Morgunblaðið - 06.02.1999, Side 64

Morgunblaðið - 06.02.1999, Side 64
64 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Valý Þorbjörg Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1904. Hún lést í Reykjavík 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Bene- diktsson veitinga- maður og Halldóra Halldórsdóttir sem þá bjuggu í Ingólfs- stræti 6. Bræður hennar voru Hu- bert, búsettur í Hafnarfirði, Ólafur, búsettur í Njarðvík- um, og Matthías, búsettur á Siglufirði. Þeir eru allir látnir. Valý giftist 16. maí 1926 Helga Ólafssyni kennara. Þau bjuggu fyrst á Sauðárkróki og fluttust síðan til Akureyrar, þar sem Helgi var kennari um áratuga skeið. Þeim varð átta barna auðið og þau eru: 1) Ágúst Hörður Helgason, lækn- ir í Houston, Texas. Hann er kvæntur Marjorie Helgason, hjúkrunarfræðingi. Þau eiga þrjár dætur. 2) Herdís, hjúkr- unarfræðingur, gift sr. Ragn- ari Fjalari Lárussyni. Þau eiga sex börn. 3) Ólafur Haukur, fv. kennari. 4) Halldóra, sjúkra- Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást tU sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Mér finnst þessar Ijóðlínur Da- víðs Stefánssonar skálds frá Fagra- skógi segja talsvert margt sem á við um tengdamóður mína Valýju Ágústsdóttur, sem ég vil minnast nokkram orðum í dag, eftir lát hennar. Þau orð, sem ég læt hér frá mér fai a, era minningar mínar um hana á 50 ára samleið okkar. Það var vor- ið 1949, að við Herdís kynntumst og felidum hugi saman og það vor kom ég í fyrsta sinn að Sólvangi, sem var lítið býli ofan við Lystigarðinn á Akureyri. Þar hafði Helgi Ólafsson, kennari, reist timburhús og þar bjuggu þau Valý og Helgi með börnum sínum, og var Herdís næstelst þeirra. Hún hafði boðið mér að koma í heimsókn til foreldra sinna, annars bjó hún á Sjúkrahús- inu, þar sem hún var þá við hjúkr- unamám. Eg man þennan bjarta og fallega sumardag eins og hann hefði verið í gær. Herdís kom á móti mér út á hlað og leiddi mig í bæinn og kynnti mig fyrir móður sinni, Va- lýju, sem ég hafði ekki áður séð, þó að ég þekkti Helga kennara vel og hefði oft talað við hann, og Guð- laugu móður hans hafði ég einnig séð á götu og vissi hver hún var, enda hafði ég verið nemandi í Menntaskólanum á Akureyri í sex ár og hús Helga stóð mjög nærri skólanum. Já, þarna sá ég í fyrsta sinn konuna, sem átti eftir að verða tengdamóðir mín og önnur móðir um marga áratugi. Og fyrstu kynn- in vora góð. Herdís sagði að sig langaði til að kynna fyrir henni vin sinn og Valý leit kímnum augum til okkar, og sagði að hún myndi nú ekki eftir þvi að Herdís hefði fyrr komið með pilt inn á heimilið og þetta hlyti að vita á eitthvað! Mér þótti gott að heyra það. Síðan var gengið til stofu og yngri krakkamir litu stórum augum á gestinn og pískraðu eitthvað sín á milli. Mér var boðið kaffi, vildi ég þiggja það í eldhúsinu, en það var ekki við það komandi, kaffi og kökur vora bom- ar í stofu, og þar sem enginn gestur var annar en ég setti húsmóðirin veitingamar á lítið kringlótt borð sem stóð út við suðurgluggann og þama settumst við unga parið og liði, gift Friðrik Sigurbjörnssyni, lögfr., sem er lát- inn. Þau eignuðust þrjú börn. 5) Guð- laugur, flugmaður, kvæntur Ernu Kristinsdóttur, sjúkraliða. Þau eiga tvö börn. 6) Anna, húsmóðir, gift Pétri Baldurs- syni, flutninga- stjóra. Þau eiga fimm börn. 7) Hálf- dán, fv. kennari, kvæntur Hjördísi Magnúsdóttur, fv. kennara. Þau eiga eina dóttur. 8) Gissur ísleifur, kennari, kvæntur Benediktu Atterdag Helgason og búa í Kaupmannahöfn. Eiga þau einn son, fyrr átti hann einn son og frá fyrra hjóna- bandi á hann þrjú börn. Valý var húsmóðir á stóru og mannmörgu heimili. Síðustu hjúskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík. Helgi lést 13. maí 1976. Síðustu árin dvaldist Valý á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún fékk góða umönnun og hjúkrun. Útför Valýjar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. nutum þess sem á borð var borið og návistar hvort annars, sem var allra best. Löngu seinna gaf Valý okkur þetta borð. Þykir okkur einkar vænt um það og minningarnar, sem því eru tengdar. Eftir þetta varð ég tíður gestur á Sólvangi. Ég vann þetta sumar við síldaiverksmiðju á Dagverðareyri. Lítil sfldveiði var og því oft frítími til að skreppa og hitta unnustuna. Ég var því ekki lengi gestur á Sólvangi heldur heima- maður og kunni ég því vel. Um þetta leyti höfðu þau hjónin Valý og Helgi nokkurn búskap, höfðu selt mjólk um margra ára skeið og því þurfti að stunda heyskap yfir sum- arið. Helgi hafði slægjm- á fleiri en einum stað, og á þurrkdögum þurfti talsvert af fólki til að snúa og taka saman, því að heyvinnuvélar hafði hann ekki. Ég var vanur heyskapar- störfum úr sveitinni og var því fús að hjálpa til við heyskapinn. Og einhverju sinni kom ég snemma frá Dagverðareyri á þurrk- degi, er Sólvangshjón og börn rök- uðu og tóku saman af krafti. Ég man ekki hvort það var inni í Hólm- um eða á Kjarnanýrækt, en Valý var með í hópnum og lét ekki sinn hlut eftir liggja. Þegar ég birtist kallaði Helgi til mín: „Velkominn í vom hóp“ og þótti mér þetta góð kveðja, svo góð, að ég hefi sjaldan fengið aðra betri. Fór ég nú að taka saman heyið með hinum og lenti við hlið Valýjar og vildi nú sýna getu mína í samantekt á þurru heyi. Ég reyndi það sem ég gat, en ætíð var Valý á undan, var skarpari við samantektina en vanur Skag- firðingur. Enginn sagði neitt, ég veit ekki einu sinni hvort hún veitti þessu athygli, en ég fann til minni- máttarkenndar, og því man ég þetta atvik enn í dag. Og því nefni ég þessi tvö atvik frá fyrstu dögum mínum á Sólvangi, að þau lýsa vel eðlisþáttum Valýjar, gestrisni hennar og greiðasemi, en hún var frábær húsmóðir, snillingur í matargerð og höfðingi heim að sækja, og vildi öllum gott gera, ekki aðeins tilvonandi tengdasyni, heldur einnig þeim er lægst stóðu í mann- félagsstiganum, þurfalingum og gamalmennum, að því komst ég síð- ar, að þeir áttu skjól hjá henni. Þá var og dugnaður hennar og vinnusemi frábær. Hún fór eldsnemma á fætur til starfa, var síðust á kvöldin til hvfldar. Aldrei sá ég hana sitja til borðs er matur var snæddur, heldur annaðist hún alltaf þjónustuna, ég sá hana aldrei borða, en eitthvað hefur hún nærst, því að hún var vel á sig komin líkamlega. „Jesús sagði við lærisveina sína: Hvor er meiri sá, sem situr til borðs eða sá, sem þjónar? Ég segi yður: Ég er meðal yðar eins og sá sem þjónar.“ Ég veit ekki hvort Valý þekkti þessi orð en hún var meðal okkar eins og sá, sem þjónar. Þau eiga einnig vel við hana þau orð sem ég geri að fyrirsögn þessar- ar greinar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfír velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Elstu börnin okkar tvö, Guðrún og Þórsteinn, fæddust á Sólvangi meðan við hjónin vorum í námi og vora í fóstri hjá henni þangað til námi okkar var lokið. Hún hugsaði um börnin okkar sem sín börn, eða ennþá betur, þau mátti ekkert mis- jafnt henda, en á þessum tíma veiktist Guðrún mikið og þurfti Valý að vaka yfir henni og stunda hana af nærgætni og það gerði hún svo sannarlega, vildi engin laun, varla þakkarorð. Einu sinni kenndi ég í brjósti um Valýju, annars var hún ekki þeirrar gerðar að þyrfti að kenna í brjósti um hana. Þetta var þegar námi okkar hjónanna var lokið og ég hafði fengið prestsembætti á Hofs- ósi og við voram að flytjast þangað frá Miklabæ. Þá kom Valý með litlu börnin tvö með rútunni frá Akur- eyri til þess að afhenda þau foreldr- um áður en flutt var í Hofsós, og þegar hún fór svo aftur til baka seinni part dags og ég gekk með henni að áætlunarbílnum og hún kvaddi litlu börnin sín, þá fylltust augu hennar af tárum og þá fann ég hversu heitt hún elskaði þau. Þetta var í eina sinn sem ég sá, að henni vöknaði um augu. Svo liðu árin, leið okkar hjónanna lá til Siglufjarðar. Eitt sinn að vetri til veiktist Herdís mikið og gekk undir uppskurð og þá var ekki að sökum að spyrja, að með næstu skipsferð komu þau Helgi og Valý að hjálpa fjölskyldunni meðan veik- indi húsmóðurinnar gengu yfir. Síð- ar lá leið okkar og þeirra Sólvangs- hjóna hingað til Reykjavíkur, og þá urðu samfundir fleiri, en ekki kom Valý oft heim til okkar, heldur átt- um við að koma á Langholtsveginn þar sem þau bjuggu og hitta þau. Þar fór vel um þau. Þau voru ólík hjónin um margt, en þó lík á ýms- um sviðum. Helgi var ljúfur maður og hógvær, vel látinn af öllum sem þekktu hann, mannblendinn og samræðufús. Valý var seintækari, ekki alltaf þýðlynd, ekki mann- blendin eða félagslynd, var þó stundum í söngkórum, en hún hafði yndi af tónlist. En í einu voru þau samtaka, heiðarleiki beggja í við- skiptum var gegnheill. Engum mátti skulda neitt. Og þau skulduðu aldrei neinum neitt. Hjónaband þeirra var gott. Helgi mátti aldrei vera að því að tefja lengi eftir vinnu hjá okkur hjónum, en hann kom nokkuð oft til okkar, því að vinnu- staður hans var nærri heimili okk- ar, því að hann var alltaf að flýta sér heim til Löllu sinnar, eins og hann kallaði konu sína. Helgi lést í maímánuði 1976, og var mikill sjón- arsviptir að honum. Síðan bjó Valý með sonum sínum á Langholtsvegi í allmörg ár. Síð- ustu árin hefir hún dvalið á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, fór þar vel um hana á ævikvöldi, en minni hennar og andlegu atgervi hafði mjög hrakað, þó hafði hún ánægju af heimsóknum og synir hennar sem erlendis búa, Hörður í Hou- ston og Gissur ísleifur í Kaup- mannahöfn, komu oft að heimsækja hana, og vöktu þær heimsóknir áreiðanlega ánægju hennar um stund. Fjölskylda hennar kveður hana og þakkar henni fyrir um- hyggju hennar og kærleika, sem ef til vill var ekki alltaf sagður í orð- um, heldur í verki og fórn. Hún var einkar fórnfús kona, dugleg, óvenjuleg hetja í stríði lífsins, treysti Guði og átti innilegt fyrir- bænalíf meðan hún gat. Fögrum kapitula, sem hófst bjartan vordag á Akureyri, lauk dimma vetrarnótt á elliheimili og þar varpaði hún öndinni í friði og án átaka, hetjulegu lífi var lokið og óvenjuleg kona kvödd. Guð blessi hana og gefi henni sinn eilífa frið. Ragnar Fjalar Lárusson. Hún amma mín Valý Ágústsdótt- ir er látin 94 ára að aldri. Valý amma, eins og við krakkarnir köll- uðum hana alltaf, var mér mjög kær og ástfólgin og var búin öllum þeim kostum sem prýða mega góða ömmu. Valý amma varð næstum jafngömul öldinni og lifði því tím- ana tvenna. Hún giftist ung Helga Olafssyni kennara og byggðu þau sér bústað í fallegu húsi rétt við Lystigarðinn á Akureyri sem þau kölluðu Sólvang. I stórum barna- hópi var móðir mín næstelst. Hún var hvött til náms eins og öll systk- inin og voru hún og faðir minn bæði í námi þegar þau áttu mig. Auðvit- að vildi amma mín styðja dóttur sína af fremsta megni eins og önn- ur börn sín, sem öll komust til mennta, og því annaðist hún mig að mestu fyrstu tvö ár ævi minnar. Á þessum árum urðu til órjúfanleg bönd milli mín og ömmu sem enst hafa alla tíð. Það hefur löngum ver- ið mér undrunarefni hvernig sólar- hringurinn entist henni ömmu til allra þeirra verka sem hún vann, uppeldis átta barna, búrekstrar, umhyggju fyrir barnabörnum, kostgönguram og gestum - hún var sannkölluð ofurkona. Þegar fram liðu stundir fluttu foreldrar mínir til Siglufjarðar en amma og afi til Reykjavíkur á Langholtsveg 149. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem við systkinin áttum hjá ömmu og afa þegar við fórum í heimsókn til Reykjavíkur. Hún amma var sagnabrunnur, kímin og létt í skapi. Hún hafði skemmtilega frásagnargáfu og sagði á lifandi hátt frá fyrri tímum og bemskuáranum, sem oft vora erfið. Hún var berdreymin og næm á umhverfið og sá fyrir óorðna hluti. Ekki skipti máli á hvaða aldri við voram, alltaf náði hún amma til okkar og við treystum henni fyrir hugsunum okkar og áhyggjum og leituðum ráða hjá henni. Amma hafði mikinn metnað fyi'ir hönd okkar barnabarnanna og hvatti okkur óspart til dáða. Það skipti hana miklu að við öðluðumst góða menntun og fengjum áhugaverð störf en mest fannst henni þó um vert að okkur liði vel og að við vær- um hamingjusöm. Heimili ömmu og afa á Lang- holtsveginum var miðpunktur stórrar fjölskyldu um langt árabil. Þar var alltaf skjól fyrir fjölskyld- una og marga aðra í blíðu og stríðu. Tímarnir liðu og sífellt stækkaði hópurinn. Alltaf tók amma jafn innilega á móti nýjum fjölskyldu- meðlimum og mökum okkar og gladdist með hverju barnabarna- barni sem fæddist. Oft var glatt á hjalla og mér eru einkar minnis- stæðar stundirnar þegar móður- systkini mín sungu margraddað við píanóið í fjölskylduboðum. Þegar ég lít yfir farinn veg er mér ljóst að hún amma mín var um margt stórbrotin kona. Hún var dugnaðarforkur, ósérhlífin og vildi greiða hvers manns götu. Hún var framfarasinnuð og framsýn en þó íhaldssöm á gömul gildi. Hún var sannkölluð kjarnakona. Einkunnar- orð sem mér finnst að lýsi Valý ömmu best eru þau, að sælla er að gefa en þiggja. Ég kveð Valý ömmu með hlýhug og virðingu og veit að hún mun vaka yfir okkur um alla framtíð. Guðrún Ragnarsdóttir Briem. Ég man týrst eftir Valýju-ömmu, þegar ég var á sjötta aldursári. Ég stóð uppi á borði í eldhúsinu á Sól- vangi, sem var íbúðarhús ömmu og afa og var staðsett ofan við Lysti- garðinn á Akureyri. Valý-amma var að klæða mig í svellþykka prjóna- skyrtu og brók úr sama efni og mér fannst þessar flíkur full þykkar og óþægilegar og hafði í frammi mót- VALY ÁGÚSTSDÓTTIR mæli, en hún var ákveðin og vissi hvað stráknum var fyrir bestu. Já, hún vildi mér vel, en ég skildi ekki velvilja hennar á þeim tíma. Ef til vill hefur mér fundist við þetta tækifæri, að hún væri svolítið ströng, en seinna kynntist ég ömmu sem var bæði hlý, skemmti- leg og sérlega gestrisin. Næsta minningarmynd af Valýju-ömmu er frá Skarphéðinsgötunni í Reykja- vík, en þangað fluttu amma og afi fyrir 1960. Pabbi keypti sinn fyrsta bfl, þegar ég var á níunda ári, og þá um haustið fór fjölskyldan saman fyrstu ferðina suður. Lagt var af stað kl. 7 að morgni og haldið yfir Siglufjarðarskarð suður til Reykja- víkur. Beðin var ferðabæn við dæluhúsið syðst í firðinum en öllum til ama þurfti að fresta ferðinni um einn sólarhring, vegna þess að gír- kassinn í bflnum brotnaði í Péturs- brekkunni illræmdu, efst í Skarð- inu, SiglufjarðaiTnegin. Daginn eft- ir gekk betur og við krakkarnir vöiTiuðum öndinni léttar og sváfum reyndar meginhluta ferðarinnar, en þegar nær dró höfuðborginni varð spennan svefninum yfirsterkari og við stóðum í aftursætinu til þess að missa ekki af neinu, þegar bfllinn brunaði í niðamyrkri vestur yfir El- liðaár eftir 12 tíma erfiðan akstur. Við horfðum agndofa á alla ljósa- dýrðina, sem við blasti, og ekið var beint á Skarphéðinsgötuna og þar tóku amma og afi á móti allri hers- ingunni. Valý-amma var búin að sjóða kjötsúpu til að bjóða ferða- löngunum upp á, síðan var búið um krakkahópinn, sem sofnaði vært á dýnum á stofugólfinu. Fjölskylda mín ílutti suður til Reykjavíkur árið 1968 og þá urðu samskiptin tíðari. Þá voru amma og afi flutt inn á Langholtsveg og þangað var gott að koma, hvort sem um jólaboð var að ræða eða heimsókn um venjulega helgi. Valý-amma tók ávallt á móti okkur brosandi með opnum öimum og aldrei skipti hún skapi, þótt mik- ið gengi á í stóram barnahópi. Eftir að ég varð fullorðinn og eignaðist sjálfur fjölskyldu fóram við Elsa með dætur okkar reglulega í heimsókn til ömmu og afa, en þær tvær elstu kynntust afa sínum áður en hann dó árið 1976. Á sfldaráran- um um eða fyrir 1960 var Helgi-afí hjá okkur á Siglufirði og vann þar á síldarplani yfir sumartímann en ég man óljóst eftir honum þar. Helgi var mikið ljúfmenni og hafði mjög gaman af að fá okkur í heimsókn og þá spurði hann okkur í þaula og vildi vita allt um hagi okkar. Hann vildi hafa góða yfii'sýn yfir afkom- endahópinn. Ég á mjög góðar minn- ingar um hann og er þakklátur fyr- ir. Á Miklabæjarárum okkar Elsu, frá 1978-1985, komum við að jafnaði einu sinni á ári til Reykjavíkur og dvöldum þar í nokkra daga. Heim- sókn til Valýjar-ömmu var fastur punktur og hún tók ekki annað í mál en við borðuðum hjá henni og það vakti ávallt mikla lukku því hún eldaði afbragðs mat. Stelpunum okkar þótti gott að koma til langömmu sinnar (reyndar vildi Valý aldrei láta kalla sig langömmu, hún sagði við dætur okkar, að þær skyldu kalla sig Valýju-ömmu eins og pabbi þeirra gerði), hún var ávallt hress í bragði og vildi fylgjast með því hvernig þeim gengi í skól- anum o.s.frv. og ekki skaðaði ísinn, sem ávallt var fram borinn eftir matinn. Eftir að við Elsa fluttum suður héldum við góðu sambandi við Va- lýju-ömmu og eftir að hún fór á Grund hittum við hana reglulega. Síðustu æviárin var óminnisgyðjan fórunautur hennar en allt fram í andiátið var hún teinrétt í baki og fallegri kona á tíræðisaldri var vandfundin. Ég vil lýsa yfir þakk- læti mínu fyrir að hafa fengið að kynnast Valýju Ágústsdóttur, ömmu minni, og bið henni blessunar Guðs. Þórsteinn Ragnarsson. • Fleiri minningargreinar uin Valýju Ágúslsilétiur biiki birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.