Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 58
-%8 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Einar Hannes- son fæddist í Vestmannaeyjum 17. júní 1913. Hann lést á Landspítal- anum 23. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hannes Hansson og eiginkona hans Magnússína Frið- riksdóttir, Benón- ýssonar frá Gröf. Systkinin á Hvoli voru alls átta og var Einar sá fjórði í röðinni. Eigin- kona hans var Helga Jónsdótt- ir frá Engey og gengu þau í hjónaband árið 1937, en Helga lést 5. _mars 1990. Börn þeirra voru: Örn Viðar, fæddur 1936 og á hann 5 börn, Gísli Valur, fæddur 1943 og á 3 börn, Sig- ríður Mjöll, fædd 1947 og á hún 2 börn, Sævar Ver fæddur Þegar ég og vinkona mín komum á Landspítalann laugardaginn 23. janúar síðastliðinn, til þess að heim- sækja Einar á Brekku á sjúkrabeð, var okkur tjáð að hann hefði kvatt þennan heim fyrir nokkrum mínút- um. Óneitanlega brá okkur við þessa fregn, jafnvel þó að við viss- um, að um langan tíma hafði Einar alls ekki gengið heill til skógar, en við gerðum okkur ekki grein fyrir að veikindi hans væru þetta alvar- leg. Eg kynntist Einari ekki að ráði, fyrr en ég gekk í og fór að starfa með félagi eldri borgara hér, árið ,4995. Að vísu hafði ég oft heyrt tal- að um þennan duglega, harða en samviskusama mann, bæði allan þann tíma, sem hann var stýrimað- ur hjá Binna í Gröf, og einnig eftir að hann kom í land og gerðist lönd- unarstjóri hjá Fiskimjölsverksmiðj- unni. A þessum stöðum báðum sauð oft á keipum og þurfti þá lipurð, hörku og dugnað til þess að ekkert færi úrskeiðis. Fljótlega eftir að leiðir okkar Einars lágu saman sá ég hvað í honum bjó og hvaða mann hann hafði að geyma. Og ég held að það sé ekki ofsögum sagt, að Einar á Brekku hafi verið alveg sérstakur mannkostamaður. Eftir að félag eldri borgara hér var stofnað, bætt- ist hann fljótlega í þann hóp og var Teinn af máttarstólpum þess alla tíð og mjög virkur félagi, sem tók þátt í öllum athöfnum þess, hvort sem það voru fundir, líkamsrækt, söngur, skemmtanir eða ferðalög. Allsstað- ar var Einar með og oftast fremstur í flokki. Jafnvel á síðasta árinu hans hér í heimi, þegar heilsan var farin að gefa sig, fór hann með okkur í mánaðarferð á erlenda grund. Mætti á allar félagsvistir hér heima, oftast í púttsalinn, í göngur á laug- ardögum, svo ég tali nú ekki um ef á boðstólum voru dansspor. Ég get þó ekki neitað því, að á síðasta hausti var þessi viðleitni hans til þess að vera með sýnilega oft meira af vilja en mætti. Göngurnar hans þá voru 'oftast þannig, að hann gekk með hópnum niður í bæ, en var þá búinn að fá nóg og húkkaði sér bflferð upp á Skólaveg 32, heim til Sigurbáru, bestu vinkonu sinnar, og beið okkar þar á tröppunum, en Bára hafði þá reglu að bjóða okkur í kaffi að lok- inni göngu. Og margan sopann mun Einar hafa fengið á Vegbergi, enda mat hann vináttu þeirra Báru og Péturs mikils. Þá leyndi það sér ekki á síðasta hausti, þegar við gamlingjarnir fengum okkur snún- ing, að af Einari var dregið. Hans . stfll við þær aðstæður hafði lengi 'verið sá, að um leið og hljómsveitin byrjaði að spila, stóð hann upp, henti af sér jakkanum og bauð fyrstu dömunni upp, og settist helst ekki fyrr en ballið var búið. Hann dansaði oftast einn dans við hverja dömu, en gekk á röðina og var ekki ánægður með lengdina á ballinu, ef >hann náði ekki að dansa við allan hópinn. Á síðasta haustfagnaði fé- 1950 og á hann 2 börn. Einar starfaði sem sjómaður lengst af starfsæv- inni. Hann tók vél- stjórapróf 1934 og skipstjórapróf 1939 og var skipstjóri á Haföldu í þrjú ár, síðan um tíma með Gottu og Má, en lengst af starfaði hann sem stýrimað- ur hjá Binna í Gröf. Eftir að hann kom í land, var hann um tíma verksljóri hjá Vestmanna- eyjabæ, síðan hjá Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja en lengst af löndunarstjóri hjá Fiski- mjölsverksmiðjunni hf. Utför Einars verður gerð frá Landakirkju í Vestmanneyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. lagsins kvaddi Einar og fór heim áður en ballinu lauk, en þá vissum við, sem til þekktum, að meira en lítið var að, en hugurinn var þó sam- ur við sig áfram, því þegar Pétur Sigurðsson heimsótti hann á Land- spítalann, nokkur áður en hann dó, varð hann að lofa Einari því að dansa við allar stelpurnar á aðal- fundi félagsins. Það fór ekki fram- hjá neinum að Einar var mikið ijúf- menni, enda vel liðinn af öllum, sér- staklega þó kvenfólkinu og það lá við á stundum, þegar við félagar hans sátum með honum á spjalli, að við öfunduðum hann þegar kvenfólk af öllum stærðum og gerðum gekk framhjá, þvi allar beygðu þær sig niður og kysstu Einar, en litu ekki á okkur hina, en hann hafði gaman af. Þó fannst mér einhvernveginn að honum þætti allra skemmtilegast að kyssa kvenpresta. Einar var einstaklega gjafmildur, hreinskiptinn og hrekklaus maður. I hvert sinn, er við hittumst á Elli- heimilinu til laugardagsgöngu, dró hann upp konfektpoka og bauð þeim, er hafa vildu og hann mun ætíð hafa verið með eitthvert nammi í vasanum, og yrðu börn á vegi hans, þá gaukaði hann að þeim mola, enda var hann vinmargur af þeirri kynslóð líka. Einn var sá kostur Einars, sem enn er ótalinn og hann ekki sístur. Hann var mikill trúmaður og sérlega kirkjurækinn. Honum leið vel í kirkjunni sinni og tók fullan þátt í því, sem þar fór fram og þá leið honum best, ef hann komst þrisvar í Landakirkju yflr helgina. Síðustu árin átti hann sitt fasta sæti í kirkjunni, fór í allar messur og mætti tímanlega og mér er sagt að í barnamessum hafí bekkurinn hans Einars verið eftir- sóttur, og þeir voru fleiri, sem fundu fyrir vellíðan í návist hans, enda maðurinn hlýr. Ég var farinn að standa mig að því, þá sjaldan ég fór í kirkju, að fara nógu snemma til þess að ná sætinu við hlið Einars, svo ég gæti sungið með honum sálmana, sem fluttir voru, en Einar hafði alveg ljómandi söngrödd og þróttmikla, miðað við aldur. Ekki náði ég alltaf í það sæti, þar sem fleiri höfðu áhuga á návist hans. Sé sú kenning rétt, að misvel sé tekið á móti sálum framliðinna, þeg- ar þær svífa yfir móðuna miklu, þá er það trúa mín að gullna hliðið hafí staðið galopið, þegar sálina hans Einars á Brekku bar að. Góður drengur er genginn á Guðs vegu. Vertu sæll vinur og þakka þér samfylgdina. Það var mannbætandi að fá að kynnast þér. Börnum Ein- ars og öllum öðrum vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Hilmar Rósmundsson. Það er aðeins tæpt ár síðan ég sat á skemmtistað á Kanaríeyjum og virti fyrir mér mannlífíð. Staður- inn var troðinn af fólki, sem skemmti sér og dansaði við harm- oníkuleik Örvars Kristjánssonar. Þá var það að ég kom auga á eldri mann á dansgólfínu. Hann var al- veg sérstakur. Hvítklæddur, bjart- ur yfirlitum og sviphreinn, svo að minnti á barn. Hann sté dansinn af þvflíkri list og áhuga, að unun var á að horfa, en hann var á íþrótta- skóm, með gúmmísólum, svo ég hafði verulegar áhyggjur af að þetta væri of erfitt fyrir hann, þó ekki væri það sjáanlegt. Annað sem vakti athygli mína var að hann virt- ist hafa úrval af konum á öllum aldri til að stíga dansinn við. Ekki sá ég hvar hann sat í salnum né heldur með hverjum hann var. Svo kom að því, eftir drjúgan tíma, að mig langaði í hressingu og fór þá úr horninu innst í salnum og fram að barnum. Þar sem ég er rétt komin þangað er klappað á öxlina á mér og mér boðið upp í dans. Þetta var þá „hvítklæddi maðurinn", sem ég var búin að vera að dást að á dans- gólfinu. Ég varð satt að segja bæði undr- andi og upp með mér, að mér skyldi veitast þessi óvænti heiður, að fá að stíga dans við þennan sérstaka herra. I þessum fyrsta dansi okkar, en ekki þeim síðasta, komst ég að því að hann væri Vestmannaeying- ur og héti Einar Hannesson. Þetta voru mín fyrstu kynni af öðlingsmanninum Einari. Þessi góðu kynni vöruðu ekki nema í tæpt ár, en tíminn getur verið af- stæður. Mér finnst að hann hafí lengi verið góður vinur minn og sú vinátta var mér mikils virði, þótt samveran yrði ekki lengri en þetta. Þrátt fyrir langa og stranga starfsævi hélt Einar þeim fágæta eiginleika að varðveita barnið í sjálfum sér. Tnímennska, glaðværð og góðvild öfluðu honum svo víða vina. Eftir að við höfðum farið sam- an í kirkjuferð fann ég skýringuna á hvers vegna hann væri svona fínn og sléttur „framaní". Hann væri al- veg eins og nýstraujaður eftir alla kossana sem hann fékk. Honum lík- aði vel þessi fagmannlega útskýr- ing og hló dátt. Einar hafði ótrúlega góða söng- rödd, miðað við mann á hans aldri, þar sem hann hafði ekki fengið tækifæri til þess að iðka þá list fyrr en á efri árum, en þá fór hann að nota hvert tækifæri sem gafst, líka á Kanarí, þar sem myndaður var hinn ágætasti kvartett. Ég mun sakna vinar í stað þegar ég verð stödd í Sólhlíðinni að eiga ekki von á Einari í kaffí og kleinur og kannski líka í smábíltúr, ef svo ber undir. Síðast þegar ég kom til Eyja í byrjun desember fann ég að heilsu hans hafði hrakað veralega, þó kom hann í heimsókn, en það var meira af vilja en mætti. Þegar við vinkonurnar frá Kanaríeyjaferðinni ætluðum að heimsækja hann á Landspítalann, tveimur vikum áður en hann kvaddi, hittum við svo illa á, að við fengum ekki að fara inn til hans. Við hefðum svo gjarnan viljað taka í höndina á honum eða kyssa hann á kinnina. Okkur urðu þetta veruleg vonbrigði og svo þegar við Hilmar, tveim vik- um síðar, ætluðum að líta til hans eftir að við höfðum fengið fréttir um betri líðan þá fór það svo, að hann hafði kvatt þessa jarðvist fyrir nokkrum mínútum. Lífíð hefur kennt mér, að við get- um aldrei á ævinni eignast nein verðmæti, sem enginn getur tekið frá okkur eða sem mölur og ryð fá ekki grandað, nema eitt og það eru góðar minningar. Svo lengi sem við höfum ráð og rænu eru þær okkar fjársjóður, sem við getum sótt í orku og gleði í kulda og hretum lífs- ins. Nú hefur enn einn dýrgripurinn bæst við í minningaskjóðuna mína. Þennan dýrgrip mun ég varðveita vel. Nú að leiðarlokum get ég séð fyrir mér þegar þessi lúni ferða- langur kemur að hinu Gullna hliði þá mun Pétur ekki líta í Prótókoll- inn, heldur segja: Sælir eru hjarta- hreinir, því að þeir munu Guð sjá. Gakk inní fógnuð herra þíns. Ég sendi fjölskyldu og vinum Einars innilegar samúðarkveðjur og bið öllum guðsblessunar. Guðrún Hulda. EINAR HANNESSON FRIÐGEIR FR. HALLGRÍMSSON + Friðgeir Fr. Hallgrímsson var fæddur á Eski- fírði 29. desember 1923 . Foreldrar hans voru Friðgeir Hallgrímsson skip- stjóri og kaupmað- ur frá Kóngsbakka í Helgafellsveit og Kristrún Gísladótt- ir frá Bakkagerði í Reyðarfírði. Frið- geir átti fjögur systkyni: Ingólfur, framkvæmdar- stjóri á Eskifírði, f. 24.3. 1909, d. 24.3. 1989; Egill, verkstjóri í Reykjavík, f. 28.3. 1912, d. 11.12. 1987; Hólmfríð- ur María, f. 24.9. 1917, d. 6.6. 1937 og Kristrún Jóhanna (Lillý), f. 4.4. 1925, d. 1.3. 1977. Friðgeir kvæntist 11. maí 1954 Elsabet Jónsdóttur og eignuðust þau 7 börn. Þau eru: 1) Jóhanna Kristín, f. 7. mars 1954, gift Ómari Jóns- syni og eiga þau fjögur börn, þar af þrjú á lífí en þau mistu eina dóttur. 2) Steinn, f. 4. aprfl 1957, var giftur Sigrúnu Jónsdóttur (skildu) og á tvö börn. 3) Guðbjörg Helga, f. 18. júlí 1959, gift Ásmundi Þór Þórissyni og eiga þau tvö börn, en fyrir átti Helga eina dóttur. 4) Drífa, f. 27. maí 1962, gift Einari Jónssyni og eiga þau 3 börn. 5) Kristgeir, f. 20 júní 1963, í sambúð með Guðnýju Ind- riðadóttur, eiga þau þrjú börn, en eitt er látið. Krist- geir átti fyrir tvö börn. 6) Inga Jóna, f. 29. ágúst 1964, gift Óskari B. Haukssyni og eiga þau eitt barn. 7) Auður, f. 24. febrú- ar 1976 og á hún eitt barn. Áð- ur en Friðgeir giftist eignaðist hann tvo syni með Fanneyju Pálsdóttur, þá Friðgeir, f. 8.9. 1947 og er hann giftur Sigríði Höllu Jóhannsdóttur og Ingólf, f. 9.4. 1953 en hann var alin upp hjá og er kjörsonur Ingólfs, bróður Friðgeirs, og konu hans Ingibjargar Jóns- dóttur. Ingólfur er giftur Svanhildi Sveinbjörnsdóttur. Friðgeir stundaði lengst af sjómennsku en síðari árin vann hann hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar við ýmis verka- mannastörf. Utför Friðgeirs fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar líður að ævikveldi manna rifjast upp margar minningar og á það ekki síður við þegar við kveðj- um vin okkar og frænda, Friðgeir Fr. Hallgrímsson, eða Lilla eins og flestir Eskfirðingar kölluðu hann. Samskipti fjölskyldnanna hafa í gegnum árin verið náin og fjöldi heimsókna til Eskifjarðar eða heim- sókna Elsu og Lilla til okkar í Kópavoginn kemur upp í hugann á skilnaðarstundu. Friðgeir er síðast- ur þeirra systkina er kveður og við það má segja að verði kaflaskil. Á uppvaxtarárum hans á Eskifirði kom kreppan til og miklir erfiðleik- ar sóttu að fjölskyldunni. Þá þegar komu í ljós kostir hans Lilla sem áttu eftir að verða veganesti hans á lífsleiðinni. Hann missti föður sinn aðeins tólf ára að aldri en Kristrún móðir þeirra hélt fjölskyldunni sam- an. Lífsbaráttan var þá hörð en á æskuárum Lilla kom í ljós að hann var mikill dugnaðarforkur og eftir- sóttur vinnukraftur og svo var með- an heilsa hans leyfði. Það má sjá á því að allt fram í nóvembermánuð sl. var hann við vinnu þótt hann hafi þá þegar kennt sér þess meins sem nú hefur sigrað í baráttunni miklu. Sjómennska var Lilla í blóð borin og ungur hóf hann sjósókn sem varð lengst af lífsstarf hans. Fjölskyldan var stór og börnin hans gengu fyrir, en það þarf mikið viljaþrek til að sjá stórri fjölskyldu farborða. Þrátt fyrir það var ráðist í að byggja hús við Hátún á Eskifírði og þar hefur fjölskyldan búið í liðlega þrjátíu og fimm ár. Hin síðari ár vann Lilli í bræðslu Hraðfrystihússins í vakta- vinnu og stóð allar sínar vaktir með prýði. Þegar heilsan tók að bila mátti hann ekkert vera að þessu. Vaktin beið og þangað skyldi haldið þótt árin að baki væru orðin 72, 73 og 74, skipti það engu máli. En eng- in fær sín örlög flúið og þegar þú hefur nú skilað þínu ævistarfi, kæri vinur, vitum við að þú er velkominn í ný heimkynni. Elsa mín; á skilnaðarstundu er sorgin mikil en við vitum að góður guð mun leiða þig í gegnum þá erf- iðleika. Við Áuður vottum þér, börnum þínum og barnabörnum samúðar og biðjum góðan guð að blessa þig og minningu vinar okkar hans Lilla. Bragi Michaelsson, Auður Ingólfsdóttir. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn frá okkur og við söknum þín öll svo mikið minnist ég þess hve margar góðar minningar við áttum saman. Við vorum líka búin að kynnast sorg en núna reyni ég að hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst svo góð- ur og skemmtilegur afí. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Jochumsson.) Kristrún Ómarsdóttir. Elsku afí, nú ertu farinn frá okk- ur eftir erfíð veikindi. Þú sem varst lengst af manna hraustastur. Alitaf gat ég leitað til þín og ömmu þegar mamma var að vinna og ég litla afastelpan þín á Eskifírði þurfti á því að halda enda voru þið mér eins og þið væruð foreldrar mínir. Að vísu bjó ég með mömmu hjá ykkur fyrstu æviár mín, enda óluð þið okk- ur Auði upp eins og við værum syst- ur og aldrei var gert upp á milii okkar. Ég gat alltaf leitað til ykkar ömmu með allt, hvað sem fyrir kom. Ýmsar minningar koma upp í hug- ann, eins og til dæmis þegar ég plataði krakkana í blokkinni með mér upp á olíutankinn hjá bræðsl- unni og hlaut skammir fyi'ir. En þér fannst nú enginn ástæða til þess að mamma væri að tuða út af ein- hverju svo smávægilegu sem þessu. Þið amma skipuðu alltaf sérstakan sess í mínum huga og þið verðið best allra sem hægt var og verður að kynnast. Ef við Palli eignumst einhver tímann börn ætla ég að kenna þeim allt það góða sem þú og amma hafið kennt mér í gegnum ár- in. Allir þeir sem hafa kynnst þér, elsku afi minn, eru örugglega sam- mála mér þegar ég segi að þú varst með þeim duglegustu og bestu mönnum sem hægt var að kynnast. Elsku afi, ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna heldur en síð- ustu mánuði. Ég skal reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa ömmu að komast yfir sorg- ina. Það er erfitt að koma öllu því að, sem mig langar til að segja við þig eða um þig í þessari litlu kveðju. Ég gæti skrifað um þig heilar rit- gerðir upp á margar blaðsíður en elsku afi, þú átt alltaf vissan stað í mínu hjarta og því kveð ég þig með söknuði. Guð blessi minningu þína. Þín Brynja Rut.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.