Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Technopromexport hyggst bjóða í Vatnsfellsvirkjun RÚSSNESKA verktakafyrirtækið Technopromexport hyggst bjóða í gerð Vatnsfellsvirkjunar sem senni- lega verður hafist handa við í sumar og í gerð annarra orkumannvirkja sem ráðist verður í hér á landi á næstu árum. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekkert fyrirtæki sé útilokað fyrirfram í útboði, en að við mat á hvað sé hagstæðasta tilboðið sé far- ið eftir fleiru en verðinu. Harðar deilur urðu milli Technopromexport og verkalýðsfé- laga, Rafiðnaðarsambandsins og Félags jámiðnaðarmanna, í fyrra vegna launamála starfsmanna fyrir- tækisins sem hingað komu frá fyrr- um sovétlýðveldum og vegna að- stöðu starfsmanna sem unnu við að reisa staurana. Deilunum lauk þó með fullu samkomulagi. Andrei R. Yankilevski, einn fram- kvæmdastjóra Technopromexport, er nú staddur hér landi vegna upp- gjörs við Landsvirkjun vegna lagn- ingar Búrfellslínu 3A. Þorsteinn segir að tæknilega hafi rússneska fyrirtækið leyst störf sín vel af hendi. Efniviðurinn í möstrin, sem keyptur var af úkraínskum undir- verktaka Technopromexport, þótti einnig góður, og því sé til athugunar að kaupa af þeim án útboðs efni í möstur fyrir 12,5 km langa 400 kV háspennulínu milli tengivirkja Sult- Framlög til rannsókna nálgast meðaltal OECD HLUTFALL rannsóknar og þróunar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur aukist hröðum skrefum á undanförn- um árum og nálgast meðaltal aðildarþjóða OECD. Hlutfallið hér á landi var um 1,7% árið 1997 en Þor- steinn Ingi Sigfússon, formað- ur Rannsóknarráðs Islands (Ranm's), segir að gera megi ráð fyrir að það sé nú orðið nálægt 2%. Hlutfallið er að meðaltali um 2,2% hjá OECD- þjóðum. Hlutur fyrirtækja í framlögum til rannsókna hef- ur aukist mjög hlutfallslega, úr 5% fyrir 20 árum í 38% árið 1997. Upplýsingar um framlög til rannsókna og þróunar á Is- landi komu fram í skýrslu Rannís til menntamálaráð- herra sem kynnt var í ríkis- stjóm í vikunni. Hlutfall rann- sókna og þróunar af vergri landsframleiðslu hefur aukist um 14% á ári sl. tvö ár en að meðaltali um 10% milli ára frá því um miðjan 9. áratuginn. Hlutfallið var 0,7% árið 1983 en 1,7% árið 1997. Framlög stærri þjóða minnka Fram kemur í skýrslunni að ýmsar af smærri nágranna- þjóðum okkar hafa einnig stóraukið framlög til rann- sókna en ýmsar hinna stærri hafi dregið úr þeim, ekki síst vegna minnkandi hemaðar- umsvifa. Hlutur fyrirtækja í rann- sóknum hefur aukist mjög og er nú um 38% af heildarfjár- veitingum til rannsókna en var 15% fyrir 15 áram og 5% íyrir 20 áram. artangavirkjunar og Búrfellsstöðv- ar. Þorsteinn segir að stefnt sé að að línuflokkar Landsvirkjunar verði látnir reisa möstrin, enda sé línan tiltölulega stutt. „Við höfum sagt að í sjálfu sér hafi tæknilegt starf Technopromex- port og gæði vinnu þeirra uppfyllt þær kröfur sem við gerðum," segir Þorsteinn. „Vinnuhóparnir sem voru hér unnu vel en verkið var heldur á eftir áætlun vegna tafa í upphafi.“ „Tilboð Technopromexport mið- aðist upphaflega við að þeir notuðu íslenska starfskrafta eða starfs- krafta af Evrópska efnahagssvæð- inu og það var ekki þeirra ætlun í upphafi að koma með rússneska starfsmenn hingað, það kom til síð- ar og var gert í samráði við félags- málaráðuneytið og verkalýðshreyf- inguna.“ Vatnsfellsvirkjun um þriggja ára framkvæmd Vatnsfellsvirkjun verður 100-110 MW og að sögn Þorsteins má gera ráð fyrir að heildarkostnaður verði um tíu milljarðar króna og verkið taki um þrjú ár. Umhverfismati vegna virkjunarinnar er ekki end- anlega lokið en Landsvirkjun stefn- ir að því að útboðsgögn vegna henn- ar verði tilbúin í mars. Verði um- hverfismatið jákvætt og fram- ÁRBÆJARSKÓLI er fjölmennasti skóli landsins samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu íslands um fjölda nemenda í grunnskólum haustið 1998. Haustið 1998 voru 796 nemendur í Árbæjarskóla en næstfjölmennastir voru Setbergsskóli í Hafnarfirði með 759 nemendur og Foldaskóli í Graf- arvogi með 757 nemendur. Tæp 43 þús. x grunnskólum í lok október á síðasta ári voru 42.443 nemendur í grunnskólum landsins, sem er um 0,3 prósent fjölgun frá fyrra ári. Um 58 prósent nemenda sóttu skóla á höfuðborgar- svæðinu og hefur þeim fjölgað um 1,8 prósent frá fytra ári. kvæmdirnar fást samþykktar af Al- þingi er ráðgert að hefjast handa í sumar. Yankilevski segir að Technopromexpoi-t hafi mikla tækniþekkingu og reynslu af bygg- ingu orkumannvirkja víða um heim. Meðal annars hafi þeir reist Aswan- stífluna í Egyptalandi sem er um 2.100 MW, eða hátt í tvöföld stærð allra virkjana Landsvirkjunar. Yankilevski segir að vegna deilna við verkalýðsfélögin hafi orðið tap af framkvæmdum fyrirtækisins við Búrfellslínu 3A. „Við teljum engu að síður að þetta hafi skilað mikilvæg- um árangri. Við komum inn á mark- aðinn, kynntumst fólki og lærðum inn á löggjöfina og allar aðstæður á íslandi. Við skiluðum okkar verki innan tímamarka og það var vel unnið þannig að nú höfum við von- andi byggt upp gott orðspor á ís- landi. Viðskiptavinur okkar, Lands- virkjun, hefur ekki haft neinar kvartanir fram að færa. Það var líka gott að vinna með þeim því þeir kunna vel til verka.“ Yankilevski segir að vanþekking forsvarsmanna Technopromexport á íslenskri löggjöf hafi meðal annars valdið því að þeir hafí greitt hærri laun en þeir hefðu raunveralegu þurft að greiða. Ástæðan var sú að launagreiðslur vora samkvæmt ákvæðum um virkjanaframkvæmdir Að meðaltali eru 217 nemendur í skóla en nokkur munur er á fjölda nemenda í skólum eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- nesjum eru þeir að meðaltali 382, en í öðrum landshlutum er meðalnem- endafjöldinn um helmingi lægri. Alls hófu 4.469 börn skólagöngu á síðasta ári en fjölmennasti árgangur- inn er í 3. bekk, alls 4.652 nemendur. en í raun hefði línulagning af þessu tagi getað fallið undir ákvæði um al- mennar framkvæmdir og launa- kostnaður þar af leiðandi verið um 17% lægri. Yankilevski segir að deilurnar við verkalýðsfélögin séu lítill neikvæð- ur hluti af heildinni. „Eg vona að í framtíðinni getum við komist hjá misskilningi af þessum toga.“ Tvísköttunarsamningur í undirbúningi Forsvarsmenn Technopromex- port hafi hitt rússneska sendihei'r- ann á Islandi að máli og fram hafi komið að tvísköttunarsamningur sé í undirbúningi milli landanna tveggja. Tvísköttun útlendra starfs- manna Technopromexport var með- al þess sem olli deilum við íslensku verkalýðsfélögin. Yankilevski segir að verkalýðs- foringjarnir sem áttu í útistöðum við Technopromexport hafi viljað nota deiluna sjálfum sér til fram- dráttar. „Við áttum góð samskipti við alla, undirverktaka sem og aðra, nema verkalýsfélögin, enginn annar hélt því fram að við stæðum ekki við samninga. Við stóðum fullkomlega við það samkomulag sem gert var við verkalýðsfélögin að lokum. Engu að síður höfum við séð í tíma- í'itum verkalýðsfélaganna að þeir eru enn ósáttir við okkur.“ Fámennasti árgangurinn er í 8. bekk en hann telur 3.817 börn. Nexnendum í einka- skólum fækkar Hlutfall einsetinna skóla er 79 prósent en 64 prósent nemenda sækja einsetna skóla. Það sem skýrir þennan mun er að fleiri stórir skólar eru tvísetnir, sagði Ásta Urbancic, Sendi SK frá Reykja- víkurradíói ÓLAFUR K. Bjöi'nsson Ioft- skeytamaður sendi siðasta mors- skeytið frá loftskeytastöðinni í Gufunesi sem hætti að veita morsfjarskiptaþjónustu sl. sunnu- dag. „Það var klukkan 00:55 á 500 kílóherzum. Eg sendi CQ þrisvar sinnum, það þýðir til allra, svo DE sem þýðir „frá“ og TFA þrisvar sinnum, sem merkir Reykjavík radíó. Svo kom RADIO TELEGRAPHY, CL sem þýðir closed [lokað] og lokamerk- ið, Loks sendi ég alþjóða- kveðju loftskeytamanna, 73, og skammstöfunina SK sem er fulln- aðarlokamerki," segir Ólafur. Ólafur var loftskeytamaður og símritari í um fimmtíu ár, fyrst var hann í landi á ýmsum loft- skeytastöðvum en svo um þrjá áratugi á togurum. Loks starfaði hann um árabil á loftskeytastöð- inni í Gufunesi. Hann var um árabil formaður Félags íslenskra loftskeytamanna og síðar heið- ursfélagi þess. Það fór vel á því að Ólafur setti punkt aftan við þennan kafla fjarskiptasögunnar á ís- landi, því hann er höfundur bók- arinnar Loftskeytamenn og fjar- skipti sem segir þá sögu fram til ársins 1924. Hann er um þessar mundir að vinna að framhaldi bókarinnar. stofu Islands. Nemendum í einkaskólum hefur farið fækkandi undanfarin ár en fi'á árinu 1996 hefur þeim fækkað um 108 eða úr 635 í 527. Hlutfall kynjanna í grunnskólum endurspeglar kynjaskiptingu þjóðai'- innai'. Um 5,6 prósent fleiri drengir en stúlkur stunda nám í grunnskól- um. Mestur munur í einstökum skóla er í Grundaskóla á Akranesi, þar sem drengirnir eru 255 en stúlkur 200, eða 27 prósent fleiri drengir en stúlkur. Ásta sagði að kynjamunur- inn í Grundaskóla endurspeglaði kynjaskiptinguna á Akranesi því þar hefðu í gegnum tíðina fæðst mun fleiri drengir en stúlkur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Könnun Hagstofu fslands á fjölda nemenda í grimnskólum landsins haustið 1998 deildarstjóri skólamálasviðs Hag- Árbæjarskóli fj ölmennastur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.