Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 5T^ ágúst 1996 fórum við ásamt mönn- um okkar alfarin frá Flateyri á sama degi. Við til Reykjavíkur en þau til Isafjarðar þar sem heimili þeirra var að Hafraholti 8. Hún tók sjúkleika sínum af stöku æðruleysi. Atti hún því láni að fagna að hafa hjá sér um sl. jól og áramót öll börnin og tengdabörnin og gleðigjafana, barnabörnin. Um miðjan janúar áttum við langt samtal þó það væri henni í raun um megn. Það var alltaf sama róin hjá henni og mest í mun að Hjalli væri ekki þjáður. Geira naut góðrar umhyggju manns síns og kær fjölskylda syrgir einstaka konu, móður og ömmu. Við Venni færum ykkur, fjöl- skyldunni hennar og vandamönn- um, einlægar samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll. Jónína og Björgvin, Hæðargarði 33. Látin er um aldur fram, eftir harða baráttu við erfið veikindi, Geira Helgadóttir, húsfreyja, Hafraholti 8, Isafirði. Geira var kær vinkona okkar, og án hennar hefði búsetan í Holti í Önundarfirði þennan tæpa áratug síðastliðinn verið miklum mun fábreytilegri og langsamari en raun hefur orðið á. Við áttum í henni og Guðmundi óbrigðula stuðnings- menn og velunnara, er höfðu stöðugt samband við okkur á þenn- an notalega hátt, sem hýrgar sálina og rýfur síekju hversdagsins, hringdu okkur upp, vildu vita hvernig okkur liði, heimsóktu okk- ur, buðu okkur heim og glöddu á ýmsa lund. Oft þegar leiðir allar heim að Holti voru á kafi í fónn, misjafnra veðra von og Hvilftarströndin stór- varasöm sakir flóðahættu, hringdi síminn óvænt og það var þá Guð- mundur að bjóðast til þess að koma með til okkar, ef okkur vantaði úr búðinni á Flateyri. Geira var góð kona, alltaf glöð og kát, oftast brosleit og mjög hlátur- mild, og þegar fundum þar saman, átti hún aldrei í vandræðum með að auðsýna ánægju, sem kom frá hjartanu. Henni var létt um að knýta vináttubönd og var trygg- lynd og þakklát og langminnug á hið góða, sem aðrir létu henni í té; hafði og í heiðri þá gömlu venju að skrifa sendibréf. Oft fannst það á, að hún hafði hlotið uppeldi í guðsótta og góðum siðum, eins og stundum var komist að orði í þeirri íslandssögu sem einu sinni var; þetta kom greinilega fram í hlut- vendni hennar til orðs og æðis, heiðarleika og góðvilja. Hún var trúuð á Guð og kirkjurækin og vissi, að máttur bænarinnar er meiri en nokkurt afl annað, sem okkur er kunnugt um, og lýsti því oft, að hún hefði hlotið blessun í guðsþjónustunni. Hún söng á árum áður í kirkjukór á Flateyri og líka í nokkur ár eftir að við fluttum vest- ur. Hún las oft í Biblíunni, sálma- bókinni og Passíusálmunum og lét þannig uppbyggjast af heilögu orði til sóknar og varnar í erfiðri og slít- andi baráttunni við ólæknandi sjúk- dóma. Þegar vanheilsa gerir sig heima- komna, tekur annað allt á sig breytta mynd fyrir augum hins óhrausta og ástvina hans; hvers- dagslegur vandi smækkar, hverfur jafnvel frammi fyrir þrautum og ógn hins yfirvofandi. Sérhver stund líður við hljóðlátt, en þó sárt og stöðugt áreiti þeirrai’ staðreyndar, að heilsan, þetta óviðjafnanlega dýrmæti lífsins, er á förum. Von kviknar annað veifið og sólin skín í heiði um hríð, en svo dregur aftur bliku á loft. Fyrir guðs miskunn og hjálp góðra manna gefast þó gleði- stundir mitt í áhlaupum kvíðans, sársaukans og sorgarinnar. Þær eru ósegjanlegt þakkarefni. Eg veit, að Geira hugsaði margt hina löngu daga í veikindunum, en sýndi jafnframt æðruleysi og dugnað, svo að stríðið við heilsu- leysið var jafnan háð af ríkri hetju- lund og undir formerki sigursællar trúar, gleði og góðrar vonar fram á síðasta dag. Hún var og þakklát læknum og hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsi Isafjarðar fyrir ástúð, hlýju og gott atlæti að öllu leyti. Við kynntumst íyrst á meðan þau Guðmundur áttu heima á Flateyri; þau Ágústa og hann voru raunar skólasystkin hjá sr. Eiríki á Núpi forðum tíð og áttu sameiginlegar minningar þaðan. Við verðum alla ævi þakklát fyrir það, hve annt þau Guðmundur og Geira létu sér um okkur allt frá fyrstu dögunum í Holti og hvemig vinhlý samskipti, aðstoð og nánd til hugbótar lágu á lausu hjá þeim í umhverfi, sem á stundum getur orkað á aðkomu- manninn ögn seintekið, stirt og fátalað, og tíðum þunglamalegt - en glíma mannssálarinnar við sjálfa sig og Guð að sönnu enginn barna- leikur í fjallaþröng hins vestfirska skammdegismyrkurs, uns vorið kemur um síðir. Ég held, að hún hafi verið eigin- kona og móðir af lífi og sál, ef svo er unnt að taka til orða um nokkra konu. Lengi unnu þau hjónin sam- an, þegar hún var matráðskona í vegavinnu. Margur, sem þá var ungur í sumarvinnu hjá Vega- gerðinni minnist hennar með hlýju og þökk fyrir allar indælu máltíð- arnar, létta lund og fegurð, sem hún léði umhverfinu með glæsileika sínum. Þau Guðmundur voru sam- rýnd hjón og heimili þeirra var opið gestum og gangandi. Börnum sín- um var hún ástrík móðir, naut enda fagurrar sonatryggðar og sívökull- ar dóttiu-umhyggju allt til enda, og barnabörnunum, sem voru auga- steinarnir hennar, var hún hlý og einlægt nálæg og hjálpsöm amma. Hún var myndarleg húsfreyja og mikil matmóðir, sem bar vel og fal- lega og rausnariega á borð, enda gestrisin svo af bar. Eftir að heilsu hennar tók að hraka, sýndi Guðmundur mjög vel hvern mann hann hefur að geyma; það komu í ljós á honum nýjar og óvæntar hliðar. Erfitt er að hugsa sér meiri ástúð, hugsunarsemi og natni en hann sýndi Geiru síðustu árin. Hann annaðist um innkaupin, þreif, eldaði og bakaði meira að segja, auk þess sem hann snerist í kringum konu sína seint og snemma, var henni til fulltingis í hvívetna og hlúði að henni á alla lund. Hér var í mörg horn að líta, sérstaklega áður en heimilishjálpin kom til skjalanna: tvær konur frá heilbrigðisþjónustunni, sem komu á hverjum degi að létta undir, hvor annarri elskulegri. Guðmundur var og óþreytandi að afla konu sinni alls konar hjálpartækja sjúkra til þess að betur færi um hana og keypti þeim hentugri bíl svo að ferðalög reyndu ekki eins á, eftir að hún fór að eiga erfitt með hreyfing- ar. Hann var vakinn og sofinn að gleðja hana og hélt auk heldur glæsilegar matarveislur, þar sem vinir þeirra áttu höfðinglegum móttökum að fagna. Þessi stóri og karlmannlegi maður sýndi nú af sér svo næma hugsunarsemi og fínlega nákvæmni og gat tekið þannig til hendinni á heimilinu, ekki síst í eld- húsi, að við sögðum stundum í gamni, að réttast væri að hann setti á stofn húsmæðraskóla og Ágústa hafði á orði, að þann dag, þegar Guðmundur auglýsti hússtjórn- arnámskeið, yrði hún fyrst allra að innrita sig! Við munum nú sárt sakna vinar í stað. Víst er, að Geira Helgadóttir mun eiga góða heimkomu. Guð blessi endurfundi hennar við ást- vinina, sem á undan henni eru farn- ir af þessum heimi. Traustum vini, Guðmundi Gunnarssyni, og fjöl- skyldunni allri, sendum við okkai’ innilegustu samúðarkveðjur. Góður Guð blessi minningu mætrai' konu og styrki okkur öll, sem syrgjum. Fagna þú sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, - dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byþum jarðar brotni, bíður vor þá allra’ um síðir Edenslundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú viðlend veldi vona og drauma', er þrýtur rökkurstiginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin. (J.J. Smári.) Ágústa og Gunnar, Holti. Geira frænka mín og vinkona er látin. Hún var dóttir Helga Hall- dórssonar múrarameistara og Helgu Hjálmarsdóttur sem bjuggu á ísafirði. Nokkurra mánaða gömul var hún tekin í fóstur til ömmu minnar Rögnvaldínu móðursystur sinnar og Kristjáns afa míns á Flateyri. Ólst hún þar upp hjá þeim eftir það. Reyndist Geira þeim hin besta dóttir og hlúði vel að þeim á efri ár- unum. Við, sem þekktum hana vel, vissum hve mörgum kostum hún var búin. Glaðværð, góðsemi og háttprýði einkenndu alla hennar framkomu. Geira giftist Guðmundi Steinari Gunnarssyni frá Valþjófsdal í Ön- undarfirði árið 1957. Hófu þau bú- skap á Flateyri. Þar fæddust öll börnin þeirra þrjú, Gunnar Helgi, Rögnvaldur og Katrín. Þann tíma sem þau bjuggu þar sinnti hún ýmsum félagsstörfum, m.a. söng hún mörg ár í kirkjukórnum. Hún vann margvísleg störf utan heimil- isins um ævina. Mörg sumrin var hún matráðskona hjá Vegagerðinni í Isafjarðarsýslum. Eitt sumarið vantaði óvænt aðstoðarráðskonu í eina viku, og varð það úr að ég tók það starf að mér, en ég var þá í sumarleyfi fyrir vestan. Þá skynjaði ég hve útsjónarsöm hún var og hve skipulega hún vann þar öll sín störf við frumstæðar og þröngar aðstæður. Fyrir þrem árum fluttu þau hjónin til Isafjarðar, þar sem heim- ili þein-a hefur staðið síðan. Geira hafði næmt fegurðarskyn, og ber húsbúnaður þeirra Guðmundar þvi fagurt vitni. Hún var höfðingi heim að sækja og átti auðvelt með að láta vinum sínum líða vel með sinni heillandi framkomu og léttu lund. Það duldist engum, sem hana þekkti, hverja elsku og umhyggju hún bar til fjölskyldu sinnar, ekki síst barnabarnanna sem, þrátt fyr- ir nokkra fjarlægð, heimsóttu afa og ömmu hvenær sem tækifæri gafst. Það voru hennar sólskins- stundir. Lokið er erfiðri þrautagöngu undanfarinna ára. Æðrulaus barðist hún hetjulegri baráttu við illvíga sjúkdóma uns yfir lauk. Sál- arþreki sínu hélt hún til hinstu stundar. En hún stóð ekki ein. Maðurinn hennar, hann Guðmund- ur, gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að gera henni lífið léttbær- ara. Fyrir alla sína umhyggju og nærgætni á hann miklar þakkir skildar. Elsku Geira. Að leiðarlokum óskum við Jón þér góðrar heim- komu. Megir þú hvíla í friði. Kæru vinir, Guðmundur, Gunn- ar, Rögnvaldur, Katrín og fjöl- skyldur. Góður Guð styrki ykkur og varðveiti á þessum erfiða tíma sorgar og söknuðar. Ásbjörg ívarsdóttir. Hún Geira er látin, sagði mamma í símann. Geira frænka í vegavinnunni hugsaði ég. Hún var svo yndislega góð, svo létt í lund og alltaf stutt í hláturinn. Ég var sjö ára fyrsta sumarið sem ég fór vest- ur til að vera hjá henni og Mumma í vegavinnunni. Það var svo gaman og gott að vera hjá þeim. í raðhús- inu þeirra á Flateyri áttum við Geira margar góðar stundir íyrir framan plötuspilarann þar sem við sungum með Sound of Music eða ævintýrinu um Litlu Ijót. Einnig í vegavinnunni þar sem hún stjanaði við mig. Og það sem við gátum spjallað heilmikið um heima og geima meðan hún eldaði og ég lagði á borð. Hún var alltaf tilbúin að hlusta á mig. Og hlustaði af áhuga og brosti á meðan. Stundum fóru þau með mig í heimsóknir á næstu sveitabæi. Ég var misjafn- lega viljug að fara á suma bæina, en Geira hló bara að borgarbarn- inu og tók mig með. Á einum bæn- um voru kettlingar sem átti að lóga. Ég tók það svo nærri mér að þau leyfðu mér að taka einn með til Flateyrar. Þeim fannst það nú ekki mikið mál að bæta honum við ef það gleddi mig. Þessar og svo miklu fleiri fallegar og skemmtileg- ar minningar á ég frá sumrunum hjá Geiru og Mumma í vegavinn- unni. Ég er mjög þakklát að Erna Líf dóttir mín, sem núna er sjö ára, náði aðeins að kynnast því hvað hún Geira var yndisleg og góð. Ég myndi senda hana til Geiru og Mumma ef það væri hægt. En í staðinn hef ég sagt henni sögur frá veru minni hjá þeim. T.d. þegar ég fékk slöngu úr dekki af veghefli til að sigla á, á lítilli tjörn þarna sem ég kallaði Fluguvatn. Elsku Geira mín, ég þakka þér fyrir allar yndis^ legu stundirnar sem við áttum saman og góðu minningarnar sem hafa fylgt mér alla tíð og ég mun ávallt geyma. Þú varst mér svo góð. Elsku Mummi, Katý, Gunni, Valdi og fjölskyldur. Guð gefi ykk- ur styrk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof f>TÍr liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) t, Guðný Rósa og Erna Líf. Mig langar að minnast Geiru frænku minnar í örfáum orðum. Það sem helst kemur upp í hugann er hvað hún var góð og hjartahlý, ekki síst við börn. Það var alltaf jafn gaman að dvelja hjá henni á sumrin annaðhvort á Flateyri eða í vegavinnuskúrum inní í Önundarf- irði eða Dýrafirði, þar sem hún starfaði sem ráðskona. Þegar ég fór sjálf að eignast börn, var hún þeim jafn góð þegar hún hitti þau, sem var því miður ekki oft þar sem hún bjó alltaf fyrir vestan en við fyrir sunnan. Ég hitti Geiru síðast- liðið sumai' í hinsta sinn á heimili foreldra minna á Akranesi. Þá var hún orðin fársjúk og vildi ég því hlífa henni við því að hafa krakk- ana með, þar sem þeim fylgja að sjálfsögðu oft ærsl og læti. En það fyrsta sem Geira spyrði var: „Ertu ekki með börnin með þér?“ Þessi setning finnst mér lýsa henni best. Hún Geira var alltaf svo skemmti- leg, gestrisin og félagslynd. Mér leið alltaf svo vel í návist hennar og_ því geta örugglega margir sem^- fengu að kynnast henni verið sam- mála. Elsku Geira, ég veit að nú ert þú komin á góðan stað þar sem þér líður vel. Guð blessi þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Ég og fjölskylda mín vottum Mumma, börnum, barnabörnum og tengdabömum okkar dýpstu samúð. Hólmfríður Sigurðardóttir. SIGURJÓN VÍDALÍN GUÐMUNDSSON + Sigurjón Vída- lín Guðmunds- son fæddist á Mold- núpi, Vestur-Eyja- fjöllum, 27. septem- ber 1911. Hann lést á Sjúkraliúsi Vest- mannaeyja 20. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þóranna Eyjólfs- dóttir og Guðmund- ur Eyjólfsson. Hann var eina barn móð- ur sinnar og átti fimm hálfsystkini frá föður. Sigurjón kvæntist 6. nóvem- ber 1938 Guðlaugu Sigurðar- dóttur frá Hlíð, Austur-Eyja- fjöllum, fædd 1. mars 1918. Börn þeirra eru: Þóra, f. 26.4. 1939, Sigurgeir, f. 15.3. 1941, Guðmundur, f. 27.9. 1946, Unn- ur Jóna, f. 9.10. 1951, og Sigur- lína, f. 15.5. 1959. Útför Sigurjóns fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14. Hann elsku afi á Laugó er dáinn. Einhvern veginn var það nú þannig að þegar ég var lítil fannst mér sú hugsun sjálfsögð að afi og amma yrðu alltaf til staðar, en eins og maður kemst að þegar maður eldist þá er allt breytingum háð og eitt sinn verða allir menn að deyja. Afi var ákveðinn maður og lærði maður fljótt að það sem afi sagði voru lög, en með einu saklausu brosi fékk maður alla þá hlýju sem afi gat gefið. Mín fyrsta minning um afa er þegar ég labbaði á milli hans og ömmu niður í veið- arfærahús til að fylgj- ast með þeim við að skera af netum allan daginn, drekka kaffi, borða brauð og hlusta á afa segja sögur og raula vísur. Skemmtilegar ferðir til Sölva með honum og Sig- urgeir, kálgarðsferðirnar sem voru farnar í hvaða veðri sem var svona hér um bil, gönguferðirnar á bryggjurnar þar sem maður lærði að þekkja fyest alla bátana með nöfnum. Á sunnudagsmorgnum stóð maður við gluggann og beið eftir að verða sóttur í sunnudags- bíltúrinn sem gat tekið góða klukkustund á þessari litlu eyju því að frá mörgu var að segja og marg- ann fuglinn að skoða. Minningarnar eru margar og eiga þær eftir að ylja mér oft um hjartaræturnar. Elsku afí, ég kveð þig nú, megi guð varðveita þig og geyma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, guð veri með þér og styrki. Súsanna. í dag kveðjum við elskulegan afa minn. Margar góðar minningar leita á hugann. Allir sunnudagsbíltúram- ir með pabba og afa upp á hraun og út í kálgarð, spá í fuglana og horft á brimið. Afi syngjandi með sunnu-. dagsmessunni í útvarpinu og alltaf kemur mynd af honum upp í hug- ann þegar ég heyri lagið „Nú árið er liðið í aldanna skaut“. Ég man hvað mér þótti spennandi að fara niður á netaverkstæði þar sem hann vann í mörg ár, já, allar góðu minn- ingarnar lifa; þær verða aldrei frá manni teknar þó allt annað breytist. Ég þakka fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga afa og ömmu í öll þessi ár og hafa alla tíð átt öruggt skjól á Laugó þar sem dyrnar hafa alltaf staðið opnai' fyrir mér. Elsku besta amma mín, þinn missir er mikill. En við vitum að hann er hvíldinni feginn og að hann pabbi tekur vel á móti honum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrrir allt og allt. (V. Briem.)^ Svea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.