Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 70

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 70
,70 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Dist.byUFS.lnc. i‘{ Smáfólk wWhat do doqsthink about?”5he wondered. “ 5omeday/, thouqht the doq,“someone]sqo\nq to leave the qate open, and rn be out of here like a rocKet.” “I suppose/’she 5aid,“allthey thínk about is eatínq.” 0 1 c 1 “Just don’t stand too close to that qate,” íhe dog chuckled. jf f} i „Hvað ætli hundar hugsi?“ Hugleiddi hún a „Einhvem dagin,“ hugsaði hund- urinn, „mun einhver skilja hliðið eftir opið og þá þýt ég út eins og eldflaug." „Ég býst við,“ sagði hún, „að allt sem þeir hugsi um sem sá að borða.“ „Stattu bara ekki of nálægt hliðinu.“ Flissaði hundurinn BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Erfíðleikinn við Biblíuþýðingar Frá Guðmundi Rafni Geirdal: GUÐRÚN Sæmundsdóttir skrifaði bréf til blaðsins með yfírskriftinni Því svo elskaði Guð heiminn? Þar ræðir hún um þær raddir sem hún hafi heyrt undanfarin ár að hverjum sé í sjálfsvald sett hvemig Bibh'an sé túlkuð þar sem hún sé svo gömul og þýðingamar séu óáreiðanlegar. Hún segist ekki fallast á þetta og heldur því fram að við eigum mjög góða fræðimenn sem „...annast útgáfu Bi- blíunnar og þeir kasta ekki til þess höndunum." Ég get svosem falhst á að þeir fræðimenn sem annast þýðingu Biblí- unnar í dag vanda sig mjög. Guð- fræðistofnun Háskóla Islands gaf út bókina Bibhuþýðingar í sögu og sam- tíð árið 1990. í henni ræða helstu fræðimennimir á þessu sviði hvemig staðið hafi verið að þýðingum hingað til. En þeir fjalla einnig ófeimnir við vandann sem við er að etja. Þar skrif- ar Guðrún Kvaran um Bibhuþýðingar og íslenskt mál. Hún rekur Biblíuþýð- ingar undanfarinna árhundraða og ljóst er að þær vom ekkert alfull- komnar. Þar minnist hún til að mynda á Biblíu Steins biskups Jóns- sonar frá 1628 og að margir hafi farið hörðum orðum um þetta verk og seg- ir: „Ebenezer Henderson sagði meðal annars að hún væri Islendingum víða óskiljanleg og verst allra íslenskra biblía“ (bls. 40). Eins og margii- ef- laust vita var Ebenezer stofnandi að Hinu íslenska Biblíufélagi. Hins veg- ar tók ekkert betra við þegar hann gaf út fyrstu Biblíu félagsins. Guðrún Kvaran segir eftirfarandi um þá út- gáfu: „Oft hefur verið hnjóðað í Biblí- una frá 1813 ... Prentvillur urðu margar og sú verst að harmagrátur Jeremie varð óvart harmagrútur. Bi- blían fékk því snemma auknefnið Grútarbiblía og hefur það varla aukið hróður hennar“ (bls. 40). Næst er gefin út Biblía í Viðey árið 1841 og nefnd Viðeyjarbiblía. Guðrún Kvaran segir um þá útgáfu: „Hér voru að verki menn er réttan skilning höfðu á verkefni sínu, lögðu réttlátt mat á eldri þýðingar og síðast en ekki sízt viðm-kenndu að þrátt fyrir góðan vilja og ásetning fer aldrei svo að ekki megi um deila og betur fara“ (bls. 41). Síðan rekur hún harðar deilur á þá Biblíu. Einnig rekur hún harðar deil- ur um Biblíuna sem gefín var út árið 1866 og segir að þær hafi líklega orðið þess valdandi að Hið íslenska Biblíu- félag ákvað árið 1887 að láta fara fram endurskoðun á henni. Sú endur- skoðun hafi ekki hafist fyrr en 1897 og að Haraldur Níelsson hafi tekið það að sér og þýtt mestallt Gamla testamentið úr hebresku. Haraldur varð síðar prófessor við Háskóla íslands og sú Biblía sem hann á mestan heiðurinn af var gefin út árið 1912. Sú útgáfa var kristnu fólki leiðarijós í marga áratugi. Það var þýðing hans sem eldri kynslóðim- ar lásu eins og um heilagt rit væri að ræða þar sem ekld mátti hreyfa við einum bókstaf. En jafnvel hann, jafn- vel Haraldur Níelsson, tók þátt í sín- um ritdeilum. Um það segir Guðrún Kvaran: „Um eina athugasemdina sem Haraldur kallar „nisínuna" far- ast honum svo orð: „Hinn háttvirti höf. segir: „ætthöfðingi er stirt orð og lurkslegt, í staðinn fyiTi' ættarhöfð- ingi“. Ekki er að tala um smekk- inn!“... Þessi athugasemd er því furðulegri sem Haraldi hlýtur að hafa verið það fullljóst að ættarhöfðingi var sú samsetning sem algengust var, og er enn“ (bls. 47). Guðrún Kvaran er þama berlega að gefa í skyn að Haraldur Níelsson hafi haft rangt við. Síðan er önnur grein í ritröð Guð- fræðistofnunarinnar sem ég vil minn- ast á. Hún er eftir Þóri Kr. Þórðars- son prófessor sem þýddi Biblíuna sem gefin var út árið 1981 og er sú Biblía sem nú er í gildi. Hann segir: ,,“Að þýða“ er í raun og vem að takast á hendur óvinnandi verk. ... Nýir lesendur taka við því sem iyrri lesendur skildu eftir sig. - Af þessum sökum getur þýðing aldrei verið full- komin eftirmynd frumtextans. Hún er aðeins endurhljómur endurhljóms" (bls. 223-4). Þetta leiðir til þess að það þarf þroska til að skilja Biblíuna rétt. Ékki nægir bókstafstrú og að lepja upp til- vitnanir í þessa trúartexta rétt eins og Guð sjálfur hafi skrifað þetta. Það ero margir möguleikar á því hvemig megi skilja það sem lesið er í þessu riti. Því legg ég til að farið sé eftir orðum prófessorsins og að Biblían sé lesin sem endurhljómur endurhljóms - eða með algengara málfari - sem bergmál af bergmáli. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og félagsfræðingur. Tannréttingar barna - Kostnaður afar sjaldan yfír 500.000 kr. Frá Tryggingastofnun ríkisins: VEGNA „Bréfs til blaðsins“ í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 3. febrúai' sl. frá ritara Breiðra brosa, Höllu Magnúsdóttur, er nauðsynlegt að koma eftirfarandi leiðréttingum og ábendingum á framfæri: Það er ekki rétt að endurgreiðslur Tryggingastofnunar vegna tannrétt- inga barna með skarð í vör eða gómi hafi verið 100% til ársins 1997. Fullar endurgreiðslur voru lagðar af árið 1994. Frá þeim tíma hefur TR greitt 75-90%, ekki 65-75% eins og segir í bréfinu. Athugun Tryggingastofnun- ar á greiðslum vegna tannréttinga þessara barna sýnir að heildarkostn- aður fer afar sjaldan yfir 500.000 kr. á bam. Algengur kostnaður er á bil- inu 250-350 þúsund kr. Það er því ekki rétt að meðalkostnaður sé 1,5 til 2 milljónir eins og segir í bréfi Höllu. Tryggingastofnun væntir breytinga á reglum sem stofnuninni eru settar um málefni þessara einstaklinga og annarra með sambærilega meðfædda galla. Að öðro leyti hefur Trygginga- stofnun fullan skilning á því sjónar- miði bréfritara að tannréttingar eru kostnaðarsamar fyrir foreldra. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.