Morgunblaðið - 06.02.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 06.02.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 + Ægir Breiðfjörð Friðleifsson fæddist á Hell- issandi 17. júlí 1934. Hann lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur að morgni 1. febrú- ar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Karólína Þórðar- dóttir, f. 19. ágúst 1906, d. ll.nóv. 1979, og Friðleifur Þórðarson, f. 18. mars 1905, d. 17. ágúst 1960. Núlif- andi systkini Ægis eru Bára, Jón, Svavar og Grétar. Sam- mæðra eru Hjördís, Sigurjón og fósturbróðir þeirra er Þór- inundur Hjálmtýsson. Látin eru Guðrún, María og Friðrún. Hinn 17. júlí 1955 kvæntist Æg- ir Sveinsínu Guðmundsdóttur frá Berserkjahrauni, f. 6. janú- ar 1930. Foreldar hennar voru Kristín Pétursdóttir, f. 24. ágúst 1887, d. 6. desember 1976, og Guðmundur Sigurðs- son, f. 26. ágúst 1887, d. 30. sept. 1946. Ægir og Sveinsína bjuggu fyrst í Hafnarfirði en fluttust árið 1958 í Gaulverja- bæjarhrepp í Árnessýslu, fyrst að Rútsstöðum, siðan að Vallar- hjáleigu og loks að Hamri þar Elsku pabbi. Við töluðum oft saman um vini mína og í gegnum tíðina þá hafa þeir stundum verið margir en í seinni tíð færri en traustari. En nú þegar þú ert far- inn, hef ég misst minn besta vin, þó ég haldi áfram að tala við þig. Því ég veit þú verður hjá mér áfram og hjálpar mér að breyta rétt. 0, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. 0, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. 0, það slys því hnossi’ að hafna, hvflíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (M.Joch.) Þakka þér fyrir allt. Sjáumst seinna. Þín dóttir og vinkona, Björg E. Elsku pabbi. Þegar ég sit hérna við eldhúsborðið og reyni að skrifa þessi örfáu orð til þín, koma margar minningar upp í hugann. Hérna sátum við oft á dag yfir kaffibolla því þú kíktir svo oft á okkur. Þú lést þig miklu varða um okkar hagi, það sást best á því hvað þú varst búinn að hjálpa okk- ur mikið í fyrirtækinu eftir að þú hættir að vinna. Það voru fáir dag- arnir sem þig vantaði í framleiðslu. Þú hafðir alltaf áhyggjur af því að það kæmi eitthvað fyrir okkur hin. Miklar áhyggjur hafðir þú þegar við fórum til Kanarí um jólin. Þú varst svo hræddur um að flugvélin myndi hrapa. Þú sagðir mér að þú hefðir lítið sofið fyrir áhyggjum nóttina sem við komum heim. Mik- ið varstu ánægður þegar við kom- um heim því þér hafði leiðst svo mikið þessar þrjár vikur sem við vorum í burtu. Okkur hérna á ef- laust eftir að leiðast miklu meira að fá ekki að sjá þig og hafa þig ekki hjá okkur lengur. En við eig- um svo mikið af góðum minningum um þig og það mun hjálpa okkur í sorginni og eins að vita það að þér líði vel hjá Guði og með öllum þeim sem farnir eni á undan. Elsku pabbi, þakka þér fyrir all- ar góðu samverustundirnar sem þú hefur geflð mér og mínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. sem þau bjuggu til ársins 1983 að þau flytja að Tjarnar- lundi á Stokkseyri. Börn þeirra eru: Kristinn Karl, f. 28. maí 1956, maki Hrönn Baldursdótt- ir, börn þeirra eru þijú og barnabarn eitt; Guðrún Breið- Ijörð, f. 28. júlí 1958, maki Kjartan Jóhannsson, dætur hennar eru tvær; Friðleifur Valdi- mar, f. 12. júlí 1960; Fjóla Breiðíjörð, f. 31. maí 1963, maki Símon Ingvar Tóm- asson, börn þeirra eru fjögur; Guðmundur Breiðfjörð, f. 24. júlí 1965, maki Annemarie Bæk Ægisson, hans börn eru tvö; Björg Elísabet, f. 30. apríl 1967, sambýliskona Björg Þorkels- dóttir. Fósturdætur Ægis, dæt- ur Sveinsínu eru: Olafía Ingólfs- dóttir, f. 30. maí 1952, maki Helgi Stefánsson, börn þeirra eru fjögur og barnabörn tvö; Gróa Ingólfsdóttir, f. 9. febrúar 1953, maki Sveinn Sigurðsson, börn þeirra eru fjögur og barnabörn þijú. Útför Ægis fer fram frá Stokks- eyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð geymi þig, pabbi minn. Þín aottir Fjóla. Fyrir rúmum sextán áimrn kom ég fyrst að Hamri í Gaulverjabæj- arhreppi með núverandi eiginkonu minni, Fjólu Ægisdóttur. Þau stóðu í eldhúsinu hjónin Ægir og Sveina, buðu mig velkominn, og Ægir bað mig, glettinn á svip, að líta út um eldhúsgluggann og spá fyrir sig í veðrið, því ég væri jú „einu sinni sjómaður“. Ég man ekki hvort ég lét til leiðast, en hvað sem öllum spádómum líður, hef ég átt góða vini síðan, þar sem þau hjón eru. Síðan þá höfum við Ægir mikið spáð og spekúlerað, bæði í veðrið og alla tilveruna í heild. Ægir var tíður gestur á heimli okkar Fjólu dóttur sinnar, og segja má að ekki hafi liðið sá dagur án þess að hann liti við í kaffi, eða til að aðstoða okkur við fyrirtæki sem við rekum. Þá var jafnan glatt á hjalla, því við- mót hans einkenndist, oftar en ekki, af glensi og gamni, eins og svo margir vita sem hann þekktu. Hann var fastur punktur í til- veru okkar, og ekki síst barnanna okkar, sem hann bar mikla um- hyggju fyrir. Börnin okkar Fjólu leituðu oft til Ægis afa með vanda- málin sín, því hann mátti ekkert aumt sjá, án þess að reynt yrði að bæta þar úr. Minningin um hann mun lifa í hjörtum okkar, og þannig verður hann áfram fastur punktur í lífi fjölskyldunnar. Elsku Ægir vinur minn, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, í faðmi þess sem gaf okkur lífið, Guðs almáttugs, þess sem kallar okkur síðan eitt af öðru á sinn fund, þar sem við munum hitt- ast aftur. Þinn tengdasonur og vinur, Símon Tómasson. Elsku besti afi. Þú varst dagleg- ur þáttur í lífi okkar sem ekkert getur komið í staðinn fyrir. Það verður alltaf gott að hugsa um þig því við eigum bara góðar minning- ar um þig, eins og þegar við tókum upp úr kartöflugarðinum ár eftir ár og fórum á rúntinn saman dag ÆGIR BREIÐFJÖRÐ FRIÐLEIFSSON eftir dag. Þú varst bæði góður afi og góður vinur sem aldrei mun gleymast. Við trúum og vonum að þú sért á góðum stað núna og líði vel. Við munum aldrei gleyma þér svo lengi sem við lifum. Takk fyrir allt. Bjarnfríður (Benna) og Berglind (Begga). Elsku afi. Við söknum þín svo mikið og okkur langar til að fara með uppáhaldsbænina okkar fyrir þíg- Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Guð veri með þér. íris,Álfheiður og Oskar. Það er komið að kveðjustund og hún tregablandin. Ægir, elskuleg- ur afi minn, vinur og langafi hefur kvatt þennan heim. Við höfum haft mismikinn tíma til að deila með honum samvistum, allt frá tuttugu árum, rúmum tveimur árum og niður í rúma tvo mánuði. Fyrir einu og hálfu ári vorum við á spjalli við afa og þessi kveðjustund hans komst til tals. Hann hafði það á orði að þegar kallið hans kæmi skyldum við ekki gráta. Þetta er ekki hægt að skilja á annan hátt en þann að hann hafi sjálfur vitað að styttra yrði í þetta en margan grunaði. Svona loforð er ekki hægt að samþykkja. Það verður tómlegt í Tjamar- lundi og skrýtið að sjá afa ekki sitja í eldhússtólnum, eða koma fram nývaknaðan eftir hádegislúr- inn, sem var honum svo mikils virði. Af alúð og natni hugsuðu þau saman um pútumar sínar, afi og amma. Afi gerði nú ekki mikið úr þessum búskap, þetta var meira til gamans gert en hitt. Litli langafastrákurinn, Aron Karl, fékk ekki langan tíma með afa, og óvíst að hann muni nokkuð eftir honum, en afi fékk þó að sjá hann taka fyrstu sporin inn í þenn- an heim, sem hann er nú búinn að yfirgefa sjálfur. Elsku amma, góður Guð veri með þér og hjálpi þér á þessari erfiðu stundu. Við vitum fyrir víst að afi bíður eftir þér í sínum nýju heimkynnum og tekur vel á móti þér og okkur öllum þegar þar að kemur. Elsku afi, þín verður sárt sakn- að. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar jfir mér. (Hallgr. Pét.) Aðalbjörg, Þórir og Aron Karl. Afi er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við að eiga ekki eftir að sjá hann meira og geta rætt við hann. Það verður skrýtið að sjá hann ekki fara til hænsnanna eða trítla með honum þangað. Hann hafði yfirleitt hænur og þegar þau amma bjuggu í sveitinni voru þær oft ansi margar að okkur fannst. Það var gaman að fara með í hænsnakofann, hjálpa til við að gefa og tína egg og sjá hvað hugs- að var vel um þær. Afi var alltaf rólegur og yfirveg- aður. Við munum ekki eftir að hafa heyrt hann skipta skapi við einn né neinn. Við getum tekið það til fyr- irmyndar og hugsað um að engum gerir gott að æsa sig og vera með læti, heldur hugsa um lausn í ró- legheitum sem allir geti í sátt við unað. Afi var mikill selskapsmaður og fannst gaman að hafa fólk í kring- um sig. Hann hafði sig ekki mikið í frammi. en skemmti sér alltaf vel. Hann leyndi á sér og það var stutt í húmorinn ef vel var hlustað. Fyrstu skólaárin okkar eldri systkinanna era okkur minnis- stæð. Þá kom blár Land-Rover að sækja okkur og það var enginn annar en afi sem var skólabílstjór- inn. Tvennt er okkur ofarlega í minningunni um afa. Annað er að hann átti til að reka fólsku ten'n- urnar út úr sér og gretta sig í leið- inni. Ailtaf vakti þetta í senn undr- un og hlátur. Hitt var að á öðrum þumalfingri var geysistór kúla. Við kepptumst oft um að fá að skoða hana, koma við og klípa. Afa þótti það alltaf sjálfsagt mál að leyfa okkur það. Okkur fannst því sjón- arsviptir þegar hann lét fjarlægja kúluna. Að leiðarlokum viljum við þakka HJÁLMAR BJARNI KRISTJÁNSSON + Hjálmar Bjarni Kristjánsson fæddist á Flateyri 2. desember 1917. Hann lést á Land- spítalanum 22. janú- ar síðastliðinn og fór útior hans fram frá Áskirkju 28. janúar. Systrabörnin og fóstursystkinin, Hjálmar B. Kristjáns- son og Geira Helga- dóttir, era látin. Hjálmar og Geira létust með viku millibili, Hjálmar á afmæliskvöldi Geira, en hún að útfararkvöldi Hjáimars. Eftir stendur minning mín. Ég var tekin í fóstur sem korna- barn af Ragnheiði, systur Hjálm- ars, fóstursystur og frænku Geiru. Þó spölur væri á milii húsa, hittist kj arnafj ölskylda Rögnvaldínu ömmu og Kristjáns afa daglega. Hjalli reyndist mér, óskyldri, góð- ur frændi og vinur, ævinlega vor- um við velkomin á heimili hans og Siggu. Minningarnar eru svo margar og ljúfar, hvort heldur var farið í hey- skap á Traðarnesið eða Selabólið, eða stóri dagur sumarsins þegar fjölskyldan safnaðist saman við ull- arþvottinn við Hólsá á Strönd. Einnig minnist ég yndislegrar helgar þegar iegið var við og slegið gras á Hvannökrunum, sem síðan var látið í balla og þeir rannu hlíðina niður í fjöru. Þarna vora að verki vinir og mágar, Hjalli, Einar og konur þeirra, við Geira og Maja fengum að vera með. Ég minnist Hjalla, lífsglaðs manns. En hans gæfuspor var að eiga Sigríði Péturs- dóttur að eiginkonu og svo bamgóður sem hann var, reyndist hann Ásgeiri syni Sigríðar traustur fósturfaðir. Á jóladag var fastur siður í fjölskyldunni að allir fóra í boð til Siggu og Hjalla, þar var alltaf rými og við krakkamir undum okkur svo vel við söng og spil með þeim fullorðnu og allir nutu höfðinglegra veitinga. Það var mikið sungið í fjölskyldunni og átti ég samleið með Hjalla í kirkjukóm- um. Einnig minnist ég Hjalia sem bíósýningarmanns, en það starf hafði hann með höndum um árabil. Berjaferðir að hausti vora fastir lið- ir og flutti Hjalli okkur öll, ung og gömul, á vörubílnum sínum fram í Mjóadal eða hvar sem berin vora mest á hverju hausti. Það var söknuður er þau Hjalli, Sigga og Ásgeir fluttu frá Flateyri, en heimili þeirra hér í Reykjavík afa fyrir allt. Minningin um hann mun lifa. Kristín, Stefán og Guðfinna. Við sviplegt fráfall Ægis B. FriS'- leifssonar langar okkur á kveðju- stund að flytja hinum látna vini okkar fáein kveðju- og þakkarorð. Þakkir fyrir trausta vináttu og ljúf samskipti. Fyrir fjórum áratugum kynntumst við honum fyrst er hann með fjölskyldu sinni fluttist í okkar sveit. Það má vel segja að hann hafi þá flust á móti straumn- um. Hann kom úr þéttbýlinu í Hafnarfirði og hóf búskap á Rúts- stöðum er hann tók á leigu og bjó þar í eitt ár en flutti þá að Vallar- hjáleigu í sömu sveit en síðar aðP Hamri og bjó þar til ársins 1983 að hann lagði af búskap og settist að á Stokkseyri. Þar stundaði hann störf við fiskvinnslu meðan heilsa hans leyfði. Ægir var vel gerður maður, umburðarlyndur og léttur í skapi. Hann hreykti sér hvergi um eigið ágæti en var tryggur þeim sem hann batt vináttu og samstarf við. Hann var vinur ungs fólks og átti auðvelt með að samlagast því í gleði sinni og bjartsýni. Þegar Ægir og kona hans sett- ust að í sveitinni vora búskapar- hættir allir með gömlum og góðum brag. Vélaöld og þægindi hvers konar vora ekki komin í áþreifan- legt horf. Þau gættu því betur þess^ sem handa á milli var og ekki minnumst við þess að úr hans ranni hafi heyrst óánægjuorð. í yfirlætisleysi sínu hlúði hann að fjölskyldu sinni sem á næstu ár- um stækkaði og upp uxu mann- vænlegar persónur sem sýnt hafa í áranna rás myndugleik og sam- heldni. Við sem á bak við þessi orð stöndum, minnumst allra góðra stunda sem við með þeim áttum allt frá fyrstu kynnum. Ekkert djf því verður borið á torg en glaðst því betur við eigin barm. Við kveðjum vin okkar með þökk og virðingu. Bömin okkar minnast hans með þakklæti fyrir marga skemmtilega stund sem ætíð skap- aðist með nærvera hans. Sveinsínu og bömum, og öðram ástvinum vottum við einlæga samúð. Blessuð sé minning látins sómadrengs. Vilhelmína og Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. hefur staðið jafn opið öllum í fjöl- skyldunni og það var fyrir vestan. Á Þorláksmessumorgun heim- sótti ég þau hjón ásamt Píu, systúi*" Hjalla, þá var fyrirséð að hann væri að lúta í lægra haldi fyrir ban- vænum sjúkleika. Síðasta samver- an mín með honum var 15. janúar sl. Hann var þreyttur, en með allt sitt á hreinu og amaryllis-biómið á náttborði hans var að springa út. Hjalli frændi átti gott líf, hann var áhugasamur um allt sem lífsanda dró, ég veit að nú líður honum vel. Sigga mín, Ásgeir og fjölskyldur ykkai', við Venni vottum ykkur ein- læga samúð og biðjum ykkur bless- unar. Jónína og Björgvin. Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minn- ingargreinum fylgi á sér- blaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitietraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.