Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vonast til að starfsemi fbúðalánasjóðs komist í eðlilegl horf í næstu viku Langþráð forrit komið í hendur bankamanna Tölvuforrit sem gerir möguleg samskipti banka, sparisjóða og Ibúðalánasjóðs barst bönkunum á fímmtu- dag. Pétur Gunnarsson ræddi við talsmenn bankakerfis og Ibúða- lánasjóðs. BANKAR og sparisjóðir fengu á fímmtudag afhenta fyrstu útgáfu af greiðslu- matsforritinu, sem gera á þeim kleift að reikna út greiðslumat og standa í tölvusamskiptum við íbúðalánasjóð. Finnur Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskipta- banka, segir að íbúðalánasjóður virðist hafa vanmetið þá vinnu sem leggja þyrfti í forritun áður en stofnunin tók til starfa. Gunnhildur Gunnarsdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri íbúðalánasjóðs, seg- ir stefnt að því að vinna úr þeim umsóknum sem safnast hafa upp frá áramótum í næstu viku. AJlt til- tækt lið sé önnum kafið við að leysa vandann. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á fimmtudag gætir óánægju hjá fasteignasölum með hvemig tekist hefur til um starfsemi Ibúða- lánasjóðs frá áramótum. Auk þess sem tölvuforrit vanti til að banka- starfsmenn geti annast útreikning greiðslumats og samskipti við Ibúðalánasjóð var kvartað undan drætti á afgreiðslutíma fasteigna- veðbréfa og húsbréfa og lélegu upplýsingastreymi frá stofnuninni. Bankar og sparisjóðir sömdu skömmu fyrir áramót við Ibúða- lánasjóð um að taka að sér gerð greiðslumats og samskipti við sjóð- inn. Ekki gefinn nægur tími til undirbúnings „Það virðist hafa verið óskyn- samlegt að fara af stað um áramót án þess að gefa sér tíma til undir- búnings," sagði Finnur Svein- bjömsson. Hann sagði að þegar bankamir hefðu gengið til samn- inga við íbúðalánasjóð í desember um greiðslumat hefðu þeir varað við knöppum tíma og lýst því yfír að tímasetning samningsins væri samkvæmt ákvörðun Ibúðalána- sjóðs en ekki bankakerfísins. Helga Björg Bragadóttir, deild- arstjóri hjá Islandsbanka, annast samskipti við Ibúðalánasjóð, fyrir hönd bankans. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið á fímmtudag að starfsmenn Ibúðalánasjóðs virtust allir af vilja gerðir til að leysa vandamálið en meðan fonitið væri ekki komið til bankans gætu starfsmenn hans ekki annast út- reikning greiðslumats, eins og nýja kerfið geri ráð fyrir. Starfsmenn taki hins vegar við umsóknum við- skiptavina, fari yfír þær og kanni hvort nauðsynleg fylgiskjöl séu fyrir hendi. Síðan sendi bankinn umsóknir til íbúðalánasjóðs. St- arfsmenn hans geri greiðslumat, sendi bankanum og bankinn til- kynni viðskiptavinum um niður- stöðuna. Helga segir að við eðlilegar að- stæður mundi það taka starfsmenn bankans 2 daga að reikna greiðslu- mat. Nú hafí bankinn sent frá sér um 130 umsóknir en fengið um það bil 10 svör til baka. Hún segir að upphaflega hafí forritið, sem vantar til að eðlileg samskipti geti hafist, átt að afhend- ast bankanum 4. janúar; síðan hafí verið sagt að það mundi liggja fyrir klukkan 11 að morgni 6. janúar; 14. janúar hafi hins vegar verið ákveð- ið að Ibúðalánasjóður mundi fyrst um sinn annast útreikning greiðslumats en bankarnir aðeins safna saman gögnum eins og fyrr var rakið. Virðist vera að leysast Helga segir að síðast á fimmtu- dag fyrir viku hafí hún fengið þær upplýsingar að forritið yrði tilbúið á föstudag eða mánudag, á föstu- degi hafí verið sagt að það yrði til á mánudag en á mánudag var enn tekinn frestur. Það var svo síðdegis á fimmtudag að forritið barst bankamönnum í hendur. Helga sagði að tölvudeild bankans hefði prófað forritið og það virtist virka. Málið virðist því vera að leysast. Starfsmenn Búnaðarbankans fengu fon-itið einnig í hendur á fimmtudag í fyrsta skipti. Hjá Búnaðarbankanum og einnig Is- landsbanka fara öll samskipti við sjóðinn fram á miðlægan hátt, þ.e. upplýsingum frá öllum útibúum er safnað saman á einn stað innan bankans áður en þær eru sendar sjóðnum. Jón Emil Magnússon, forstöðu- maður hjá Búnaðarbanka Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að vonandi myndu starfs- menn bankans fara að reikna út greiðslumat næstu daga. Hann sagði að bankinn hefði lokið við að þjálfa starfsmenn sína til að þeir gætu uppfyllt þær kröfur sem samningurinn geri til bankanna. „Seint í desember stóðum við enn í þeirri trú að öll tölvuforrit og tengingar yrðu til reiðu þegar kerf- ið færi í gang um áramót. Svo reyndist ekki vera og síðan hefur þetta dregist," sagði hann. Vegna þess hafa starfsmenn Búnaðarbankans, líkt og Islands- banka, uppfyllt sinn hluta samn- ingsins við Ibúðalánasjóð með því að taka við samþykktu kauptilboði og öðram gögnum viðskiptavina og senda þau til sjóðsins. Viðskipta- vinir séu svo látnir vita strax og greiðslumat berst frá íbúðalána- sjóði. Hann sagði að frá áramótum hefði Búnaðarbankinn móttekið 94 umsóknir um greiðslumat og sent Ibúðalánasjóði. Þarna á meðal era umsóknir sem hafa borist í síðustu viku og era því ekki komnar fram yfír eðlilegan afgreiðslutíma, að sögn Jóns Emils. 12 umsóknir hafa verið afgreiddar. Jákvæðir í garð breytinga Eins og Helga Björg Bragadóttir lagði Jón Emil áherslu á að starfs- menn Búnaðarbankans væra já- kvæðir í garð þeirra breytinga, sem verið væri að gera. „Þetta verður gott kerfí þegar það er farið að virka,“ sagði hann. „Þegar fram í sækir verður þetta til hagsbóta fyr- ir viðskiptavini og svartími á eftir að styttast frá því sem áður var.“ Gunnhildur Gunnarsdóttir, að- stoðarframkvæmdastjóri Ibúða- lánasjóðs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að nýtt kerfi hefði strand- að á því hve illa gekk að koma á nauðsynlegum tölvutengingum. Hún staðfesti að tengingarnar hefðu verið pantaðar skömmu fyrir áramót og aðspurð hvort nægur tími hefði verið ætlaður til þess verkefnis sagði hún að þetta hefði átt að vera nægur tími. Hins vegar hefðu komið upp ákveðin vanda- mál. Framgerð hugbúnaðarins hefði verið tilbúin fljótlega eftir áramót en hann hefði þurft þróun- ar við og upp hefðu komið atriði sem unnið hefði verið í síðan. í Morgunblaðinu á fímmtudag var haft eftir fasteignasölum að mjög erfitt væri að ná símsam- bandi við stofnunina og Gunnhildur sagði að hringingum til stofnunar- innar hefði fjölgað gífurlega og þess vegna væri erfitt að ná sam- bandi við Ibúðalánasjóð. Verið væri að reyna að leysa málið. Þá sagði hún að bið eftir útreikn- ingi greiðslumats hefði lengst en væri mjög orðum aukin í samtali við fasteignasalana í blaðinu í fyrradag. Hún sagði að breytingin um áramót hefði falið í sér að sótt væri í einu lagi um gi-eiðslumat og húsbréfaviðskipti eftir að kauptil- boð hefði verið gert en áður hefði ferlið verið tvískipt. Vegna tölvu- vandræðanna hefðu hinir fáu starfsmenn Ibúðalánasjóðs tekið að sér útreikning greiðslumats og það segði sig sjálft að það væri talsvert álag á starfsfólk, sem væri mun færra en hefði að öllu eðlilegu sinnt þessu hjá bönkunum. Osanngjörn gagnrýni Hún sagði að starfsfólki þætti ósanngjarnt að lesa ummæli fast- eignasala um að hugarfarsbreyt- ingu þyrfti til að stofnunin gæti sinnt markaðnum og sagði að þessa byrjunarerfíðleika ætti að vera hægt að leysa auðveldlega ef allir sem að málinu koma væra þess fúsir. Hún sagði fleira rangt í gagnrýni fasteignasalanna, m.a. hefðu 12 en ekki 57 umsóknir borist Ibúðalánasjóði frá Fast- eignasölunni Hóli frá áramótum. Gunnhildur sagði að frá áramót- um hefðu alls borist 390 umsóknir um greiðslumat og húsbréfavið- skipti. 100 hefðu verið afgreiddar og 100 væra í vinnslu. Hún sagði að hér væri m.a. um að ræða umsókn- ir sem hefðu borist síðustu daga. Eins og fyrr sagði barst bönkun- um á fimmtudag hið langþráða tölvuforrit, sem gerir fyrirhuguð samskipti banka, sparisjóða og íbúðalánasjóðs möguleg. Gunn- hildur sagðist búast við að starfs- mönnum íbúðalánasjóðs tækist í næstu viku að hreinsa upp þann bunka, sem safnast hefur fyrir. Stefnt sé að því að heildarferillinn frá því að umsókn berst og þar til svar liggur fyrir taki 2-4 daga og verði þá mun hraðvirkari en var fyrir þær breytingar sem verið er að gera. Gunnhildur sagði að hluti skýi'- ingarinnar á því að talað væri um langan afgreiðslutíma gæti legið í því að vegna þess að nú er umsókn fyrir greiðslumat og húsbréfavið- skipti ein, þui'fi að leggja fram ítar- legi'i gögn um keyptar og seldar eignir en þurfti með umsókn um greiðslumatið eitt áður. Mikið beri á því að gögn vanti með umsókn- um, sem berast frá bönkum og sparisjóðum, og því hafi þurft að senda allmargar umsóknir til baka með ósk um frekari gögn. Þetta séu byrjunarörðugleikar sem muni slípast af. Hún sagði að starfsfólk íbúða- lánasjóðs ynni langan vinnudag til að leysa þennan vanda. Allt tiltækt lið væri í því að gr-ynna á umsókna- bunkanum og þeim stórauknu verkefnum sem honum fylgja. Yilja leggja Atvinnu- og ferðamála- stofu niður TILLAGA frá borg;arfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins um að leggja niður Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur var lögð fram á fundi borgar- stjórnar síðastliðinn fimmtu- dag. Samþykkt var samhljóða að vísa henni til meðferðar hjá borgarráði. I greinargerð með tillög- unni, sem Guðlaugur Þór Þórðarson mælti fyrir, segir að Atvinnu- og ferðamálastofa hafi verið sett á laggirnar árið 1995 og hafi henni verið ætlað að taka á atvinnumálum og vera ráðgefandi varðandi stefnumótun borgarinnar í þeim. Segir einnig að það hafí verið skoðun sjálfstæðis- manna þá að ekki hafí verið þörf fyrir stofnun hennar, ver- ið væri að búa til óþarfa bákn. Ljóst sé að enn síður sé þörf fýrir hana nú og því eigi að leggja hana niður. Virðist eina hlutverk hennar hafa verið að vera einhvers konar byggða- stofnun fyrir Reykjavíkur- borg. Ingibjörg Sólrán Gísladóttir borgarstjóri lagði til að tillög- unni yrði vísað til meðferðar í borgarráði og var það sam- þykkt af borgarfulltrúum meirihluta sem minnihluta. Bæjarráð Kópavogs Fleiri lög- reglumenn BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að beina þeirri áskorun til dómsmálaráðherra að löggæslumönnum í Kópa- vogsbæ verði fjölgað. „I dag era 855 íbúar á hvern starfandi löggæslumann í bæj- arfélaginu en landsmeðaltal er 493 íbúar á hvern löggæslu- mann,“ segir í samþykktinni. „Fjöldi stöðugilda hjá sýslu- mannsembættinu hefur hald- ist óbreyttur í nær 10 ár á meðan íbúum bæjarins hefur fjölgað um 6.000 manns.“ Þá er því beint til ráðherra að húsnæðismál sýslumanns- embættisins verði athuguð þar sem húsnæðið sé of lítið íyrir nauðsynlega starfsemi, auk þess sem það standist ekki kröfur um aðgengi fyrir fatl- aða. Frjálslyndi flokkurinn Kosið í stjorn kjördæmis- félags Reykjaness STOFNFUNDUR kjördæm- isfélags Frjálslynda flokksins á Reykjanesi var haldinn í Borgartúni 6 í Reykjavík á fimmtudag. í aðalstjórn voru kosnir eft- irtaldir: Hlöðver Kjartansson, Garðabæ, sem er foi-maður stjórnarinnar, Bjarni Olafs- son, Vogum, Rannveig Jónas- dóttir, Kópavogi, Albert Tóm- asson, Hafnarfírði, og Halldór Bjarnason, Mosfellsbæ. í varastjórn voru kjörnir Halldór Halldórsson, Seltjarn- arnesi, og Ragnar Þórðarson, Garðabæ. Samþykktar vora reglur fé- lagsins. Um 50 manns mættu á stofnfundinn, segir í frétta- tilkynningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.