Morgunblaðið - 06.02.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.02.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 33 KONUR OG STJÓRNMÁL það að segja að Steingrímur J. Sigfússon lýsti stuðningi Vinstri- hreyfingarinnar-Græns framboðs við framgang kvenna á fundi í Ráðhúsinu fyrir skömmu og Gunnar Ingi Gunnarsson, varafor- maður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn stefna að því að bjóða fram „fléttulista" í komandi kosningum. Ráðherrastólar og valda- embætti fyrir strákana Nefnd forsætisráðherra um breytingar á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis sagði í skýrslu sinni í október sl. að ekki væri vilji fyrir því innan nefndar- innar að leggja til lögbundna kynjakvóta á framboðslistum stjórnmálasamtaka. „Nefndin telur æskilegra að þróun til aukinnar stjórnmálaþátttöku kvenna eigi sér stað án lagaboða og hvetur jafn- framt til þess að með þessum þætti málsins verði íylgst vel á næstu ár- um. “ Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, segist vera orðin þreytt á að heyra þann söng hjá stjómmálamönnum af karlkyni að ekki standi á þeim að bæta úr. „Þetta er rangt. Það er ailt of algengt að sjá konur koma sperrtar inn í flokkana og búast við að einhver meining sé að baki öll- um samþykktum, en reka sig svo fljótt á að ráðherrastólarnir og öll valdaembættin eru fyrir strákana. Glansmyndin er ekki rétt og eina ástæðan fyrir því að þetta hefur þokast í rétta átt er af því að stjórnmálaflokkarnir komast ekki lengur upp með að draga lappirn- ar. Aðhaídið að starfl flokkanna er miklu meira en áður. Konur eru sjálfar fai-nar að setja fram kröfu um að flokkarnir standi við stóm orðin og af meiri hörku en áður. Þær em líka farnar að vinna af miklu meiri krafti við að styðja kynsystur sínar. Aður var algengt að kona, sem beðin var að taka að sér trúnaðarstörf, benti á karl- mann sem hún taldi hæfari. Núna, bæði í aðdraganda forvals og upp- stillingar fyrir komandi þingkosn- ingar og í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga í fyrra, bentu konur á aðrar konur, ef þær treystu sér ekki sjálfar fram.“ Margi'ét segir að það þýði ekk- ert lengur að spila þá plötu að jafnt og þétt og áreynslulaust muni kon- ur búa við sama hlut í stjórnmálum og karlar. „Konur gera sér fulla grein fyrir að þótt karlar í pólitík segi þetta em þeir ekki tilbúnir til að stíga af sviðinu og hleypa kon- um að. Konur eru auðvitað flokks- hollar eins og karlar og hafa varið samstarfsmenn sína með því að vísa til alls konar samþykkta flokk- anna. En hver hefur framkvæmdin verið? Konur í pólitík era fáar og við þurfum að leggja á okkur mjög mikla vinnu, bæði heima og heim- an, til að njóta sama trausts og virðingar og karlarnir." Vilja ekki láta reka sig á gat Margrét vísar til þess að konur vísi nú á aðrar konur til starfa fremur en karla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að mörgu leyti rangt að erfitt sé að fá konur til þátttöku í stjórnmálum, en bendir á að flokkar ættu að virkja konur til að finna aðrar kon- ur. Margrét Frímannsdóttir er henni sammála og segir slíkt gefast vel, því þá sé ekki verið að senda þau skilaboð til konunnar að hún sé aðeins til að „lappa upp á ímynd flokksins, greyið.“ Konur í stjórnmálum em flestar sammála um að kynsystur þeirra nálgist stjórnmál með öðrum hætti en karlar, bæði vegna þess að þær beri enn miklu meiri ábyi'gð á börnum og heimili en karlar og eins vegna þess að þeim sé eðlis- lægt að íhuga mál vel og fara var- lega. Nefnd er til sögunnar könn- un, þar sem í ljós kom að strákar sem fengust við eðlisfræðitilraunir hikuðu ekki við að prófa sig áfram, en stelpurnar veltu hlutum vel og lengi fyrir sér. Bæði kynin komust að sömu niðurstöðu, en strákarnir tóku áhættu. Arnbjörg Sveinsdóttir lýsir svip- aðri afstöðu kvenna, sem hún hefur reynt að fá til starfa í stjómmálun- um. „Þær segjast gjarnan ekki hafa nóg vit á hlutum, enda vilja þær ekki láta reka sig á gat á neinu sviði. Karlarnir demba sér út í bar- áttuna og taka afleiðingunum. Þeir lýsa því jafnvel yflr án þess að blikna að þeir viti hreint ekkert um ákveðna málaflokka og finnst þeir ekki minni menn fyrir vikið.“ Arnbjörg er bjartsýn á að við- horf kvennanna breytist, enda séu ýmsar konur, til dæmis í sveitar- stjórnum á Austurlandi, sem hún sjái fyrir sér að eigi fullt erindi á þing. „Mér fínnst konur almennt hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, en þær þurfa að breyta hugsunar- hættinum hvað varðar virka þátt- töku. Þær eiga að henda sér út í baráttuna eins og karlarnir. Það era líka að verða ákveðin þáttaskil í pólitíkinni hvað varðar afstöðu kynjanna til málaflokka. A þingi hefur verið tilhneiging til þess að líta á fjölskyldumál, jafnréttismál og skylda málaflokka sem sérstök kvennamál, en nú leggja ungir karlmenn ekki síður áherslu á þessi mái en konurnar." Tvöfalt og þrefalt starf Og svo er það tímaskorturinn, sem konur bera fyrir sig og ekki að ástæðulausu. Stjórnmálakonur, sem rætt var við, voru á einu máli um að konur séu enn í þeirri að- stöðu að vinna tvöfalt, heima og heiman. Þegar komi til tals að bæta starfi að stjórnmálum við hrökkvi margar undan. „Karlar taka enn ekki ábyrgð á heimilum til jafns við konur,“ segir Valgerð- ur Sverrisdóttir. „Konur, sérstak- lega á landsbyggðinni, eiga erfið- ara með að taka þátt í lands- málapólitík, því ef þær fara inn á þing þurfa þær jafnvel að flytja alla fjölskylduna til Reykjavíkur. Það gæti jafnframt þýtt lægri fjöl- skyldutekjur, því enn er það svo að karlar hafa að jafnaði mun hærri tekjur en konur.“ „Við þurfum að leggja á okkur meiri vinnu en karlarnir," segir Margi'ét Frímannsdóttir. „Þegar starfið og heimilið er frá er ekki mikill tími fyrir konur, til dæmis á þingi, að bera saman bækur sínar. Það þyrftum við þó að gera, þvert á flokka.“ Siv Friðleifsdóttir segir launa- jafnrétti og jafna ábyrgð á heimili forsendu stjórnmálaþátttöku kvenna. „Alþingi kemur á móts við þann kostnað, sem hlýst af því að halda tvö heimili og það styður auðvitað konur, því það er erfðara fyrir þær en karla að flytja heimilið alveg til Reykjavíkur. Þá er skipu- lag á þingstörfum betra en það var og minna um langa kvöldfundi." Sú freka og sá röggsami Enn verða konur nokkuð varar við þá gömlu klisju að þær séu frekjur og vargar, en karlarnir röggsamir og ákveðnir. „Jú, jú, það heitir víst stundum að ég sé stjóm- söm,“ segir þingflokksfonnaðurinn Valgerður, en kippir sér lítið upp við það. Margrét flokksformaður segir að konur stjórni sjálfsagt á annan hátt en karlar, þótt stíll hvers og eins sé mismunandi. „Flokksfólk er sátt við mig sem stjórnanda, en í hreinskilni sagt þá dreg ég í efa að þingflokkurinn all- ur hafi verið fullkomlega sáttur við konu í hlutverki formanns. Eg fór heldur ekki réttu leiðina, heldur bauð mig fram á móti manni, sem hafði verið varaformaður í sex ár og gegnt ráðherraembætti. Eg beið ekki þæg með höndina á lofti eftir að tekið væri eftir mér. I for- mannskjörinu kusu allir flokks- menn, en ekki bara landsfundar- fulltrúar og ég held að það hafi tryggt mér sigurinn." Þessi ummæli Margi'étar em í samræmi við þá skoðun Ingibjarg- ar Sólrúnar borgarstjóra, að flokk- arnir séu íhaldssamari en samfé- lagið gefí tilefni til. Fleiri konur í ríkisstjórn? A Norðurlöndunum em konur á þingi mun fleiri en hér og þær sitja í ríkisstjómum til jafns við karla. Hér á landi er ein kona ráðherra, en níu karlar. Konan, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, leiðir lista Framsóknarfokksins í Vesturlandskjördæmi. Aðrar kon- ur Framsóknarfokksins á þingi em þingflokksformaðurinn Val- gerður, sem leiðir listann í Norður- landskjördæmi eystra í næstu kosningum en var áður í 2. sæti á eftir ráðherranum Guðmundi Bjamasyni, og Siv Friðleifsdóttir, sem leiðir lista flokksins í Reykja- neskjördæmi, en kom „ný“ inn á þing í síðustu kosningum. Valgerð- ur segir að ef Framsóknarflokkur- inn sitji áfram í ríkisstjórn sé ljóst að breyting verði á. „I næstu kosn- ingum leiða konur lista í þremur kjördæmum af átta. Eg tel ljóst að fleiri en ein kona gegni ráðherra- embætti á vegum flokksins, verði hann í stjórn áfram.“ I öðram flokkum banka konur að sjálfsögðu á dyr ríkisstjórnar. Tvær konur, sem báðar hafa gegnt embætti félagsmálaráðherra, eru í þingflokki jafnaðarmanna, þær Jó- hanna Sigurðardóttir sem sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og þingflokksformaður- inn Rannveig Guðmundsdóttir, sem tekur þátt í prófkjöri í Reykja- neskjördæmi um þessa helgi. Ekki er þó ætlunin hér að fara út í vangaveltur um hugsanlega sam- setningu ríkisstjórnar að loknum kosningum. Konur gegna ýmsum trúnaðar- störfum á vegum flokka sinna og það þótti tíðindum sæta þegar Sól- veig Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, til- kynnti fyrir skömmu framboð sitt til varaformanns þessa stærsta stjórnmálaflokks landsins, fyrst kvenna. „Þegar ég gaf út yfírlýs- ingu um það að ég hefði ákveðið að gefa kost á mér í embætti varafor- manns Sjálfstæðisflokksins þá til- greindi ég nokki'ar ástæður, m.a. vísaði ég til þeirra áskorana sem ég hefði fengið, jafnframt pólitískrar reynslu. En ég lagði líka áherslu á það að Sjálfstæðisflokkurinn hefði kallað eftir konum til að gegna æðstu störfum á vegum flokksins og í ríkisstjórn," segir Sólveig. Sólveig bendir á að Sjálfstæðis- flokkurinn hafí verið fyrstur allra flokka til að koma konum til raun- veralegra áhrifa í íslenskum stjórnmálum og þeirri þróun eigi auðvitað að viðhalda. „Þetta við- horf held ég að hafi mikið fylgi hjá hinum almenna flokksmanni.“ Aðspurð hvort hún telji það skipta máli hvort konur séu í for- ystusveit flokka segir Sólveig, að sér finnist ekki nútímaleg hugsun að velta slíku fyi'ir sér. „Svo sjálf- sagt þykir mér það. Þannig tel ég hvort tveggja eðlilegt og nauðsyn- legt að bæði konur og karlar komi að ákvarðanatöku, séu í forystu- sveit flokka og í ráðherrastólum. Þar með er ég ekki að taka undir sjónarmið þess efnis að það eigi að kjósa konu „bara af því að hún er kona“, sem heyrist stundum sagt á fremur neikvæðan hátt, heldur sem hæfan einstakling sem á fullt erindi í þau pólitísku tránaðarstörf sem hann sækist eftir. Eg hef ekki orðið vör við annað en að konur í stjórnmálum séu, jafnt og karlar, fulltráar sinna kjósenda sama hvora kyni þeir tilheyra. Þannig þurfa konur á Alþingi að setja sig vel inn í langflesta málaflokka sem til umræðu era og geta ef til vill síður leyft sér að velja og hafna.“ Jafnari áherslur með fleiri konum Ingibjörg Pálmadóttir segir mik- ilvægt að fleiri konur taki sæti í ríkisstjórn. „Konur hafa verið að hasla sér völl í stjórnmálum eins og vera ber og þá eiga þær auðvitað að fara á toppinn, rétt eins og karl- arnir. Fleiri konur í ríkisstjórn myndu hafa áhrif á störf hennar, myndu jafna áherslur.“ Ingibjörg kom inn í bæjarstjórn á Akranesi árið 1982, en þá höfðu konur ekki setið í bæjarstjórn þar, og segir að mikil viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart konum í stjórn- málum frá þeim tíma. „Þegar ég kom inn í bæjarstjórnina litu karl- arnir brosandi til mín og töldu víst flestir að ég yrði auðveld viður- eignar og entist ekki lengi. Sú gleði var skammvinn. Það tók þá nokkurn tíma að skynja að mér væri fúlasta alvara. Þeir vora ekki einir um það, því ég fann svipað viðhorf hjá mörgum konum. Ein orðaði það þannig að ég væri „köld“ að gera þetta, eins og þetta væri nú ekki starf við hæfi kvenna.“ Stundum heyrast þær raddir að konur í ríkisstjórn fái aðeins að takast á við „mjúku“ málin. Ingi- björg segir að stóll heilbrigðisráð- herra sé hreint ekki mjúkur, það viti karlamir sem hafa setið á und- an henni. „Mér stóð til boða að fá önnur ráðuneyti, en ég sóttist eftir þessu, því ég hafði og hef brenn- andi áhuga á málaflokknum og þeim fjölmörgu verkefnum sem þarf að leysa í heilbrigðisþjónust- unni. Um 40% útgjalda ríkisins renna til heilbrigðismála, sem sýn- ir mikilvægi embættisins. Eg hef orðið vör við það upp á síðkastið að frambjóðendur í öðrum flokkum hafa lýst áhuga á að taka við þess- um stól. Hingað til hafa menn forð- ast hann nokkuð, enda meðalaldur í þessu starf ekki hár. Það er kannski verst fyrir stjórnmála- mann sem tekur að sér heilbrigðis- ráðuneytið og ráðuneytið sjálft hversu stutt þeir hafa að jafnaði setið í embætti." Ingibjörg kveðst áður hafa orðið vör við aðra afstöðu til sín en sam- ráðherranna. „Ef ég kom fram í sjónvarpi og talaði um heilbrigðis- mál var ég stundum spurð á eftir, hvort ég hafi verið í nýjum jakka. Eg efast um að karlar hafí fengið slíkar athugasemdir. Þetta er liðin tíð. Fólk telur mig, eða konur yfíi'- leitt, ekki vera í ríkisstjórnum eða í pólitík upp á punt, til að skreyta strákahópinn. Eg þarf ekki að taka fram að fyrsti þingmaður Vest- Sé 1 rti 1# ii é bi )ð 22. mars til 1 1 i 11 Han frá kr. 3! 9.932 n neð Heimsferðum Sem fyrr tryggja Heimsferðir þér [. ^ ^ ðÚS í bOðí besta verðið til Kanaríeyja í vetur og nú höfum við tryggt okkur viðbótargistingu á þessum eina vinsælasta áfangastað Islendinga í sólinni á hreint frábærum kjörum hvort sem þú vilt skreppa í viku í sólina eða dvelja í tvær eða þrjár vikur við bestu aðstæður. Vista Faro-smáhýsin eru falleg smáhýsi í Sonnenland með allri aðstöðu og frábær kostur til að njóta hins góða veðurs á Kanarí á frábærum kjörum og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Bókaðu til Kanarí í vetur meðan enn er laust. Verð kr. 39*932 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vikuíerð 22. febrúar Verð kr. 49*960 M.v. 2 fullorðna í smáhýsi, vikufcrð, Vista Faro, 22. fcbrúar Verð kr. 69.960 M.v. 2 fullorðna á Vista Faro- smáhýsunum, 3 vikur, 22. febrúar Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Ferðir til Kanarí í vetur • 22. febrúar • 1. mars • 15. mars • 22. mars • 29. mars • 5. apríi • 19. aprfl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.