanalegt, að krefj- ast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfii' grunuðum í slíkum málum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.