Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 6

Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Friðrik Sophusson forsljóri Landsvirkjunar vill sátt milli verndar og nýtingar Landsvirkjun stígi af stall- inum sem hún hefur staðið á FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, kynnti viðhorf sín til orkumála og miðhá- lendisins á fundi Sjálfstæðisfélags Seltjarnar- ness sl. fimmtudag. Friðrik sagði á fundinum að sætta yrði sjónarmið nýtingar- og verndar- sinna og sagði að sú vinna væri þegar hafin af sinni hálfu. „Þetta starf er löngu hafið og við munum halda því áfram því ég trúi því að það sé hægt að ná sáttum í þessum efnum. En ég viðurkenni að til þess að það geti orðið þarf Landsvirkjun að stíga ofan af þeim stalli sem hún hefur staðið á. Eg held að tíðarandinn krefjist þess að fyrir- tækið stígi af stallinum og blandi geði við aðra í stærri stíl en það hefur gert á síðustu áratug- um,“ sagði Friðrik og hélt áfram: Fordómar um stóriðju varasamir „Ég hef verið að ræða við fólk í ferðaþjónust- unni. Ég hef til dæmis rætt við formann Ferða- félags Islands og svo er það ekkert leyndarmál að Steingrímur Hermannsson og Gunnar G. Schram komu til mín og ræddu við mig fyrir stofnun Umhverfissamtaka íslands," sagði Friðrik og benti meðal annars á að Landsvirkj- „Eigum að vara okkur á því að draga störf í dilka eins og við gerum“ un væri aðili að Landvemd og hefði lagt mikið fé í starf þeirra samtaka. Friðrik sagðist sannfærður um að ferða- mennska og stóriðja gætu farið saman. „Það hafa alltaf staðið deilur um stóriðju en mér sýnist að á allra síðustu misserum hafi menn fleiri horn í síðu stóriðju en áður. Fólk talar um að stóriðja og stórvirkjanir séu ekki móðins lengur. Eg held að menn ættu aðeins að gæta að sér. Það er ekki mjög mikill munur nú á dögum á stóriðju og annarri iðju sem fólk vinn- ur við eins og matvælaiðnaði. Það er að mínu mati stutt í þau sjónarmið að það sé ekki fínt að vinna í verksmiðju, það sé ekki fínt að fram- leiða eitthvað á færibandi. Þegar við segjum þetta, erum við þá tilbúin að taka afleiðingum þess að allir í heiminum héldu slíku fram? Getur verið að í þessu sé fólginn tvískinnung- ur, meðal annars vegna þess að við viljum keyra á bílunum okkar og nota eldhúsáhöldin sem framleidd eru í slíkum verksmiðjum? Get- ur verið að hér eigi sér stað sú firring að menn átti sig ekki á sambandinu á milli lífsgæða og þess starfs sem fer fram innan svokallaðra verksmiðjuveggja? Ég held að við eigum að vara okkur á því að draga störf í dilka eins og við gerum, nema við séum tilbúin til þess að lifa án þeirra gæða sem verða til með þessari starf- semi,“ sagði Friðrik. Mikill áhugi á virkjun í Bjarnarflagi Friðrik sagði að Landsvirkjun hefði mikinn áhuga á virkjun í Bjarnarflagi og mikill áhugi væri einnig fyrir hendi meðal heimamanna. „Það er hins vegar vafi á því hvort við fáum að virkja þar sem tvenn lög eru í gildi um svæð- ið,“ sagði Friðrik. Annars vegar væru það lög um verndun Laxár- og Mývatns og hins vegar lög um mat á umhverfisáhrifum og ekki væri ljóst hvor þeirra væru ráðandi. Mikið var um spurningar á fundinum og aug- ljóst að margir höfðu áhuga á framtíðarsýn ný- skipaðs forstjóra Landsvirkjunar. Tína týnd í mánuð I GÆR var liðinn réttur mán- uður síðan tíkin Tína úr Mos- fellsbæ hvarf úr gæslu hinn 5. janúar. Mikil leit hefur staðið yfir að tíkinni, en ekki hefur enn tekist að fanga hana þrátt fyrir að ýmiss konar aðferðum hafi verið beitt. Enginn vafi er talinn leika á því að tíkin sé lifandi enda hafa spor eftir hana sést með reglu- legu millibili og í síðustu viku sást til tíkurinnar sjálfrar þar sem hún skaust eins og tófa yf- ir garð nágranna Kristínar Erlu Karlsdóttur, gæslukonu Tínu. „Það er kominn til að hún fari að láta sjá sig og við hætt- um ekki leitinni fyrr en hún finnst,“ sagði Kristín Erla í gær. Tína var í blárri kápu er hún hvarf og segir Kristín Erla að líklegt sé að hún hafi rifið hana af sér þar sem káp- an sé þunn og langt sé liðið á útivist Tínu. „Þetta er orðinn það langur tími, og efnið í káp- unni er eins og fallhlífarefni, þannig að það er líklegt að hún hafi rifið hana af sér.“ Tveir piltar teknir á stolinni bifreið LÖGREGLAN í Reykjavík hljóp tvo unga pilta uppi í Von- arstræti í gærmorgun um sex- leytið eftir nokkra eftirför á bílum um borgina. Grunur lék á að piltarnir, sem eru 14 og 15 ára, væru á stolinni bifreið eftir að lög- regla veitti þeim athygli á gatnamótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautai-. Þeir voru færðir til yfirheyrslu að viðstöddum foreldrum og full- trúum barnavemdaryfirvalda. Þeir viðurkenndu að hafa stolið bifreiðinni og er mál þeirra í höndum barnavemd- aryfirvalda. Óvemlegar skemmdir urðu á bifreiðinni. Piltamir komu við sögu lög- reglunnar með svipað mál fyr- ir fáeinum dögum. , _ _ Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINGRIMUR J. Sigfússon alþingismaður verður í framboði til formannsembættisins á stofnfundi Vinstri hreyfingar - Græns framboðs í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg í DIGRANESSKÓLA í Kópavogi kusu 280 manns í prófkjöri Sam- fylkingarinnar i' gær en kjör- staðir verða einnig opnir í dag. Prófkjör Samfyiking- arinnar á Reykjanesi Hátt kusu p 1 * 1 1700 gæv SAMKVÆMT upplýsingum frá Garðai-i Vilhjálmssyni, formanni kjörstjórnar, höfðu hátt í 1700 manns greitt atkvæði þegar kjörstöðum var lokað á fyrra degi prófkjörs Samíylk- ingarinnar á Reykjanesi í gær. Á kjörstöðum í Digranesskóla og Þinghólsskóla í Kópavogi kusu sam- tals 355 manns, rúmlega fjögur hundruð manns í Víðistaðaskóla í Hafnarfii’ði, auk 150 sem kosið höfðu í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu, og 240 í Félagsbíói í Keflavík auk 30 sem kosið höfðu utan kjörstaða í Keflavík. Kjörstaðir voru opnir frá 17-22 í gær en verða opnir 10-22 í dag. Kjósendur eiga að raða sex fram- bjóðendum með því að merkja við þá 1-6. Ef merkt er við færri en sex telst kjörseðillinn ógildur. Prófkjörið er opið öllum sem styðja vilja Sam- fylkinguna. Kjörstaðir í prófkjörinu eru Fé- lagsbíó í Reykjanesbæ, Miðhús í Sandgerði, verkalýðshúsið í Grinda- vík, Stóru-Vogaskóli í Vogum, Víði- staðaskóli í Hafnarfirði, Garðatorg í Garðabæ, Þinghólsskóli og Digra- nesskóli í Kópavogi, Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi og Þverholt 11 í Mos- fellsbæ. Kjalnesingar geta kosið á þeim kjörstöðum sem þeim hentar. Nítján bjóða sig fram í prófkjör- inu. Prófkjörsreglumar gera ráð fyr- ir að flokkarnir sem standa að Sam- fylkingunni, Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti, fái a.m.k. einn fullti-úa í fjögur efstu sæti list- ans. Landssamtökin Vinstri hreyfíng - Grænt framboð funda í Rúgbrauðsgerðinni Tæplega fj ögur hundruð manns voru á stofnfundi TÆPLEGA fjögur hundruð manns komu á stofnfund Vinstri hreyfing- ar - Græns framboðs (VG) sem hófst í gær. Hátt í fimm hundruð manns hafa nú gerst stofnfélagar í flokknum. Stjórnarkjör fer fram á morgun og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður ákveðið að bjóða sig fram til embættis for- manns flokksins og Svanhildur Kaaber í embætti varaformanns. Steingrímur vildi í gær hvorki játa né neita því að hann gæfi kost á sér í formannskjörinu. Ógmundur Jónasson alþingismaður staðfesti hins vegar í samtali við Morgun- blaðið að hann sæktist ekki eftir embættinu. „Ég gerði grein fyrir því fyrir nokkru síðan að ég myndi ekki sækjast eftir að gegna for- mennsku í flokknum en ég mun af alhug styðja þá niðurstöðu sem verður í stjórnarkjörinu og reyna að vinna þessu nýja stjórnmálaafli gagn af alefli." I gær var skipuð uppstillingar- nefnd til að setja saman lista fyrir stjórnarkjörið í dag. Auk formanns og varaformanns verður kosinn gjaldkeri og sex meðstjórnendur. Svanhildur Kaaber flutti setning- arávarp fundarins og talaði fyrir auknum jöfnuði í þjóðfélaginu og áherslu á umhverfismál en gegn markaðshyggju og auðhyggju. Hún sagði að það samfélag samhjálpar sem menn hefðu áður verið sammála um að stefna að væri í hættu. Kveðjur frá sósíalistum og græningjum á Norðurlöndum Einnig fluttu ávörp Kristín Hall- dórsdóttir alþingismaður, Ólöf Rík- harðsdóttir og Gunnar Ólafsson, og Jonas Sjöstedt, gestur frá sænska Vinstriflokknum, flutti fundarmönn- um kveðjur frá flokkum vinstrisósí- alista og umhverfisverndarmanna á Norðurlöndum. I drögum að málefnaskrá sem lögð voru fram í gær, en sem verða end- urskoðuð á fundinum í dag og á kom- andi vikum, kemur meðal annars fram að flokkurinn leggist gegn stór- iðju og stórvirkjunum í þágu meng- andi iðnaðar. Hann telur að styrkja þurfi umhverfisráðuneytið mjög og þannig að það fái hliðstæða stöðu innan stjórnkerfisins og fjármála- ráðuneytið. Stefnt er að því að Is- lendingar verði virkir aðilar að fram- kvæmd loftslagssamnings Samein- uðu þjóðanna og Kýtótóbókuninni. í velferðar- og kjaramálum mun flokkurinn meðal annars beita sér fyrir grundvallai-breytingum á al- mannatryggingalöggjöfinnni þannig að réttur þeirra sem falla undir lögin verði einstaklingsbundinn án teng- ingar við tekjur maka. Flokkurinn telrn- einnig að breyta eigi þeim hugsunarhætti að þeir sem fái greiðslur samkvæmt lögunum séu ölmusufólk og þvi verði þær kallaðar laun en ekki bætur. Ennfremur kem- ur fram í málefnadrögunum að leggja eigi sjúklingaskatt af með öllu. I drögunum segir að lengja eigi fæðingarorlof í tólf mánuði og tryggja það báðum foreldrum ef þeir annast barnið saman. Einnig er stefnan að hækka atvinnuleysisbæt- ur og að enginn hámarkstími verði á greiðslu þeirra eins og nú er. Efla á byggingu leiguíbúða á veg- um sveitarfélaga og gera það að raunhæfum valkosti að leigja hús- næði. í þágu byggðastefnu vill flokk- urinn að settur verði á stofn trygg- ingasjóður vegna eignataps eigenda íbúða á landsbyggðinni sem bæti þeim upp að hluta lækkað markaðs- verð íbúða vegna óviðráðanlegra að- stæðna, til dæmis atvinnuleysis á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.